Morgunblaðið - 03.06.2004, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 03.06.2004, Qupperneq 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 51 FÓLK  GÐMUNDUR Hrafnkelsson landsliðsmarkvörður og félagar hans í Kronau/Östringen töpuðu í gær fyrir Post Schwerin í síðari leik liðanna um sæti í efstu deild í þýska handknattleiknum. Lokatölur 39:29 en Guðmundur og félagar unnu fyrri leikinn 39:30 þannig að tæpara gat það vart verið.  MICHEL Salgado, leikmaður spænska landsliðsins og Real Madr- id, mun að öllum líkindum missa af tveimur fyrstu leikjum Spánverja á EM í Portúgal. Hann er meiddur í læri og verður frá næstu tvær vik- urnar. Fyrsti leikur Spánverja verð- ur við Grikki jinn 12. júní.  KNATTSPYRNUSAMBAND Katar hefur gefið út þá tilkynningu að Brasilíumaðurinn Rivaldo muni leika í Katar á næsta tímabili. „Riv- aldo hefur skrifað undir samning og mun leika í Katar. Ég veit að það eru peningarnir sem heilla Rivaldo. Þrátt fyrir að Celtic og Bolton hafi boðið honum háar fjárhæðir get ég lofað því að við borgum honum miklu meira,“ sagði Manfred Honer, tæknilegur ráðgjafi knattspyrnu- sambands Katar.  JOHN Terry, varnarmaður Chelsea, segir að forráðamenn Chelsea verði að vera þolinmóðir við nýráðinn knattspyrnustjóra liðsins, Jose Mourinho. „Það tók okkur fjög- ur ár undir stjórn Claudio Ranieri að enda í öðru sæti í ensku úrvals- deildinni. Það tekur tíma að byggja upp sigursælt lið og ég held að Rom- an Abramovich, eigandi liðsins, geri sér grein fyrir því,“ sagði Terry.  BEN Wallace, miðherji Detroit Pistons, hefur fengið boð um að leika með bandaríska landsliðinu í körfuknattleik á ólympíuleikunum í Aþenu í ágúst. „Ég hef verið beðinn um að leika með landsliðinu í sumar í Aþenu og ég ætla mér að gera það,“ sagði Wallace.  ÁSTRALINN Mark Viduka, sókn- armaður Leeds United, mun í næstu viku hefja viðræður við enska úr- valsdeildarliðið Middlesbrough en liðið hefur lengi haft augastað á hon- um. Viduka er 28 ára gamall og lék með Celtic áður en hann gekk í raðir Leeds United.  FRJÁLSÍÞRÓTTAKONAN Vita Pavlysh hefur verið dæmd í ævi- langt keppnisbann vegna stera- neyslu. Pavlysh, sem er frá Úkr- aínu, sigraði í kúluvarpi á heimsmeistaramótinu innanhúss í Búdapest í mars en hún hefur verið svipt heimsmeistaratitlinum. Pav- lysh varð einnig uppvís að neyslu stera á heimsmeistaramótinu í Jap- an árið 2001 og var þá dæmd í tveggja ára keppnisbann.  PAVLYSH féll á lyfjaprófi að lok- inni keppninni í Búdapest. Svetlana Krievelyova frá Rússlandi, sem varð önnur á heimsmeistaramótinu, hefur verið tilnefnd heimsmeistari í stað Pavlysh. GUÐMUNDUR Karls- son er með tilboð frá Haukum um að taka við þjálfun kvennaliðs fé- lagsins í handknattleik fyrir næstu leiktíð í stað Ragnars Hermannsson- ar sem stýrði Haukalið- inu í vetur en er hættur. „Það liggur tilboð á borðinu frá Haukum sem ég er að skoða í tengslum við þau verk- efni sem ég er með fyrir Frjálsíþróttasambandið. Ég er samningsbundinn FRÍ fram yfir Ólympíu- leikana og ég get ekki tekið formlega ákvörðun um hvort ég tek að mér starfið hjá Haukum fyrr en ég er búinn að ræða við FRÍ. Það er engin launung að mig dauðlangar að komast í hand- boltaþjálfunina á nýjan leik,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið í gær. Guðmundur hefur verið landsliðsþjálfari í frjálsíþróttum frá haustinu 2002 en hann kom síðast nærri þjálf- un í handknattleik þeg- ar hann þjálfaði karla- lið FH-inga 2000–2002. Vorið 2000 stýrði hann karlaliði Hauka til sig- urs á Íslandsmótinu sem var fyrsti Íslands- meistaratitill Hauka í 54 ár en Hauk- ar hafa síðan þá unnið titilinn í þrí- gang. Haukar vilja fá Guðmund Guðmundur Karlsson EKKI kemur til greina af hálfu forráðamanna Dallas Mavericks að selja Jón Arnór Stefánsson frá félaginu í sumar þegar kaup og sala á körfuknattleiksmönnum hefst á milli félaga í NBA-deildinni í Banda- ríkjunum. Þrátt fyrir að Jón Arnór hafi ekki fengið neitt tækifæri með Dallas á leiktíðinni og árangur þess hafi verið lakari en vonir stóðu til þá verður Jón Arnór ekki einn þeirra manna sem félagið vill losna við. Þetta kemur fram í dagblaðinu Dallasnews. Þar segir að forráðamenn Dallas ætli að halda Íslendingnum utan við alla kaup- mennsku, hann verði ekki látinn af hendi. Charlotte Bobcats, nýja lið- ið í NBA á næsta tímabili vonast til að geta klófest einhverja leikmenn Dallas. Þegar nýtt lið kemur inn í NBA getur það valið úr hópi leik- manna sem liðin sem fyrir eru hafa ákveðið að verja ekki. Jón Arnór verður ekki seldur VALLARÞULURINN í Vík- inni tilkynnti áhorfendum á leik Víkings og FH í úrvals- deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld að þeir hefðu tekið þátt í að setja vall- armet en alls sáu 963 leik liðanna sem endaði 1:1. Þetta er ekki alls kostar rétt og aðsóknin á leikinn er að- eins sú fjórða besta á leik í efstu deild í Víkinni, en reyndar sú besta í 12 ár. Flestir áhorfendur á leik í Víkinni mættu sumarið 1991 þegar KR kom í heimsókn en þá voru þeir 1.150. Ári síðar sáu 980 manns leik Víkings og Fram á sama stað og árið 1989 var þar 971 áhorfandi þegar Fram kom í heimsókn. Núna bjóða hins vegar Víkingar áhorf- endum sínum að sitja í nýrri og glæsilegri stúku, undir þaki, svo ekki þarf að koma á óvart þó þetta þrettán ára gamla vallarmet falli síðar í sumar. Vallarmet- ið féll ekki í Víkinni Keflvíkingar byrjuðu vel í veður-blíðunni á Árbæjarvelli og strax á 3. mínútu munaði minnstu að þeim tækist að skora þegar Hörður Sveinsson átti skot að markinu sem Fylkimenn náðu að bjarga, nánast á marklínunni. Heimamenn tóku síðan völdin hægt og bítandi og sérstaklega var það áberandi á miðsvæðinu þar sem Finnur Kolbeinsson réð ríkjum ásamt félögum sínum Helga Val og Ólafi Stígssyni. Björgólfur Takefusa var mjög líflegur í framlínu Fylkis- manna og hann sýndi hversu megn- ugur hann er þegar hann skoraði tvö afar snotur mörk með átta mínútna millibili. Fylkismenn léku síðasta hálftímann í fyrri hálfleik af mikilli yfirvegun þar sem boltinn gekk vel á milli manna. Keflvíkingar voru hins vegar mjög ólíkir sjálfum sér. Þeir náðu engum tökum á leik sínum og allan brodd vantaði í sóknina enda Hörður Sveinsson mjög einmana gegn sterkum varnarmönnum Fylk- is. Síðari hálfleikurinn var tveggja mínútna gamall þegar Björgólfur og Ólafur Gottskálksson, markvörður Keflvíkinga, rákust saman sem varð til þess að Björgólfur varð að yfir- gefa völlinn skömmu síðar sem varð til þess að Fylkismenn misstu ákveð- ið frumkvæði sem þeir höfðu haft enda Björgólfur afar iðinn við að bjóða sig og byggja upp sóknarspil sinna manna. Keflvíkingar gerðu tvöfalda skiptingu fljótlega í síðari hálfleik. Innkoma Magnúsar Sverris Þorsteinssonar og Þórarins Krist- jánssonar ásamt því að nýliðarnir breyttu leikskpulagi sínu, settu þrjá menn í fremstu víglínu, færði líf í leik nýliðanna og síðasta hálftímann voru þeir mun sterkari aðilinn. Fylkis- menn björguðu skalla Stefáns Gísla- sonar á línu en Fylkismenn færðu lið sitt aftar og stíluðu inn á að beita skyndisóknum. Úr einni slíkri var Guðni Rúnar Helgason hársbreidd frá því að skora þriðja markið en Ólafur sá við honum með glæsilegu úthlaupi. Skömmu síðar voru Fylk- ismenn stálheppnir að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu þegar Valur Fannar stuggaði greinilega við Þór- arni innan teigs en Jóhannes Val- geirsson sá ekki ástæðu til að dæma víti. Magnús og Þórarinn áttu síðan báðir góð færi í heiðarlegri tilraun Keflvíkinga til að komast inn í leik- inn en þeim brást bogalistin. Fylkismenn hafa byrjað mótið mjög vel. Liðið er heilsteypt, spilar agaðan leik, er með skæða sóknar- menn og öfluga vörn en Árbæjarliðið hefur haldið marki sínu hreinu í síð- ustu þremur leikjum. Björgólfur átti frábæran leik meðan hans naut við og fellur greinilega æ betur inn í leikskipulag liðsins. Finnur Kol- beinsson var eins og kóngur í ríki sínu á miðsvæðinu, vann feikilega vel fram og til baka og hafði góðan stuðning frá Helga Val og Ólafi Stígssyni. Fylkismenn þekkja það vel að sitja í efsta sæti framan af móti en gefa síðan eftir þegar mest á reynir og eflaust hafa leikmenn liðs- ins það á bakvið eyrað. Árbæjarliðið lítur hins vegar býsna vel út og það er vel skiljanlegt að krafa stuðnings- manna liðsins sé að ná titlinum eft- irsótta í Árbæinn. Keflvíkingar voru mjög daufir og nánast baráttulausir lengi leiks. Þeir gáfu Fylkismönnum allt of mikinn frið til að athafna sig og þá sérstak- lega á miðsvæðinu. Leikur þeirra skánaði mikið í síðari hálfleik og með smá heppni hefðu þeir getað hleypt spennu í leikinn. Ólafur Gottskálks- son kom í markið eftir meiðsli og var bestur sinna manna og þá átti hinn smái, en knái, Magnús Sverrir fína innkomu en lykilmenn á borð fyrir Zoran Ljubicic, Scott Ramsey og Hólmar Örn Rúnarsson voru langt frá sínu besta og munar um minna. Morgunblaðið/Sverrir Björgólfur Takefusa skoraði bæði mörk Fylkis gegn Keflavík er liðið komst í efsta sætið. Björgólfur í gang BJÖRGÓLFUR Takefusa opnaði markareikning sinn fyrir Fylki á Ís- landsmótinu þegar Fylkismenn skutu sér á topp Landsbankadeild- arinnar með 2:0 sigri á Keflvíkingum í gærkvöld. Björgólfur skoraði tvö glæsimörk í fyrri hálfleik í sanngjörnum sigri Árbæjarliðsins og þar með töpuðu Suðurnesjamenn sínum fyrsta leik á leiktíðinni en þeim hefur aldrei tekist að leggja Fylki í Árbænum í efstu deild. Guðmundur Hilmarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.