Morgunblaðið - 03.06.2004, Síða 29

Morgunblaðið - 03.06.2004, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 29 DONA nobis pacem-tónleikar verða haldnir í Grensáskirkju kl. 20 í kvöld. Að tónleikunum standa þrír stúlknakórar með söngvurum á aldrinum 13 til 18 ára, alls um 80 stúlkur. Kórarnir sem samein- ast á tónleikunum eru Stúlknakór Reykjavíkur sem Margrét Pálma- dóttir stjórnar, Unglingakór Digraneskirkju sem Heiðrún Há- konardóttir stjórnar og Stúlkna- kór Grensáskirkju sem Ástríður Haraldsdóttir stjórnar en hún verður einnig undirleikari kóranna á tónleikunum. Flutt verður dag- skrá sem kórarnir munu flytja á tónleikum á Ítalíu í sumar, en þangað fara þeir í tónleikaferð 14.–21. júní. Dagskráin sam- anstendur af kirkjutónlist frá ýmsum tímum, meðal höfunda má nefna L. Delibes, Orlando di Lasso, Mozart, Fauré, Bach- Gounod, Andrew Lloyd Webber og Leon Dubinsky. Einnig verða flutt lög eftir íslenska höfunda, t.d. Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Ásgeirsson o.fl. Á Ítalíu munu kórarnir m.a. halda tónleika í Flórens og í Massa. Stúlknakórar syngja í Grensáskirkju Stúlknakór Reykjavíkur, Unglingakór Digraneskirkju og Stúlknakór Grensáskirkju halda sameiginlega tónleika. PÍANÓTÓNLEIKAR Aladár Rácz verða í Salnum í kvöld kl. 20.Tón- leikarnir bera yfirskriftina Dansar síðustu alda og verða leikin verk eftir Johann Sebastian Bach, Wolf- gang Amadeus Mozart, Ludwig van Beethoven, Frédéric Chopin, Franz Liszt, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sunleif Rasmussen (frumfl. á Ís- landi), Igor Stravinsky, Béla Bart- ók, Arthur Benjamin og Dave Bru- beck. Aladár Rácz fæddist í Rúmeníu árið 1967. Hann stundaði fyrst nám í píanóleik við Georges Enescu- tónlistarskólann í Búkarest en síð- an framhaldsnám við Tónlistarhá- skólana í Búkarest og Búdapest. Einnig hefur Aladár tekið þátt í mörgum námskeiðum í Evrópu og sjálfur haldið masterclassnámskeið fyrir píanónemendur. Hann hefur leikið á tónleikum víðsvegar um heiminn, leikið inn á geisladiska og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum, m.a. á Spáni, Ítal- íu og í Tékklandi. Síðan árið 1999 hefur Aladár starfað sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Húsavíkur, leikið með ýmsum kórum og söngvurum á Norður- og Austurlandi (s.s. Leik- húskórnum á Akureyri og Kamm- erkór Austurlands) og leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Norður- lands í píanókonsert nr. 1 eftir Lud- wig van Beethoven. Aladár mun einnig fara með þessa efnisskrá til Færeyja í sumar. Morgunblaðið/Eggert Aladár Rácz við flygilinn í Salnum. Dansað á píanó Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Sýningu Erlu Axelsdóttur lýkur á sunnudag. Á sýning- unni eru um fimmtíu verk, pastelmyndir og olíuverk, sem öll eru unnin á sl. tveim til þremur árum. Listasetrið Kirkjuhvoli er opið alla daga nema mánudaga, frá kl. 15–18. Sýningu lýkur TÖK námskeið í júní og ágúst - 14. til 25. júní (8 dagar) - 9. til 18. ágúst. (8 dagar) Kennt frá kl. 9:00 til12:30 og kl. 13:30 til 17:00 Bókhaldsnámskeið í júní og ágúst - 14. til 25. júní (9 dagar) - 9. til 19. ágúst (9 dagar) Kennt frá kl. 8:30 til 12:00 og kl. 13:00 til 16:30 Photoshopnámskeið í júní og ágúst - 21. til 23. júní (3 dagar) - 16. til 18. ágúst (3 dagar) Kennt frá kl. 8:30 til 12:00 og kl. 13:00 til 16:30 „Mig langar að skipta um starfs- vettvang og því kemur sér vel fyrir mig að nota hluta af sumarfríinu til endurmenntunar“ - Kristín Þóra „Að taka TÖK námið á tveim vikum í stað sex hentar mér vel því ég vinn vaktavinnu og á erfitt með að binda mig lengi í námi“ - Jón Ingi Að eiga stafræna myndavél og kunna ekki grunnatriði í Photoshop myndvinnsluforritinu er eins og að eiga bíl og kunna ekki að keyra! GRUNNNÁM Í BÓKHALDI 95 kennslustunda hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja læra bókhald frá grunni til að styrkja stöðu sína á vinnu- markaðinum. Námið hentar einnig einstaklingum með sjálfstæðan atvinnurekstur og þeim sem eru að hefja rekstur og vilja geta fært bókhaldið sitt sjálfir. Helstu námsgreinar: Verslunarreikningur - það helsta sem notað er við skrifstofustörf Undirstaða bókhalds - mikið um verklegar æfingar Virðisaukaskattur - reglur, skil og öll meðferð vsk. Tölvubókhald í Navision - rauhæf verkefni með fylgiskjölum Nánari upplýsingar og skráning í síma 544 4500 og á ntv.is Hlíðasmára 9 - Kópavogi TÖK NÁMSKEIÐ TÖK tölvunám er 84 stunda tölvunám sem bæði er ætlað fyrir byrjendur og þá sem eitthvað kunna. Námið og kennslugögnin miða að því að gera nemendum kleift að taka þau 7 próf sem þarf til að fá TÖK skírteini. Helstu námsgreinar: Upplýsingatækni - Windows Word - Excel - Access Power-Point - Tölvupóstur Internetið TÖK er skammstöfun á alþjóðlegu prófskírteini sem vottar tölvu- kunnáttu þína og vottar að þú sért tölvulæs þ.e. kunnir að nýta þér flesta möguleika tölvunnar og þeirra forrita sem hvað mest eru notuð við vinnu og daglegt líf. GRUNNNÁM Í PHOTOSHOP Á þessu námskeiði er lögð áhersla á þá hluti sem mest eru notaðir af þeim sem eiga stafræna vél eða skanna. Ótrúlega áhugavert og skemmtilegt 31 stunda námskeið í þessu frábæra forriti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.