Morgunblaðið - 03.06.2004, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.06.2004, Qupperneq 39
ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 39 Fimmtudaginn 3. júní 2004 hefði faðir minn orðið 100 ára, en hann andaðist 28. september 1989. Vegna þessara tíma- móta langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Hann fæddist í Mýrarhúsum í Lárplássi í Grundar- firði, sonur þeirra hjóna Bjarna Tjörva- sonar og Ingibjargar Maríu Jónsdóttur. Þeim varð 7 barna auðið og var faðir minn þriðji í röð þeirra systkina er komust til fullorðinsára. Ingbjörg María var ættuð úr Dölunum en Bjarni var úr Eyrarsveit. Þau keyptu Mýrarhúsin þegar þau giftu sig en Mýrarhús höfðu áður verið hjáleiga frá Neðri-Lá. Í þann tíma voru ein fimm kot í kringum Neðri- Lá og var þessi kotaþyrping kölluð Lárpláss. Þarna átti faðir minn sín æsku- og unglingsár í hópi systkina sinna. Fjórtán ára gamall var hann fermdur frá Setbergi og á sama ári andaðist móðir hans. Voru þá fjög- ur systkinanna í heimahúsum og var faðir minn elstur. Við þessi um- skipti urðu þær breytingar á högum hans sem hann lýsti sjálfur á þann veg, að orðið hafi næðingssamt hjá sér næstu árin. Fór hann ungur að stunda sjóinn og reri bæði frá Kvía- bryggju og Sandi, en einnig var hann á vestfirskri skútu sem hét Elísa og var gerð út frá Patreks- firði. Hann hafði snemma áhuga á því að gerast lausamaður, taldi hag sín- um betur borgið með þeim hætti, en að vinna öðrum, en fékk ekki samþykki föður síns fyrir því og varð að bíða um sinn, enda ekki orðin lögráða. Frá Víkurrifi reri hann með Arngrími frá Höfða. Var hann í skiprúmi þar er þeir lentu í sjávarháska á Breiðafirði og voru SIGFÚS G. BJARNASON taldir af. Þeirra hafði verið minnst sem lát- inna við messu í heimasveit þegar loks fréttist að þeir væru á lífi, hefðu náð landi á Frakkanesi. Um þessa hrakninga má lesa í bókinni Breiðfirskir sjómenn, sem Jens Hermannsson tók saman. Síðar lá leið föður míns til Reykjavíkur, þar sem hann stundaði sjóinn á skútum og síðar á togurum. Var hann lengi til sjós á Baldri með Þorgrími Sigurðssyni og einnig á Helgafellinu með Þórði Hjörleifs- syni sem hann mat báða mikils. Hann gerðist síðan árið 1948 starfs- maður Sjómannafélags Reykjavíkur og lagði gjörva hönd að kjaramálum sjómannastéttarinnar, ásamt fé- lögum sínum. Var hann varafor- maður Sjómannafélagsins árin 1951 til 1955, gjaldkeri frá 1958 til 1963, og síðan aftur varaformaður frá 1964. Hann var í kjarasamninga- nefnd stéttarfélags síns og sat mörg þing Alþýðusambands Íslands sem og þing Sjómannasambands Íslands sem fulltrúi félaga sinna. Faðir minn lét af störfum í árslok 1979, er hann fór á eftirlaun. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1974, og var sama ár heiðraður af sjómanna- dagsráði fyrir störf sín í þágu sjó- manna. Þá var hann gerður að heið- ursfélaga í Sjómannafélagi Reykjavíkur árið 1980. Hann kvæntist 8. júní 1935 Sveinborgu Lárusdóttur frá Hvammi í Dýrafirði, f. 23. desem- ber 1911, dóttur þeirra Lárusar Einarssonar bónda og Guðrúnar Helgu Kristjánsdóttur húsfreyju. Sveinborg lifir í hárri elli og býr að Lindargötu 57 í Reykjavík. Tekur hún virkan þátt í starfi aldraðra þar. Eignuðust þau hjón þrjá syni, Bjarna, f. 18.4. 1937, Kristján, f. 7.11. 1942 og Ingvar Alfreð, f. 11.6. 1948. Hafa þau eignast 16 afkom- endur og eru 15 á lífi. Þau bjuggu á Sjafnargötu 10 í Reykjavík, en faðir minn keypti þá húseign ásamt Haraldi Ólafssyni skipsfélaga sínum. Á árunum 1955 til 1958 bjuggu þau í Efri-Mið- hvammi í Dýrafirði, þar sem þau stunduðu búskap. Eftir að þau fluttu aftur til Reykjavíkur gerðust þau félagar í Fjáreigandafélagi Reykjavíkur, voru enda með smá- vegis fjárbúskap sér til ánægjuauka á meðan þau gátu sinnt því. Í viðtali sem Jónas heitinn Guð- mundsson rithöfundur átti við föður minn árið 1984 segist föður mínum svo frá m.a.: „Auðvitað var sjó- mennskan öðruvísi á vélskipi. Járn- skip með vél höfðu aðra eiginleika en skútan, sem var eiginlega partur af himni og hafi og laut lögmálum náttúruaflanna í einu og öllu. Hún var háð vindi og straumi og í ljúfum byr var hún undursamlegt skip. Andstæðan var svo járnskipið, sem muldi sig gegnum hafið með hvæsi og krafti elds og gufu. Skipin skulfu undan átökunum, því þá var öllu misboðið, skipum, vélum og mönnum. Enginn og ekkert var undanskilið. Fiskað var af kröftum, aflinn var oft mikill. Það var víras- lagur, rifrildi í neti og menn vöktu stundum sólarhringum saman, því engin vökulög eða skipulagður hvíldartími var til í hinni gufukyntu veröld togaramannsins. Þetta voru mikil skip, sem gátu ekki einu sinni sokkið, að talið var, fyrr en Halaveðrið var gengið yfir og öll sú sorg er því fylgdi. Þótt það hljómi einkennilega, þá voru þeir tímar í þá daga að pláss á togara taldist til vissra forréttinda, mitt í allri eymdinni og atvinnu- leysinu. Þótt togarinn væri þrælak- ista öðrum þræði, þá áttum við einnig góða daga og gátum séð okk- ur farborða þótt ekki væri allt með sældinni tekið.“ Svo mörg voru þau orð. Á hundrað ára ártíð hans er mér efst í huga þakklæti fyrir það sem hann var mér alla tíð og er enn. Blessuð sé minning hans. Bjarni Sigfússon. Ingibjörg Guð- mundsdóttir fæddist í Ámundakoti í Fljótshlíð 3. júní 1904. Hún lést 16. júlí 1971. Foreldrar hennar voru þau Þór- unn Tómasdóttir, f. á Teigi í Teigasókn 20. febrúar 1877 og Guð- mundur Guðmundsson, f. í Hólmahjáleigu Aust- ur-Landeyjum 20. sept- ember 1867. Ingibjörg ólst upp í Fljótshlíðinni til 18 ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur til Guð- mundar Helga bróður síns, sem var skipstjóri á togurum frá Reykjavík. Hinn 23. júní 1927 giftist Ingi- björg, Sigurhannesi Ólafssyni, f. á Króki á Álftanesi 26. mars 1905. Sig- urhannes var vélamaður á farskipum hjá Eimskip. Ingibjörg og Sigur- hannes bjuggu í Reykjavík og eign- uðust fjórar dætur, þær Ruth, Þór- unni, Sigurbjörgu og Eiríku. Sigurhannes lést hinn 19. ágúst 1936, aðeins 31 árs að aldri. Þegar Sigurhannes lést þurfti Ingibjörg að takast á við mikla erf- iðleika þar sem hún stóð ein uppi, ekkja með fjórar ungar dætur. Elsta dóttirin var þá 8 ára og sú yngsta að- eins 2ja mánaða. Í þá daga voru ekki tryggingabætur eða slíkt og þurfti INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Ingibjörg að fara út að vinna fyrir heimilinu. Hún hóf störf hjá Sænska frystihúsinu, þá enn með yngstu dóttirina á brjósti. Ingibjörg giftist El- iseusi Jónssyni frá Ósi í Arnarfirði, f. 1. júlí 1902, d. 8. júní 1976. Eignuðust þau eina dóttur, Sigrúnu. Bjuggu þau allan sinn búskap í Hólmgarði 31 í Reykjavík. Ingibjörg hafði mikinn áhuga á garðrækt og vann hún af mikilli vandvirkni í garðinum í Hólmgarðinum og var garðurinn ávallt mjög fallegur og í mikilli rækt. Í garðinum var meðal annars að finna blóm, jarðarber, rabbarbara og rifs- berjarunna. Öllum þótti gaman að koma í Hólmgarðinn og barnabörn- unum þótti mjög gaman að leika sér í fallegum garðinum á sumrin. Ingi- björg var dugleg að halda jólaboð fyr- ir alla afkomendurna og eigum við öll góðar minningar frá þessu tímabili, hvort sem það var sinalco drykkja úr lituðum glösum við eldhúsborðið eða að spila á spil við stofuborðið. Afkomendur hennar eru nú orðnir 84, en af þeim eru 4 látnir. Blessuð sé minning hennar. Dæturnar og fjölskyldur þeirra. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfang: er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan tiltekins frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs föður míns, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS GESTS EIRÍKSSONAR hljómlistarmanns, Álftamýri 24. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landspítalanum við Hringbraut deild 12E og gjörgæslu. Eiríkur Þorsteinsson, Berglind Björnsdóttir, Björn St. Eiríksson, Ásgeir Eiríksson og fjölskyldur. Ástkær faðir minn, stjúpfaðir, afi og langafi, HÖGNI MAGNÚSSON frá Drangshlíð, Austur-Eyjafjöllum, Boðahlein 28, Garðabæ, sem lést þriðjudaginn 25. maí sl. verður jarð- settur frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. júní kl. 15.00. Guðrún Högnadóttir, Sigrún Árnadóttir, David Carrasquillo, Valur Sigurðsson, Berglind Tómasdóttir, Helena Sigurðardóttir, Elma Björk Júlíusdóttir, Halldór Magnússon, Júlíus Örn Júlíusson, Friðný Haraldsdóttir, Fanney Júlíusdóttir, Jón Vífill Albertsson, Dominique Gyða Carrasquillo, Veronica Carrasquillo, stjúpbörn, tengdabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar UNU HAUKSDÓTTUR, Hátúni 10B, Reykjavík. Sunneva Ósk Ayari, Óskar Páll Hilmarsson, Haukur Guðbjartsson, Stefanía Kristjánsdóttir, Ásdís Hauksdóttir, Emil Haraldsson, Hrönn Hauksdóttir, Kristján Hauksson, Björg Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR fyrrv. kennari, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður til heimilis á Sléttuvegi 13, verður jarðsungin frá Grensáskirkju föstu- daginn 4. júní kl. 11.00. Jón Atli Kristjánsson, María Þorgeirsdóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Guðrún Garðarsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Kristján Jóhann Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS BJÖRNSSONAR, Hornbrekku, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hornbrekku fyrir góða umönnun og vináttu. Björn Gunnarsson, Sigríður Olgeirsdóttir, Sævar Gunnarsson, Ólöf Stefánsdóttir, Birgir Gunnarsson, Hrefna Axelsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Stella Bára Hauksdóttir, Sigurður Gunnarsson, Ólína Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.