Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Opið virka daga frá 10-18, lau og sun 13-16 „Alltaf með nýjungar!“ Aðeins það besta! Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík - Sími 517 0220 landsins langbesta verð 695.000 með bremsum. Knaus hjólhýsi það er framtíðin Munið Viking fellihýsin - Sölusýningarhalda áfram Netsalan ehf. ORKUVEITA Reykjavíkur hefur undanfarið ár og í samvinnu við Stofnfisk hf. ræktað risarækjur í eldiskörum í Höfnum í Reykja- nesbæ. Rækjurnar voru fluttar inn frá Nýja-Sjálandi og hafa um 6–8 þúsund „íslenskar“ rækjur komið undan nýsjálensku klakdýrunum á því ári sem liðið er frá því þær námu land á Íslandi. Áformað er að flytja þær til nýrra heimkynna, austur á Bakka í Ölfusi, í lok ágúst eða byrj- un september, þar sem þær verða í sérgerðum tjörnum. Vonir forsvarsmanna Orkuveit- unnar standa til þess að eldi á risa- rækjum geti orðið arðbær nýjung í atvinnulífinu og byggist aðkoma fyr- irtækisins að risarækjueldi á því að nýta heitt vatn til nýsköpunar á sem arðbærastan hátt. Rækjurnar koma úr framandi loftslagi og þrífast í heitu vatni. Áhugi hjá sveitar- stjórnarmönnum Að sögn Bergþórs Þormóðssonar, deildarstjóra nýsköpunar- og þró- unardeildar hjá Orkuveitu Reykja- víkur, hefur Orkuveitan gengið frá viðbótarsamningi við samstarfsaðila á Nýja-Sjálandi um að fjölga risa- rækjum á Íslandi. Forsvarsmenn sveitarstjórna í Öxarfirði og á Reyk- hólum hafi lýst áhuga á verkefninu og á því að byggja upp aðstöðu fyrir rækjueldi í heimabyggð. Fyrst um sinn verða fyrstu „íslensku“ risa- rækjurnar hins vegar fluttar í tjarn- ir á Bakka, sem fyrr segir, en klak- dýrin verða áfram í umsjá Stofn- fisks í Höfnum. „Það sem við munum gera á Bakka er að kanna hvernig þeim gengur að vaxa við íslenskar að- stæður og við íslenskt veðurfar og í framhaldinu verður þetta kynnt fyr- ir áhugasömum og sveitarstjórnar- mönnum víða um land og við mun- um benda þeim á þennan mögu- leika,“ segir Bergþór. Í risarækju- eldi sé fólgið nýsköpunartækifæri fyrir þau landsvæði þar sem að- gangur sé að heitu og köldu vatni og mannafla. Spurður um þátt Orkuveitunnar í risarækjueldi til frambúðar segir Bergþór að fyrirtækið muni hægt og bítandi draga úr umsvifum sínum í verkefninu. Bergþór vill ekki gefa upp hver kostnaður Orkuveitunnar er vegna risarækjueldis en að hann sé viðunandi og hafi ekki farið úr böndunum þrátt fyrir að verkefnið hafi tafist lengur en gert var ráð fyrir í upphafi. Mjög góð á bragðið „Við sjáum fyrir okkur að hafa stuðlað að því að koma þessu af stað og sýnt fram á grundvöllinn en ger- um ráð fyrir að selja þetta inn í fyr- irtæki sem yrði stofnað. Við gætum hugsanleg átt nokkurn eignarhlut í því en ekki ráðandi hlut til lengri tíma litið,“ segir Bergþór. Talsmenn OR segja risarækjueldi geta orðið arðbæra nýjung í atvinnulífinu Fyrstu „íslensku“ risa- rækjurnar í Ölfus í ágúst kristjan@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Jónas Jónasson, þróunarstjóri á rannsóknardeild Stofnfisks, með eina af nýsjálensku „móðurrækjunum“ sem fluttar voru til landsins í fyrra. VARAFORSETI kínverska þings- ins, Wang Zhaoguo, verður í opin- berri heimsókn á Íslandi í boði Hall- dórs Blöndals, forseta Alþingis, næstu daga. Kemur hann í dag og verður til 12. júlí. Í för með Wang Zhaoguo verða fjórir þingmenn og starfsmenn kínverska þingsins og kínverska utanríkisráðuneytisins. Varaforsetinn mun eiga fundi með forseta Alþingis, formanni utanrík- ismálanefndar og fulltrúum þing- flokka. Hann mun einnig ræða við Ólaf Ragnar Grímsson forseta og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra. Varaforsetinn mun fara í skoðun- arferð um Reykjavík og Suðurland og m.a. heimsækja Þingvelli og Nesjavelli. Varaforseti kínverska þingsins á Íslandi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi mann á þrítugsaldri í 5 mán- aða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir tilraun til bankaráns í desem- ber 2003. Við yfirheyrslu hjá lögreglu við- urkenndi ákærði að hafa staðið einn að ráninu. Hann kvað ránið hafa ver- ið sína hugmynd og hefði hann verið búinn að velta því fyrir sér í nokkuð langan tíma. Kvaðst hann skulda fé vegna fíkniefnakaupa en hann væri í mikilli neyslu. Hann sagðist hafa verið í fíkni- efnaneyslu nóttina fyrir ránstilraun- ina og orðið uppiskroppa með efni um kl. 7 um morguninn. Þá hefði hann ákveðið að ræna bankaútibúið. Rétt fyrir klukkan 9 um morguninn hringdi hann í kunningja sinn og bað hann um að hitta sig á tilteknum stað í Fannafold og þaðan óku þeir til bankans. Huldi andlitið með nælonsokk Lýsti ákærði því hvernig hann kom inn í bankann með nælonsokk fyrir andlitinu, búrhníf í hendi, latex- hanska, hvíta húfu á höfðinu og poka í hendinni. Hann hefði gengið að gjaldkerastúkunni og sagt: „Þetta er vopnað rán, settu peningana í pok- ann“. Einnig hefði hann sagt við gjaldkera bankans að hann kæmi yfir borðið til þess að ná í peningana. Þá sagðist ákærði hafa séð að gjald- keranum var mjög brugðið og hún hefði stirðnað. Hefði hann síðan lagt á flótta þegar hann heyrði glamur í hurðinni hjá útibússtjóranum. Fram kemur í dómnum að ákærði sagðist hafa verið í fíkniefnaneyslu frá því hann var 13 ára. Hann hefði áður farið í meðferðir en væri nú í fyrsta sinn virkilega að vinna í sínum málum. Eftir að þetta gerðist kvaðst ákærði hafa farið beint í meðferð. Hann hefði fallið tvívegis en farið aftur í meðferð og stundaði nú vinnu. Dómurinn tók tillit til þessa, játn- ingar ákærða og samvinnulipurðar hans, við ákvörðun refsingar. Málið dæmdi Sigríður Hjaltested, settur héraðsdómari. Verjandi ákærða var Hilmar Baldursson hdl. og sækjandi Dagmar Arnardóttir fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík. Sakfelldur fyrir ránstilraun RISARÆKJURNAR sem fluttar voru til landsins koma frá Nýja- Sjálandi þar sem hefð er fyrir rækt- un þeirra í kerum og tjörnum, oft í tengslum við rekstur veitingastaða, en þær eiga uppruna sinn í ám og árósum í Malasíu. Fullvaxta vega þær um 200 grömm. Helga sig ákveðnu svæði Risarækjur eru óðalsdýr sem helga sig ákveðnu svæði. Þær eru viðbragðsfljótar og snöggar á sundi. Einkennandi fyrir þær eru tveir bláleitir, langir griparmar og er gripkrafturinn þónokkur og sár fyrir þá sem lenda í þeim. Kjör- hitastig dýranna er 28 gráður og þarf að fylgjast vel með hitastigi vatnsins þar sem þær drepast í vatni undir 20 gráðum. Að sögn dr. Jónasar Jónassonar, þróunarstjóra á rannsóknardeild Stofnfisks, sem sér um risarækju- eldi í Höfnum fyrir Orkuveituna, komu rækjurnar sem lirfur til landsins fyrir um einu ári. Morgunblaðið/Jim Smart Eiga uppruna sinn í Malasíu ÞAÐ er ekkert grín að ráða við golfkylfu sem er stærri en maður sjálfur, en þó hefst það með lagni og aðstoð. Á Ingólfstorgi hefur verið aðstaða fyrir unga golfara, svokallað minigolf, sem og önnur leiktæki, og voru þessir efnilegu tvíburar meðal þeirra sem spreyttu sig. Skyldu þarna fara atvinnumenn framtíðarinnar? Morgunblaðið/Ásdís Tvíburar í golfi á Ingólfstorgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.