Morgunblaðið - 03.06.2004, Side 55

Morgunblaðið - 03.06.2004, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 55 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000  Ó.H.T Rás2 www.laugarasbio.iswww .regnboginn.is Sýnd kl. 10. B.i. 16. ELLA Í ÁLÖGUM Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari. Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 10.20. DV Léttöl  Ó.H.T Rás2  SV MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 10.30. B.i. 16 ára.  Kvikmyndir.com Að breyta fortíðinni getur haft óhugnalegar afleiðingar fyrir framtíðina. Svakalegur spennutryllir sem fór beint á toppinn í USA. Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. 19.000 manns á 7 dögum!!!  SKONROKK Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn Himnatjörn (Heaven’s Pond)  Drama Bandaríkin 2003. Skífan VHS. (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Joel Viertel. Aðalhlutv. Kip Pardue, Tara Reid. Í ÞESSU nett imbalega hryllings- drama ætluðu ungstirnin Kip Pardue (Remember The Titans, Thirteen, The Rules of Attraction) og Tara Reid (American Pie 1 og 2, Van Wilder) klárlega að sýna og sanna hversu ofsa- lega góðir leikarar þau væru. En þau blekkja engan því myndin er nett löm- uð, gölluð og klisju- kennd. Fjallar um unga bláeygða stúlku sem giftist dul- arfulla draumaprinsinum og fer svo með honum í brúðkaupsferð í lítinn afskekktan kofa á miðri tjörn. Hún er ósynd og hefur ekki hugmynd um að nýi eiginmaðurinn er kexruglaður og lítur á hana sem eign sína. Þessi mynd hefur hreint ekki styrkt stöðu þeirra Pardue og Reid enda sýnist manni á næstu myndum þeirra að þau stefni hraðbyri í að verða ekta myndbandamatur. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Í hjúskap- arfjötrum BÍTILLINN fyrrverandi, Paul McCartney, hefur viðurkennt að hafa reykt heróín þegar frægð Bítl- anna var sem mest. Segist hann í tímaritsviðtali vera heppinn að hafa ekki ánetjast þessu eiturlyfi. McCartney notaði kókaín og hass á tímabili og segir að stöðug rifrildi Bítlanna á síðari hluta sjöunda ára- tugarins megi m.a. rekja til fíkni- efnanotkunar þeirra. „Ég prófaði heróín einu sinni. Ég vissi raunar ekki þá hvað þetta var; mér var bara rétt eitthvað og ég reykti það, en komst svo að því síð- ar hvað þetta var,“ segir McCartn- ey í samtali við breska tímaritið Un- cut. „Ég fékk ekkert út úr þessu sem var heppilegt því ég hefði ekki viljað lenda á þeirri braut,“ bætir hann við. Hann segir að Bítlarnir hafi sannarlega notað ólögleg fíkniefni. „Ég notaði kókaín og kannski smá „gras“ til að jafna áhrifin. Ég var aldrei sérlega hrifinn af kókaíni, sérstaklega vegna fráhvarfs- einkennanna. Þetta voru 10 ár í hel- víti, sem höfðu í för með sér vinslit og sundrung.“ McCartney, sem er 61 árs, er nú á tónleikaferð um Evrópu. McCartney viðurkennir að hafa prófað heróín Reuters Bítillinn Sir Paul McCartney á sannarlega skrautlega fortíð. Cannes fyrir skömmu var þó alls- endis óljóst hvort leyfi fengist fyrir dreifingu myndarinnar í Bandaríkj- unum. Weinstein-bræður sögðust ósáttir við ákvörðun Disney, enda lagði Miramax fjármagn til fram- leiðslu myndarinnar. Michael Moore hefur sakaði forráðamenn Disney um að láta undan pólitískum þrýstingi er þeir hættu við að dreifa myndinni en aðrir hafa bent á að það hafi legið ljóst fyrir allt frá upp- hafi þess að Miramax ákvað að framleiða myndina og að þetta upp- hlaup Moores á þessum tímapunkti sé aðeins til að vekja frekari athygli á myndinni. BOB og Harvey Wein- stein, stofnendur banda- ríska dreifingarfyrirtækis- ins Miramax Films, hafa í eigin nafni keypt sýning- arrétt heimildarmyndar Michaels Moores, Fahren- heit 911, af Disney-kvik- myndasamsteypunni, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Disney, sem Miramax er dótturfélag að, neitaði að dreifa myndinni sem m.a. felur í sér harkalega gagnrýni á stjórnarhætti og stríðsrekstur George W. Bush, Bandaríkjafor- seta. Þar leitast leikstjór- inn m.a. við að sýna fram á tengsl Bush-fjölskyldun- ar við valdamiklar fjöl- skyldur í Saudi-Arabíu, þar á meðal Bin Laden-fjölskylduna. Weinstein-bræður segjast ætla að standa sjálfir að dreifingu mynd- arinnar í kvikmyndahús og á mynd- bandamarkaði, og eru því allar líkur á því að myndin komi fyrir sjónir bandarískra kvikmyndahúsagesta um mitt sumar. Orðrómur er um að verið sé að semja um aðkomu þriðja aðila að dreifingunni. Fahrenheit 911 hlaut Gullpálm- ann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár og hafa dreifingaraðilar frá ýmsum löndum sýnt henni áhuga eða keypt sýningarréttinn. Þegar Moore tók við verðlaununum á Weinstein-bræður kaupa Fahrenheit 911 Reuters „Engar áhyggjur Mikki minn, ég skal sýna þeim myndina þína.“ Harvey Weinstein, stjóri Miramax, og Michael Moore í Cannes á dög- unum. JENNIFER Hawkins, tvítug áströlsk sýning- arstúlka, var í fyrrinótt krýnd ungfrú alheimur en fegurðarsamkeppnin var haldin í Ekvador. Í öðru sæti varð Shandi Finnessey frá Banda- ríkjunum og Alba Giselle Reyes frá Puerto Rico varð þriðja. Enginn þátttakandi var frá Íslandi að þessu sinni en alls tóku 80 stúlkur þátt í keppninni. Um 500 blaðamenn víðsvegar að úr heim- inum voru viðstaddir keppnina. Nokkurt upp- nám varð þegar Gabrielu Oviedo, ungfrú Bóli- víu, mislíkaði spurningar blaðamannanna um land hennar. Hún sagði að blaðamennirnir létu eins og allir Bólivíumenn væri indíánar. La Pas kynni að vera full af beiningamönnum og fá- tæku litlu fólki, en á austurströndinni væri fólk hávaxið og hvítt og talaði ensku. Maria Alvarez Plata, aðstoðarmenntamálaráðherra Bólivíu, reyndi að útskýra hvers vegna blaðamenn hefðu misskilið stúlkuna: „Hún tjáði sig á ensku,“ sagði hún. Athafnamaðurinn Donald Trump á keppn- ina. Meðal dómara voru leikkonurnar Bo Derek og Daisy Fuentes. Ungfrú alheimur er áströlsk Ungfrú Ástralía Jennifer Hawkins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.