Morgunblaðið - 26.04.2004, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 33
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6 og 8. Með ensku tali / Sýnd kl. 4. Með ísl tali
„Hreint út sagt frábær skemmtun“
„Þetta er besta myndin í bíó í dag“
Fréttablaðið
r i t t t fr r t
tt r t i í í í
r tt l i
AKUREYRI
Kl. 6. Með ísl tali
KRINGLAN
Sýnd kl. 6. Með ísl tali
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6 og 8
Það vilja allir vera hún, en hún vil vera „frjáls“ eins
og allir aðrir.Sprenghlægileg rómantísk gamanmynd
um forsetadóttur í ævintýraleit!
Án efa einn besti
spennuhrollur sem sést
hefur í bíó.
„The Dawn of the Dead“ er
hressandi hryllingur,
sannkölluð himnasending.
Þá er húmorinn aldrei langt
undan.
Semsagt, eðalstöff. ”
Þ.Þ. Fréttablaðið.
Stranglega
bönnuð
innan 16 ára.
SV. MBL
VE. DV
F r u m s ý n d e f t i r 1 1 d a g a
Ævintýrahópurinn Ráðgáta hf er mætt
aftur til að leysa hin undarlegustu mál
eins og þeim einum er lagið!
Toppskemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Nr 1 í USA!
Fyrsta stórmynd sumarssins
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6 og 8.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10. B.i 16
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.10.
Tær snilld.
Skonrokk.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.20.
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8.
ÁLFABAKKI
Kl. 6, 8 og 10.10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.12 ára
w
w
w. l e t t o g l a ggo t t . i s
w ww. l e t t og l a ggo t t . i s w
ww. l e
t tog
l a g
got
t . i s
ww
w.
l e t
t o
g l
a g
go
t t
. i s
ww
w.
le
tt
o g
la
gg
ot
t.
is
ww
w.
let
tog
lagg
ott.is
www.lettoglaggott.is
www.lettoglaggott.is
www.lettoglaggott.is
VILTU
VINNA FERÐ
TIL ÍTALÍU?
LEIKARINN Sylvester Stallone er
aftur kominn í hnefaleikana, vænt-
anlega í þeirri von að þeir komi
ferli hans enn og einu sinni til
bjargar. Stallone hefur ákveðið að
framleiða nýja raunveruleikasjón-
varpsþætti um hnefaleika sem
koma til með að heita Keppandinn
eða The Contender. Þættirnir verða
með útsláttarfyrirkomulagi og seg-
ir leikarinn 57 ára gamli að slíkt
verkefni henti sér afar vel nú þegar
hann hefur ekki lengur áhuga að
vera fjarri fjölskyldunni of lengi við
tökur á stórum kvikmyndum
Stallone sló fyrst í gegn í mynd-
inni Rocky þar sem hann lék ungan
skapstóran Ítala sem barðist til
æðstu metorða og náði á endanum
að verða heimsmeistari í þungavikt.
Myndin sló í gegn, fékk Óskar árið
1977, gat af sér nokkrar vinsælar
framhaldsmyndir og gerði stór-
stjörnu úr Stallone.
Reuters
Sylvester Stallone mun koma veru-
lega við sögu í nýju hnefaleikasjón-
varpsþáttunum. Hér sýnir hann
gamla takta fyrir ljósmyndara í Los
Angeles um helgina.
Stallone í
raunveru-
leikasjónvarpi
og liggur nærri að um 600 miðar séu
nú farnir til félaga í Metaclub. Ragn-
heiður Hanson segir að þegar hæst
stóð hafi örugglega verið yfir þúsund
manns í biðröð en miðasalan hafi
samt gengið vel.
Um 10 þúsund miðar verða í boði á
tónleikana. Miðinn kostar 7500 kr. á
svæði A sem er uppi við sviðið og
6500 kr. á svæði B sem er fyrir aftan,
fjær sviðinu.
Metallica leikur í Egilshöll 4. júlí.
Almenn miðasala hefst um miðjan
maímánuð.
FORSALA á tónleika Metallica fór
fram á laugardag og að sögn Ragn-
heiðar Hanson þá seldist á 4 þúsund
miða. Nær allir sem búnir voru að
kaupa miða á tónleika Placebo nýttu
forkaupsrétt sinn og þar að auki not-
uðu félagar í alþjóðlegum aðdáenda-
klúbbi sveitarinnar tækifærið til að
kaupa miða. „Það voru um 35 manns
skráðir í Metaclub á Íslandi fyrir, en
eftir daginn voru félagarnir orðnir
300.“ Klúbbfélagar geta keypt sér
tvo miða út á félagsskírteini sitt og
lykilorð sem þeir fá á metaclub.com
Reuters
Mikill áhugi er fyrir tónleikum Metallicu í Egilshöll 4. júlí.
Félögum í Metaclub
snarfjölgar
Forsala á Metallica-tónleika
skipuleggja menningarviðburði út allt árið. Þetta má
þakka dugmikilli menningarnefnd og velvilja bæjaryf-
irvalda, sem eins og Sigríður Guðnadóttir fulltrúi í
menningarnefnd sagði hafa lagt sitt af mörkum til að
styrkja starfsemina.
GUÐRÚN Gunnarsdóttir ásamt hljómsveit var með frá-
bæra tónleika í Versölum í Þorlákshöfn 15. mars sl.
Húsfyllir var á tónleikunum og kunnu tónleikagestir vel
að meta frábær tilþrif þessa einstaka listafólks við að
túlka sívinsæl lög Ellýjar Vilhjálmsdóttur og heiðra
minningu hennar í leiðinni. Sérlegur gestasöngvari var
Friðrik Ómar Hjörleifsson, frá Dalvík og söng hann
nokkra dúetta með Guðrúnu og er þarna á ferðinni mik-
ið efni í stórsöngvara.
Það má með sanni segja að íbúar Þorlákshafnar og
nágrennis hafa fengið stóraukinn skammt af menning-
unni eftir að nýja Ráðhúsið var tekið í notkun. Það er
gleðilegt til þess að vita að gestir út nágrannasveit-
arfélögum okkar mæta á menningarviðburði til okkar.
Hver menningarviðburðurinn rekur annan og búið er að
„Óður til
Ellýjar“
– tónleikar í
Versölum
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Guðrún Gunnarsdóttir og hljómsveit fluttu „Óð til
Ellýjar“ í Versölum, ráðhúsinu í Þorlákshöfn.
SKÚLI Þórðarson er trúbadúr
eða söngvaskáld og gerir út frá Ísa-
firði. Hann var einn af þeim fjöl-
mörgu sem tróðu upp á tónlistarhá-
tíðinni þar, Aldrei fór ég suður, sem
fram fór fyrir
stuttu og er ágætis
dæmi um þá miklu
grósku sem er í
gangi um þessar
mundir í kringum
Ísafjarðardjúpið.
Skúli á að baki einn disk, sex laga,
og ekki nema ríflega tíu mínútur að
lengd. Um margt merkilegur gripur
sem er heimabrenndur og gefinn út í
tæplega 200 eintökum. Umslagið er
ekkert minna en snilld og toppar al-
gerlega heimspekina á bak við
„heimabruggið“ eins og þetta er
stundum kallað. Á því er einfaldlega
mynd af hauskúpu, sem hefur verið
tússuð upp með hraði, fyrir neðan er
skraflað Skúli Þórðarson og svo er
þetta ljósritað á rauðan pappír. Gæti
ekki verið einfaldara – en um leið af-
ar skemmtilegt og stílhreint. Það má
næstum segja að í umslaginu felist
lúmsk, pólitísk yfirlýsing.
Tónlistin er einföld, bara Skúli og
gítarinn. Hljómgæðin eru þó fyrir-
tak enda upptaka í höndum Vern-
harðs Jósefssonar (sem eitt sinn
plokkaði bassa með Geirfuglunum).
Röddin er nálægt manni og sömu-
leiðis gítarinn. Skúli virðist kunna
aðeins meira en vinnukonugripin, og
bregður einatt fyrir skemmtilegum
slaufum og snúningum. Tónlistin er
svona venjubundin kassagítartón-
list, með nettum þjóðlagablæ.
Rödd Skúla er hlý, tær og skýr en
söngröddin svona í meðallagi.
Textarnir eru klárlega vinstra
megin við línuna og fylgja hefðbund-
inni mótmælasöngvalínu. Upphafs-
lagið „Verst er sem best er“ gagn-
rýnir fyrirgreiðslupólitik – hina
alíslensku klíkustarfsemi, kvóta-
kerfið, markaðsvæðingu og fleira.
Hæfandi upphafslag!
„Hér lifa í velsæld markaðsljón/en
lítið er að hafa fyrir meðal Jón“ segir
þar m.a.
En Skúli tekst líka á við mál sem
varða dýrslegri hvatir og volar um
kvennafar sitt og drykkju í henni
Reykjavík. Svo er hér lagið „Vísur
heilla ráða nr. 1“ sem inniheldur
hina ágætustu punkta um hvernig
maðurinn getur gert vegferð sína
betri í lífinu. Lagavalið sýnir því í
raun hið þversagnakennda eðli
mannsins.
Textarnir fylgja með, snyrtilega
útprentaðir, til fyrirmyndar þegar
um svona plötu er að ræða.
Allt í allt lítil og skemmtileg plata.
Tónlist
Heilræða- og drykkjuvísur
Skúli Þórðarson
Skúli Þórðarson
Lög og textar eru eftir Skúla Þórðarson
sem syngur og leikur á gítar. Um upptöku
sá Vernharður Jósefsson. Dauðarokk
S.M. gefur út.
Arnar Eggert Thoroddsen