Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR 50 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Ísland – Frakkland 0:3 Laugardalsvöllur, Evrópukeppni kvenna- landsliðs, 2. riðill, miðvikudaginn 2. júní 2004. Mörk Frakklands: Hoda Lattaf 4., 12., Laëtitia Tonazzi (76.). Lið Íslands: Þóra B. Helgadóttir - Erna B. Sigurðardóttir, Erla Hendriksdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir - Björg Ásta Þórð- ardóttir (Dóra María Lárusdóttir 45.), Edda Garðarsdóttir (Rakel Logadóttir 86.), Margrét Lára Viðarsdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir (Dóra Stefánsdóttir 82.) - Olga Færseth. Lið Frakklands: Celine Deville - Sand- rine Dusang, Laura Georges, Corinne Di- acre, Sabrina Viguier - Stephenie Mugneret-Beghe, Sandrine Soubeyrand, Sonia Bompastor, Peggy Provost (Anna- Laure Casseleux 82.) - Laëtitia Tonazzi (Elise Bussaglia 73.), Hoda Lattaf (Claire Morel 82.). Markskot: Ísland 4 - Frakkland 8. Horn: Ísland 6 - Frakkland 6. Rangstöður: Ísland 1 - Frakkland 2. Gul spjöld: Sonia Bompastor, Frakk- landi. Dómari: Alexandra Ihringova frá Slóvak- íu. Aðstoðardómarar: Miroslava Migalova og Slavomira Majkuthova, frá Slóvaníu. Áhorfendur: 2.133. Staðan í 2. riðli: Frakkland 6 6 0 0 25:1 18 Ísland 7 4 1 2 23:9 13 Rússland 5 2 2 1 11:6 8 Ungverjaland 7 1 1 5 6:24 4 Pólland 7 0 2 5 6:31 2  Síðasti leikur Íslands er gegn Rúss- landi á Laugardalsvellinum 22. ágúst. Efsta deild karla, Landsbankadeild Fylkir – Keflavík.................................. 2:0 Björgólfur Takefusa 21., 29. Staðan: Fylkir 4 3 1 0 6:1 10 ÍA 4 2 2 0 5:2 8 Keflavík 4 2 1 1 6:5 7 ÍBV 4 1 3 0 5:4 6 FH 4 1 2 1 3:3 5 Grindavík 4 1 2 1 4:5 5 Fram 4 1 1 2 6:6 4 KR 4 1 1 2 5:7 4 KA 4 1 0 3 3:5 3 Víkingur R. 4 0 1 3 2:7 1 Markahæstir: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ...........3 Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík .....3 Arnar Gunnlaugsson, KR.........................2 Þorbjörn Atli Sveinsson, Fylki................2 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Fram ...2 Atli Sveinn Þórarinsson, KA ...................2 Björgólfur Takefusa, Fylki ......................2 Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV ................2 Ríkharður Daðason, Fram.......................2 Sævar Þór Gíslason, Fylki .......................2 Undankeppni HM 2006 Suður-Ameríka: Venesúela – Chile .................................0:1 Pinilla 82. Uruguay – Perú ....................................1:3 Diego Forlan 72. - Solano 14., Pizaro 19., Farfan 62. Ekvador – Kólumbía.............................2:1 Agustin Delgado 3., Franklin salas 66. - Frankie Oviedo 55. Vináttulandsleikir Suður-Kórea – Tyrkland......................0:1 Hakan Sükür 21. Tékkland – Búlgaría.............................3:1 Milan Baros 54., Jaroslaw Plasil 74., Tomas Rosicky 84. - Milen Petkov 90. Írland – Jamaíka...................................1:0 Barrett 26. Sviss – Þýskaland..................................0:2 Kevin Kuranyi 61., 84. Úrslitakeppni EM U21 A-riðill: Hvíta-Rússland – Serbía-Svartfj......... 1:2 Ítalía – Króatía ..................................... 1:0 B-riðill: Þýskaland – Portúgal ........................... 1:2 Sviss – Svíþjóð ...................................... 1:3 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Síðari leikur um sæti í 1. deildinni Post Schwerin - Kronau/Östringen . 39:29  Kronau vann fyrri leikinn, 39:30 og því heldur Post Schwerin sæti sínu í deild- inni, 69:68. FÓLK  DETROIT Pistons mun mæta Los Angeles Lakers í úrslitum NBA-deildarinnar. Detroit tryggði sér Austurstrandartitilinn í fyrri- nótt með því að leggja Indiana Pacers að velli 69:65. Richard Hamilton, sem farið hefur á kost- um í einvíginu, var stigahæstur í liði Detroit með 21 stig. Ben Wall- ace kom næstur með 12 stig og 16 fráköst. Í liði Indiana skoraði Jermaine O’Neal 20 stig og Austin Croshere 12 stig.  DETROIT Pistons hafa ekki leikið til úrslita NBA-deildarinnar frá árinu 1990 er liðið sigraði Port- land Trailblazers 4:0. Detroit og Los Angeles Lakers mættust síð- ast í úrslitum árið 1989 og hafði Detroit þá betur í einvíginu 4:1. Liðin höfðu einnig mæst í úrslitum árið áður og hafði Lakers þá betur 4:3.  CARLOS Queiros, hinn brott- rekni þjálfari Real Madrid, mun að öllum líkindum taka til starfa hjá Manchester United á nýjan leik. Queiros, sem var aðstoðarmaður Sir Alex Fergusons áður en hann tók við stjórninni hjá Real Madrid, vill frekar fara til Old Trafford og leysa Walter Smith af hólmi sem aðstoðarmaður Fergusons heldur en taka við knattspyrnustjórastöð- unni hjá Tottenham en forráða- menn Spurs hafa sýnt áhuga á að fá Spánverjann til starfa.  FORRÁÐAMENN spænska meistaraliðsins Valencia vonast til að geta ráðið Ítalann Claudio Ranieri til starfa hjá félaginu í stað Rafael Benitez sem er hættur og er á leið til Liverpool. Spænska blaðið Marca segir að forráðamenn Valencia séu staddir í Lundúnum þar sem þeir ræði við Ranieri og vonist til að geta gengið frá þriggja ára samningi við Ítalann sem missti vinnu sína hjá Chelsea í fyrradag.  LECH Poznan varð í fyrradag pólskur bikarmeistari í fjórða sinn í sögu félagsins þrátt fyrir 1:0 tap fyrir Legia Varsjá. Poznan vann fyrrri leikinn 2:0 og því samanlagt 2:1. Með sigrinum tryggði Poznan sér þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili.  NORWICH City, sem leikur í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili, hefur gert tveggja ára samning við skoska landsliðsmark- vörðinn Paul Callagher. Callagh- er, sem er 24 ára gamall, lék áður með Dundee United en skoska fé- lagið hafði ekki efni á að halda honum lengur.  ARGENTÍNUMAÐURINN Gaston Gaudio er kominn í undan- úrslit opna franska meistaramóts- ins í tennis eftir sigur á Ástr- alanum Lleyton Hewitt. Sigur Gaudio var aldrei í hættu en hann sigraði í þremur settum, 6:3, 6:2 og 6:2. DAVID Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knatt- spyrnu, segist verða klár í slaginn gegn Íslendingum á Manchester-mótinu á laugardaginn. Beckham fékk högg á kálfann seint í síðari hálfleik í leiknum við Jap- ana í fyrrakvöld og fór af velli, en hann segir að meiðsl- in séu minniháttar. „Ég verð tilbúinn í leikinn við Ís- land nema að ég fái högg aftur á sárið á kálfanum fyrir þann tíma. Ég hef ekki getað æft sem skyldi síðustu daga og því er mikilvægt fyrir mig að að ég spili á móti Íslendingum,“ sagði fyrirliðinn í gær. Gary Neville, sem einnig varð fyrir hnjaski í leiknum við Japana, segist sömuleiðis tilbúinn í leikinn gegn Ís- lendingum. Spurður hvort hann hyggist tefla fram sínu sterkasta liði sagði Sven Göran Eriksson landsliðsþjálfari: „Það er óvíst. Við þurfum að sjá hvernig þeim leikmönnum reiðir af sem eru lítillega meiddir en við tökum enga áhættu hvað það varðar á laugardaginn.“ Beckham vill spila gegn Íslendingum ÓLAFUR Stefánsson hafnaði í sjöunda sæti í vali á besta handknattleiksmanni ársins 2003 sem Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, stóð fyrir í samvinnu við World Handball Magazine og sportvöruframleið- andann Adidas. Almenningur um víða veröld gat tekið þátt í valinu á heimasíðu IHF með því að velja einn af tíu leikmönnum sem IHF tilnefndi. Ivano Balic, leikstjórnandi heimsmeistara Króata, varð fyrir valinu sem handknattleiksmaður ársins en hann hlaut 6.601 atkvæði eða 55 %. Sænski landsliðs- maðurinn Peter Gentzel varð annar með með 3.534 at- kvæði eða 29,49%, Brasilíumaðurinn Bruno Souza þriðji með 657 atkvæði, Eric Gull, Argentínu, fjórði með 311og Ungverjinn Lazslo Nagy fimmti með 207 at- kvæði. Ólafur hlaut 162 atkvæði eða 1,27% at- kvæðanna. Í kvennaflokki var ungverska stórskyttan Bojana Radulovics kjörin handknattleikskona ársins. Ólafur í 7. sæti yfir þá bestu í heimi „VIÐ lékum ekki vel í fyrri hálfleik og það var eins og við hefðum ekki komið tilbúnir til leiks. Í síðari hálf- leik spiluðum við ágætlega og ef við hefðum leikið af sama krafti í fyrri hálfleik hefðu úrslitin orðið önnur. Það er ekki nóg að spila vel, við verðum einnig að berjast allan tím- ann og það gerðum við í síðari hálf- leik en baráttuna vantaði í fyrri hálfleik,“ sagði Milan Stefán Janko- vic, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Þið fenguð mörg marktækifæri í síðari hálfleik. „Það voru mörg marktækifæri í leiknum og við hefðum getað skor- að nokkur mörk í síðari hálfleik. Fylkir fékk hins vegar líka mörg tækifæri til að skora. Við bárum of mikla virðingu fyrir Fylki í fyrri hálfleik og það hafði áhrif á gang leiksins. Við hefðum getað jafnað í síðari hálfleik ef heppnin hefði ver- ið á okkar bandi. Í kvöld var heppn- in ekki með okkur en vonandi verð- ur hún okkur hliðholl í næsta leik.“ Sjö stig eftir fjórar umferðir, ert þú sáttur við þann stigafjölda? „Það er alls ekki slæmt að vera með sjö stig eftir fjórar umferðir. Við látum þennan ósigur ekki slá okkur út af laginu. Nú horfum við fram á veginn og komum öflugir til leiks í næstu umferð. Við getum spilað mjög vel og við munum gera það.“ Komum ekki tilbúnir til leiks Þorlákur Árnason, þjálfari Fylk-is, var ánægður í leikslok enda ærin ástæða til. Fylkismenn eru í efsta sæti Lands- bankadeildarinnar eftir fjórar umferðir. „Þetta var mjög góður sigur en þetta var erfiður leikur. Við lögðum grunninn að sigrinum með góðri frammistöðu í fyrri hálfleik. Leik- urinn opnaðist mjög mikið í síðari hálfleik og bæði lið fengu þá mörg marktækifæri. Við erum mjög sáttir við að fá þrjú stig á móti sterku liði Keflavíkur. Við höfðum betur á miðjunni og það var lykillinn að sigrinum. Ólafur Stígsson, Finnur Kolbeinsson og Helgi Valur Daní- elsson léku feykivel á miðjunni í kvöld.“ Sóknarleikur Fylkis gekk vel í kvöld. „Ég var mjög ánægður með sókn- arleik minna manna í kvöld. Hins vegar vorum við ekki nægilega traustir í varnarleiknum þó að við höfum haldið markinu hreinu. Við þurfum að bæta varnarleikinn því við buðum oft hættunni heim í síðari hálfleik,“ sagði Þorlákur. Markmiðið er að tapa ekki leik á heimavelli Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, var kampakátur í leikslok. „Við stefnum að því að tapa ekki leik á heimavelli. Við höfum ekki fengið mark á okkur síðan á Akra- nesi í fyrstu umferðinni og meðan við gerum það ekki er ljóst að við töpum ekki. Það er mikilvægast fyr- ir okkur að fá ekki nein mörk á okk- ur því við erum með öfluga sókn- armenn sem eru alltaf líklegir til að skora,“ sagði Valur Fannar. „Við fengum tvö góð færi í fyrri hálfleik og það var nóg fyrir okkur til þess að ná þægilegu forskoti. Sóknarmennirnir okkar eiga að sjá um að skora mörkin og það er gott þegar þeir vinna vinnuna sína.“ Bæði lið fengu mörg marktæki- færi í síðari hálfleik. „Já, það er rétt. Keflavík fékk of mörg tækifæri til að skora í síðari hálfleik. Við ætluðum ekki að bakka svona mikið. Í hálfleik töluðum við um að halda áfram að pressa þá en ósjálfrátt þá bakka lið oft þegar þau eru með forystu. Við fengum hins vegar líka mörg færi í síðari hálfleik og hefðum vel getað skorað þriðja markið.“ Hvernig líst þér á lið Keflavíkur? „Keflavík er mjög gott lið. Ef þeir hefðu verið heppnir hefðu þeir jafn- vel getað farið með sigur af hólmi en við nýttum færin okkar betur. Við komum ákveðnari til leiks og sýndum meiri sigurvilja og það gerði gæfumuninn.“ Telur þú að það sé minni pressa á Fylkisliðinu en í fyrra? „Það er alveg jafn mikil pressa og áður. Að segja að það sé minni pressa á okkur en áður er bara eitt- hvað sem þið fjölmiðlamenn búið til. Við erum sallarólegir og við höfum okkar markmið og þau eru skýr. Við ætlum að gera betur en í fyrra en það þýðir að við verðum að lenda of- ar en í fjórða sæti í deildinni, kom- ast lengra í bikarnum en á síðasta tímabili og komast í aðra umferð í Evrópukeppninni.“ Eftir Atla Sævarsson Sóknin gekk vel Fylkir 2:0 Keflavík Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeild karla, 4. umferð Fylkisvöllur Miðvikudaginn 2. júní 2004 Aðstæður: Hægviðri, sól með köflum og 13 stiga hiti. Völlurinn sæmilegur. Áhorfendur: 1444. Dómari: Jóhannes Val- geirsson, KA, 4 Aðstoðardómarar: Einar Örn Daníelsson, Einar Guðmundsson Skot á mark: 9(6) - 11(5) Hornspyrnur: 4 - 8 Rangstöður: 4 - 0 Leikskipulag: 4-5-1 Bjarni Halldórsson M Guðni Rúnar Helgason Valur Fannar Gíslason M Þórhallur Dan Jóhannsson M Gunnar Þór Pétursson (Jón B. Hermannsson 87.) Helgi Valur Daníelsson M Finnur Kolbeinsson MM Ólafur Ingi Skúlason M Sævar Þór Gíslason Björgólfur Takefusa MM (Eyjólfur Héðinsson 54.) Ólafur Páll Snorrason M (Kristján Valdimarsson 75.) Ólafur Gottskálksson M Guðjón Árni Antoníusson Sreten Djurovic Haraldur Freyr Guðmundsson M Ólafur Ívar Jónsson M Zoran Daníel Ljubicic (Magnús S. Þorsteinsson 51.) M Hólmar Örn Rúnarsson (Þórarinn Brynjar Kristjánsson 51.) Stefán Gíslason M Jónas Guðni Sævarsson Scott Ramsay (Guðmundur Steinarsson 71.) Hörður Sveinsson 1:0 (21.) Björgólfur Takefusa tók knöttinn niður rétt utan vítateigs. Hann lagði boltann fyrir sig og skoraði með hnitmiðuðu vinstrifótarskoti sem hafnaði neðst í markhorninu. 2:0 (29.) Björgólfur Takefusa fékk boltann á vítateig Keflvíkinga. Hann sneri baki í boltann en sneri sér á punktinum og skoraði með föstu vinstri- fótarskoti upp í þaknetið. Gul spjöld: Ólafur Ívar Jónsson, Keflavík (81.) Rauð spjöld: Engin BRYNJAR Valdimarsson tryggði sér í gær sæti í 32 manna úrslitum á Evrópumótinu í snóker sem nú stendur yfir í Austurríki en Jóhannes B. Jóhannsson er úr leik. Brynjar, sem á dögunum hampaði Íslands- meistaratitlinum eftir 12 ára hlé, átti ekki í vandræðum með að leggja Austurríkis- mann að velli í lokaumferð riðlakeppninn- ar, 4:0, en Jóhannes beið lægri hlut fyrir Þjóðverja, 4:1. Brynjar hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli og Jóhannes varð fimmti en fjórir efstu menn í hverjum riðli komust í 32 manna úrslitin. Brynjar áfram á Evrópumótinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.