Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 2003 13 L JÓSMYNDIR Magnúsar Ólafsson- ar, eins helsta frumherja íslenskrar ljósmyndunar, eru kjölfestan í safneign Ljósmyndasafns Reykja- víkur. Sýning á myndum hans verður opnuð í safninu í dag. Ljós- myndirnar varpa ljósi á tímabilið frá aldamótum 1900 fram undir miðbik 20. aldar og fletta upp svipmyndum frá tímabili er samhliða tækniframförum ein- kenndist af þjóðfélagsbreytingum og þróun borgarsamfélags í Reykjavík. Segja má að Magnús hafi verið ljósmyndari Reykjavíkur en myndir hans hafa veitt einkar fjölþætta sýn á höfuðstaðinn á þessum tíma. Fjöldaframleiðsla stereóskópmynda sem hann innleiddi inn á íslenskan ljósmyndamarkað höfðu víðtæk áhrif á myndsýn þjóðarinnar og nutu þær einnig vinsælda erlendis þar sem þær vöktu athygli á landslagi og náttúrufeg- urð landsins. Einnig varð Magnús fyrstur Ís- lendinga til að lita stækkaðar ljósmyndir og notaði til þess vatnsliti. Á þessari yfirlitssýningu verða um 80 ljós- mynda Magnúsar sem skipt er í fimm meg- inflokka; Portrett, Atvinnulíf, Reykjavík, Landsbyggðin og Atburðir og spanna mynd- irnar feril hans sem ljósmyndara frá árinu 1901 fram til dánardægurs árið 1937. Sýningin um Magnús fléttar saman bæði sögulegri og listrænni arfleifð íslenskrar ljósmyndunar og varpar ljósi á hversu mikilvægan þátt hann átti í að skapa þá mynd sem við gerum okkur af Reykjavík og Íslandi í heild sinni í upphafi 20. aldar. Kristín Hauksdóttir, verkefnisstjóri á Ljós- myndasafni Reykjavíkur, segir flestar mynd- irnar á sýningunni teknar í Reykjavík. „Fólk á öllum aldri og ekki síst eldra fólk hefur gaman af því að skoða þessar myndir. Þarna sér það staði sem það man kannski eftir. Magnús var að mynda á þeim tíma sem borgin tók miklum breytingum. Upp úr aldamótum risu mörg mjög myndarleg hús sem settu svip á bæinn, en inn á milli voru jafnvel torfbæir og hálfgerð sveit. Það urðu miklar breytingar á Reykjavík á þessum tíma; myndirnar spanna tímann til 1936, en Magnús dó árið 1937.“ Yngra fólki ætti líka að þykja forvitnilegt að sjá þekkt kennileiti í borginni og bera saman við nú- tímann. Kristín segir að margar af myndum Magnúsar hafi verið notaðar í bókum og í um- fjöllun um þennan tíma. Ein af ástæðum þess að myndir hans hafa birst víða er sú að þeim hefur alla tíð verið haldið vel til haga og myndasafn hans því mjög aðgengilegt. Ljósmyndabók gefin út Í tilefni sýningarinnar gefur Ljósmyndasafn Reykjavíkur út veglega bók um Magnús sem kostuð er af afkomendum ljósmyndarans. Í bókinni eru 108 myndir eftir hann, teknar á fyrstu þremur áratugum 20. aldarinnar. Þetta eru ljósmyndir sem vega salt á milli heimilda- gildis og ævintýris og veita okkur einstæða sýn inn í horfinn heim: Fólk kemur prúðbúið út úr Dómkirkjunni, menn stikla á ísjökum í Reykjavíkurhöfn, börn hlaupa eftir Laugaveg- inum, slökkviliðið heldur æfingu við Austur- völl, konur breiða saltfisk við Vesturgötuna, fótbolti rúllar á Melavellinum árið 1915 – síðan lyftir Magnús sér yfir byggðina og tekur fyrstu loftmyndina af Reykjavík. Auk ljósmyndanna er að finna í bókinni greinar eftir Eirík Guðmundsson útvarps- mann og Guðmund Ingólfsson ljósmyndara, en myndirnar völdu Kristín Hauksdóttir og Sig- ríður Kristín Birnudóttir. Ritstjóri bókarinnar, María Karen Sigurð- ardóttir, forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur, segir heildarsafn Magnúsar Ólafssonar vera rúmlega 3000 myndir, þannig að valið hafi verið talsvert erfitt. Eríkur Guðmundsson segir í grein sinni frá Magnúsi og tíðarandanum í Reykjavík á starfsárum hans, og veltir fyrir sér eðli ljós- myndanna, en Guðmundur ber stöðu Magn- úsar saman við ljósmyndara í nágrannalönd- unum. María Karen segir að í ljós komi að staða Magnúsar hafi verið svipuð og ljósmynd- ara erlendis. „Þetta eru menn sem eru að mynda samtíma sinn og eru mjög meðvitaðir um hlutverk sitt og stöðu. Þeir mynda mannlíf og atvinnustarfsemi; fanga vel tíðarandann og eru skrásetjarar síns tíma, meðvitaðir um mik- ilvægi síns starfs.“ Magnús lærði ljósmyndun hjá Sigfúsi Ey- mundssyni en fór síðar í framhaldsnám hjá Peter Elfeldt, konunglegum hirðljósmyndara í Kaupmannahöfn, sem var mjög virtur á sinni tíð. María Karen segir myndefni Magnúsar áhugavert, ekki síst Reykjavíkurmyndir hans. „Sú sýn sem við höfum af Reykjavík í byrjun aldarinnar er í rauninni sýn Magnúsar Ólafs- sonar – hann myndaði bæinn það mikið. Þetta eru yndislegar myndir, sem gaman er að skoða. Þær eru mjög skýrar, teknar á gler- plötur, og þegar búið er að stækka þær upp á pappír eru þær ótrúlega góðar. Það er svo margt að gerast í myndunum, – til dæmis í mynd af hópi hestamanna. Þegar maður lítur aðeins til hliðar sér maður konu með barna- vagn, mann við Tjörnina, fólk í tröppum að horfa á. Það er svo skemmtilegt hvernig hann fangar mannlífið og ekki síður útlit borgarinn- ar. Á mynd af Skólavörðuholtinu sjáum við það eins og það var – stórgrýtt holt með vörðu. Það er mjög gaman að rýna í þetta – maður getur alveg gleymt sér og vildi helst hverfa inn í myndirnar og fá að vera með.“ María Karen er sammála Kristínu um að þetta séu myndir sem fólk á öllum aldri hafi gaman af að skoða. „Fólk þekkir kennileitin, og það er ákveðin nostalgía að sjá þau eins og þau voru. Það eru margir á lífi sem þekktu þennan tíma, því flestar mynd- irnar eru frá 1920–30. Fólk fætt í borginni um 1920 man sennilega eftir Mullersverslun og verslun Haraldar Árnasonar sem Magnús tók myndir af, en gluggaútstillingar þar voru mjög glæsilegar og þekktar í bænum. Þetta eru allt ljúfar og yndislegar myndir sem er gaman fyr- ir okkur öll að skoða.“ Sýningin stendur til 1. desember. SÝN OKKAR Á REYKJAVÍK Í BYRJUN 20. ALDAR ER SÝN MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR Þrjár myndir eftir Magnús Ólafsson. Á þeirri lengst til vinstri sést óþekkt frú bjóða í kaffi á bæjarhellunni. Á miðmyndinni sést 1. maí ganga árið 1924. Mannfjöldinn gengur frá Bárunni upp Vonarstræti. Lengst til hægri er mynd af óþekktri konu. BÓK MEÐ MYNDUM MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR GEFIN ÚT Í TILEFNI SÝNINGAR Á VERKUM HANS Í LJÓSMYNDASAFNI REYKJAVÍKUR Ljósmynd/Magnús Ólafsson Lækurinn og Lækjargata 2–14 (1907–1912) séð frá mótum Bankastrætis og Austurstrætis, við Lækjartorg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.