Morgunblaðið - 26.04.2004, Side 9

Morgunblaðið - 26.04.2004, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 9 www.ropeyoga.com Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Mikið úrval af fatnaði frá Str. 36-56 snyrtiklefi Garðatorgi, sími 565-1321. Estée Lauder andlitsmeðferðin miðar öll að því að veita þér slökun og dekra við þig - allt frá vandvirkri hreinsun húðarinnar að yndislega róandi nuddinu. Nútímaleg húðumhirða okkar vinnur gegn vandamálum sem stafa af þurri húð eða feitri, hrukkum, slælegri blóðrás, þreytulegri húð og öðru sem hrjáir húðina. Öll er meðferðin umvafin ljúfri munúð og slökun. Veittu þér andlitsmeðferð eins og þær gerast bestar og sjáðu hvað svolítið dekur gerir húðinni gott. Það kostar aðeins kr. 2.500. Hringdu og pantaðu tíma í síma 565 1321 Aðeins það besta fyrir andlit þitt www.lyfja.is Námskeið fimmtudaginn 6. maí fyrir þá, sem vilja læra á ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlana. Farið er yfir megináherslur og uppbyggingu staðlanna og hvernig má beita þeim við að koma á og viðhalda gæðakerfi. Verklegar æfingar. Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178, kl. 8.30-14.45. Þátttökugjald kr. 18.500 Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is eða í síma 520 7150 ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir - Lykilatriði, uppbygging og notkun - LOKIÐ er borun svokallaðra strengjaganga sem liggja ásamt tengigöngum að væntanlegum stöðvarhússhelli Kárahnjúkavirkj- unar. Göngin voru boruð úr Fljóts- dal, þar sem Fosskraft vinnur að gangagerð og eru 908 m löng. Þá er í Fljótsdalnum m.a. unnið að 1.100 m löngum frárennslisgöngum og er lokið um 800 m af þeim. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Borun strengja- ganga lokið Kárahnjúkavirkjun. Morgunblaðið. SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var kallað út á síðdegis á laug- ardaginn þar sem eldur var í papp- írsgámi sem stóð við verslun Bónuss í Faxafeni. Mikill eldur var þegar slökkviliðið kom á vettvang og var eldurinn far- inn að teygja sig í verslunarhúsið. Slökkviliðið náði að fjarlægja gám- inn og fór með hann í Sorpu og slökkti eldinn sem ekki olli tjóni á öðru en gámnum sjálfum. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Eldur í pappírsgámi Nýr héraðsdómari DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur sett Sigríði J. Hjaltested, lögfræðing, sem héraðsdómara við héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. maí til 15. júlí 2004. Geðlæknar mótmæla breyttum lyfjareglum AÐALFUNDUR Geðlæknafélags Íslands samþykkti ályktun þar sem nýlegum reglum heilbrigðisráð- herra í lyfjamálum er harðlega mótmælt. Fullyrt er að reglurnar feli í sér aukinn kostnað geðsjúkra vegna lyfjameðferðar. „Geðlæknar telja sjálfsagt að velja bestu og ódýrustu fáanlegu lyfin og þau sem hafa minnstar aukaverkanir. Aðalfundur Geð- læknafélags Íslands skorar á heil- brigðisráðherra að taka ekki ákvörðun um viðmiðunarlyf úr flokki geðlyfja og notkun þeirra nema að fengnum tillögum félags- ins“. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.