Morgunblaðið - 26.04.2004, Page 13
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 13
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
TALIÐ er nú að 161 hafi farist
Norður-Kóreu er sprenging varð á
járnbrautarstöð í borginni Ryong-
chon, skammt frá landamærum
Kína, á fimmtudag, annar gígurinn
sem myndaðist sést hér á myndinni.
Helmingur fórnarlambanna mun
hafa verið börn. Opinber frétta-
stofa Norður-Kóreu, KCNA, sagði
að slysið hefði orðið vegna van-
rækslu og kæruleysis. Raflínur
hefðu snert járnbrautarvagn sem
hlaðinn var sprengifimum köfn-
unarefnisáburði og tankvagn með
olíu þegar vagnarnir voru færðir á
hliðarspor. Hefði neistaflug kveikt í
vögnunum.
Hjálpargögn bárust þegar í gær
á staðinn frá grannlandinu Kína og
Japanar voru að undirbúa flutninga
með lyf og fleiri nauðsynjar. At-
hygli vakti að þegar á laugardag
báðu stjórnvöld í Pyongyang um-
heiminn um aðstoð en komm-
únistastjórnin hefur út á við ávallt
lagt mikla áherslu á að landsmenn
séu öðrum óháðir. Fulltrúar hjálp-
arstofnana sögðu að þúsundir húsa
hefðu gereyðilagst eða skemmst
mikið og tveir geysimiklir gígar
myndast á staðnum. Rúður hefðu
brotnað í allt að 10 km fjarlægð.
Skortur hefur lengi verið á
mörgum lífsnauðsynjum í landinu
og fyrir nokkrum árum féllu þar
milljónir manna úr hungri. Komm-
únistaríkið Norður-Kórea hefur
áratugum saman verið eitt lok-
aðasta land heims.
Reuters
Hjálpargögn berast til Ryongchon
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins
og Bandaríkjanna hafa harmað úrslit
þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Kýpur
á laugardag en þá höfnuðu Kýpur-
Grikkir sameiningaráætlun Samein-
uðu þjóðanna, um 75% þeirra voru á
móti áætluninni. Hún tekur því ekki
gildi þótt Kýpur-Tyrkir hafi sam-
þykkt hana með nær 65% atkvæða.
Kýpur-Grikkir fá því einir aðild að
Evrópusambandinu 1. maí.
Þjóðarbrotin tvö hafa búið hvort í
sínu ríki í 30 ár eða síðan tyrkneskur
her hernam norðurhlutann vegna
þess að tyrkneskumælandi Kýpverj-
ar, sem eru mun færri, óttuðust að
Kýpur-Grikkir hygðust sameina
landið með valdi.
Erfiðir tímar framundan
Tassos Papadopoulos, forseti Kýp-
ur-Grikkja, varaði við því í gær að erf-
iðir tímar væru framundan en sagðist
enn vilja ná samningum við Kýpur-
Tyrki. Hann vísaði á bug ásökunum
þess efnis að niðurstöðurnar væru
ekki fyllilega marktækar vegna þess
að stuðningsmenn hefðu ekki fengið
sama ráðrúm og andstæðingar til að
tala máli sínu og hefðu jafnvel sætt
ógnunum. Kosningabaráttan hefi ver-
ið „stillileg og siðleg“, hins vegar
hefðu erlend öfl reynt að ýta undir
ótta og öryggisleysi með því að segja
afleiðingar höfnunar geta orðið
hættulegar. Papadopolus hét því að
aðstoða Kýpur-Tyrki við að njóta í
einhverjum mæli þeirra hlunninda
sem fylgja myndu aðild grískumæl-
andi eyjarskeggja að ESB.
Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-
Tyrkja, sem einnig var andvígur áætl-
un SÞ, sagði að umheimurinn ætti nú
að hætta að beita þjóðarbrotin tvö á
eynni þvingunum til að sameinast.
Ljóst þykir hins vegar að staða Denk-
tash hafi veikst vegna þess hve marg-
ir landar hans voru á öndverðum
meiði við leiðtogann.
Stjórnvöld í Grikklandi, sem
studdu tillögur SÞ með nokkurri var-
færni, reyndu í gær að gera lítið úr
áhrifum atkvæðagreiðslunnar og
söðgust sem fyrr ætla að vinna að
endanlegri lausn á deilum þjóðarbrot-
anna. Tyrkir studdu áætlun SÞ enda
hefur verið talið að staða mála á Kýp-
ur og ekki síst hernámslið Tyrkja þar
geti orðið erfiður þröskuldur í vegi að-
ildar Tyrklands að ESB. Abdullah
Gul, utanríkisráðherra Tyrklands,
sagðist vonsvikinn vegna úrslitanna
en hvatti til þess að í kjölfar atkvæða-
greiðslunnar yrði viðskiptaþvingun-
um aflétt af Kýpur-Tyrkjum í ljósi
þess að þeir hefðu lýst vilja til að ná
samkomulagi í Kýpurdeilunni. Tyrk-
land er eina ríkið sem viðurkennt hef-
ur ríki tyrkneskumælandi Kýpverja.
Tyrkneskumælandi
íbúum verður hjálpað
Fréttaskýrendur segja ljóst að
samstaða verði um að bæta tyrk-
neskumælandi Kýpverjum skaðann
með víðtækri efnahagsaðstoð en lífs-
kjör þar eru mun lakari en meðal
grískumælandi eyjarskeggja.
Denktash sagði að niðurstaðan
sýndi að þeir sem hefðu talið að hægt
yrði að ná samkomulagi milli þjóðar-
brotanna í Kýpur, væru úr takti við
raunveruleikann. Vísaði hann á bug
kröfum þeirra Kýpur-Tyrkja sem
studdu áætlunina, þar á meðal
Mehmet Ali Talat, forsætisráðherra
um að forsetinn segði af sér.
Harma niðurstöð-
urnar á Kýpur
Nikosiu, Aþenu, Washington. AP, AFP.
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930