Morgunblaðið - 26.04.2004, Qupperneq 27
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 27
HARÐARMENN ætla greinilega að
mæta vel undirbúnir til leiks þegar
kemur að landsmóti eftir rúma tvo
mánuði og í því augnamiði buðu þeir
upp á lokað æfingamót á laugardag í
slæmu veðri.
Þátttaka í mótinu var allþokkaleg
þar sem tamningafólkið á Dallandi
lét greipar sópa í verðlaunasafni
mótsins. Sigruðu þau í þremur grein-
um og unnu stigasöfnunarkeppni
vetrarins í sínum flokkum.
Úrslitin urðu annars eftirfarandi:
Börn
1. Leó Hauksson, Tígull frá Helgafelli 8v
rauður
2. Sebastian Sævarsson, Svartur frá Síðu 8v
svartur
3. Kristín Kristmundsdóttir, Krummi 12v
brúnn
4. María G. Pétursdóttir, Blesi frá Skriðu-
landi 15v rauðblesóttur
5. Sigurgeir Jóhannsson, Farsæll frá Stóru
Ásgeirsá 7v jarpur.
Stigameistari í barnaflokki: María G. Pét-
ursdóttir
Unglingar
1. Halldóra H. Ingvarsdóttir, Geysir frá
Stóru Hildisey 6v gráskjóttur
2. Sigríður S. Ingvarsdóttir, Geisli frá Blesa-
stöðum 7v rauðblesóttur
3. Sandra M. Sigurðardóttir, Assa frá Ólafs-
völlum 7v grá
4. Marissa Pinal, Lilja 10v jörp
5. Sara Sigurðardóttir, Faxi 6v brúnn.
Stigameistari í unglingaflokki: Sigríður S.
Ingvardóttir.
Ungmenni
1. Halldóra S. Guðlaugsdóttir, Snót frá Akur-
eyri 9v jörp
2. Gunnar M. Jónsson, Dropi frá Selfossi 8v
rauðblesóttur
3. Steinþór Runólfsson, Brandur frá Hellu
12v brúnn
4. Ari B. Jónsson, Þytur frá Krithól 12v jarp-
ur.
Stigameistari í ungmennaflokki: Halldóra S.
Guðlaugsdóttir.
Pollar
Úlfar D. Lúthersson, Prinsessa 7v.
Konur/stigamót
1. Helle Laks, Spaði frá Kirkjubæ 9v rauður
2. Svava Kristjánsdóttir, Skuggi frá Kú-
skerpi 8v brúnn
3. Magnea R. Axelsdóttir Tinna 7v brún
4. Berglind Árnadóttir, Hilmir frá Skíðanesi
9v brúnn
5. Ásta B. Benediktsdóttir, Írafár.
Stigameistari: Helle Laks.
Karlar/stigamót
1. Birkir H. Jónsson, Gyðja frá Vindási rauð
2. Úlfar Guðmundsson, Gullfoss frá Gerðum
10v bleikur
3. Guðmundur Björgvinsson, Garpur frá
Torfastöðum 11v mósóttur
4. Guðmundur Þ. Gunnarsson, Bellu frá Kú-
skerpi 9v leirljós
5. Björgvin Jónsson, Kraftur frá Varmadal
7v rauður.
Stigameistari: Úlfar Guðmundsson.
Atvinnumannaflokkur
1. Halldór Guðjónsson, Vonandi frá Dallandi
7v brúnn
2. Elías Þórhallsson, Elva frá Mosfellsbæ 8v
brún
3. Þorvarður Friðbjörnsson, Hylling frá
Kimbastöðum brún
4. Guðlaugur Pálsson, Mökkur frá Björgum
8v
5. Friðdóra Friðriksdóttir, Perlusteinn frá
Torfufelli 6v jarpur.
Stigameistari: Halldór Guðjónsson.
100 metra flugskeið
1. Halldór Guðjónsson, Dalla frá Dallandi,
8,04 sek.
2. Björgvin Jónsson, Eldur 8,2 sek.
3. Friðdóra Friðriksdóttir, Lína frá Gilla-
stöðum, 8,35 sek.
4. Þórir Grétarsson, Þula frá Barkastöðum,
8,6 sek.
5. Þorvarður Friðbjörnsson, 8,97 sek.
Stigameistari: Halldór Guðjónsson.
Opna ÁG mótið
Hið árlega opna ÁG töltmót fyrir
unga fólkið fór fram sumardaginn
fyrsta, 22. apríl, og tókst vel. Þátt-
taka var góð í öllum flokkum, en
keppt var í tölti barna, unglinga og
ungmenna. Fjöldi fólks kom til að
horfa á keppnina í reiðhöll Gusts í
Kópavogi, en hið stórglæsilega kaffi-
hlaðborð kvennadeildar Gusts var
einmitt í boði á sama tíma á efri hæð-
inni.
Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:
Börn
1. Rakel N. Kristinsdóttir, Geysi, og Vígar
frá Skarði, 6,40/6,68
2. Arna Ý. Guðnadóttir, Fáki, og Dagfari frá
Hvammi II, 5,33/5,98
3. Edda R. Guðmundsdóttir, Fáki, og Fiðla
frá Höfðabrekku, 5,37/5,95
4. Skúli Þ. Jóhannsson, Sörla, og Gyðja frá
Hafnarfirði, 5,17/5,91
5. Ástríður Magnúsdóttir, Gusti, og Pjakkur
frá Garðabæ, 5,07/5,68
Unglingar
1. Linda R. Pétursdóttir, Herði, og Aladín frá
Laugardælum, 6,27/6,50
2. Hekla K. Kristinsdóttir, Geysi, og Assa frá
Ölversholti, 6,13/6,41
3. Bára B. Kristjánsd., Gusti, og Dimma frá
Skagaströnd, 6,0/6,27
4. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, og Hrókur
frá Enni, 5,90/6,12
5. Freyja Þorvaldardóttir, Gusti, og Salka frá
Vatnsleysu, 5,33/6,08
Ungmenni
1. Tryggvi Þór Tryggvason, Gusti, og
Skrekkur frá Stóra-Sandfelli, 2 5,87/6,40
2. Sigvaldi Lárus Guðmundss., Gusti, og Ör
frá Hofsstaðaseli, 5,53/6,28
3. Ívar Örn Hákonarson, Andvara, og Rosi
frá Hlíð, 5,27/6,15
4. Elva Björk Margeirsd., Mána, og Stika frá
Kirkjubæ, 5,47/6,0
5. Geir Harrysson, Sörla, og Svarti-Pétur frá
Hreiðri, 4,97/5,90
Vetrarleikar Faxa og Skugga
Þriðju og síðustu vetrarleikar
Faxa og Skugga voru haldnir laug-
ardaginn 24. apríl í Borgarnesi. Þátt-
taka var nokkuð góð. Dómari var
Skjöldur Orri Skjaldarson frá
Hamraendum.
Úrslit urðu sem hér segir:
Pollar
1. Ursula H. Karlsdóttir og Blakkur frá
Eskiholti. 12v.
2. Sigrún R. Helgadóttir og Rammi frá
Hrafnagili 9v.
Börn
1. Sigurborg H. Sigurðardóttir og Rökkvi frá
Oddstöðum 8v.
2. Heiðar Á. Baldursson og Tá frá Múlakoti
5v.
3. Lára M. Karlsdóttir og Fagriblakkur frá
Langárfossi 8v.
4. Flosi Ólafsson og Föl frá Feti 8v.
5. Gunnhildur Helgadóttir og Leifi frá Litla
Kambi 19v.
Unglingar
1. Elis V. Ingibergsson og Fjalar 8v.
2. Sigrún S. Ámundadóttir og Léttir frá
Varmahlíð 7v.
3. Höskuldur Kolbeinsson og Baugur frá
Stóra Ási 9v.
4. Anna H. Baldursdóttir og Rist frá Múla-
koti 6v.
5. Valdís Ý. Ólafsdóttir og Hrönn frá Ósi 6v.
Konur
1. Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Mósart
frá Leysingjastöðum 7v.
2. Steinunn Hilmarsdóttir og Gjafar frá
Kiljuholti 7v.
3. Björg M. Þórsdóttir og Mjölnir frá Hesti
7v.
4. Íris H. Grettisdóttir og Nubbur frá Hólum
8v.
5. Sigurborg Á. Jónsdóttir og Örn frá Indr-
iðastöðum 18v.
Karlar
1. Ólafur Sigurðsson og Roði frá Eyri 8v.
2. Jóhannes Kristleifsson og Steinar frá
Litla Bergi 12v.
3. Grettir Börkur Guðmundsson og Bragi
frá Búðardal 6v.
4. Sigfús Jónsson og Feykir frá Sveinatungu
14v.
5. Haukur Bjarnason og Nútíð frá Skáney
11v.
Hestamót helgarinnar
GRANI er hestamannafélag sem á
sinn engan líka meðal hestamanna-
félaga. Það starfar einungis hluta úr
ári og félagatalið er síbreytilegt að
stærstum hluta því hlutverk þess er
fyrst og fremst að vera vettvangur
þeirra nemenda Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri sem kjósa að
stunda hestamennsku meðan á námi
stendur. Það er því óhætt að fullyrða
að ekkert hestamannafélag á land-
inu hafi haft jafnmarga einstaklinga
innan sinna vébanda á þessum
fimmtíu árum frá því félagið var
stofnað. Meðal fyrrum félaga eru
margir kunnir hestamenn í dag og
meðal þeirra Ágúst Sigurðsson
hrossaræktarráðunautur sem var
heiðursgestur afmælis og fluttti
hann erindi af því tilefni þar sem
hann kynnti sína framtíðarsýn í
hestamennsku og hrossarækt. Þar á
meðal ræddi hann hugmynd sína um
innflutning á erfðaefni úr íslenskum
hrossum erlendis sem gæti orðið
nauðsynlegt ef Íslendingar ætli að
halda þeirri forystu sem þeir hafa í
ræktun íslenskra hrossa. Einnig
benti hann á að það gæti gagnast í
viðleitni við að viðhalda erfðabreyti-
leika í íslenska hrossastofninum og
sporna gegn því að skyldleiki verði
of mikill í stofninum hér á landi.
Hann benti á að þegar Íslendingar
flytja stöðugt út góð kynbótahross
sem okkur vissulega bæri að gera
væri hætt við að samkeppnisstaða
okkar myndi hægt og bítandi versna
ef við hefðum ekki möguleika á að fá
eitthvað til baka. Sagði hann að í
raun væri ekki eftir neinu að bíða
með að láta reyna á hvort þetta væri
mögulegt því gera mætti ráð fyrir að
mál sem þetta gæti tafist í kerfinu
og því nauðsynlegt að fá það á hreint
hvort þetta sé fær leið.
Þá afhenti Ágúst sínu gamla félagi
veglegan bikar frá Bændasamtökum
Íslands en tók fram að ekki væri af
samtakanna hálfu nein áform um í
hvað ætti að nota bikarinn en vel
færi á því að gera þetta að farand-
bikar en ráðunauturinn bætti svo við
í léttari tón að í versta falli mætti þá
taka lokið af og nota hann sem
blómsturpott.
Langþráð skólafjós í höfn
Aðstaða til iðkunar hestamennsku
á Hvanneyri hefur batnað allnokkuð
síðustu árin og þótt langþráð hest-
hús hafi ekki enn verið byggt þykj-
ast hestaunnendur á Hvanneyri sjá
fyrir sér að nú verði það næsta ný-
bygging sem ráðist verður í á
Hvanneyri þar sem loksins sé nú bú-
ið að byggja ennþá langþráðara
skólafjós og er nú að sjá hvað setur.
Kennslu í hestamennsku og
hrossarækt var í vetur í höndum
Magnúsar Þ. Lárussonar og Svan-
hildar Hall sem bæði eru vel mennt-
aðir hestafræðingar. Að þeirra til-
stuðlan var aukið við námið á þessu
sviði og er það vel því eins og þau
sögðu er full ástæða til að standa vel
að menntun bændaefna í þessari
vaxandi grein og getur það verið góð
búbót ef bændur geta komið að
tamningu hrossa sem þeir sjálfir
framleiða.
Alls voru það tíu nemendur sem
þátt tóku í hestamennskunni á
Hvanneyri í vetur og sýndu nem-
endur árangurinn af tamningum
vetrarins á skeifudaginn. Þar bar
hæstan hlut vestur-húnvetnsk mær
Sigríður Ólafsdóttir og hlaut hún að
launum hina eftirsóttu Morgun-
blaðsskeifu. Viðfangsefni Sigríðar í
tamningum vetrarins var Skrámur
frá Innri Skeljabrekku, borgfirskt
gæðingsefni. Sigríður hlaut einnig
ásetuverðlaun Félags tamninga-
manna. Þess má geta að systir Sig-
ríðar hefur einnig hlotið Morgun-
blaðsskeifuna og mun það í annað
skipti sem slíkur skyldleiki er milli
skeifuhafa. Í hinu tilvikinu voru það
bræður sem áttu hlut að máli. Í öðru
sæti varð Þórunn Eyjólfsdóttir en
hún tamdi og sýndi á skeifudaginn
Ketil frá Starrastöðum og í þriðja
sæti varð svo Jóhann Þorsteinsson á
Prinsessu frá Álftagerði en hann
hlaut einnig Eiðfaxabikarinn sem
veittur er fyrir bestu umhirðu á
tamningatrippi.
Haldið upp á fimmtugsafmæli Hestamannafélagsins Grana á skeifudaginn
Tímamótaár á Hvanneyri
Merk tímamót voru hjá Hestamannafélaginu Grana á Hvanneyri sumardaginn fyrsta þegar haldið var
upp á hálfrar aldar afmæli félagsins á skeifudaginn sem að jafnaði er hápunkturinn í starfsemi félagsins.
Valdimar Kristinsson brá sér í Borgarfjörðinn og heimsótti sinn gamla skóla sem nú er orðinn háskóli.
Sigríður Ólafsdóttir á folanum Skrámi.
Morgunblaðið/Vakri
Hestamennskan dafnar vel á Hvanneyri en nú tóku tíu nemendur skólans þátt í keppninni um Morgunblaðsskeifuna.
DAGANA 5.–9. maí mun gæð-
inganefnd Fáks halda lokað
gæðingamót og opið punkta-
mót í tölti. Keppt verður í
barnaflokki, unglingaflokki,
ungmennaflokki, A- og B-
flokki, 100 metra fljúgandi
skeiði og tölti. Einnig verður
boðið upp á pollaflokk. Heimilt
verður að skrá fleiri en einn
hest í yngri flokkum en komi
knapi fleiri en einum hesti í úr-
slit verður hann að velja hverj-
um hann vill ríða. Einnig er
heimilt að skrá fleiri en einn
hest í tölti. Skráning verður í
Félagsheimili Fáks mánudag-
inn 3. maí frá kl 18–20. Skrán-
ingargjöld erukr 1.500 kr á
grein, 500 í pollaflokk og 2.500
í tölti. Nefndin áskilur sér rétt
til að fella niður greinar sé
skráning ekki næg.
Gæðinga-
keppni og
opið punkta-
mót í tölti