Morgunblaðið - 25.06.2004, Side 33

Morgunblaðið - 25.06.2004, Side 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 33 RARIK-maður sem lét sér annt um hag fyrirtækisins. Æsingur, hávaði og sýndarmennska voru eitur í hans beinum. Hann var ákaflega vel gerður maður, sterkur persónuleiki með góða og þægilega nærveru og næmt skopskyn, ekki byggt á tillærðum bröndurum heldur hárfínni íróníu svo ikti í mönnum. Fyrir nokkrum árum hóf Þor- steinn ásamt öðrum baráttu fyrir minjavernd hjá RARIK. Það frum- kvæði hefur þegar skilað miklum árangri og verður sjálfsagt enn bet- ur metið þegar fram líða stundir. Þótt ekki færi hann fram með há- vaða og látum átti hann, að öðrum ólöstuðum, stærstan hlut að því að rífa þau mál áfram. Hann hafði djúpa tilfinningu fyrir því að sagan skiptir máli og að vernda og hlúa að gömlum hlutum og minningum er menningarstarfsemi en ekki sér- viska. Á þessu sviði verða seint verklok, en minningu hans væri sómi sýndur með eflingu þessa starfs. Þrátt fyrir alla erfiðleikana hélt Þorsteinn alltaf reisn sinni og ljúf- mannlegri framkomu. Hans verður sárt saknað á vinnustað, en minn- ingin mun lifa um góðan dreng. Kvöldar á himni, kvöldar í trjám, kyrrðin stígur upp af vötnunum, læðist í spor mín gegnum rökkrið sveipuð léttri drifhvítri slæðu, tekur mig við hönd sér, hvíslar máli laufs máli gáru við strönd og löngu kulnaðs náttbóls á heiði: ég er bið þín og leit, ég er laun þeirrar leitar og þrár, ég er komin. (Snorri Hjartarson.) Við, samstarfsfólkið hjá RARIK, vottum aðstandendum dýpstu sam- úð okkar. Guðmundur Guðmundsson. Við kveðjum í dag góðan sam- starfsmann og vin til margra ára, sem fallinn er frá langt fyrir aldur fram. Við starfsmenn Rafmagns- veitna ríkisins áttum því láni að fagna að hafa Þorstein Árnason í okkar hópi í rúma þrjá áratugi. Auk þess að vera traustur starfsmaður, vandvirkur og ósérhlífinn var Þor- steinn einstaklega vandaður maður og hjartahlýr. Þorsteinn hóf störf hjá Rafmagnsveitunum á árinu 1973. Hann starfaði lengst af á Suð- urlandi og gegndi þar ýmsum trún- aðarstörfum fyrir fyrirtækið, auk þess að vera virkur hvatamaður í öllu félagsstarfi meðal starfsmanna. Það var áberandi hve fumlaust og yfirvegað allt hans starf virtist og hve góður andi ríkti þar sem Þor- steinn kom að verkum. Þegar alvar- leg veikindi steðjuðu að í fjölskyld- unni fluttist Þorsteinn til Reykjavíkur og starfaði á skrif- stofum fyrirtækisins þar síðustu ár- in. Æðruleysi einkenndi alla fram- komu hans. Jafnvel eftir að í ljós kom fyrir um fjórum árum að hann þurfti sjálfur að takast á við illvígan sjúkdóm tók hann því með sama æðruleysinu. Nú þegar við kveðjum Þorstein Árnason hinstu kveðju get ég ekki annað en þakkað. Þakkað fyrir hönd Rafmagnsveitna ríkisins fyrir það traust og trúnað sem hann sýndi starfi sínu og samstarfsmönn- um. Þakkað fyrir hönd starfsmanna fyrir að hafa fengið að kynnast og starfa með jafn heilsteyptum manni og Þorsteini Árnasyni. Þakkað fyrir þá vináttu og alúð sem hann sýndi í öllum sínum samskiptum, bæði gagnvart samstarfsmönnum og við- skiptavinum. Rafmagnsveitur ríkis- ins hafa misst góðan dreng. Fyrir þeirra hönd votta ég fjölskyldu Þor- steins okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Þorsteins Árnasonar. Fyrir hönd Rafmagnsveitna rík- isins, Tryggvi Þ. Haraldsson. Í dag, 25. júní, fer fram útför Þorsteins Árnasonar, félaga okkar hjá RARIK. Þorsteinn lést fyrir aldur fram, aðeins 54 ára, eftir erfið veikindi. Samstarfsfólkið mun ætíð minnast hans fyrir prúðmennsku, glaðværð og óbilandi kjark í erf- iðum veikindum. Bjartsýni hans og kjarkur varð til þess að andlát hans kom okkur í opna skjöldu, þrátt fyr- ir að við vissum hversu alvarleg veikindin voru. Þorsteinn starfaði hjá RARIK í um þrjá áratugi, lengst af á Hvolsvelli en frá miðju ári 1997 á aðalskrifstofu RARIK í Reykjavík. Hann tók ávallt virkan þátt í félagslífi og starfi RAF, starfsmannafélags RARIK. Hans verður lengi saknað. Við færum Dórotheu, börnum og öðrum ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. Starfsmannafélagið RAF- Reykjavík. Við ýmsir félagar í MS-félagi Ís- lands kynntumst Þorsteini fyrst haustið 1992. Þá var kallað saman til fundar yngri félagsmanna, til að skoða hvernig við gætum haft gagn og gaman af samfundum. Þangað komu ýmsir af Reykja- víkursvæðinu, en Þorsteinn og Dolla létu sig ekki muna um það að koma alla leið frá Hvolsvelli. Þau mættu fús á þá fundi og samkundur sem við efndum til og sögðust glöð yfir að geta spjallað við annað fólk í svipuðum sporum, að glíma við þennan leiða sjúkdóm. Það vakti strax athygli okkar hvað Þorsteinn var virkur og ljúfur í samskiptum og auðfundin sam- staða þeirra hjóna. Þau fluttu svo í bæinn til að vera nær þeirri þjónustu sem hún gat notið hjá félaginu okkar. Þorsteinn fylgdist með starfsem- inni og lagði fúslega lið ef til hans var leitað um að styðja góð málefni. Nú síðast tók hann sæti í stjórn Dagvistar og endurhæfingar félags- ins. Það hefur verið sárt að fylgjast með því hvað álagið á fjölskylduna hefur verið mikið, einkum nú síð- ustu árin eftir að Þorsteinn mátti sjálfur fara að glíma við sinn alvar- lega sjúkdóm. Við samhryggjumst félaga okkar Dórótheu og börnum þeirra Þor- steins við fráfall hans. Það er sárt að sjá á eftir góðum dreng sem átti miklu ólokið í lífinu. Innilegar samúðarkveðjur frá fé- lögum og vinum sem sáu og mátu mikils hver maður Þorsteinn var. Hafdís Hannesdóttir. Leiðir okkar Þorsteins lágu fyrst saman fyrir 27 árum síðan þegar ég hóf störf hjá RARIK. Svo vildi til að mér bauðst að starfa á Hvolsvelli um hríð í því augnamiði að kynnast starfsemi RARIK á vettvangi. Þar var vinnuflokkur og auk þess raf- magnseftirlitsmaðurinn Þorsteinn Árnason. Næstu mánuði störfuðum við Þorsteinn saman og ég naut leiðsagnar hans sem þá hafði starf- að nokkur ár hjá fyrirtækinu. Sam- skipti okkar voru mér ánægjuleg frá fyrsta degi til hins síðasta. Ég kynntist fjölskyldunni, eiginkon- unni Dórótheu Antonsdóttur og ungum börnum þeirra um það leyti sem þau voru að byggja sér mynd- arlegt hús á Hvolsvelli. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu til Reykjavík- ur fyrir tæpum áratug vegna alvar- legra veikinda Dórótheu sem þá var bundin við hjólastól. Kynni okkar Þorsteins endunýjuðust þegar hann hóf störf með mér í Reykjavík. Þor- steinn var mörgum kostum búinn, myndarlegur, vel gefinn og sérstakt prúðmenni í öllum samskiptum. Al- úð hans við eiginkonuna í veikind- um hennar vakti líka aðdáun margra. Því varð það mörgum vina hans mikið reiðarslag er hann greindist með krabbamein fyrir fáum árum, fannst sem nóg væri á einn mann lagt. Þrátt fyrir þetta mótlæti hélt Þorsteinn glaðværð sinni og kjarki og það var okkur vinnufélögum hans gleðiefni þegar sigur virtist unninn við hinn illvíga sjúkdóm. Sú gleði reyndist því mið- ur skammvinn og nú er Þorsteinn allur. Bestu þakkir, Þorsteinn, fyrir það fordæmi sem þú hefur sýnt og það veganesti sem þú hefur gefið okkur samferðamönnum þínum. Ég votta Dórótheu, börnum þeirra hjóna og öllum vandamönnum mína innilegustu samúð. Stefán Arngrímsson. ✝ Guðmundur A.Guðmundsson fæddist 27. febrúar 1943. Hann lést 10. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jó- hanna Gunnarsdótt- ir, verkakona í Reykjavík, f. 12. maí 1901, d. 24. janúar 1986, og Guðmundur Júníus Jónsson, skip- stjóri á Akranesi, f. 29. júní 1906, d. 22. ágúst 1972. Hálf- systkini Guðmundar samfeðra eru: Sævar Guðmundsson, f. 2. janúar 1932, búsettur á Akranesi; Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 4. september 1933, búsett í Þorlákshöfn; Kol- brún Guðmundsdóttir, f. 11. októ- ber 1935, d. 18. janúar 2004; Ás- grímur Þór Guðmundsson, f. 11. ágúst 1940, búsettur í Þorláks- höfn; Barði Erling Guðmundsson, f. 20. nóvember 1944, d. 17. mars 1993; Jónína Guðmundsdóttir, f. 26. september 1946, búsett á Akranesi. Guðmundur fæddist á Hverfis- götu 92 í Reykjavík og hann og móðir hans bjuggu saman alla tíð í Reykjavík, lengst af á Hraunteigi 18. Guðmundur byrj- aði ungur að vinna hjá Ölgerðinni Sani- tas og um tvítugt varð hann bílstjóri á ölbílum hjá fyrirtæk- inu og starfaði þar sem slíkur í rúmlega 30 ár. Síðan starfaði hann hjá kexverk- smiðjunni Fróni í nokkur ár uns hann veiktist alvarlega 1996. Í kjölfar veikindanna flutti Guðmundur í íbúð í Sjálfsbjargar- húsinu í Hátúni 12 í Reykjavík. Guðmundur bjó um tíma með Þuríði Sigurjónsdóttur og eignuð- ust þau dótturina Jóhönnu, en Þuríður lést þegar Jóhanna var aðeins nokkurra mánaða gömul. Jóhönnu var þá komið í fóstur og síðan ættleidd. Seinna bjó Guð- mundur með Guðrúnu Axelsdótt- ur í nokkur ár. Útför Guðmundar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Amma mín og Jóhanna móðir Bóa voru einstakar vinkonur og deildu saman gleði sorg og erfiðleikum. Bói var einkasonur Jóhönnu og hún alla tíð einstæð móðir og verkakona sem ekki hafði mikið milli handanna. Þau mæðgin bjuggu síðan saman allt til andláts Jóhönnu að undanskildum tveim síðustu árum sem hún lifði, en þá var hún á Elliheimilinu Grund. Jóhanna móðir Bóa og amma mín voru ekki bara góðar vinkonur heldur á margan hátt eins og systur því hvor um sig leit á og umgengst fjölskyldu hinnar eins og náinn ættingja. Þann- ig kynntist maður Bóa sem frænda og síðar traustum, tryggum og góð- um vini. Jóhanna og Bói voru alltaf á aðfangadagskvöld í mat hjá ömmu. Bói hóf ungur að starfa hjá Ölgerð- inni Sanitas og um 20 ára aldur var hann orðinn fastur bílstjóri á ölbif- reiðum fyrirtækisins þar starfaði hann svo í rúm 30 ár. Bói var feiminn og hlédrægur þegar hann var að kynnast fólki og háði honum nokkuð að hann átti til að stama, en þegar hann hafði kynnst fólki hvarf stamið og feimnin. Bói var einstaklega ætt- og vina- rækinn, var duglegur að heimsækja vini sína og kunningja. Sérstaklega sá ég og fann það persónulega þegar ég þurfti að liggja á sjúkrahúsi hvort sem það var til lengri eða skemmri tíma því fáir eða engir voru eins dug- legir að líta til manns og Bói. Þá oft- ast með nýjustu fréttir af vinum og fjölskyldu. Einnig með sína sýn á það sem var efst á baugi og að gerast í þjóðfélaginu. Sýn hans var þannig að hann hafði húmor og oft dýpri skiln- ing á þeim málum en mann óraði fyr- ir. Bói gat sett þau í búning kímni og glettni þótt alvara væri undir og þannig var umræðan oft fjörugri og skemmtilegri fyrir bragðið. Bói var dulur um eigin tilfinningar og flíkaði þeim ekki mikið, en þegar að var gætt var viðkvæm sál sem tók hluti nærri sér eins og að geta ekki alið sjálfur upp dóttur sína. Hann faldi slíkt með þögn eða beita fyrir sig kaldlyndis húmor. Fyrir tæpum tíu árum veikt- ist Bói og fékk slæma heilablæðingu sem olli því að hann lamaðist í vinstri hluta líkamans. Hann komst frá þeim veikindum en mikið fatlaður og af miklu æðruleysi og dugnaði hélt hann áfram lífinu við þær aðstæður. Hann lét fátt hindra sig í því sem hann vildi og langaði til að gera og gaman var að sjá hann á rauða fjórhjólinu fara borgina fram og til baka eftir því hvert leið hans lá hverju sinni. Mjög snemma tók hann að sér það hlutverk að keyra ömmu mína í messu í Dómkirkjunni á páskadag. Það hlutverk rækti hann með ómældri ánægju og skyldurækni. Amma gat allaf gengið að því sem vísu að góðan tíma fyrir páskamess- una mætti Bói í kaffi keyrði hana í messuna og síðan heim aftur eða hvert sem hún vildi fara að messu lokinni. Eitt sinn er ömmu farið að lengja eftir Bóa og fær þær fréttir að hann hafi verið að skemmta sér kvöldið áður. Hún var því farin að huga að því hvernig hún kæmist til messu. Í því birtist Bói í leigubíl og sagði: Hélstu að ég mundi ekki sjá um að þú fengir Guðsorð á þessum páskum? Mörg orð mætti nota og marga lýsingu til að minnast Bóa, en þetta lýsir best hverja persónu hann hafði að geyma. Við afkomendur og fjölskylda Jóhönnu Jónhannesdóttur þökkum þér samferðina og vitum að nú hittirðu fyrir nöfnurnar og vinkon- urnar móður þína og Jóhönnu ömmu og þá verður glatt á hjalla og um margt að ræða. Hvíl þú í friði. Arnór Pétursson. GUÐMUNDUR A. GUÐMUNDSSON ✝ Finnbogi Júl-íusson fæddist á Gilsstöðum í Vatns- dal í A-Hún. 23. maí 1911. Hann lést á Dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Júlíus S. Jónsson, f. 3. maí 1886 á Borð- eyri í Strand., d. 22. september 1959, bóndi í Hólkoti í Vatnsdal, síðar verkamaður í Reykjavík, og kona hans Helga Björnsdóttir, f. 1. júlí 1890 í Holti í A-Hún., d. 12. júlí 1972, húsmóðir í Hólkoti og í Reykjavík. Finnbogi var elstur fjögurra barna þeirra, hin eru; Magnús, f. 10. apríl 1913, d. 24. ágúst 1944, Guðrún, f. 22. febrúar 1917, d. 24. september 1981, og Kópavogi ásamt félögum sínum. Finnbogi bjó lengst af hjá for- eldrum sínum, eftir lát þeirra með systur sinni, Guðrúnu, og syni hennar, Magnúsi. Árið 1988 hóf Finnbogi sambúð með Svövu Sveinsdóttur, f. 17. febrúar 1917, en hún lést 31. des- ember 1993. Vorið 1995 fluttist hann á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Grund. Finnbogi tók þátt í ýmsum fé- lagsstörfum, fyrst í Ungmenna- félagi Víðidals, IOGT, stúkunni Einingunni og vann við útbreiðslu barnablaðsins Æskunnar. Finn- bogi var einn af stofnendum Hún- vetningafélagsins í Reykjavík, og einn af frumkvöðlum um stofnun Þórdísarlundar í Vatnsdalshólum. Hann var einnig formaður og í seinni tíð heiðursfélagi í Húnvetn- ingafélaginu. Finnbogi var einnig í stjórn Félags blikksmiða og virkur í ýmsum hagsmunafélögum. Hann hafði mikinn áhuga á verkalýðs- baráttu og stjórnmálum og var fé- lagi í Alþýðubandalaginu. Finnbogi verður kvaddur frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ingibjörg, f. 13. ágúst 1919. Finnbogi var alinn upp á heimili foreldra sinna, þar til þau hættu búskap. Um fermingu fluttist hann að Miðhópi í V-Hún., til móðursystur sinnar Þórunnar Björnsdótt- ur og manns hennar Björns Þorsteinssonar og varð það hans ann- að heimili. Finnbogi útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hvanneyri sem bú- fræðingur og starfaði m.a. í Garð- yrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi, á Reykjum í Mosfellssveit, við bú- skap á Vífilsstöðum og á Bessa- stöðum hjá Sveini Björnssyni for- seta. Árið 1944 hóf hann nám í blikksmíði og að námi loknu stofn- aði hann Blikksmiðjuna Vog í Látinn er Finnbogi Júlíusson á 94. aldursári, félagi okkar til 60 ára innan Góðtemplarareglunnar. Hann hafði átt við erfiða vanheislu að stríða um árabil. Finnbogi, eins og hann var venjulega nefndur í okkar hópi, var ákaflega vandaður, traustur og ljúfur félagi. Hann var félagslega sinnaður maður sem vildi gott og réttlátt þjóðfélag. Hann var óspar á að fórna tíma sínum og kröftun á því sviði með þátttöku í verkalýðsstarfi fyrir stétt sína, fyrir átthagana, sem hann bar hlýjan hug til, en hann var um skeið formaður Húnvetn- ingafélagsins, auk þess sem hann lagði bindindisstarfinu lið sitt og góðan styrk. Skömmu fyrir miðja síðustu öld gerðist Finnbogi félagi bæði í st. Einingunni og í barnast. Æskunni og varð virkur liðsmaður þar, m.a. sem gjaldkeri Æskunnar lengi. Þá vann Finnbogi mikið fyrir barna- blaðið Æskuna um skeið, m.a. við söfnun áskrifenda svo eftir því var tekið hversu vel þar tókst til á sín- um tíma. Þannig sýndi Finnbogi í hvívetna velvilja sinn og stuðning í baráttunni fyrir betra þjóðfélagi. Finnbogi var gerður heiðursfélagi bæði hjá Æskunni og Einingunni í þakklætisskyni fyrir sitt góða starf og fórnfýsi. Við fráfall Finnboga hverfur af sjónarsviðinu sérstaklega minnis- stæður og góður félagi. Við gömlu félagar hans í Einingunni og Bind- indissamtökunum IOGT sendum hlýjan hug og þakklæti á kveðju- stund fyrir ljúfa og góða samfylgd. Blessuð sé minning Björns Finn- boga Júlíussonar. Einar Hannesson. FINNBOGI JÚLÍUSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.