Morgunblaðið - 25.06.2004, Page 27

Morgunblaðið - 25.06.2004, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 27 Í RITSTJÓRNARGREIN Morg- unblaðsins á mánudag, Staksteinum, sýnir blaðið mér þann heiður að leggja út af grein minni um fjöl- miðlalögin sem birtist í Frétta- blaðinu sl. sunnudag. Höfundur skrifar einsog það sé nú fyrst að renna upp fyrir honum að Samfylk- ingin telji að of mikil samþjöppun eig- endavalds gæti í fram- tíðinni haft óæskileg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlum. Það kemur á óvart. Skammt er síðan Morgunblaðið var svo vinsamlegt að birta eftir mig stóra grein í miðopnu þar sem sú afstaða kemur skýrt fram. Sama af- staða rann einsog rauður þráður í gegn- um ræður margra þingmanna Samfylk- ingarinnar, og raunar stjórnarandstöðunnar, á meðan umræður um fjölmiðlamálið stóðu á Alþingi. Greining Samfylkingarinnar á þeim hættum sem fel- ast í of mikilli sam- þjöppun eigendavalds varð beint tilefni þess að Samfylkingin lagði fram fleiri en eitt þing- mál á Alþingi um hvernig farsælast sé að bægja þeim hættum frá. Í þeim þingmálum, ræðum þingmanna Samfylkingarinnar og allnokkrum blaðagreinum, hefur stefna flokksins komið skýrt fram. Morgunblaðið má að sjálfsögðu leggja út af henni einsog blaðið vill, en að halda því fram að sú stefna feli í sér að Samfylkingin sé helsti mál- svari og pólitískt skjól stóru við- skiptasamsteypnanna er ekki til marks um þá málefnalegu umræðu sem blaðið hefur sjálft kallað eftir. Breiðri sátt var hafnað Það er rétt að árétta að Samfylk- ingin hefur margsinnis lýst sig reiðu- búna til þess að stuðla að breiðri samstöðu um allt sem snertir laga- umhverfi fjölmiðla. Við töldum það vera mikið óráð af ríkisstjórninni að þröngva í gegn fimmföldu banni við tilteknu formi á eignarhaldi sem tefl- ir í tvísýnu rekstri fjölmiðla sem ný- risnir eru úr öskustó og vekur þar að auki rökstuddar efasemdir um að fjölmiðlalögin standist réttinda- ákvæði stjórnarskrárinnar. Við vild- um ásamt öðrum stjórnarand- stöðuflokkum gefa málinu tíma fram á haust til frekari umræðu og um- fjöllunar um aðrar leiðir, sem eru betur til þess fallnar að tryggja sjálf- stæði fjölmiðla og fjölbreytni efnis- innihalds þeirra heldur en bannlög ríkisstjórnarinnar. Það voru aðrir sem réðu ferðinni en stjórnarand- staðan. Morgunblaðinu er fullkunn- ugt um ástæður þess að málið var rekið með því offorsi og fyr- irhyggjuleysi sem að lokum sigldi því upp á sker. Kjarninn er þessi: Málið snýst um að tryggja sjálfstæði ritstjórna til þess að sinna því hlutverki blaða- og fréttamanna að vera varðhundar al- mennings gagnvart stjórnvöldum, fyrirtækjum og þrýstihópum hags- munasamtaka. Það snýst um að tryggja rétt almennings til óhlut- drægra og réttra upplýsinga um gang þjóðmála hverju sinni. Það snýst um að skapa fjölmiðlum um- hverfi til að halda uppi heilbrigðu að- haldi fyrir hönd almennings gagn- vart öllum, sem fara með vald. Eins og sakir standa ríkir hörð samkeppni sem tryggir neytendum meiri fjölbreytni en lengi hefur verið til staðar á vettvangi fjölmiðla. Út frá sjónarmiði samkeppnislaga verður varla talið að um fáokun sé að ræða á fjölmiðlamarkaði meðan Rík- isútvarpið og Morgunblaðið hafa hlutfallslega sterka stöðu. Hagsmunir almennings í fyrirrúmi Við getum hinsvegar haft marg- víslegar áhyggjur af framtíðinni. Mikil samþjöppun eigendavalds gæti haft óæskileg áhrif á fjölbreytni er fram í sækir. Stóreig- andi að fjölmiðlum, sem líka er umsvifamikill í óskyldum rekstri, gæti hugsanlega reynt að hygla fyrirtækjum sín- um. Um þetta fjallaði ég í Fréttablaðinu, og Morgunblaðinu líka, og frá mínu sjónarhorni er sannarlega líka tilefni til að hafa áhyggjur af því að eigendur allra einkarekinna fjölmiðla á Íslandi eru upp til hópa í Sjálfstæð- isflokknum, auk þess sem sá flokkur hefur al- gjört forræði á stjórn Ríkisútvarpsins. Í þessari stöðu skipt- ir mestu að tryggja blaða- og fréttamönnum sem mest svigrúm til þess að rækja skyldur sínar við lesendur, áhorfendur og hlust- endur, hvernig sem eignarhaldi eða forræði er háttað á þeim fjöl- miðlum sem þeir vinna við. Þar höfum við í Samfylkingunni eins og aðrir þingmenn í flokk- um stjórnarandstöð- unnar leitast við að koma á framfæri ábendingum Evrópuráðsins, fjöl- miðlanefndar menntamálaráðherra og fleiri aðila um m.a. sjálfstæði rit- stjórna, innri reglur um starfshætti, gegnsæi eignarhalds, tilkynning- arskyldu um breytingar á eign- arhaldi og áhrifastöðum innan fjöl- miðla, birtingu ritstjórnar- og auglýsingastefnu útgefenda, upp- sagnarvernd blaðamanna við breyt- ingar á eignarhaldi, vernd heimildar- manna, eftirlitshlutverk útvarpsréttarnefndar o.fl. o.fl. Um þetta allt má fræðast í efnismiklum málflutningi stjórnarandstöðunnar á Alþingi við afgreiðslu fjölmiðlalag- anna, þar sem hún talaði nánast ein, og lítið fór fyrir útskýringum stjórn- arliða. Þögn þeirra var sláandi teikn um djúpa vantrú þeirra á frumvarpi og málflutningi ríkisstjórnarinnar. Haldlítið úrræði Takmarkanir á eignarhaldi hafa reynst haldlítið úrræði annars staðar í Evrópu og margar þjóðir eru frekar að rýmka slíkar reglur en þrengja. Staðreyndin er sú að tiltölulega auð- velt reynist að fara í kringum þær eða þá að þær þrengja um of að möguleikum fjölmiðla til þess að afla fjármagns til vaxtar og þróunar. Áherslan hefur í þess stað færst á að efla sjálfstætt almannaútvarp og sjónvarp sem er óháð stjórnvöldum. Það er áhrifaríkasta aðferðin gegn því að upp komi „ítalskt ástand“ á Ís- landi eins og leiðarhöfundur Morg- unblaðsins virðist hafa miklar áhyggjur af. Ríkisstjórnin hefur hingað til verið ófær um að koma sér saman um framtíðarstöðu Rík- isútvarpsins. Það er sannarlega áhyggjuefni. Stefna Samfylking- arinnar í málefnum þess er hins veg- ar ljós og hefur verið ítrekuð á þing- um hennar. Í hnotskurn felst hún í því að styrkja grundvöll og sjálfstæði Ríkisútvarpsins, losa það undan flokkspólitísku oki og skapa því raunverulega sérstöðu vegna þess lögbundna hlutverks stofnunarinnar að þjóna þjóðinni allri, óháð við- skiptalegum og pólitískum hags- munum. Samfylkingin, fjölmiðlalögin og Morgunblaðið Eftir Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson ’ Takmarkanirá eignarhaldi hafa reynst haldlítið úrræði annars staðar í Evrópu og margar þjóðir eru frekar að rýmka slíkar reglur en þrengja.‘ Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. tja jafn- ki hefur og von- Müller, ði m vakti að kom- therj- ora rmenn ur og 1. ðverji gamli fyrir kum í a frá Münc- þýska ukið at- ðnun – landi psstöðv- í fyrra- a at- hefur gengið. Í síðustu heimsmeistarakeppni var það dóm- aranum frá Ekvador að kenna að þeir voru slegnir út og strákur frá Suður-Kóreu var flæmdur úr landi fyr- ir að skora hjá þeim. Að þessu sinni beindist reiðin að Norðurlöndunum og meintu samsæri Dana og Svía um fjögurra marka jafnteflið sem kom báðum liðum áfram. Ítalir eyddu miklu púðri í vangaveltur um „svindlið“ fyrir leikinn – þeir höfðu meiri áhyggjur af öðrum en sjálfum sér. Þegar upp var staðið var hins- vegar staðreyndin sú að þeir komust ekki áfram vegna þess að þeim tókst hvorki að vinna Dani né Svía. „Lægra skrifaðar þjóðir,“ eins og varnarmað- urinn Alessandro Nesta lýsti þeim áður en keppnin hófst. Þegar á reyndi var spilamennska Dana ekki síðri þeirri ítölsku og úthald og kraftur Svíanna var meira en Ítalir réðu við. Ítalir eiga við sama vandamál og Þjóðverjar að glíma – erlendir „málaliðar“ leika sífellt stærri hlut- verk í þeirra bestu félagsliðum og innlendum snill- ingum fækkar. Eiginlegar stjörnur í þeirra liði eru ekki margar lengur og að þessu sinni var reiknað með því að duglegir varnar- og miðjumenn lokuðu á and- stæðingana og kæmu boltanum á Francisco Totti og Alessandro Del Piero, sem sæju um mörkin. Totti hrækti sig út úr keppninni strax í fyrsta leik og Del Piero var aðeins skugginn af sjálfum sér. Þegar við bættist endalaust stríð við fjölmiðla, sárindi og kvart- anir yfir illri meðferð þeirra, þurfa Ítalir ekki að vera hissa þótt lið þeirra hafi verið það óvinsælasta í þess- ari Evrópukeppni og fáir aðrir en þeir sjálfir gráti snemmbæra heimför þeirra. Eins og áður eru Ítalir „meistarar í varnarleik“ og þeir fengu aðeins tvö mörk á sig í leikjunum þremur. Það dylst engum að þeir geta spilað leiftrandi sókn- arknattspyrnu þegar með þarf, en það gera þeir helst ekki nema þeir séu komnir með bakið upp við vegg. Þeir virðast alltaf ganga til leiks með því hugarfari að þeir séu einu marki yfir og þurfi að verja það með öll- um tiltækum ráðum. Eini ljósi punkturinn hjá þeim í mótinu var sóknarmaðurinn ungi Antonio Cassano, sem skoraði tvö af þremur mörkunum, og angist hans þegar fögnuðurinn yfir sigurmarkinu gegn Búlgörum breyttist í sorg yfir úrslitunum í leik Dana og Svía gleymist seint. Spánverjar fóru enn og aftur á taugum Og svo eru það Spánverjarnir, eina liðið af þessum þremur sem kannski hefði átt skilið að ná lengra í keppninni. Þeir bregðast alltaf þegar mest liggur við, fara ávallt á taugum, og tapið gegn Portúgal kom því alls ekki á óvart, í sögulegu samhengi. Á Spáni er vissulega talsvert af erlendum stórstjörnum í Real Madrid, Barcelona og fleiri liðum, en samt hafa Spán- verjar borið gæfu til að eiga sjálfir nægilega mikið af góðum leikmönnum til að ná lengra en raunin varð. Og þeir eru ekki í mikilli kreppu hvað framtíðina varðar, yngri landslið þeirra hafa verið firnasterk undanfarin ár og þó nokkuð um bráðefnilega leikmenn þar um slóðir. En Spánverjar virðast seint ætla að vinna bug á „stórmótasyndróminu“. Einhverra hluta vegna virðast þeir alltaf vera í vandræðum á erlendri grundu, meira segja þegar þeir fara í stuttar ferðir eins og í þessa til Portúgals. Þá hafa þeir verið gagnrýndir fyrir of varfærn- islegan leik og þjálfarinn Inaki Saez hefur fengið það óþvegið fyrir að halda tryggð við Raúl í fremstu víg- línu þrátt fyrir áberandi deyfð kappans í keppninni. Reyndar þóttu aðrir sóknarmenn liðsins ekki heldur ná að sýna sínar bestu hliðar. Skemmtikraftarnir eru ennþá með Á meðan Þjóðverjar, Ítalir og Spánverjar sleikja sárin, reka eða reka ekki þjálfara og leita skýringa á óförum sínum, bíða aðrir spenntir eftir því hvernig fer á lokasprettinum. Frakkar, Tékkar og Hollendingar byggja lið sín á leikmönnum sem margir hverjir eru einmitt stjörnur í félagsliðum á Ítalíu, í Þýskalandi, á Spáni og í Englandi. Þessi þrjú lið þykja einna sig- urstranglegust í keppninni, og þau eiga það öll sam- eiginlegt að hafa í sínum röðum frábæra sóknar- og miðjumenn – leikmenn sem gaman er að fylgjast með og geta hver fyrir sig unnið leik upp á eigin spýtur. Þetta eru strákarnir sem eru aðalmennirnir í Juven- tus, Arsenal, Manchester United, Barcelona, Dort- mund og víðar. Það eru þeir sem eru í lykilhlutverkum í stóru félagsliðunum, að sjálfsögðu á kostnað heima- manna. Þetta er ein af hliðarverkunum Bosmans- dómsins, málsins sem felldi múrana í Evrópu og varð til þess að knattspyrnumenn gátu eins og annað vinnu- afl leitað án takmarkana þangað sem best var boðið. Þarna eru skemmtikraftarnir, leikmennirnir sem fólk vill sjá og nýtur þess að fylgjast með. Þeir eru komnir áfram. Fulltrúar vélræna varnar- og varfærnisfótbolt- ans eru fallnir úr keppni og útlit fyrir sannkallaða knattspyrnuveislu á lokasprettinum í Portúgal. u Þýskalands, Spánar og Ítalíu á EM í knattspyrnu álarkreppu Reuters Antonio ns gegn m. Reuters Svipbrigði þessa þýska knattspyrnuáhugamanns segja allt sem segja þarf um frammistöðu Þjóðverja í Evrópukeppninni. vs@mbl.is lu ar og ára- kipti dið öðum , Fella- ði og kjör- til- ni. kkt er nk. t- m mán- %3  „Sem bæjarstjóri á Austur-Héraði held ég mér til hlés og minni persónulegu skoðun fyrir mig,“ segir Eiríkur Bj. Björgvinsson. „Ég hvet fólk til að nota sinn lýðræðislega rétt og fara á kjörstað og kjósa. Menn eiga að kynna sér mál- efnaskrána vel og taka ígrundaða ákvörðun.“  Jens P. Jensson, sveitarstjóri Fellahrepps, segir fólk greini- lega á báðum áttum í Fellahreppi og niðurstöðu tvísýna. „Mín skoðun er sú að það eigi að sameina. Þessi sveitarfélög eru allt of smá til að takast á við þau verkefni sem þeim eru ætluð í framtíðinni. Það er verið að tala um að efla sveitarstjórnarstigið og grundvöllur þess er stækkun sveitarfélaga.“  Jónas Þór Jóhannsson, sveitarstjóri Norður-Héraðs, segist að sumu leyti fylgjandi sameiningu en að öðru leyti ekki. „Ég er ekki alveg ánægður með hvernig þetta hefur gengið fyrir sig og á þar við að það standa yfir viðræður á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins um yfirtöku verkefna og framtíð- arskipan sveitarfélaga í landinu. Mér hefði fundist persónulega að bíða hefði átt eftir þeim hlutum og sjá hvað út úr því kæmi.“  „Ég er á báðum áttum,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, um væntanlega sameiningarkosn- ingu. „Það er sérstaklega tvennt sem þar kemur til. Á þessu svæði er nú mjög krítískt ástand. Sveitarfélögin hvert fyrir sig eru að takast á við mjög miklar breytingar og öra þróun og það fólk sem starfar hjá þeim á fullt í fangi með að sinna þeim verk- efnum. Ekki er þó að öllu leyti um samsvarandi verkefni að ræða, þar sem Fljótsdalshreppur og Norður-Hérað eru í mikilli vinnu vegna virkjanaframkvæmda, en Fellahreppur og Austur- Hérað vegna uppbyggingar þéttbýlisins. Hins vegar það að Samband íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneyti eru með ákveðna vinnu í gangi, sem varðar tilfærslu verkefna til sveitarfélaganna, eflingu sveitarstjórnarstigsins og eflingu tekjustofna með verkefnunum. Þessari vinnu er langt í frá lok- ið.“ Skiptar skoðanir sveitarstjóra og oddvita  Maríanna Jóhannsdóttir segist telja andann í Fellahreppi gagnvart sameiningu jákvæðan. „Ég er jákvæð og vil sameiningu vegna þess að það yrði öllu samfélaginu til heilla. Ég bý í Fellabæ og vil hafa börnin mín í skóla í mínu sveitarfélagi. Og vegna þess að skólinn verður heildstæður kýs ég sameiningu.“  „Þetta getur farið á báða vegu,“ segir Jóhann F. Þórhallsson í Fljótsdal. „Ævinlega snúast þó málin um peninga. Þær væntanlegu tekjur sem munu skapast af framkvæmdum vegna Kára- hnjúkavirkjunar skipta þannig miklu. Ég tel að undirbúningsnefnd að sameiningunni hafi unnið gott verk. Ég er þó ósáttur við að menn skyldu ekki klára dæmið alveg. Menn voru sammála um markmiðin, en luku ekki vinnu að öllu sem þeir settu sér. Til dæmis varðandi tekjustofna af virkj- unarmannvirkjum. Nota hefði átt sameiningu til að þrýsta á leiðréttingu frá ríkisvaldinu.  Aðalsteinn Jónsson á Norður-Héraði segist hafa efasemdir um sameiningu. „Ég sé samlegð- aráhrifin og nauðsyn þess að styrkja svæðið í heild sinni. En sem einstaklingur og íbúi, 75 km frá þjónustu á Egilsstöðum, búandi í sveitarfélagi sem er skuldlaust og veitir okkur þá þjónustu sem við þurfum og krefjumst, þá sé ég ekki ávinninginn af sameiningu fyrir mig persónulega. Ég sé þó ávinn- inginn fyrir svæðið í heild sinni. Spurningin er hvernig tekst að sinna jaðarbyggðunum varðandi ýmsa þjónustu. Auðvitað eigum við í sameiningu, eftir því sem dreifbýlisbúunum fjölgar í þessu stóra sveitarfélagi, möguleika á að auka okkar slagkraft innan sveitarfélagsins og samfélagsins.“ Tekist á um málefnin dalshéraði kjósa um sameiningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.