Morgunblaðið - 25.06.2004, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 25.06.2004, Qupperneq 45
MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 45 NÁTTÚRAN leikur stórt hlutverk í tveimur sýn- ingum í Hafnarborg nú um stundir, á sýningu samstarfs þeirra Önnu Þóru Karlsdóttur og Guð- rúnar Gunnarsdóttur, TÓ-TÓ, og í ljósmyndum Marisu Navarro Arason. TÓ-TÓ vinnur mestmegn- is með ull eins og nafnið gefur til kynna, en lista- konurnar hafa áður sýnt verk unnin úr ullarflóka undir þessu nafni. TÓ-TÓ er listræn hönnun með ákveðið notagildi en þess utan vinna listakonurnar að list sinni sín í hvoru lagi og hafa getið sér gott orð á þeim vettvangi. Í Hafn- arborg kennir ýmissa grasa, þar má sjá blóm, fjöll, steina og kleinur í dós, sem ég hélt reyndar að ættu að vera eftirlíking niðursoðinna kindaeyrna væri slíkt til. Verkin eru búin til í fjölda eintaka þó að engin tvö séu alveg eins. Þetta verður til þess að þau skapa sterkari mynd en ella og þar komu Skálablómin, lifandi, opin og dularfull með óvæntri fyllingu, sérstaklega vel út. Hér er falleg og frum- leg hönnun á ferð þar sem íslenska ullin nýtur sín sérstaklega vel. Íslensk náttúra er einn- ig myndefni Marisu Nav- arro Arason ljósmyndara sem sýnir á efri hæð Hafn- arborgar. Marisa er ljós- myndari sem hefur um árabil unnið með hafið í myndum sínum. Nú notar hún efniseiginleika sjávar til þess að leysa upp og umbreyta ljósmyndum sem allar eru teknar á Ís- landi og sýna ýmist nátt- úru eða byggð og náttúru. Þessar myndir stækkar hún svo upp. Þær eru lit- ríkar og að hluta til ab- strakt, sjóvatnið hefur unnið á þeim á mismun- andi hátt og skapað ótal blæbrigði lita og áferðar. Í myndunum mætast tveir heimar, smáheimur efna- hvarfa sjávar og myndar, abstrakt og tilvilj- anakenndur, og síðan sýn listakonunnar, myndefni þau sem hún hefur valið. Efnistök listakonunnar minna til dæmis á verk og þankagang súrrealistanna sem leituðu í sífellu hins ljóðræna í tilviljuninni og smáatriðum hversdagsins. Ljósmyndirnar eru mis- áhugaverðar en áhrifarík- astar og eftirminnileg- astar eru þær myndir þar sem tveir heimar, hinn smái og hinn stóri, ná að falla saman á dulúðugan hátt og skapa þann þriðja sem býr yfir eiginleikum sem hvorugur hinna hefur. Brotið verður aftur bætt Í Hafnarborg má einnig sjá myndbönd eftir finnsku listakonuna Jaana Partanen. Hversdags- hlutum, glösum og vösum er stillt upp ásamt málm- kúlum áþekkum þeim sem notaðar eru í franska leiknum vinsæla „jeu de boules“. Hanskaklæddir fingur sem minna á gang- andi fætur eru líka á „svið- inu“ og svo fer að flest brotnar. En rís síðan upp á ný. Svipað er upp á ten- ingnum í myndbandi sem sýnir fallandi kubba. Þetta eru einfaldar hugmyndir en vel útfærðar og ná að heilla áhorfandann auk þess að hafa víðari skír- skotanir. MYNDLIST Hafnarborg Til 12. júlí. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17. MYNDBÖND, JAANA PAARTANEN BLÖNDUÐ TÆKNI, TÓ-TÓ, ANNA ÞÓRA KARLSDÓTTIR OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR SUNDRUN, LJÓSMYNDIR, MARISA NAVARRO ARASON Manngert og lífrænt spilar saman á sýningu TÓ-TÓ. Efnahvörf sjávar lita sýn, frá sýningu Marisu Navarro Arason í menningarmiðstöðinni Hafnarborg. Ragna Sigurðardóttir Greinarhöfundur flýgur út tilDanmerkur á sunnudaginnvegna Hróarskelduhátíð- arinnar og mun gera grein fyrir há- tíðinni á þessum síðum. Hróarskelda er án efa vinsælasta og virtasta rokktónlistarhátíð í heimi og eftir því sem ég fer þangað oftar því sannfærðari verð ég um það að fólk ætti að heim- sækja þessa há- tíð að minnsta kosti einu sinni áður en glas tímans rennur út. Þú þarft ekki einu sinni að hafa snefil af áhuga fyrir tónlist til að skynja þann einstaka anda sem um- lykur Skelduna, eins og hún er stundum kölluð.    Þegar ég fór að kanna hvað yrði áseyði í svipuðum efnum hér- lendis er nánast hægt að segja að ég sé þó að sækja vatnið yfir lækinn. Ósköpin öll af tónlistarhátíðum dynja nefnilega dásamlega á land- anum á næstu vikum, og það út um allt land, í hverjum firði sem vík. Maður er enn að furða sig á því hversu óskaplega ríkt og fjörugt tónlistarlífið er hér á landi og á heildina litið skipta tónleikahátíðir sumarsins nokkrum tugum. Í gær var t.d. Jazzhátíð Egilsstaða sett í sautjánda sinn en Árni Ísleifsson hefur stýrt henni af miklum mynd- arbrag frá upphafi (ég vil samt hafa það djass en ekki jazz, líkt og Jón Múli heitinn). Þá fer blúshátíðin á Ólafsfirði í gang í kvöld og stuttu eftir þarnæstu helgi (7. júlí) fer Þjóð- lagahátíðin á Siglufirði af stað. Á Akureyri var svo fyrsti „heiti“ fimmtudagurinn í gær í Deiglunni, þar sem djasssveiflan réð lögum og lofum. Allri flórunni er fagnað því að Sumartónleikar í Skálholtskirkju hefjast um þessa helgi, Kamm- ertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða haldnir í ágúst og í endaðan júlí er tónlistarhátíð í Reykholti. Þá er nýlokið hátíðinni Við Djúpið sem fram fer á Ísafirði og í Bolungarvík Um Verslunarmannahelgina er svo slegið upp hátíðum um land allt og spila tónlistaratriði þar einatt stórt hlutverk. Allt landið er hér undir eins og sjá má. Oft eiga svona hátíðir því að þakka að nokkrar eldsálir – eins og Færeyingar kalla það – koma saman og snúa hlutunum í gang og er skemmst að minnast þegar Mugison, Örn Elías Guðmundsson, ungur tón- listarmaður á Ísafirði stóð fyrir tón- listarhátíðinni Aldrei fór ég suður í mars síðastliðnum þar sem hljóm- sveitir og listamenn úr Reykjavík og Ísafirði og nærsveitum léku.    Líkt og á fyrrgreindri Hróars-kelduhátíð snúast þessar hátíð- ir um miklu meira en bara tónlist. Þá daga sem hátíðirnar standa yfir er „allt að gerast“ eins og sagt er, heilu bæjarfélögin sogast inn í stemningu sem er engri lík og láta það sér vel lynda. Glóð er í geði, hugmyndir vakna – andinn hafinn á loft. Ferðamenn sem staddir eru á landinu komast ekki undan atgang- inum og sumir eru meira að segja farnir að heimsækja landið gagn- gert til að vera viðstaddir einhverja tónlistarhátíðina í hinni margróm- uðu og stórbrotnu náttúru Íslands. Þetta er að sönnu hið besta mál – hvernig sem á það er litið. Landsmenn kærir til sjávar sem og sveita. Gleðilegt tónlistarsumar! Úti á (tónlistar)landi AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ’Glóð er í geði, hug-myndir vakna – andinn hafinn á loft.‘ LISTASAFNIÐ í Bergen, Bergen Kunsthall, auglýsir um þessar mundir eftir forstöðu- manni. Umsækjendur þurfa að hafa víðtæka innsýn í norska og alþjóðlega nútímamyndlist, samkvæmt atvinnuauglýsing- unni. Þrjú sýningarrými eru í listasafninu og hefur for- stöðumaður yfirumsjón með rekstri safnins, en meginhlut- verk hans er þróun sýn- ingahalds. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst þessa árs. Auglýst eftir for- stöðumanni www.kunsthall.no Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 6. flokkur, 24. júní 2004 5428 B kr.16.350.000,- 5428 E kr. 3.270.000,- 5428 F kr. 3.270.000,- 5428 G kr. 3.270.000,- 5428 H kr. 3.270.000,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.