Morgunblaðið - 25.06.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.06.2004, Qupperneq 22
Grafarvogur | Krakkar, foreldrar og starfsmenn leikskólans Funa- borgar gerðu sér glaðan dag í gær þegar þeir héldu Jónsmessugleði. Litadýrðin var í algleymingi, grill- að, sungið, dansað og leikið, enda ekki seinna vænna, nú þegar dag- inn fer aftur að stytta. En sumarið er langt frá því búið, það er rétt að byrja og þessi káta táta veit það svo sannarlega. Morgunblaðið/Jim Smart Jónsmessugleði á Funaborg MINN STAÐUR 22 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Hafnarfjörður | Húsin úr Jólaþorp- inu í Hafnarfirði standa ekki ónýtt restina af árinu, því á góðviðr- isdögum í sumar er hugmyndin að skella upp útimarkaði á Ráðhústorg- inu á milli Súfistans og Bókasafns- ins. Komið hefur verið fyrir nokkr- um húsum og búin til falleg umgjörð á torginu þar sem tilvalið er að koma og fá sér kaffisopa og kíkja á það sem til sölu er í húsunum. Þetta kemur fram á upplýsingavef Hafn- arfjarðar. Sumarþorpið verður opið alla laugardaga í sumar og einnig eftir veðri. Markaðsstemmning verður höfð í hávegum og eru húsin lánuð út án endurgjalds. Aðstaðan er tilvalin fyrir félagasamtök, tombólur, bíl- skúrssölur og margt fleira, en það er Vinnuskóli Hafnarfjarðar sem held- ur utan um lánin á húsunum. Markaðstorgs- stemmning á Ráðhústorginu Breytingar á Suðurgötu | Í sum- ar verður ráðist í gagngerar end- urbætur á Suðurgötu og verður gatan því að mestu lokuð allt sum- arið. Akstursleiðir Strætó breytast þess vegna á framkvæmdatím- anum. Biðstöðin í Vonarstræti á móts við Ráðhúsið verður ekki í notkun á meðan á framkvæmd- unum stendur. Forvarnaviðurkenningar | For- varnanefnd Hafnarfjarðar afhenti á dögunum viðurkenningar þeim söluaðilum tóbaks sem seldu ekki börnum tóbak í síðustu könnun sem gerð var. Í ávarpi sínu sagði fulltrúi Lýðheilsustöðvar að tekið væri eftir framtaki bæjarins, sem miðaði að því að minnka aðgengi barna og unglinga að tóbaki. Formaður forvarnanefndar, Guð- mundur Rúnar Árnason, minnti gesti á að svo virðist sem tóbaks- reykingar meðal barna og unglinga í Hafnarfirði séu að aukast og því nauðsynlegt að aðilar standi saman og sporni gegn þeirri þróun. Síðan var söluaðilum sem seldu ekki börnum tóbak afhent viðurkenning og þeir hvattir til að halda sínu striki. Eftirfarandi staðir fengu viður- kenningu: Samkaup, Söluturninn Miðvangi 41, Olís, Vesturgötu 1, Fjarðarkaup, Skalli, Söluturninn Jolli, Nóatún, 10/11 við Melabraut - Holtinu, Bónusvideo við Lækjar- götu 2 og Videoholtið. NÆSTA vetur mun Menntaskólinn á Akureyri bjóða upp á ferðamála- kjörsvið á mála- braut, en um er að ræða víðtækt málanám sem tengist fjölmörg- um öðrum náms- greinum og býr nemendur m.a. undir há- skólanám í ferðamálavís- indum, al- þjóðafræðum og fleiri greinum sem krefjast mikillar tungumálakunn- áttu. Jón Már Héðinsson skólameistari greindi frá þessu við skólaslit og sagði að þetta myndi hafa í för með sér nýjungar í kennslu þar sem kennarar í ólíkum greinum kenndu saman og myndu vinna sameig- inlega að undirbúningi og úr- vinnslu. „Við förum varlega af stað og tökum eitt skref í einu,“ sagði Jón Már. Angi af þessu er að hans sögn þátttaka skólans í alþjóðlegu sam- starfi, „sem vex með hverju ári, bæði samskiptaverkefnum milli landa, heimsóknum nemenda og samvinnu með upplýsingatækni og einnig samskiptum og gagn- kvæmum heimsóknum kennara.“ Kennsla í ferða- málum í MA Jón Már Héðinsson    FFA| Ferðafélag Akureyrar verður með tvær ferðir á morgun, laugardag, að Steinboga í Heiðinnamannafjalli í Skíðadal með brottför kl. 8 frá skrif- stofu við Strandgötu og þá verður gengið inn Fossdal frá Ólafsfirði, brottför kl. 9. Á sunnudag verður genginn fyrsti hluti af fjórum í raðgöngu sumarsins, um Bíldsársskarð að Fjósatungum. NÝTT og fullkomið segulómtæki verður tekið í notkun á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, FSA, í október næsta haust. Skrifað var undir samning um kaup þess á árs- fundi FSA sem haldinn var í gær. Tækið er frá Siemens og kostar um 130 milljónir króna. Tilkoma þess mun auka mjög möguleika til rann- sókna og þá mun þjónusta við sjúk- linga á upptökusvæði sjúkrahússins aukast til muna. „Þetta er stór dagur,“ sagði Hall- dór Jónsson, forstjóri FSA, þegar skrifað var undir samning um kaup á tækinu en hann gat þess jafnframt að málið ætti sér langan aðdrag- anda. Markvisst hefði á undanförn- um árum verið unnið að því að end- urnýja tæki til rannsókna. Fyrir nokkru voru ný röntgentæki keypt til sjúkrahússins, en segulómtækið ekki verið inni í þeim pakka. Unnið er að því að útbúa aðstöðu á sjúkra- húsinu þar sem segulómtækinu verður komið fyrir „þannig að allt verði tilbúið í haust“, sagði Halldór. „Tækið mun eðlilega breyta mögu- leikum okkar mikið, það gerir okkur kleift að sinna okkar hlutverki bet- ur. Eins og staðan hefur verið hafa fjölmargir þurft að leita suður til Reykjavíkur eftir þessari þjónustu.“ Fulltrúi Siemens gat um helstu kosti tækisins og kvaðst stoltur af því að tæki frá fyrirtæki hans hefði orðið fyrir valinu, en efnt var til út- boðs vegna kaupanna. Á fundinum var einnig fjallað um framtíðarhlutverk sjúkrahússins en m.a. kom fram í máli Þorvaldar Ingvarssonar, forstjóra lækninga, að aukin áhersla yrði lögð á kennsluhlutverk þess, þá myndi þjónusta við krabbameinssjúklinga verða aukin í framtíðinni og hann gat þess að brýnt væri að koma upp líknardeild. Einnig nefndi Þorvald- ur að um 200 manns af upptöku- svæði sjúkrahússins færu árlega suður í hjartaþræðingu en stefnt væri að því að bjóða þá þjónustu í heimabyggð. Eins væri markmið forsvarsmanna sjúkrahússins að auka hlutfall Norðlendinga sem fengju þjónustu þess sem og að efla endurhæfingu. Nýtt segulómtæki í haust FLEIRI bílastæði í miðbæinn. Minni bílaumferð í miðbænum. Þetta voru á meðal hugmynda sem fram komu á samráðsfundi sem efnt var til vegna verkefnisins „Akureyri í öndvegi“ en þar komu saman þeir sem hagsmuna eiga að gæta í miðbæ Akureyrar og ræddu mál- efni hans fram og til baka. Líkt og vænta mátti voru skoðanir skiptar. Fundurinn var haldinn til að und- irbúa stórt íbúaþing sem haldið verður í Íþróttahöllinni 17. og 18. september nk., og var á honum leit- að eftir hugmyndum manna og sýn þeirra á nýjan breyttan miðbæ. Efniviðurinn sem fram kemur á þinginu verður svo nýttur til að skilgreina forsendur í alþjóðlegri arkitektasamkeppni um miðbæ Ak- ureyrar. Ráðgjafarfyrirtækið Alta stýrir verkefninu, en tólf fyrirtæki hafa myndað áhugahóp um það. Meðal annarra hugmynda sem fram komu má nefna byggingu nýrra íbúða í miðbænum, uppbygg- ingu Skátagilsins og leiksvæði fyrir börn og unglinga. Þá vildu sumir að heilsugæslan flytti sig um set úr miðbænum og aðrir að þar yrði reist stór matvöruverslun. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Sól og skjól í miðbæ“ var eitt markmiðið sem einhver fundarmanna setti á blað á fundi um framtíðarskipun miðbæjarins á Akureyri. Sól og skjól í miðbæ          HÖFUÐBORGIN AKUREYRI Keflavík | Skemmtibáturinn Duus KE er farinn að sigla á ný frá sam- nefndum veitingastað í Keflavík, eftir gagngerar endurbætur, og í raun má svipað segja um skipstjór- ann, Jón G. Benediktsson. Í apríl síðastliðnum, í kringum páska, lenti hann í alvarlegu slysi um borð í grásleppubáti sínum, Magga litla, og var nálægt því að missa hægri fótinn. Þrátt fyrir að lærleggurinn brotnaði illa á fimm stöðum tókst læknum á Landspítalanum að bjarga fæti Jóns og nú er hann kominn á sjóinn á ný, mun fyrr en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Jón er lífsglaður ungur maður og hann segir jákvætt hugarfar hafa haft mikið að segja um sinn skjóta bata. Hann segist einnig eiga mikið að þakka Gunnari B. Gunnarssyni bæklunarlækni og öðru starfsfólki sjúkrahúsanna í Reykjanesbæ og á Landspítalanum í Fossvogi, þar sem hann lá fyrstu tvær vikurnar eftir slysið og fór um í hjólastól. Nú styðst hann við hækjur öðru hvoru. „Vonandi ná báturinn og ég að ganga á báðum næsta sumar,“ seg- ir Jón og vísar þar til þess að í fyrrasumar hafi hann hlaupið um á báðum fótum en skemmtibáturinn Duus gengið illa á einni vél. Nú séu hins vegar komnar tvær aflmiklar vélar, alls með 1.260 hestöfl, í bát- inn en hann hökti nánast um á ein- um fæti! „Þetta er nú svolítið ósanngjarnt,“ segir Jón og brosir að öllu saman. Slysið á grásleppubátnum varð með þeim hætti að Jón og mágur hans, Björgvin Magnússon, lentu í ólgusjó fyrir utan Sandgerði þegar verið var að draga inn netin. Bát- urinn hálffylltist af sjó og er Jón var að laga stíflaða lensidælu fest- ist hann í tengi á gír og vafðist vinstri höndin utan um öxulinn um leið og löppin fór niður á milli öx- ulsins og bátsins og mölbrotnaði. Losnaði hann ekki úr prísundinni fyrr en það drapst á vélinni. Hræddur um að missa löppina „Ég held ég geti fullyrt að þetta sé það alversta sem ég hef upplifað á ævinni. Ég var dauðhræddur um að missa löppina,“ segir Jón en með aðstoð Björgvins og áhafna nær- staddra báta tókst að koma honum fljótt í land í Sandgerði og þaðan í skyndi með sjúkrabíl á Landspít- alann í Fossvogi. Tveir tímar liðu frá óhappinu þar til Jón var kom- inn á skurðarborðið. Að lokinni aðgerð var Jón upp- lýstur um það að bati gæti tekið langað tíma og hann þyrfti ekki að spá í að geta hreyft löppina næsta hálfa árið eða svo. En aðeins um tveimur mánuðum eftir slysið er skipstjórinn ungi kominn á stjá og ekki eingöngu farinn að stýra Du- us, heldur einnig búinn að fara einn túr á Magga litla. „Ég hef fulla trú á að ná algjör- um bata. Ég má þakka Guði fyrir að fleiri líkamshlutar sködduðust ekki. Það var lán í óláni,“ segir Jón. Hann hóf að gera út Duus, sem tekur 40 manns um borð, í fyrra ásamt tengdaföður sínum og eig- anda veitingastaðarins Kaffi-Duus, Sigurbirni Sigurðssyni, betur þekktum sem Bóa. Jóni til aðstoðar um borð er svo mágur hans, Björg- vin. Þeir eru bjartsýnir á gott gengi í sumar á tvíefldum báti og gefa fólki kost á alhliða skemmti- ferðum, jafnt í hvalaskoð- unarferðir, sjóstangveiði og kletta- stökk. Báturinn gengur á tveimur en skipstjórinn á einum Morgunblaðið/Björn Jóhann Björnsson Jón G. Benediktsson við stýrið á skemmti- og hvalaskoðunarbátnum Duus. Ótrúlegur bati skipstjórans á Duus eftir að hafa nær misst annan fótinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.