Morgunblaðið - 03.06.2004, Page 6

Morgunblaðið - 03.06.2004, Page 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í júní á hreint ótrúlegum kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Benidorm, þessa vinsæla áfangastaðar. Þú bókar tvö sæti en greiðir bara fyrir eitt, og getur valið um úrval góðra gististaða á meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.990 Fargjald kr. 32.600/2 = 16.300. Flugvallarskattur kr. 3.690. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Verð kr. 2.490 Verð á mann hver nótt, m.v. 2 í íbúð, Trinisol III. Val um 1 eða 2 vikur. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu 22 sætin 2 fyrir 1 til Benidorm 23. júní frá kr. 19.990 Úrvals gististaðir JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur gefið út reglugerð sem felur í sér breyt- ingar á reglugerð um bifreiðakaupa- styrki. Útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins vegna bifreiðakaupastyrkja voru 530 milljónir króna á árinu 2003 og höfðu þá ríflega þrefaldast miðað við útgjöld ársins 2002. Útgjalda- aukningunni olli reglugerðarbreyt- ing sem tók gildi í ársbyrjun 2003. Með setningu hinnar nýju reglu- gerðar er verið að draga úr útgjalda- aukningunni sem varð umtalsvert meiri en gert var ráð fyrir með reglugerðarbreytingunni á sínum tíma. Arnþór Helgason, framkvæmda- stjóri Öryrkjabandalags Íslands, segir að þar á bæ sé þungt í mönnum hljóðið vegna hinnar nýju reglugerð- ar, en reglugerðin, sem tók gildi 1. júní sl., felur í sér breytingar á skil- yrðum sem þeir þurfa að uppfylla sem rétt eiga á styrkjum frá Trygg- ingastofnun ríkisins til að kaupa bif- reiðar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneyti felast tvær meginbreyt- ingar í nýju reglugerðinni: „Í fyrsta lagi er verið að lengja tímann sem líður á milli styrkja úr fjórum árum í fimm þegar menn sækja um að end- urnýja bifreiðar. Í öðru lagi mun réttur til 500 þúsund króna styrkja miðast við að viðkomandi sé að kaupa sína fyrstu bifreið.“ Að sögn Arnþórs er reglugerðin ekki stjórnvöldum til sóma. „Hér á landi má segja að lán eða styrkir til bifreiðakaupa séu veittir með skemmra millibili en sums staðar annars staðar á Norðurlöndunum en Ísland sker sig úr vegna þess hve upphæðir hér eru lágar. Þær eru lægri en annars staðar þekkist. Þeir bera það fyrir sig að útgjöld til bif- reiðamála fatlaðra hafi rokið upp úr öllu valdi síðastliðið ár, en það ár var mjög sérstakt vegna þess að árið þar á undan hafði myndast ákveðin stífla og menn höfðu margir hverjir ekki efni á því að leysa út styrki sína og það voru margir sem fengu styrki í fyrsta sinn og það hleypti upphæð- inni talsvert upp. Nú er það hins veg- ar að gerast að tíminn á milli styrkj- anna er lengdur og þar að auki eru þrengd ákvæði um uppbætur vegna bifreiðakaupa fyrir þá sem eru hreyfihamlaðir og það finnst mér hreint og beint heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra til hneisu,“ segir Arnþór. Á skjön við mat á lífsgæðum Gagnrýni Öryrkjabandalagsins snýr einkum að þremur þáttum reglugerðarinnar. „Í fyrsta lagi eru þrengd skilyrði fyrir því að hreyfi- hamlaðir einstaklingar fái uppbót vegna bifreiðakaupa. Áður kvað 4. tölul. 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar á um það, að hinn hreyfihamlaði væri bundinn í hjólastól, notaði hækjur, spelkur eða gervilimi, en nú er sér- staklega tekið fram að fólk þurfi að vera með tvær hækjur og/eða sé bundið hjólastól að staðaldri. Ein- staklingar sem nota staf eða eina hækju komast yfirleitt ekki leiðar sinnar án þess að ferðast með bifreið og fjöldi fólks sem notar gervilimi þarf á bifreið að halda. Þessi breyt- ing er því á skjön við mat á lífsgæð- um í okkar samfélagi. Í öðru lagi þá er tíminn á milli styrkveitinga lengdur úr fjórum ár- um í fimm og í einu tilviki upp í sex ár, þar sem um er að ræða hæstu styrkina vegna þeirra sem eru mest hreyfihamlaðir. Þá eru fjárupphæð- irnar algerlega óbreyttar, sem hefur það í för með sér að um verulega kjaraskerðingu er að ræða.“ Brot á heiðursmanna- samkomulagi Arnþór segir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hafa brotið heiðursmannasamkomulag við Ör- yrkjabandalag Íslands og segir vinnubrögðin í samræmi við það að ræða ekki við samtök fatlaðra. „Við höfum að vísu vitað um að það stæði til að breyta þessari reglugerð en heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra hét okkur því að það yrði ekki gert án samráðs við Öryrkjabanda- lagið. Það hefur ekkert samráð verið haft. Okkur grunaði hvað væri að gerast þegar við áttuðum okkur á því, föstudaginn 14. maí sl., að búið væri að loka þeim hluta heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins, sem fjallaði um bifreiðamál öryrkja. Þeg- ar hann var opnaður aftur var greini- lega komin ný reglugerð. Þetta eru ekkert annað en svik á heiðurs- mannasamkomulagi og þessi óskapnaður er í algjöru samræmi við það að ræða ekki við samtök fatlaðra. Evrópusamtök fatlaðra hafa kjör- orðið „ekkert um okkur án okkar“ en íslensk stjórnvöld virðast hafa að markmiði allt um okkur án okkar.“ Breyttar reglur um bifreiðakaupastyrki Dregið úr útgjaldaaukningu OLÍUFÉLÖGIN, utan Atlantsolíu og Ork- unnar, hækkuðu í gær og fyrradag elds- neytisverð á stöðvum sínum. Bensínlítrinn hjá Olís, Skeljungi og Olíufélaginu Esso hækkaði á þjónustustöðvum um fjórar krónur og dísilolíulítri um tvær krónur. Frá því í febrúar hefur bensínið hækkað um tæp 15% hér á landi. Hæsta bensínverðið var hið sama með fullri þjónustu hjá Esso, Olís og Skeljungi, eða 113,20 kr. fyrir 95 oktana bensín og 52,60 kr. fyrir dísilolíu. Sjálfsafgreiðsluverð á sömu stöðvum var yfirleitt fimm krónum ódýrara fyrir bæði bensín og dísilolíu. Ástæða hækkana nú er sögð spenna á ol- íumörkuðum þar sem olíuverð hafi ekki verið hærra um árabil. Í tilkynningu Esso, sem hækkaði í gær í kjölfar hækkana Olís og Skeljungs, segir að væntingar um lækk- anir hafi ekki staðist og vegna ófriðar í Mið-Austurlöndum hafi verið tekið stökk upp á við á nýjan leik. Munur á lægsta og hæsta verði í gær á 95 oktana bensíni á höfuðborgarsvæðinu var tæpar 14 krónur og hagstæðustu kaup- in virtust almennt vera í Hafnarfirði og Kópavogi, næst stöðvum Atlantsolíu. Lægst var verðið 99,80 kr. á þremur stöðv- um Orkunnar og framan af degi var svipað verð á nokkrum stöðvum Ób og Ego sem síðan hækkuðu verðið vel upp fyrir 100 krónur. Atlantsolía bauð bensínlítrann á 101 krónu en algengasta verðið hjá Orkunni var 102,50 krónur, Ego var með 103,90 kr. á stöðvum sínum í Kópavogi síð- degis í gær en 106,60 í Reykjavík. Algengt verð hjá Ób var 106,60 kr. en lægra á viss- um stöðum, m.a. 103,90 kr. í Kópavogi og Hafnarfirði. Lítri af dísilolíu hjá sjálfsafgreiðslustöðv- unum var frá 42,50 kr. og upp í 46 krónur. Metan hf. sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem minnt var á kosti metaneldsneyt- isins sem fengist á afgreiðslustöð Esso á Ártúnshöfða. Metanið er framleitt á urð- unarstað Sorpu í Álfsnesi og er 33% ódýr- ara en ódýrasta bensínið á höfuðborgar- svæðinu, að því er segir í tilkynningunni. Kostar metanið 80 kr. rúmmetrinn, sem svarar í orku til 72 króna á lítra, miðað við 95 oktana bensín. Öll félög nema Orkan og Atlantsolía hafa hækkað AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 SAMKVÆMT samtölum sem Morgunblaðið átti við ökumenn á nokkrum bensínstöðvum í gær hafa þeir miklar áhyggjur af eldsneyt- ishækkunum síðustu daga og vikur. Höfðu þeir á orði að ef hækkanir yrðu meiri í sumar, þá færu þeir alvarlega að íhuga að fá sér dís- ilbíl. Bensínafgreiðslumenn, sem rætt var við, höfðu svipaða sögu að segja og sögðust skilja vel áhyggjur fólks yfir verðhækkunum. Stund- um bitnaði reiði fólks á þeim en yfirleitt sýndu ökumenn fullan skilning á aðstæðunum. Einn afgreiðslumaður sagðist varla snúa sér við, öðruvísi en að verðið hækkaði á skiltunum á meðan. Þetta gerðist í raun á Esso-stöð í Hafn- arfirði, á meðan Morgunblaðsmenn litu þar við í gærmorgun. „Tölunum er breytt í tölvu í höfuðstöðvunum og við komum ekki nálægt þessu,“ sagði bensínafgreiðslumaður Esso. Kemst varla á milli stöðva Við stöð Orkunnar í Hafnarfirði var Guð- mundur Ólafsson að dæla bensíni á stóran fjöl- skyldubíl sinn. Hann sagðist ávallt leita eftir því hvar verðið væri lægst hverju sinni, að minnsta kosti á sjálfsafgreiðslustöðvum sem tækju peningaseðla. Kort notaði hann ekki. „Þessar hækkanir eru ömurlegar, nú orðið kemst maður varla á milli bensínstöðva,“ sagði Guðmundur, sem reiknaði með að fara að íhuga kaup á stórum sjö manna dísilbíl handa fjölskyldunni ef bensínið héldi áfram að hækka í verði. „Maður fær tíu lítra fyrir þús- und kallinn og kemst ekki langt á því á svona bíl.“ Einn fárra ökumanna á Esso-stöðinni við Lækjargötu í Hafnarfirði sem lét dæla fyrir sig bensíninu á bílinn í gærmorgun var Hlöð- ver Hjálmarsson. Hann sagði þetta und- antekningu, yfirleitt dældi hann sjálfur. Um verðhækkanirnar sagði Hlöðver þær koma sér illa, hann notaði bíl mikið vinnu sinnar vegna. „Eitt af því sem ég skil ekki er að bensínið hækkar hér sama dag og úti í heimi en ef lækkun á sér stað kemur hún hér fram nokkr- um mánuðum síðar. Mér virðist að Öskjuhlíð- arsamtökin séu enn að og hækka allt sama daginn með sömu krónutölu,“ sagði Hlöðver, sem óttaðist frekari hækkanir í sumar. Bens- ínkostnaður væri stór hluti af rekstri heim- ilanna og hækkanirnar væru farnar að segja mikið til sín. Á Olís-stöðinni við Mjódd var Þorsteinn Pálsson að dæla á sinn bíl. Aðspurður sagðist hann ekki vera sáttur við bensínhækkanir. Þær kæmu illa við sig og fjölskylduna, sem notaði tvo bensínbíla. „Ég er mjög svekktur yfir þessum hækkunum. Maður er eiginlega hættur að taka eftir þeim, verðið bara hækkar og hækkar og hefur hækkað í hvert sinn sem maður tekur bensín,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist reyna að leita að lægsta verðinu hverju sinni og dældi þá yfirleitt sjálfur. Hvort til greina kæmi að skipta yfir í dísilbíl sagði Þor- steinn það vel íhugandi, ekki síst þar sem stefndi í breytingu á olíugjaldinu. „Verðið bara hækkar og hækkar“ Morgunblaðið/Golli Guðmundur Ólafsson leitaði uppi lægsta verð. Morgunblaðið/Golli Þorsteinn Pálsson dælir á annan bílinn sinn. Morgunblaðið/Golli Hlöðver Hjálmarsson lét að þessu sinni dæla bensíninu fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.