Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 14
DAGLEGT LÍF
14 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SILFURKAMBUR er planta í
flokki kuldaþolinna og harðgerðra
sumarblóma. Hann er ræktaður
vegna silfurgrárra og loðinna
blaðanna og fer sérstaklega vel
með fallega blómstrandi plöntum,
hann undirstrikar fegurð
blómanna og myndar umgjörð ut-
an um þau. Silfurkambur hefur
verið ræktaður hérlendis um
langa hríð og reynst ákaflega
duglegur við ýmiss konar óblíð
skilyrði. Í heimkynnum sínum
verður silfurkamburinn allstór og
fallegur runni sem blómstrar gul-
um blómhnöppum þegar líður á
sumar. Hann nær því stundum að
blómstra hérlendis, einkanlega
þegar haust eru mild en hann er
einnig eitt þeirra sumarblóma sem
standa hvað best fram á haustið.
Silfurkamburinn lengir því sum-
arið okkar í báða enda, rétt eins
og stjúpurnar og fjólurnar.
GARÐYRKJA
Guðríður Helgadóttir garðyrkju-
fræðingur, Félagi garðplöntu-
framleiðenda.
Silfur-
kambur
Til að tryggja góðan rakstur erallra mikilvægast að hita húð-ina vel áður en raksturinn
hefst, að sögn Eiríks Þorsteinssonar,
rakara og eiganda rakarastofunnar
Greifans við Hringbraut í Reykjavík.
Karlmenn þurfa að prófa sig
áfram með rakvélar og raksápu og
flestir bera nú á sig rakakrem eftir
rakstur en rakspírinn er á und-
anhaldi. „Og núorðið fá menn jafn-
góðan rakstur heima hjá sér og á
rakarastofu, en það er náttúrulega
mjög þægilegt að láta raka sig á rak-
arastofu.“ En nú kemur varla nokk-
ur maður og biður um rakstur á rak-
arastofu eins og algengt var áður
fyrr.
Hátt verð á rakvélablöðum var ein
af helstu ástæðum þess að karlmenn
fóru í eina tíð til rakarans að láta
skerða skeggið, auk þess sem rak-
hnífarnir hjá rakaranum voru flug-
beittir og mun betri en rakvélablöðin
sem þá voru á markaði. Eiríkur hef-
ur starfað sem rakari frá árinu 1967
og var einn af þeim síðustu sem
lærðu að brýna raknhníf því um
þetta leyti lækkuðu rakvélablöð mik-
ið í verði og urðu betri.
Brennivínsflöskubrýni
Hann segir að karlmenn hafi beitt
ýmsum brögðum til að halda biti í
rakvélablöðunum heima hjá sér, m.a.
að brjóta brennivínsflösku með sér-
stökum hætti og brýna hnífinn svo á
glerbrotinu. „Þeir brutu þá ofan af
brennivínsflösku og bundu svo bóm-
ullarsnæri vætt í bensíni um neðri
hlutann og kveiktu í. Þá klofnaði
flaskan í sundur og gott brýni varð
til,“ segir Eiríkur.
Engar slíkar kúnstir þarf til nú á
dögum þegar hillur stórmarkaðanna
eru fullar af Turbo, Excel, Mach3,
Twin og fleiri framúrstefnulegum
nöfnum á rakvélablöðum eða einnota
rakvélum, sem hver og einn getur
valið úr og kippt með sér. Rakvéla-
blöð þróast eins og allt annað og
stöðugt er reynt að setja á markað
rakvélar sem gefa æ dýpri rakstur.
Eiríkur segir að það nýjasta á
markaðnum sé Mach3 Turbo frá
Gillette og það noti hann sjálfur þeg-
ar hann rakar sig. Eins og nafnið
gefur til kynna er um að ræða þrefalt
rakvélarblað þar sem hvert kemur á
eftir öðru yfir sama svæðið og gefur
því dýpri rakstur. Sumir raka sig á
þennan hátt að staðaldri, aðrir með
einnota raksköfum og enn aðrir með
rafmagnsrakvél. Allt getur hentað,
að sögn Eiríks, því húðgerð og
skeggrót er mismunandi.
„Sumir eru með viðkvæma húð og
þola ekki daglegan rakstur. Þeir
raka sig þá kannski annan hvern dag
með sköfu en hinn daginn með raf-
magnsrakvél. Rafmagnsrakvél gefur
ekki eins djúpan rakstur og getur því
hentað þeim sem eru með viðkvæma
húð,“ segir Eiríkur.
Meginreglan, að hans sögn, er að
skafa undan skeggvextinum, þ.e.
ekki á móti, en hafa ber í huga að
skeggvöxturinn getur þó verið mis-
munandi eftir hvort um vanga, höku
eða háls er að ræða. Og svo eru sum-
ir með svokallaða snarrót, þ.e. nokk-
urs konar hvirfil eða sveip og geta
átt erfitt með rakstur þess vegna.
Tilgangurinn með notkun raksápu er
að halda hitanum í húðinni og nú
inniheldur raksápa oft mýkjandi efni
að auki. Ekki er nauðsynlegt fyrir
alla að nota raksápu. Margir nota ol-
íu og aðrir alls ekkert annað en vatn,
þ.e. raka sig í sturtu eða nýkomnir úr
henni. Hitinn í húðinni er það allra
mikilvægasta fyrir góðan rakstur,
ítrekar Eiríkur rakari.
RAKSTUR
Morgunblaðið/Ásdís
Rakstur: Eiríkur Þorsteinsson rak-
ari segir að meginreglan sé að skafa
undan skeggvextinum, en hafa ber í
huga að skeggvöxturinn getur þó
verið mismunandi eftir hvort um
vanga, höku eða háls er að ræða.
Karlmenn: Flestir þurfa að prófa
sig áfram með rakvélar og raksápu.
„Núorðið fá menn jafn-
góðan rakstur heima hjá
sér og á rakarastofu.“
Heit húð grund-
vallaratriði
steingerdur@mbl.is
Nú á tímum eignast konurbörn sín seinna á ævinni enáður. Samkvæmt frétt í
vefútgáfu Berlingske Tidende, sýnir
tölfræðin í Danmörku að konum
sem eignast börn eftir þrítugt sé
fyrst og fremst að þakka sú aukning
sem orðið hefur á barneignum í
Danmörku á síðasta ári. Þær sem
eru á aldrinum 30–34 ára eru dug-
legastar við að fjölga mannkyninu
en einnig hefur fjölgað fæðingum
hjá konum sem eru 35–39 ára. Aftur
á móti hefur fæðingum hjá konum á
aldrinum 20–24 ára fækkað.
Félagsfræðingurinn Lasse Denc-
ik segir þetta ekki vera neitt vanda-
mál og eiginlega hið besta mál, því
regla og öryggi á heimilum eldri
foreldra sé meiri en hjá þeim yngri
og einnig sé hættan á hjónaskilnaði
mun minni hjá fólki sem komið er
yfir þrítugt. „Meðalaldur fólks hefur
hækkað svo það er lítil hætta á að
foreldrarnir deyi frá ungum börnum
sínum. Og ég blæs á allt tal um að
börn eldri foreldra séu fordekruð og
sjálfselsk, það er ekki rétt.“
Annar aðili sem starfar á þessu
sviði tekur undir orð Lasse en tekur
þó fram að hann mæli ekki með að
foreldrar eignist börn svo seint á
ævinni að þau fari beint úr barn-
eignum yfir á eftirlaun.
Barnið má ekki
ráða ferðinni
Einn sérfræðingurinn enn, Peter
Albæk, er líka talsmaður þess að
fólk eignist börn sín eftir þrítugt, af
því að nú sé fólk miklu lengur ungt
en áður. „Kona sem er fertug í dag
er ekki eins gömul og útslitin og
jafnaldra hennar fyrir hálfri öld. En
ég neita því ekki að það er viss
hætta á að „eldri“ foreldrar skipu-
leggi líf sitt í kringum litla barnið. Í
stað þess að barnið sé hluti af fjöl-
skyldunni, þá verður það stjórnand-
inn á heimilinu og þá er hætta á að
það fari á mis við nauðsynlega fé-
lagslega hæfni sem þarf að hafa í
farteskinu út í lífið,“ aðvarar Peter
og talar af eigin reynslu, því hann er
fertugur og yngsta barn hans er
eins árs.
Á Íslandi eru þróunin svipuð og í
Danmörku. Á vef Hagstofu Íslands
má finna ýmsar tölulegar upplýs-
ingar um þessi mál og þar kemur
fram að meðalaldur mæðra fer
hækkandi hér á landi og að sífellt
fátíðara sé að konur eigi börn áður
en þær ná 25 ára aldri. Lækkun
fæðingartíðni er mest áberandi í
aldurshóp 20–24 ára kvenna. Ung-
lingamæðrum hefur einnig fækkað
jafnt og þétt á þessu tímabili. Nú er
algengasti barneignaraldurinn 25–
29 ára. Í aldurshópunum 30–34 ára
og 35–39 ára hækkaði fæðingartíðni
lítillega um miðbik 9. áratugarins og
síðan þá hefur fæðingartíðni í þeim
aldurshópum haldist stöðug.
FÆÐINGAR|Margar konur seinka
barneignum fram yfir þrítugt
Blæs á að börnin
verði fordekruð
Associated Press
TENGLAR
..............................................
www.hagstofa.is