Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Qupperneq 24
Maður, líttu þér nœr!
Hugleiðingar út frá Yfirvaldi Þorgeirs Þorgeirssonar
Skáldsaga borgeirs Þorgeirssonar,
Yfirvaldið, hefur yfirleitt hlotið góöa
dóma. Mönnum virðist koma saman
um, aðsagan sé vel skrifuð, og margir
telja hana standa framarlega meðal
þeirra skáldverka, er birtust siðastlið-
ið ár — og jafnvel fremst.
Árni Bergmann og Gunnar Stefáns-
son véku báðir að þvi i ritdómum sin-
um um Yfirvaldið, að höfundur gerði
sér far um að ná fram ákveðinni
mannlifsmynd. Þeir bentu á, að hann
gerði sér far um að láta þá skoðun
koma fram, að fátækt og basl spillti
mönnum og gerði þá að mis yndis-
mönnum.
Árni Bergmann lagði engan dóm á
réttmæti þess boðskapar en benti á,að
höfundi væri það mikið kappsmál, að
það kæmist til skila. Gunnar Stefáns-
son lét hins vegar liggja að þvi, að
e.t.v. væri hæpin sú umsögn, að skáld-
sagan væri unnin eftir beztu heimild-
um og skilrikjum, vegna þess hver
nauðsyn þætti að ná fram þessari
mannlifsmynd.
Hér er ekki ætlunin að, skrifa neinn
ritdóm um Yfirvaldið. Útgefandi segir
á kápu bókarinnar, að hún sé skarpt
endurmat á þvi bændasamfélagi, sem
við öll erum vaxin upp úr. Annars
staðar héfur verið sagt, að þessi saga
afsannaði rómantiskar lýsingar á fyrri
öld.
Nú er það mála sannast, að við lest-
ur sögunnar finn ég enga óræka sönn-
un þess, að það vaki fyrir höfundi að
endurmeta aldarfarið, þó að ég sé
fyllilega sammála þvi, að áherzla sé
lögð á þjóðfélagsmynd, eins og áður
var að vikið.
Hins vegar er ekki hægt að loka aug-
unum fyrir þvi, að höfundur leggur
ekkert sérstakt kapp á að lýsa glöggt
aðalpersónum sögunnar. Natan
Ketilsson er sannarlega persóna, sem
væri mikið söguefni. Hann er svo vel
viti borinn, að flestum finnst hann
ofjarl sinn og stendur af honum stugg-
ur, þvi að margur trúir honum til að
fara illa með menn, sjái hann sér hag
I þvi. En þar lyftir Þorgeir engri hulu.
Og að ástamálum Natans vikur hann
naumast.en ætla má að þvi hafi verið
96
trúað, að Natan næði ástum hverrar
þeirrar konu, sem hann girntist. Og
þvi mun hafa ráðið eitthvað annað en
hræðslan við fjölkynngi hans.
Það er talað um hatur heillar sýslu
á Birni Blöndal sýslumanni og að hann
vilji hefna sin á sýslubúum. Ég held.að
vanti heimildir og skilriki fyrir þvi að
þetta sé rétt. Guðmundur Hagalin hef- '
ur vikið að þvi i ritdómi, að Blöndal
sýslumanni sé ekki rétt borin sagan.
Það er ekki mælt út i bláinn. Og sizt af
öllu munu vera til haldbær rök fyrir
þvi, að Guðmundur Ketilsson sé eini
Húnvetningurinn, sem hafinn var yfir
hefndarhug og meinfýsi þessa ömur-
lega mannfélags.
Sú mannlifsmynd, sem þessari sögu
er eignuð, er ekki rétt. Það er satt og
rétt, að harðúð og miskunnarleysi er
mannskemmandi,og allir verða i neyð-
inni nokkurn veginn að láta og þvi hef-
ur skorturinn oft rekið mann til
óyndisúrræða. En hitt er rangt, að i
þessari sögu sé gert endurmat á is-
lenzku þjóðlffi og almenn mynd ömur-
leika og meinfýsi eigi að koma i stað
þeirra rómantisku hugmynda, sem
menn hafa gert sér um liðna öld.
Hverjar eru þær rómantisku hug-
myndir, sem hér er um að ræða? Ég
hygg, að sé óhætt að treysta þjóðlifs-
myndinni, sem birtist i Heiðarbýlis-
sögum Jóns Trausta, svo að dæmi sé
nefnt. Það er að visu hálf öld milli
þeirra tima og Yfirvaldsins. En yfir-
valdið lýsir timanum, þegar Jónas
Hallgrimsson var að byrja að yrkja.
Það lýsir þvi þjóðlifi, sem Jónas orti
um og orti fyrir. Jónas var að visu
rómantiskt skáld, en hann var lika
raunsær náttúrufræðingur. Auðvitað
vildi hann leiða huga þjóðarinnar að
þvi sem fallegt var. Hann vildi opna
augu hennar fyrir yndisleik og fegurð
lands sins og lifs og það gerði hann
með þvi að sýna þjóðinni það.sem var i
raun og veru. Það er misjafnt hvað
menn sjá og vilja sjá. En það er mikill
missir að tapa fegurðarskyninu.
Það er röng kynning, að fátækt og
skorturgeri alla að illmennum. Þeir,
sem fæddir eru á fyrstu áratugum
aldarinnar, munu flestir hafa kynnzt
fólki, sem þekkti skort og sultarlif af
eigin reynd. Þetta fólk hafði yfirleitt
ekki beðið tjón á sálu sinni vegna
fátæktarinnar. Það var hvorki öfund
sjúkara né beiskara en gengur og ger-
ist.
Eðlilega finnst mér ekki mikið varið
I það að skrifa sögu til að endurmeta
19. öldina á þann veg að telja fólki trú
um, að þá hafi allir verið illmenni.
Bólu-Hjálmar kvað um Krahrepp,
sem frægt er orðið:
Eru þar flestir auniingjar,
en illgjarnir þeir, sem betur mega.
Hann vissi það, að aumingjarnir
voru yfirleitt ekki illgjarnir, hvað sem
kann að hafa mátt segja um hina. Ég
trúi þvf heldur ekki, að Bólu-Hjálmar
hafi verið þjófur, þótt fátækur væri.
Ég held að skáldin okkar hefðu
brýnna verkefni,þar sem væri að gera
grein fyrir þvi.að afbrotum fjölgar svo
mjög á siðustu árum, þrátt fyrir alls-
nægtir. Það væri gagnlegt að vita.
Þess vegna tel ég viðfangsefni Stefáns
Júliussonar i Haustfermingu miklu
betur valið. Þar er okkur að visu litið
sagt um tildrög útigöngunnar, en okk-
ur er sagt nokkuð um mótvægi, —
raunar alls ekki litið.
Skáld eiga að hafa innsæi. Þau eiga
að skilja menn. Þau eiga að bregða
ljósi á örlagaþætti sem liggja undir
yfirborðinu. Þau eiga að vera skyggn,
— sjá það, sem ekki liggur ljóst fyrir
við lauslega yfirsýn, og gefa öðrum að
sjá þetta með þvi að taka þá sér við
hönd.
Það gengur misjafnlega að gefa
okkur sýn — þeim, sem ekki eru
skyggn. Stundum segjum við,að það,
sem sjáandinn lýsir, séu hugarórar og
ofsjónir. Þvi trúum við ekki skyggnum
i blindni. Þvi eru sjáendur stundum
vanmetnir — stundum kannski
ofmetnir lika.
Umbótamenn fyrir 40 árum trúðu á
langa almenna skólagöngu, rifleg fjár-
ráð, gnægð tómstunda og frjálsræði i
mörgum efnum. Þeim hefur tekizt að
veita okkur þetta allt — almennt talað
Flutt á bls. 94
Sunnudagsblað Timans