Morgunblaðið - 26.04.2004, Síða 8
FRÉTTIR
8 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Gjörið svo vel, nú ætlar foringinn að sýna ykkur Nokia-farsímann sinn, símann sem mr.
Bush hringdi í.
Útboð á verkfræði- og arkítektaþjónustu
Að koma sjónar-
miðum sínum að
Ríkiskaup, Fram-kvæmdasýsla ríks-ins, Félag ráðgjaf-
arverkfræðinga og Félag
sjálfstætt starfandi arkí-
tekta gangast fyrir mál-
þingi þar sem fjallað verð-
ur m.a. um framkvæmd
útboða á verkfræði- og
arkítektaþjónustu. Mál-
þingið verður 27. apríl í
húsnæði Verkfræðinga-
félagsins, Engjateigi 9 og
stendur milli 8.30 og 11.30.
Morgunblaðið lagði af
þessu tilefni nokkrar
spurningar fyrir Magnús
Baldursson lögfræðing.
– Tilefni og tilgangur?
„Tilefni þess að stofnan-
ir ríkisins og hagsmuna-
félög arkitekta- og verk-
fræðistofa boða sameigin-
lega til málþings er endurnýjuð
útgáfa á handbók sem hefur að
geyma yfirlit yfir lög og reglur er
gilda um opinber innkaup ásamt
útskýringum á þeim. Hin síðari
ár hefur áherslan verið á útboð-
um þegar hið opinbera kaupir inn
vöru eða þjónustu og er beinlínis
skylt að viðhafa útboð þegar inn-
kaupin eru yfir ákveðum mörkum
hvað fjárhæð varðar. Þegar kem-
ur að kaupum á þjónustu arki-
tekta eða verkfræðinga eiga hins
vegar við nokkuð önnur sjónar-
mið en þegar t.d. keypt er ákveð-
ið magn af pappír o.þ.h. Til dæm-
is getur verið örðugt að
skilgreina verkefnin í útboðs-
gögnum þegar mismunandi leiðir
eru færar að sama marki. Það
getur aftur leitt til þess að til-
boðsfjárhæðir verða æði mismun-
andi. Einnig hefur legið fyrir að
þátttöku arkitekta og verkfræð-
inga í samkeppnum og útboðum
hins opinbera fylgir mikill kostn-
aður fyrir viðkomandi aðila. Iðu-
lega er leitað tilboða frá 5-6 að-
ilum í verk þar sem tilboðsgjafar
þurfa að leggja mikla vinnu í til-
boðsgerðina. Arkitektar og verk-
fræðingar vinna stundum hundr-
uð klukkustunda að gerð eins
tilboðs í útboði eða samkeppnis-
tillögu, sem ekkert er greitt fyrir.
Segja má að málþing þetta sé lið-
ur í því að koma sjónarmiðum
beggja, kaupenda og seljenda
þjónustunnar, til skila.“
– Hverjar verða helstu áhersl-
urnar á þessu málþingi?
„Segja má að áhersla sé á
þremur þáttum; yfirferð yfir þær
reglur sem gilda á umræddu
sviði, umfjöllun um hvernig regl-
unum er fylgt og að lokum hvað
þátttaka í útboðum kostar ráð-
gjafarfyrirtækin, tilboðsgjafana.
Ekkert eitt þessara atriða hefur
meira vægi en hin.
Þar sem málþingið er haldið af
fulltrúum kaupenda og seljenda
þessarar ákveðnu þjónustu má
búast við að nokkuð mismunandi
sjónarmið komi fram þegar meta
skal hvar skóinn helst kreppi.
Ráðgjafarfyrirtækin hafa t.d. tal-
ið að of mikil áhersla sé á því að
greitt sé sem minnst fyrir þjón-
ustuna. Kostnaður við
hönnun mannvirkja er
að öllu jöfnu lágt hlut-
fall af heildarkostnað-
inum en hvernig til
tekst við hönnunina
getur ráðið miklu um það sem á
eftir kemur, og þá einnig hver
heildarkostnaður verður við
mannvirkið, þar með talinn
kostnaðurinn við rekstur og við-
hald út líftíma þess. Eðlilega gera
ráðgjafar sér grein fyrir að gæta
verði aðhalds hér eins og annars
staðar, en að þeirra mati á áhersl-
an að vera meira á góðum og hag-
kvæmum mannvirkjum.“
– Fyrir hverja er þetta mál-
þing?
„Málþingið er annars vegar
fyrir alla þá sem koma á einhvern
hátt að innkaupum á þjónustu
arkitekta og verkfræðinga hvort
sem er hjá ríkinu eða sveitar-
félögunum og hins vegar alla ráð-
gjafa á sviði arkitektúrs eða verk-
fræði. Alþingismönnum hefur
einnig verið boðið að taka þátt.
Væri ekki úr vegi að hvetja þá
sérstaklega til að mæta svo
dýpka megi skilning þeirra á því
ferli er óhjákvæmilega fer í gang
í kjölfar pólitískra ákvarðana um
opinberar framkvæmdir.“
– Hverju vona menn að svona
málþing skili af sér?
„Það er von þeirra hagsmuna-
félaga er standa að málþinginu að
það leiði til þess að opinberir að-
ilar er koma að útboðum, gerð út-
boðsgagna, mati á tilboðum o.s.fr.
taki meira mið af stöðu tilboðs-
gjafanna, skoði málið frá „hinni
hliðinni“ áður en lagt er af stað
með útboð. Vafalaust er það von
þeirra opinberu aðila er standa að
málþinginu að ráðgjafarnir sýni
þeirra sjónarmiðum meiri skiln-
ing í framtíðinni! “
– Dagskráin?
„Fyrst verður kynning á efni
handbókar um opinber innkaup,
sem varðar útboð á sérfræðiþjón-
ustu arkitekta og verkfræðinga:
Guðmundur I. Guðmundsson
yfirlögfræðingur Ríkiskaupa flyt-
ur erindið. Innkaup ríkisins á sér-
fræðiþjónustu arkitekta- og verk-
fræðistofa frá árinu 1999 til 2002
er yfirskrift erindis sem að Jón L.
Björnsson skrifstofustjóri Ríkis-
endurskoðunar flytur og síðan er
kaffihlé.
Reynsla Fram-
kvæmdasýslu ríkisins
af samningum við
hönnuði er yfirskrift
erindis sem
Óskar Valdemarsson forstjóri
Framkvæmdasýslu ríkisins flytur
og næsta erindi hefur yfirskrift-
ina
Kostnaður við tilboðsgerð í op-
inberum útboðum, en það erindi
er flutt af Sigríði Magnúsdóttur
arkitekt frá Teiknistofunni Tröð
ehf. og Guðmundi Björnssyni
framkvæmdastjóra Verkfræði-
stofunnar Hnit hf.“
Magnús Baldursson
Magnús Baldursson, f. 1962,
embættispróf í lögfræði frá HÍ
1989, héraðsdómslögmaður
1992. Fulltrúi á lögmannsstofu
1989 til 1995. Rekið eigin lög-
mannstofu frá 1995 ásamt því að
starfa fyrir Félag ráðgjafarverk-
fræðinga (FRV). Maki er Guðný
Jóna Einarsdóttir starfsmaður
Icelandair og eiga þau saman-
lagt tvö börn Tryggva, 6 ára, og
Töru Dögg 16 ára.
Iðulega er
leitað tilboða
frá 5-6 aðilum
SAMTÖK ungliðahreyfinga hafa
sent frá sér ályktun þar sem frum-
varpi um útlendinga er harðlega
mótmælt. Að ályktuninni standa
Ung frjálslynd, Ungir jafnaðarmenn
og Ung vinstri græn. Félögin telja að
frumvarpið gangi gegn hefðbundn-
um sjónarmiðum um jafnræði borg-
aranna og borgaraleg réttindi.
„Frumvarpið gerir að skilyrði fyr-
ir veitingu dvalarleyfis á grundvelli
hjónabands, sambúðar eða samvist-
ar að erlendur maki hafi náð 24 ára
aldri. Íslenskur ríkisborgari má því
ekki koma heim til landsins með er-
lendan maka á þessum forsendum sé
makinn yngri en 24 ára. Þetta und-
arlega ákvæði er í litlu samræmi við
hefðbundin hjúskaparskilyrði. Í
frumvarpinu er einnig ákvæði um að
foreldrar innflytjenda þurfi að vera
eldri en 66 ára til að fá dvalarleyfi á
grundvelli fjölskyldusameiningar og
er ákvæðið hugsað til að koma í veg
fyrir atvinnuþátttöku þeirra. Þar
sem foreldrar innflytjenda þurfa
hvort eð er að sækja um atvinnuleyfi
og sýna fram á sjálfstæða fram-
færslu er þessi breyting með öllu
óþörf. Félögin telja óþarfa að tefja
fyrir frjálsri för vinnuafls um hið
evrópska efnahagssvæði sem frum-
varpið felur í sér. Það er allra hagur
að fólk geti ferðast frjálst þangað
sem það telur kröftum sínum best
borgið. Þannig nýtir fólk vinnuafl
sitt og hugmyndir best og getur upp-
fyllt eigin þarfir og annarra með
betri hætti en ella. Einnig er fyrir-
hugað að refsivert verði fyrir útlend-
ing ef atvinnu- eða dvalarleyfi hans
eru í ólagi.“
Mótmæla útlendingafrumvarpi