Morgunblaðið - 26.04.2004, Side 23

Morgunblaðið - 26.04.2004, Side 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 23 ✝ Andrés Sverris-son fæddist í Hvammi í Norðurár- dal 27. desember 1918. Hann lést í Borgarspítalanum 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sverrir Gísla- son, f. 4. ágúst 1885, d. 24. mars 1967, og Sigurlaug Guð- mundsdóttir, f. 24. júlí 1890, d. 18. mars 1971. Andrés var næstelstur sex systk- ina, elstur þeirra var Guðmundur, sem lést á síðasta ári, en hin eru Vigdís, Ólafur, Ásgeir og Einar. Andrés kvæntist 27. desember 1948 eftirlifandi konu sínni, Þór- unni Ernu Þórðardóttur frá Brekku í Norðurár- dal, f. 10. desember 1926, dóttir hjón- anna Þórðar Ólafs- sonar og Þórhildar Þorsteinsdóttur. Andrés og Erna eignuðust tvær dæt- ur, Þórhildi, f. 11. júní 1948, og Sigur- laugu, f. 29. ágúst 1952. Andrés lauk prófi frá Héraðsskólanum í Reykholti árið 1937 og Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1941. Ævistarf hans var leigbíla- akstur í Reykjavík, lengst af á Bif- reiðastöð Reykjvíkur. Útför Andrésar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það var fallegt veður í Norðurár- dalnum að morgni 6. apríl s.l. Daginn er farið að lengja, snjóinn að leysa og mannlífið tekið að glaðna. Gróðurinn kemur brosandi úr vetrardvalanum, lömbin fæðast og fuglarnir fara að koma hver á fætur öðrum, vorboð- arnir ljúfu. Þennan kyrra morgun var Andrés kallaður burt úr þessum heimi til nýrra og æðri heimkynna. Andrés var hjartahlýr maður, traustur og sannur vinur vina sinna. Hann var ávallt glaður og átti auðvelt með að slá á létta strengi. Bernsku- minningar okkar systkininna um Andrés, eru þegar þau hjónin Erna og Andrés komu uppeftir í sveitina í heimsókn, gjarnan á haustin, þegar bláberin voru orðin blá, þá fór Erna frænka í berjamó en Andrés fékk sér gjarnan bíltúr á meðan, berjalyngið heillaði ekki Andrés eins mikið og Ernu. Og gjarnan hafði hann einhver orð um berjatínsluna og þá gjarnan í léttum tón. Bíltúrarnir hans Andrés- ar lágu oftar en ekki fram í dal og þá að Hvammi sem voru hans æskuslóð- ir. Norðurárdalurinn var Andrési mjög kært umræðuefni, alltaf var spurt eftir búskapnum og mannlífinu sem hefur nú breyst mikið síðan fyrir rúmum 50 árum, þegar Andrés flutt- ist búferlum á höfuðborgarsvæðið. En nú er Andrés látinn, við sem eftir lifum trúum því að hann sé nú í faðmi kærleikans í nýjum störfum á nýjum stað. Þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni, við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðm.) Blessuð sé minning Andrésar Sverrissonar frá Hvammi. Fjölskyldurnar á Brekku. Með Andrési Sverrissyni er geng- inn enn einn af þeirri kynslóð Íslend- inga er náð hefur að upplifa meiri breytingar en nokkur önnur kynslóð þjóðarinnar. Fólkið sem tekur þátt í meiri þjóðfélagsbreytingum en þjóð- in áður hafði farið í gegnum. Fólkið sem breytir Íslandi úr bændasam- félagi í sjávarútvegs-, iðnaðar- og þjónustusamfélag. Fólkið sem tekur þátt í breytingum úr bæ í borg. Kyn- slóðin sem skilar Íslandi af sér í hópi auðugustu ríkja veraldar. Andrés Sverrisson var ávallt með- vitaður um hugsjónir þær er hann drakk í sig í uppsveitum Borgar- fjarðar. Í starfi sínu á mölinni kynnt- ist hann meiri hraða og örari breyt- ingum en hann hafði séð í heimasveitinni eða þjóðin áður reynt. Hún átti þó ávallt sterk ítök í Andrési – ekki síður en manngildishugsjónir Borgfirðinga. Hvort tveggja kom ávallt sterkt fram í fari hans og gjörðum. Hann var einn af frum- byggjum Kópavogs og tók virkan þátt í mótun þess samfélags með hin- ar borgfirsku hugsjónir Jónasar frá Hriflu að leiðarljósi. Óþreytandi var hann að minna samferðafólk sitt á manngildishugsjónir. Í raun var Andrés sannasti framsóknarmaður sem ég hef kynnst. Hann kunni svo listavel kúnstina að greina kjarnann frá hisminu – láta hugsjónir ekki víkja fyrir dægursveiflum. Fyrir það ber að þakka og ekki síður en hinn húmoríska hátt hans til að tjá skoð- anir sínar. Andrés var nefnilega al- veg leiftrandi húmoristi – beinskeytt- ur og hnyttinn í tilsvörum. Andrés var einn þeirra manna sem gaman var að umgangast. Ég kveð hann sem granna og ekki síður félaga úr bar- áttunni – félaga sem veitti mér ávallt skynsama leiðsögn fyrir starf mitt. Um leið og ég sendi Ernu, Hildu og Sillu mínar dýpstu hluttekningu bið ég blessunar Andrési Sverrissyni. Hjálmar Árnason. Andrés Sverrisson var pabbi henn- ar Hildu vinkonu minnar. Honum kynntist ég þegar ég var svo lítil að ég man varla eftir mér. Mér er minn- isstætt hve hávaxinn hann var og hafði fallegt dökkt liðað hár. Hann var eini maðurinn sem ég get með fullvissu kallað bílstjóra. Aðrir keyra bíla en hann Andrés var bílstjóri sem hafði fulla stjórn á tækinu og bauð farþegum sínum öryggi og þægileg- an akstur. Hann starfaði við að aka fólki, það var hans fag. Fyrir 47 árum ók Andrés mér yfir Kaldadal sem þá var mjór og holótt- ur fjallvegur, ólíkt því sem er í dag. Við vorum að fara upp að Brekku í Norðurárdal en þaðan var hún Erna, konan hans Andrésar. Þau voru úr sömu sveit, hann frá Hvammi og hún frá Brekku. Silla systir hennar Hildu vinkonu minnar var lítil, hún var reyndar alltaf aðeins minni en við Hilda en úrræðagóð og sérlega viljug að fara sendiferðir fyrir okkur, enda hef ég aldrei almennilega þakkað henni Sillu fyrir að auka mér leti og skjótast eftir ýmsu smálegu fyrir okkur þó nokkurn spotta þyrfti hún að fara til þess að ljúka erindinu. Brekka var fyrirheitna landið á sumrum og þangað fékk ég að fara með Hildu og dvelja í sérstöku yf- irlæti hjá afa hennar og ömmu, Þórði og Þórhildi á Brekku. Þarna eignað- ist ég minningar sem aldrei verða frá mér teknar. Andrés var maðurinn sem ók okk- ur og til tilbreytingar þá fór hann Kaldadal þetta sumar fyrir 47 árum. Ég hafði aldrei á fjallveg komið og sjaldan setið í bíl en ferðin var ógleymanleg og ég þekki ekki marga fjallagarpa á mínum aldri sem geta státað af því að hafa farið yfir Kalda- dal fyrir tæpri hálfri öld. Ég fer þennan veg oft á sumrum og horfi þá alltaf á það sem eftir er af gamla veg- inum hans Andrésar og minnist fyrstu ferðarinnar. Við vorum ekki á jeppa heldur á drossíu sem fór þetta fyrirhafnarlítið enda bílstjórinn fyrsta flokks. Andrés var mikill grínari og henti gaman að hversdagslegum hlutum sem aðrir hefðu sennilega ekki eftir tekið. Mér fannst alltaf gaman að heyra hann spjalla, hann hafði margt að segja og frásagnarmátinn var hans eigin. Hlýr og notalegur var hann við mig alla tíð. Hann var einn af þeim fáu mönnum sem ekki eltust að neinu ráði. Dökka hárið varð að vísu gráskotið og ég stækkaði en hann minnkaði ekki að sama skapi. Þegar Andrés átti frí þá greip hann í harmónikuna og það fannst mér skemmtilegt. Hann spilaði af tærri snilld og með fullri virðingu fyrir eiginmanni mínum sem spilar stundum á harmónikuna þá var Andrés eini harmónikuleikarinn sem ég hef þekkt. Nú hefur kveðjustundin runnið upp og alltaf kemur það manni á óvart þegar fólk sem manni þykir vænt um deyr, þó fyrst og fremst verði mér hugsað til Hildu vinkonu minnar, Sillu systur hennar og Ernu eftirlifandi eiginkonu Andrésar sem nú hafa misst kæran ásvin. Við Jón og börnin okkar sendum þeim inni- legar samúðarkveðjur á þessum erf- iðu tímamótum. Blessuð sé minning Andrésar. Guðrún Helga. Á lífsleiðinni verður margt fólk á vegi manns. Líklega er það liður í þroskferli okkar allra. Sumir sam- ferðamenn verða manni nánari en aðrir. Ræðst það líklega af því hvern- ig áhrif þeir hafa á mann – hvort samskiptin skilji eftir einhverja var- anlega tilfnningu eða móta vitund manns á einhvern hátt. Andrés Sverrisson telst tvímælalaust til þeirra sem hafa mótað líf mitt. Ekki var hann bara nágranni heldur líka pabbi hennar Sillu, æskuvinkonu minnar. Nærri má geta að samskipt- in urðu mikil þegar ungar vinkonur fóta sig saman frá barni til ung- lingsára og síðan í tölu fullorðinna. Margt gerist á því skeiði og þar gegnir samferðafólkið lykilhlutverki. Seint fæ ég þakkað Andrési og fjöl- skyldu hans vináttuna. Ekki vegna þess að við Silla höfum verið ein- hverjar vandræðastelpur heldur vor- um við bara eins og hverjir aðrir krakkar að leita þroska okkar. Stríðnislegar ábendingar Andrésar skildu eftir sig umhugsun sem hefur reynst okkur farsælt vegarnesti á lífsleiðinni. Andrés var nefnilega svo óskaplega mikill húmoristi en um leið alvörugefinn. Réttlætiskennd og hagsmunir heildar voru ákveðinn grunntónn í boðskap hans en settur fram á þann hátt að eftir var tekið. Ég fæ aldrei þakkað honum eða fjöl- skyldu hans nógsamlega fyrir ómet- anlega vináttu frá fyrstu tíð. Elsku, Silla, Erna og Hilda. Ég sendi ykkur mínar hlýjustu óskir nú þegar Andrés er allur. Minninguna um kæran vin varðveiti ég í hjarta mínu. Guð blessi Andrés Sverrisson og fjölskyldu hans. Kristín Árnadóttir. Lífið er óafturkræft en þakka ber fyrir liðin ár. Með söknuði í huga kveðjum við mætan mann sem geng- inn er á vit ljóssins. Andrés Sverr- isson auðgaði líf okkar allra sem kynntust honum með glaðværð sinni, söng og góðlátlegri kímni. Alltaf vor- um við, vinkonur dætra hans, vel- komnar á heimili þeirra hjóna, Andr- ésar og Ernu hvort sem var að nóttu eða degi. Það hefðu ekki allir tekið á móti gleðiþyrstum skólaungmennum í helgarleyfi frá heimavistaskóla af landsbyggðinni opnum örmum þann- ig að okkur fannst við jafnvel gera þeim greiða með því að kíkja við, þó um miðja nótt væri. Var þá allskonar góðgjörðum snarað á borð eins og við værum hefðarfólk. Og ekki lét Andr- és annað en það væri sjálfsagt að keyra okkur vítt og breitt um bæinn og oftar en ekki „gleymdi“ hann að setja gjaldmælinn í leigubílnum í gang sem kom sér auðvitað afskap- lega vel fyrir blanka námsmenn. Eft- ir að við eltumst og nálguðumst þau hjón meira í aldri var einstaklega notalegt að banka uppá á Álfhólsveg- inum þar sem þau hjón bjuggu til margra ára til að ræða um lífið og til- veruna, ekki hvað síst bæjarpólitík- ina í Kópavoginum. Andrés hafði sterkar meiningar um „rétta“ bæj- arstjórn og þótti sjálfsagt að menn sem honum líkaði við væru fram- sóknarmenn og gerðust bæjar- fulltrúar. Söngurinn skipaði stóran sess í lífi Andrésar sem söng í kirkjukórum í Kópavogi til margra ára, fyrst í Kópavogskirkju og svo hin síðari ár í Digraneskirkju. Ógleymanleg eru gamlárskvöldin á heimili þeirra hjóna þar sem við nutum gleðinnar og söngsins ásamt ættingjum þeirra og vinum. Um leið og við sendum Ernu, Þórhildi og Sigurlaugu okkar innilegustu samúðarkveðjur, þökk- um við hjónin fyrir yndisleg kynni og biðjum honum blessunar í nýjum söngheimum þar sem rödd hans sóm- ir sér fullkomlega í kórnum með englum alheimsins. Björk og Diðrik. Við stóðum hlið við hlið í kirkjukór í mörg ár. Oft bara tveir saman í rödd. Hann söng bassa. Röddin var djúp, þýð og hljómmikil. Engum duldist að þar fór bæði lagviss og verulega músikalskur söngmaður sem einnig reyndist traustur og áreiðanlegur kórfélagi. Viljinn til að gera vel var einbeittur. Bassaröddina kunni hann utanað við alla sálma sem sungnir voru í kirkjunni. Sama gilti um sálma sem sungnir voru áður fyrr á árum því ungur að aldri tók prests- sonurinn frá Hvammi í Norðurárdal að syngja sálma, fyrst á heimaslóð- unum upp í Borgarfirði en síðan í Kópavogi þar sem hann bjó lengst af. Andrés ólst upp við raddaðan söng. Honum fannst slíkur söngur einfaldlega fallegri en óraddaður. Flóknara var það nú ekki. Hann var óspar á að leiðbeina okkur sem óreyndari vorum og óragur við að miðla til okkar þeirri sér-íslensku sönghefð sem hann hafði kynnst svo vel og hrifist af löngu áður en fjöl- breyttara tónlistarlíf tók að blómstra hér á landi. Oft vitnaði hann í vin sinn Guðmund Gilsson, organista máli sínu til stuðnings. Þess vegna fannst honum heldur lítið til þess koma þeg- ar prestar og organistar fóru að mæl- ast til þess að kórar syngju sálma einraddaða til að freista þess að fá söfnuðina til að taka undir sönginn og efla þannig almennan, kröftugan safnaðarsöng í líkingu við það sem viðgengst í kirkjum erlendis. Þegar heyrnin byrjaði að dofna varð Andrés ófáanlegur til að halda áfram að syngja með okkur, þrátt fyrir eindregnar óskir þar að lútandi. Hann vissi sjálfur mætavel hvað það þýddi að geta ekki lengur „sungið með eyrunum“. Stundum kom hann í kirkjuna til okkar. Fylgdist þá grannt með hvernig gekk. Heilsaði upp á okkur eftir athöfnina, bros- mildur, kankvís með sinn sérstaka, dulítið prakkaralegan glampa í aug- unum. Sem fyrr lá hann ekkert á skoðunum sínum, sérstaklega ef hon- um fannst við geta gert eitthvað bet- ur. Þannig var Andrés, allt í senn hreinskiptinn, sanngjarn og velvilj- aður. Við gömlu félagarnir í kór Digra- neskirkju kveðjum Andrés með ein- stakri virðingu og þökk. Óskum hon- um velfarnaðar og góðrar heimkomu. Hérna megin syngjum við ekki oftar saman hendingu Valdimars Briem við þjóðlagið fallega frá Schlesíu Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Á útfarardaginn ætla ég að hafa yfir sálminn allan, fáar kveðjur kann ég fallegri og betur við hæfi. Ástvinum og öllum öðrum sem nú kveðja heiðursmanninn Andrés Sverrisson sendum við hjónin inni- legar samúðarkveðjur. Karl Skírnisson. ANDRÉS SVERRISSON víst. Ekkert virtist henni ómögulegt. Hún lærði spænsku af linguafón og kunni að dansa með kastaníur. Hún var senjorítan í Sörlaskjólinu. Henn- ar er beðið með eftirvæntingu. Þorvaldur Þorsteinsson. Mig langar að minnast Dúu með nokkrum orðum. Hún var alltaf amma Dúa í mínum huga. Hún var alltaf fín og glæsileg. Ég kynntist henni fyrir rúmlega 20 árum þegar við Valdi fórum að vera saman. Amma Dúa var mikil kjarnakona. Ég hafði ekki þekkt hana nema í nokkra mánuði og hitt hana nokkr- um sinnum þegar ég var að ljúka stúdentsprófum. Henni fannst þá al- veg tilvalið að sauma á mig dragt fyrir útskriftina. Ég hafði varla snú- ið mér við þegar hún var búin að mæla mig í bak og fyrir, kaupa efnið og sauma pils og jakka. Ég tók mig vel út á útskriftardaginn í nýju dragtinni. Hún var ekki vön að tvínóna við hlutina. Þegar við hjónakornin fest- um kaup á okkar fyrstu íbúð mætti amma Dúa í vinnugallanum með málningarrúllur og pensla. Hún vildi alltaf taka til hendinni og vera þar sem eitthvað var að gerast. Það var fjör í kringum hana. Hún vissi hvað hún vildi og var mikil sjálf- stæðiskona. Þegar kosningar nálg- uðust minnti hún okkur öll á að kjósa D fyrir Dúuna. Hún hafði mjög gaman af íþrótt- um. Það kom fyrir að hún mætti of seint í afmæli út af mikilvægum leik í sjónvarpinu. Strákarnir okkar gátu alltaf rætt um „leikinn“ við lang- ömmu sína. Þar komu þeir ekki að tómum kofanum. Hún sat ekki aðgerðarlaus þó ald- urinn færðist yfir og sjóninni hrak- aði. Hún málaði mikið af myndum. Bæði vatnslita- og olíumyndir sem hún var stolt af að gefa. Þær prýða nú mörg heimili afkomenda hennar. Þegar amma Dúa varð áttræð fékk hún ferð til Kaupmannahafnar í afmælisgjöf frá fjölskyldunni. Það varð úr að fyrir réttum tveimur ár- um fórum við í ferðina, níu konur á aldrinum 20-80 ára. Þessir dagar í Kaupmannahöfn eru okkur ógleym- anlegir. Það var mikið hlegið og ým- islegt brallað. Þegar við fórum í búð- ir skyldi amma Dúa ekkert í okkur að máta allt sem við ætluðum að kaupa. Hún vissi númer hvað hún notaði og eyddi ekki tíma í biðröð við mátunarklefana. Minningarnar eru margar þegar litið er yfir farinn veg. Amma Dúa var kát og hress, allt þar til hún veiktist um páskana. Hún kvaddi okkur viku seinna og vil ég þakka henni samfylgdina. Þuríður Ágústsdóttir. Kveðja frá Sinawik í Reykjavík Góð vinkona og félagi okkar, Sig- rún Guðbjörnsdóttir, er látin. Ekki hefði það hvarflað að okkur á 35 ára afmæli Sinawik í Reykjavík 9. mars s.l. að svo stutt væri í kveðjustund. Dúa eins og við kölluðum hana, var þar með okkur kát og glöð með þessa ljúfu og glæsilegu framkomu, sem einkenndi hana alla tíð. Sigrún kom til starfa fyrir Sinawik á bernskuárum félagsins þegar konur í framvarðarsveit unnu af hugsjón til að gera félagið öflugt. Meðal þess sem bryddað var upp á ásamt mörgu öðru var tískusýning. Þá kom sér vel að hafa glæsilegar konur til að sýna fötin. Til margra ára var Dúa sjálf- kjörin í þann hóp. Dúa var félagslega þroskuð kona, lagði ávallt gott til allra mála og vann öll störf af alúð og ljúf- mennsku. Við félagskonur þökkum henni fyrir öll árin með okkur og biðjum hann sem öllu ræður að varð- veita hana. Dætrum og öðrum að- standendum vottum við samúð okk- ar. Fölnuð er grund, farin hver rósin, er gleði oss bjó. Svalt er við sund, söngfuglakvakið er þagnað í mó. Hljótt er til hlíða, horfin er sumarsins blíða. (Þ. H.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.