Morgunblaðið - 03.06.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 03.06.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI SYNJAR Forseti Íslands synjaði í gær staðfestingar frumvarpi til laga um eignarhald á fjölmiðlum sem Al- þingi samþykkti í maí síðastliðnum. Forsetinn sagði á blaðamannafundi sem hann boðaði til á Bessastöðum að skort hefði þann samhljóm sem þurfi að vera á milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Brúa þurfi gjá milli vilja þings og þjóðar og það verði best gert með því að þjóðin meti lagafrumvarpið í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra segir að upp sé komin fullkomin óvissa í kjölfar ákvörðunar forseta. Þjóð- aratkvæðagreiðsla muni þó fara fram. Myrti bekkjarsystur sína Ellefu ára japönsk skólastúlka myrti bekkjarsystur sína með bréfahníf á þriðjudaginn. Talið er að móðganir á heimasíðu séu orsök voðaverksins, sem átti sér stað í borginni Sasebo í suðurhluta Jap- ans. Áfall fyrir Bush Svæðisdómari í San Francisco í Bandaríkjunum hefur kveðið upp þann úrskurð, að lög um bann við fóstureyðingum á fimmta eða sjötta mánuði meðgöngu stangist á við stjórnarskrá landsins. Þykir úr- skurðurinn talsvert áfall fyrir George W. Bush forseta, sem skrif- aði undir lögin fyrir aðeins hálfu ári. Leifsstöð í hljóð og mynd Tollgæslan í Leifsstöð vinnur að því að koma upp upptökubúnaði til að taka upp mynd og hljóð í kjölfar atvika þar sem farþegar hafa ásak- að tollverði um ófagmannleg vinnu- brögð og jafnvel kynþáttafordóma. Stefnumörkun kynnt Stefnumörkun Þingvallanefndar fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum til ársins 2024 var kynnt í gær en hún miðar að því m.a. að Þingvellir fari á heimsminjaskrá UNESCO. Hagnaður í Kauphöll Hagnaður fyrirtækja í Úrvals- vísitölu Kauphallar Íslands jókst um 175% milli ára á fyrsta fjórðungi ársins eða úr 7,8 milljörðum króna í fyrra í 21,6 milljarða króna í ár. Aukinn hagnaður skýrist nær ein- göngu af auknum hagnaði banka og fjárfestingarfyrirtækja. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 34/35 Erlent 16/19 Minningar 36/39 Minn staður 20 Skák 43 Höfuðborgin 21/22 Kirkjustarf 43 Akureyri 22 Brids 43 Suðurnes 23 Bréf 44 Austurland 24 Dagbók 46/47 Landið 25 Staksteinar 46 Neytendur 27 Íþróttir 48/51 Listir 28/29 Fólk 52/57 Forystugrein 30 Bíó 54/57 Þjónusta 33 Ljósvakamiðlar 58 Viðhorf 34 Veður 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÍSKLEGUR hópur krakka úr 9. bekk Smáraskóla í Kópavogi mætti blaðamanni og ljósmyndara Morg- unblaðsins við Esjurætur í gærdag. Alls höfðu 43 ungmenni gengið saman á Esjuna í gærmorgun, en nú er síðasta vikan í skólanum fyrir sumarfrí og prófin að baki. Þótti til- valið að fara í uppbyggjandi göngu í lok skólaársins. Þrátt fyrir nokkra rigningu var kyrrt veður, en nokkuð hvasst hafði verið á toppnum, sögðu þau Alex- andra, Ólöf og Skender, sem voru meðal krakkanna sem þegar voru komnir niður af Esjunni, en enn voru um 15 krakkar á leiðinni nið- ur. „Veðrið versnaði eftir því sem við fórum hærra, og efst uppi var ískalt og þoka,“ sagði Ólöf. Nokkrir krakkanna fóru næstum því alveg upp á topp, en aðrir fóru eitthvað styttra. Bekkirnir víða á ferð „Það er mjög gaman að fara á Esjuna,“ sögðu krakkarnir. „Þetta var nokkuð erfitt á kafla, en það er stígur alla leið upp sem gerir göng- una léttari,“ bættu Alexandra og Ásta við. Aðrir bekkir skólans lögðu einnig land undir fót í gær, og fór til dæmis 6. bekkur á Þingvelli og 10. bekkur í gönguferð við Elliðavatn. Þegar blaðamaður forvitnast um sumarplönin verður margt um svör. Sumir ætla til útlanda, aðrir ætla að vinna, en nokkrir segjast að minnsta kosti ekki ætla á Esjuna aftur í bráð. Tekist á við Esjuna eftir prófin Morgunblaðið/RAX Krakkarnir gengu fylktu liði niður brekkuna eftir Esjugöngu. ELLEFU aðilar hafa sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra áskorun vegna málefna fanga í flota- stöð Bandaríkjamanna við Guant- anamoflóa á Kúbu. Að áskoruninni standa ASÍ, BSRB, Deiglan.com, Ís- landsdeild Amnesty International, Múrinn, Sellan, Skoðun, Tíkin, Ung frjálslynd, Ung vinstri græn og Ung- ir jafnaðarmenn. Skorað er á ríkisstjórn Íslands að koma mótmælum á framfæri með formlegum hætti við ríkisstjórn Bandaríkjanna vegna þeirra mann- réttindabrota sem viðgangast í her- stöðinni við Guantanamo. Jafnframt er skorað á ríkisstjórnina að fara fram á að annaðhvort verði fangarnir ákærðir eða þeim sleppt úr haldi. Lagalegt tómarúm Talið er að tæplega 600 fangar séu nú í haldi í Guantanamo-herstöðinni en rúm tvö ár eru síðan fyrstu fang- arnir voru handteknir. Yngstu fang- arnir eru 16 og 17 ára gamlir en áður voru þar börn niður í 13 ára. Í fréttatilkynningu frá þeim sem standa að baki áskoruninni segir að föngunum í herstöðinni við Guant- anamo-flóa sé haldið í eins konar lagalegu tómarúmi þar sem enginn dómstóll, hvorki borgaralegur dóm- stóll né hefðbundinn dómstóll, hefur lögsögu að mati ríkisstjórnar Banda- ríkjanna. Rödd Íslands skiptir máli Að sögn Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty International (AI), standa vonir til að íslensk stjórnvöld mót- mæli ástandinu í Guantanamo með formlegum hætti og að fleiri ríkis- stjórnir fylgi í kjölfarið. Jóhanna seg- ir að Íslandsdeild AI hafi sent utan- ríkisráðherra skýrslu um ástandið í Guantanamo ásamt áskorun um að mótmæla þeim formlega 8. mars sl. „Við fengum svör frá utanríkisráð- herra þar sem því var haldið fram að Ísland hafi á alþjóðavettvangi komið með athugasemdir við þetta ástand en við teljum að það sé ekki nóg. Rödd Íslands þarf að vera miklu skýrari,“ segir Jóhanna. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segist fagna samstöðunni sem hafi skapast gegn mannréttindabrot- um í Guantanamo-herstöðinni. Þess má geta að undirskriftasöfn- un um að þrýsta á íslensk stjórnvöld að setja fram formleg mótmæli vegna mannréttindabrota á föngunum í Guantanamo-herstöðinni er hafin á vefslóðinni: http://www.skodun.is/ undirskrift. Ríkisstjórnin mótmæli mann- réttindabrotum í Guantanamo RANNSÓKN lögreglu á and- láti 11 ára gamallar stúlku sem fannst látin á Hagamel í Reykjavík á mánudagsmorg- un hefur styrkt tilgátu lög- reglunnar um að móðir stúlk- unnar hafi orðið henni að bana og veitt 14 ára syni sín- um áverka, að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögreglu- þjóns hjá lögreglunni í Reykjavík. Viðræðum við móðurina haldið áfram Rannsókn málsins og við- ræðum við konuna var haldið áfram í gær og segir Hörður áherslu lagða á að hraða rann- sókninni eins mikið og unnt er. Hann vill hins vegar ekki tjá sig nánar um rannsóknina á þessu stigi málsins. Móðirin og drengurinn liggja enn á spítala en móðirin er úr lífshættu og drengurinn er að hressast samkvæmt upplýsingum lögreglu. Tilgáta lögreglu styrkist HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, átti í gær ásamt forsetum þjóð- þinga Norðurlandanna og Eystra- saltsríkjanna fund með Dennis Hastert, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Að sögn Hall- dórs er tilgangur heimsóknarinnar að skapa grundvöll fyrir meira sam- starf milli þessara landa á sviði þings- ins en heimsóknin hefur staðið yfir undanfarna daga. „Við teljum mjög mikilvægt að efla samskipti landanna beggja vegna Atlantshafsins á vettvangi þingsins. Bandaríkjamenn tóku undir það með okkur að það væri mjög gagnlegt ef það gæti tekist. Jafnframt var komið inn á ýmis málefni sem varða þessar þjóðir almennt og einnig var komið inn á samskipti þjóðanna við Banda- ríkin. Auk þess var fjallað um örygg- ismál, stöðuna fyrir botni Miðjarðar- hafs, málefni heimskautalandanna og stöðuna í Evrópu,“ sagði Halldór. Varnarsamstarf Íslands og Banda- ríkjanna var rætt stuttlega á blaða- mannafundi sem haldinn var með þingforsetunum í gær. Á fundinum sagði Halldór að Ísland hefði átt langt og gott samstarf við Bandaríkin í varnarmálum og þrátt fyrir breytta tíma og minni umsvif Bandaríkja- manna á Íslandi, legðu Íslendingar mikið upp úr því að ná samkomulagi við Bandaríkjamenn á jafnréttis- grundvelli þar sem tekið væri tillit til öryggishagsmuna beggja aðila. Heimsókn Halldórs lauk í gær. Heimsókn forseta Alþingis til Washington Rætt um aukið samstarf þinganna Ljósmynd/Yuri Gripas Halldór Blöndal tekur hér við gjöf frá Dennis Hastert, forseta full- trúadeildar bandaríska þingsins, eftir fund Hasterts með forsetum þjóð- þinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Washington í gær. Í öskj- unni var glerdiskur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.