Morgunblaðið - 25.06.2004, Page 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HLUTFALL útgjalda til kaupa á mat- og
drykkjarvörum lækkar enn, úr 17,4% árið 1995 í
15,9% árið 2002, samkvæmt nýrri rannsókn á út-
gjöldum heimilanna sem Hagstofa Íslands hefur
sent frá sér. Á móti kemur að útgjöld vegna hús-
næðis aukast um rúm 2%, úr 17,9% árið 1995 í
20,1% árið 2002.
Í samtali við Morgunblaðið segir Tryggvi Þór
Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands, að rekja megi hækkun hlutfalls
húsnæðiskostnaðar til hækkandi fasteignaverðs,
en sömuleiðis megi sjá að velmegun hafi ríkt á
landinu þar sem auknu fé er eytt í alls kyns aðra
neyslu, til dæmis tækjakaup.
„Það er eitt helsta merki velmegunar að ein-
ungis rúm fimmtán prósent útgjalda séu nauð-
þurftirnar,“ útskýrir Tryggvi.
Aukinn aðgangur að fleiri
en einu tæki innan heimilisins
„Það má sjá aukna tækjavæðingu, og aukinn að-
gang fólks að fleiri en einu tæki innan heimilis,“
segir Tryggvi.
Hann segir sömuleiðis athugavert hve mikið út-
gjöld heimilanna í símanotkun hafi aukist. „Hlut-
fall póst- og símakostnaðar fer úr 1,4% í 3,1%, sem
er gríðarlega mikil aukning. Þetta er fyrst og
fremst aukinn kostnaður vegna notkunar GSM-
síma, og hækkunin er svo mikil þrátt fyrir að sím-
kostnaður hafi lækkað,“ segir Tryggvi.
55% svörun við könnuninni á tveimur árum
Alls var haft samband við 3.494 heimili sem
lentu í endanlegu úrtaki rannsóknarinnar. Var
neysla heimila rannsökuð jafnt og þétt yfir
tveggja ára tímabil, frá 2000 til 2002. 1.907 heimili
samþykktu þátttöku og skiluðu fullnægjandi
gögnum. Ekki tókst að hafa uppi á 150 heimilum
og 1.437 neituðu að taka þátt, eða um 45% úrtaks-
ins. Það er minna brottfall en varð í neyslukönn-
uninni árið 1995, en þá neituðu 49,2% úrtaks að
svara.
Megintilgangur rannsóknarinnar var að afla
upplýsinga sem síðar gætu nýst við gerð útgjalda-
grunns fyrir vísitölu neysluverðs. Rannsókninni
er með þeim hætti ætlað að leiða í ljós hver neyslu-
útgjöld heimilanna eru og hvernig þau skiptast.
Hins vegar er ekki lagt mat á þörf heimilanna, og
gefur rannsóknin því ekki upplýsingar um hvað
heimili þurfa sér til framfærslu.
Ný rannsókn Hagstofu Íslands á neysluvenjum náði til um 2.000 heimila
Matur og drykkjarvara eru
15,9% af útgjöldum heimilanna
Morgunblaðið/Golli
Farsímaeign eykst með hverju árinu sem líður
en heimilissíminn lætur í minni pokann.
Nóatún opnar
nýja verslun
NÓATÚN opnar í dag kl. 15 nýja
verslun í Grafarholti í Reykjavík.
Um er að ræða fyrstu mat-
vöruverslunina í hverfinu en fyrstu
íbúar hverfisins fluttu þangað árið
2001 eða fyrir þremur árum og eru
nú orðnir rúmlega 2.000 talsins.
Meðal nýjunga í hinni nýju versl-
un má nefna sérstaka deild með
heilsufæði og lífrænt ræktuðum af-
urðum, veisluþjónustu og sérstaka
deild með tilbúnum og hálftilbúnum
mat á einum stað fyrir þá sem eru á
hraðferð, segir í fréttatilkynningu.
Íslandspóstur verður með útibú í
versluninni líkt og í öðrum versl-
unum Nóatúns. Verslunin verður
opin til kl. 21 á kvöldin.
500 skotfæri
tekin úr El Grillo
KAFARAR og sprengjusérfræð-
ingar Landhelgisgæslunnar ásamt
áhöfn varðskips hafa undanfarna
tvo daga unnið að því að hreinsa
skotfæri og önnur hættuleg
sprengiefni úr flaki El Grillo á
botni Seyðisfjarðar. Rúmlega 500
skotfæri (20 mm kúlur með
sprengjuhleðslu) hafa fundist og
er verið að undirbúa að fjarlægja
þau og koma þeim til eyðingar.
Að sögn Adrians King,
sprengju-
sérfræðings
hjá Land-
helgisgæsl-
unni, er
markmiðið
að hreinsa
aftari dekk
skipsins þar
sem fall-
byssur og
vélbyssur
voru stað-
settar. Skot-
færin sem
fundist hafa eru í mjög góðu
ástandi. Þau voru á sínum tíma
notuð í Oelikon-loftvarnarbyssur
en það voru fjórar slíkar á dekki
El Grillo.
Loftvarnarbyssurnar voru með
3,5 km drægi og voru notaðar
mikið í seinni heimsstyrjöldinni.
Þær voru settar á flest bandarísk
og bresk herskip, einnig vopnuð
kaupskip eins og El Grillo.
Íslendingar
þurfa ekki að óttast
vegna lömunar-
veikifaraldurs
ÍSLENDINGUM sem ferðast í
Mið-og Vestur-Afríku er ekki
mikil hætta búin vegna löm-
unarveikifaraldurs sem þar hefur
brotist út. „Við Íslendingar þurf-
um ekki að hræðast þennan sjúk-
dóm,“ segir Haraldur Briem sótt-
varnarlæknir. „Nánast allir
Íslendingar eru með mjög góða
grunnvörn og ferðamönnum er
boðið að fá örvunarskammta af
lömunarveiki þegar þeir fara í
ferðalög til landa þar sem þessi
sjúkdómur fyrirfinnst en Íslend-
ingar eru allir bólusettir gegn
lömunarveiki frá því í ung-
barnabólusetningu,“ segir Har-
aldur og bætir því við að ferða-
mönnum séu gefnar almennar
leiðbeiningar um hvað beri að
varast þegar ferðast er til þróun-
arlanda.
VERIÐ er að skoða hjá Gatna-
málastofu hvort unnt sé að auka ör-
yggi á malarvegi sem tengir saman
Bryggjuhverfið í Grafarvogi og
Stórhöfða með því að setja upp
vegrið, eða malbika efsta hluta veg-
arins. Jafnvel er í skoðun að setja
upp lýsingu við veginn. Íbúar
Bryggjuhverfisins hafa kvartað yf-
ir veginum, en þar hafa orðið slys
að undanförnu, síðast á þriðjudags-
kvöld þegar bíll valt þar.
Vegrið og malbikun
koma til greina
48,4% svarenda könnunarinnar sögðust ekki
vera áskrifendur að neinu dagblaði árið 2002.
Það hlutfall hefur þá hækkað umtalsvert frá
árinu 2000, þegar rannsóknin hófst, en þá sögð-
ust 35,6% ekki vera í áskrift að dagblaði.
Fjöldi þeirra sem ekki hafa sjónvarp eykst lít-
illega á tímabilinu 2000–2002, eða um 0,6%. Á
sama tíma eykst fjöldi þeirra heimila sem hafa
þrjú sjónvarpstæki á heimilinu, úr 9% í 11,6%,
og sömuleiðis fjölgar þeim heimilum mest sem
hafa fjögur eða fleiri tæki á heimilinu, úr 2,6% í
5,1% heimila.
Aðeins 20% heimila á landinu hafa ekki tölvu
og 16% hafa tvær tölvur til umráða. 59,6% heim-
ila hafa eina tölvu innan heimilis. Það hlutfall
hefur hækkað úr 53,5% á tímabili rannsókn-
arinnar.
Á árunum 2000–2002 hafa margir losað sig
við heimilissímann miðað við niðurstöður rann-
sóknarinnar. Árið 2000 höfðu 4,8% heimila ekki
heimilissíma, en voru orðin 10,6% heimila árið
2002. Á sama tíma eykst farsímaeignin, og árið
2002 áttu 48,4% heimila einn farsíma.
Farsímaeignin hefur einnig breyst á þessu
tímabili, þegar litið er til fjölda þeirra á heim-
ilinu. Þeim heimilum sem hafa fjóra eða fleiri
farsíma fjölgar úr 2,4% í 4,2% frá 2000–2002.
Það bendir til þess að fleiri fjölskyldumeðlimir
hafi nú síma til umráða. Í kjölfar þessa hækkar
kostnaðarliður símagjalda, úr 1,4% í 3,1%.
Farsímar og tölvur
í stað heimasíma
FRANZ Fischler, sjávarútvegs- og
landbúnaðarstjóri Evrópusambands-
ins, segir stjórnarskrá ESB engu
breyta um sameiginlega sjávarút-
vegsstefnu sambandsins og að aðild-
arþjóðir verði að hlíta reglum sam-
bandsins, að sögn Sigurðar Kára
Kristjánssonar, þingmanns Sjálf-
stæðisflokksins, en hann spurði
Fischler í umræðum sem hann átti
við þingmenn í gær á fundi þing-
mannanefndar og framkvæmda-
stjórnar EFTA í Sviss, hvort tilkoma
stjórnarskrár ESB hefði einhver
áhrif á undanþáguheimildir til ein-
stakra aðildarþjóða. Sigurður segir
Fischler hafa verið mjög afdráttar-
lausan í svörum sínum og neitað því
að slíkar undanþágur fengjust.
„Fischler sagði í viðtali hér á landi
síðasta sumar að ef lönd sæktu um
aðild að Evrópusambandinu væri það
alveg ljóst að þau yrðu að hlíta þeim
reglum sem þar gilda. Hann tók fyrir
að undanþágur fengjust frá ein-
stökum reglum, þ. á m. frá sameig-
inlegri fiskveiðistjórnun sambands-
ins.
Minnugur þessa spurði ég hann
hvort hin nýja stjórnarskrá ESB
myndi breyta einhverju um mögu-
leika aðildarríkja á að semja um und-
anþágur frá sjávarútvegsstefnunni
og vísaði til hagsmuna Íslands í því
sambandi.
Fischler kannaðist við þetta viðtal
og hans viðbrögð voru alveg skýr,
hann sagði nei og sagði að stjórnar-
skrá ESB muni engu breyta um að
Íslendingar geti ekki fengið undan-
þágu frá meginreglum Evrópusam-
bandsins, sem nú hafa verið bundnar
í stjórnarskrá, þ. á m. sjávarútvegs-
stefnunni,“ segir Sigurður.
Hann segir Fischler hafa sagt í
svari við annarri spurningu í gær að
engin þjóð hefði fengið undanþágur
frá meginreglu eins og þessari og það
væri alveg ljóst að þær aðildarþjóðir
sem sótt hefðu um undanþágu og
ekki fengið, myndu ekki samþykkja
slíkt hvað Íslendinga varðar.
Að sögn Sigurðar sagði Fischler að
það mætti vel vera að Íslendingar
gætu haft eitthvað um stjórnsýslu-
og tæknilega útfærslu einstakra
reglna að segja en að meginreglu-
setningin kæmi frá Brussel.
„Það var ekki hægt að álykta frá
þessu öðruvísi en svo að Evrópusam-
bandið hafi staðfest í sínu æðsta
plaggi, stjórnarskránni, algjör yfir-
ráð yfir þessum málaflokki,“ segir
Sigurður.
Sigurður Kári Kristjánsson sat fund landbúnaðar- og sjávarútvegsstjóra ESB
Stjórnarskráin breytir engu
um sjávarútvegsstefnu ESB
Franz
Fischler
Sigurður Kári
Kristjánsson
VON er á Hákoni, krónprins Nor-
egs, og eiginkonu hans, Mette-Marit
krónprinsessu, í heimsókn til Íslands
í boði Ólafs Ragnars Grímssonar,
forseta Íslands, 27.–30. júní næst-
komandi. Með hjónunum í för verður
ung dóttir þeirra, Ingrid Alexandra
prinsessa, auk embættismanna frá
utanríkisráðuneyti Noregs og kon-
ungshöllinni.
Að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu koma hjónin til Íslands
síðdegis sunnudaginn 27. júní og
halda beint á Bessastaði þar sem for-
setahjónin taka á móti gestunum.
Um kvöldið verður snæddur kvöld-
verður á Bessastöðum til heiðurs
hjónunum. Næstu tvo daga tekur svo
við þétt dagskrá. Að morgni mánu-
dagsins 28. júní liggur leið gestanna í
Þjóðmenningarhúsið þar sem þau
skoða handritasýninguna. Hjónin
munu m.a. kynna sér starfsemi
Nesjavallavirkjunar og Orkuveitu
Reykjavíkur. Einnig verður haldið á
Þingvelli en þaðan munu hjónin
leggja leið sína á Grundartanga. Um
kvöldið verður svo snæddur kvöld-
verður í boði Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur menntamálaráðherra
í Reykholti í Borgarfirði.
Dagskrá þriðjudagsins hefst með
heimsókn í höfuðstöðvar Íslenskrar
erfðagreiningar þar sem dr. Kári
Stefánsson forstjóri kynnir starf-
semi fyrirtækisins. Þá opnar krón-
prinsinn m.a. sýningu í Garðabæ á
norskri keramiklist í Hönnunarsafn-
inu og snæddur verður hádeg-
isverður í Tónlistarskóla Garða-
bæjar.
Síðdegis verður haldið til Siglu-
fjarðar og Síldarminjasafnið skoðað
og mun Hákon krónprins halda
vígsluræðu í Bátahúsinu, sem er ný
viðbót við safnið. Um kvöldið heim-
sækja gestirnir Norræna húsið.
Dagskrá heimsóknar Hákons og
Mette-Marit lýkur með tónleikum á
NASA þar sem tríó Ola Kvernberg
leikur. Þau munu svo halda heimleið-
is að morgni miðvikudagsins 30. júní.
Konungleg heimsókn frá Noregi
Reuters
Hákon, krónprins Noregs, og eiginkona hans, Mette-Marit krónprinsessa,
koma hingað á sunnudag. Ingrid Alexandra, dóttir þeirra, verður með í för.