Morgunblaðið - 03.06.2004, Side 20

Morgunblaðið - 03.06.2004, Side 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Búum til þjóð | Eftir tveggja daga vinnu á þemadögum settu nemendur Grunnskóla Grindavíkur upp sýningu sem bar heitið „Búum til þjóð“. Mikil litadýrð var í skrúð- göngu sem farin var um bæinn. Börnunum var skipt í aldursblandaða hópa. Fyrsta verkefni þeirra var að nefna landið og þar kenndi ýmissa grasa, svo sem Gleðiland, Regnbogaland, Boltaland og Marsel. Þá þurfti að ákveða helstu einkenni þjóðarinnar, stærð og lögun landsins, sögu, menningu o.s.frv. Ekki var annað að sjá á vinnudögunum að allir nytu sín vel. „Gaman að sjá alla þá sköpunargleði sem ríkti á þess- um dögum og sjá unglingana okkar vinna með yngstu nemendum skólans. Sérstaklega fannst mér skemmtilegt að sjá umhyggjuna sem þau sýndu yngri nemendum,“ sagði Gunnlaugur Dan Ólafsson, skólastjóri.    Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Vistvernd í verki | Verkefnið Vistvernd í verki heldur áfram af fullum krafti en það hefur staðið í tvö ár. Þetta er alþjóðlegt um- hverfisverkefni fyrir heimili og hefur verið starfrækt í 11 sveitarfélögum hér á landi. Að því er fram kemur í frétt frá Landvernd hafa á fimmta hundrað heimila tekið þátt og þannig lagt sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar. Verkefnið hefur skilað sýnilegum árangri þar sem heimili hafa gripið til raun- hæfra aðgerða til að bæta umhverfið. Sýningarstandur sem tekinn var í notkun á degi umhverfisins, 25. apríl sl., hefur nú verið settur upp í Ráðhúsi Reykjavíkur. Síðar mun hann fara á milli sveitarfélaga en tilgangurinn er að vekja fólk til umhusunar um aðgerðir til að færa heimilishald í vist- vænna form. Sjö fyrirtæki styrkja verk- efnið en þau eru Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Sorpa, Toyota, Dýrabær, Yggdrasill og Tæknival. Verkefnið er jafn- framt stutt af umhverfisráðuneytinu. Dagur hinna villtublóma verðurhaldinn á öllum Norðurlöndunum ásamt Færeyjum og Grænlandi á sunnudag,13. júní. Þá gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara stutta gönguferð um ná- grenni sitt og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa. Gönguferðir þessar eru ókeypis fyrir þátttakendur og ekki þarf að tilkynna þátttöku fyrir fram. Umhverfisráð Dal- víkurbyggðar stendur fyr- ir ferð frá Dalvíkurkirkju þennan dag og verður far- ið frá kirkjunni kl. 10 og gengið upp í Hólana. Leið- beinandi verður Þórir Haraldsson kennari. Fólk er hvatt til að nota þetta tækifæri til að fræðast um plönturíkið. Áhugafólki er bent á vefsíðuna www.floraislands.is segir í frétt frá Dalvíkurbyggð. Villt blóm Kvennadeild Fjórð-ungssjúkrahúss-ins á Akureyri hefur borist góð gjöf, en á dögunum komu 3ja árs nemar á leikskólabraut Háskólans á Akureyri færandi hendi á deildina. Þeir höfðu safnað pen- ingum sem nýttir voru til að kaupa Lazy-boy stól sem mun án efa koma sér vel á deildinni. Á mynd- inni eru nokkrir nemanna ásamt Ingibjörgu Jóns- dóttur deildarstjóra. Fengu stól að gjöf Í Viðhorfi fyrir rúmuári lofaði undirrit-aður að svara ljóða- bréfi Rúnars Kristjáns- sonar frá Skagaströnd. Í haust var Rúnar farið að lengja eftir svari: Á vordögum lofað var sendingu svars með saumuðu og vottfestu gildi. Það gerðist að áliti mínu í mars en margt fer nú öðruvísi en skyldi! Svo ennþá ég þolandi og þreyj- andi bíð og það fer að líða að vetri. En kannski með skammdegis kulda og hríð þá kemur nú svarið frá Pétri! Á mannlegum afköstum yfirleitt sést að orkuna fjölmargir spara. Og víst þurfa ýmsir sinn full- komna frest svo fært verði einhverju að svara! Ég veit ekki um Pétur, hvert við- horf hans er, en vottfesta gildið er skrítið. Og oft fer það þannig í heim- inum hér að heiðurinn fer fyrir lítið! Í dag verður svarið póst- lagt og birt á morgun. Hvar er bréfið? pebl@mbl.is Djúpivogur | Ný þrjátíu tonna tvíbytna kom til heimahafnar á Djúpavogi nýlega. Bátur- inn var smíðaður í Póllandi og hefur fengið nafnið Sigurrós. Sigurrós er í eigu laxeld- isfyrirtækisins Salar Islandica sem er með laxeldi í Berufirði. Gunnar Steinn Gunnarsson segir að eldið gangi vel, nú þegar hafi verið settar út fimm kvíar með fjögur hundruð þúsund seiðum sem dafni vel. Fljótlega verður fjórum kví- um bætt við og sett fjögur hundruð þúsund seiði í þær. Eftir að búið er að koma öllum seiðunum út þarf svo að flokka og til þess þarf nokkrar kvíar. Gunnar segir að alls ættu þær því að verða fimmtán á þessu ári. Fyrirtækið ætlar einnig að gera tilraun með þorskeldi annars staðar í Berufirði og verða sett út þrjátíu þúsund seiði í sumar. Nú vinna sex manns hjá fyrirtækinu. Stefnt er að því að hefja slátrun í haust. Þegar tvíbytnunni var gefið nafn á dög- unum var það Sigurrós Unnur Sigurbergs- dóttir, móðir Gunnars Steins og Einars Arn- ars Gunnarssonar, sem afhjúpaði bátinn, en sr. Sjöfn Jóhannesdóttir sóknarprestur blessaði fleyið í kjölfarið. Sigurrós í lax- eldið hjá Salar Islandica Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Gægst á laxinn: Jómfrúarferð Sigurrósar að kvíum Salar Islandica í Berufirði. LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði öku- mann um tvítugt sem ók á 114 km/klst. eft- ir Drottningarbraut um kl. 9 í gærmorgun, en hámarkshraði þar eru 50 km/klst. Öku- maður gaf þá skýringu að hann hafi verið að flýta sér út í sveit. Hann á von á sekt og sviptingu ökuskírteinis í mánuð. Maðurinn var auk þess ekki með ökuskírteinið á sér og á von á annarri sekt fyrir það. Ók á 114 km hraða á Drottn- ingarbraut ♦♦♦ Stokkseyri | Örnum fjölgar hægt og bítandi og telur stofn- inn nú um 60 pör, fleiri en nokkru sinni síðan örninn var friðaður fyrir réttum 90 árum. Þetta er meðal þess sem í ljós kom við árlega vöktun arnarins, sem Náttúrufræðistofnun Ís- lands stendur að í samvinnu við Fuglaverndarfélag Íslands og Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi. Vitað er um 43 arnarhreiður sem orpið var í í vor og hafa þau ekki verið jafn- mörg í manna minnum. Ernir hafa nú loks náð fótfestu að nýju í gömlum heimkynnum ut- an Vesturlands og Vestfjarða. Í vor urpu tvö pör á öðrum land- svæðum, bæði á stöðum þar sem vitað er um arnarvarp áður fyrr. Annað setrið hafði verið í eyði í næstum 60 ár en hitt í 115 ár. Verndun gamalla varpstaða er því afar mikilvæg fyrir frek- ari vöxt og viðgang arn- arstofnsins. Alþingi samþykkti nýverið lög sem tryggja eiga betur vernd þeirra 170 arn- arsetra sem þekkt eru að fornu og nýju. Um þriðjungur þess- ara setra er í ábúð í dag, svo enn er langt í land að örninn hafi endurheimt sín fornu heim- kynni. Talið er að arnarstofninn hafi verið a.m.k. helmingi stærri á síðari hluta 19. aldar en hann er í dag. Nánari upp- lýsingar um arnareftirlit, lífs- hætti og afkomu fuglanna er að finna á vefnum: fuglavernd.is/ arnarvernd. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Stofninn breiðist hægt út Örninn Mínstund frett@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.