Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Þór Bjarna-son fæddist í Reykjavík 20. febr- úar 1943. Hann var sonur hjónanna Bjarna Kr. Björns- sonar, f. 14. febrúar 1917, d. 26. mars 1992, og Margrétar Ágústu Jónsdóttur, f. 11. ágúst 1919. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 30. júní síðastliðinn. Systkini Jóns Þórs eru Björn, f. 14. októ- ber 1945, og Björg Yrsa, f. 28. nóvember 1948. Jón Þór kvæntist 24. maí 1969 eftirlifandi konu sinni Kristbjörgu Jóhannesdóttur, f. 5. janúar 1941. Börn þeirra eru Gunnar Þór, f. 20. mars 1966, og Birna Kristín, f. 19. janúar 1981. Auk þess á Jón Þór börnin Jóhann Óla, Eystein og Söru. Jón Þór lauk námi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1969. Hann starfaði um skeið á flutn- inga- og fiskiskipum innanlands og erlendis. Árið 1970 hóf hann kennslu við Stýri- mannaskólann, fyrst á Norðfirði ’70–’71, síðan í Ólafsvík ’71– ’72 og við Stýri- mannaskólann í Reykjavík haustið 1972, þar sem hann starfaði til dauða- dags. Samhliða kennslu stundaði Jón Þór nám við Mennta- skólann í Hamrahlíð og varð stúdent 1993, auk þess sem hann aflaði sér kennsluréttinda við Kennaraháskóla Íslands og réttinda í varðskipadeild Stýri- mannaskólans í Reykjavík. Sam- hliða kennslu í Stýrimannaskólan- um starfaði Jón Þór hjá Eimskipafélagi Íslands. Hann sótti fjölmörg námskeið erlendis og hélt mörg endurmenntunarnám- skeið fyrir íslenska sæfarendur. Útför Jóns Þórs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Með þessum fáu orðum kveð ég mikinn mann sem er og verður sárt saknað. „Sársauki er líf – því sárari þeim mun meiri sönnun um líf.“ (Charles Lamb, 1775–1834.) Því lifi ég svo sannarlega. Bless, kæri vinur. Þín elskandi tengdadóttir, Rannveig Margrét. Orð Bólu-Hjálmars: „Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld“, koma í hug þegar bróðir og mágur er genginn frá garði. Lát Jóns Þórs kom ekki á óvart. Hann háði hetjulega baráttu við krabbamein. Hann var fjærri því sáttur við örlög sín og trúði lengst af að hann myndi læknast og gæti haldið áfram kennslu í haust. Segja má að hann hafi starfað fram í rauðan dauðann. Kennslu stundaði hann eftir að hann var orðinn alvarlega veikur og kom- inn í hjólastól og jafnvel frá sjúkra- húsi. Jón Þór ólst upp í Kleppsholtinu og snemma kom í ljós að hann var kraft- mikill og fjörugur og sennilega nokk- uð baldinn. Margar góðar minningar á systir af stóra bróður sem hún leit svo upp til. Jón Þór kenndi við Stýrimanna- skólann nánast allan sinn starfsferil. Meðal námsgreina voru siglinga- fræði, stöðugleiki skipa, efnafræði, stjörnufræði auk kennslu á siglinga- herma. Hann gegndi stöðu aðstoðar- skólameistara um árabil. Jón Þór var ötull að stunda endurmenntun er- lendis og eitt slíkt námskeið sótti hann fyrir skömmu, farinn að heilsu, en studdur af fyrrum nemanda. Taldi hann námskeiðið svo mikilvægt að ráðleggingar gegn förinni komu ekki að haldi. Jón Þór skilaði miklu dagsverki. Hann var skarpgreindur, stærðfræði og tölvunarfræði virtust fanga hug hans, greinar ef til vill ekki á hans sérsviði og nutu margir af þeim nægtabrunni, ekki bara nemendur og vinir heldur einnig stærri aðilar eins og Eimskipafélag. Börn okkar öll nutu leiðsagnar Jóns Þórs á námsárunum. Fyrrum nemendur segja að Jón Þór hafi verið einstak- lega hjálpsamur, en kröfuharður, enda gerði hann miklar faglegar kröfur til sjálfs sín. Eins og oft er um þá sem skara fram úr í starfi var hann ef til vill ekki eins ræktarsamur við sjálfan sig. Hann var meira en hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, sér- staklega fyrr á árum. Íþróttir fönguðu hug hans fyrir framan sjón- varp, fældist stiga þar sem voru lyft- ur og stórreykingamaður meðan hann gat dregið andann, en mikið var hann indæll. Hann sagði Björgu Yrsu bestu systur sína. Við söknum hans innilega. Blessuð sé minning hans. Við færum Kittý, börnum og öðr- um ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Orstír deyr aldr- egi, hveim sér góðan getur. Björg Yrsa og Svend Richter. Elsku Jón. Þú kvaddir þessa fal- legu júnínótt og ég sá að þú varst laus við kvalirnar og varst sáttur. Enda ekki þinn stíll að liggja lengi á spítala. Þegar ég skrapp heim um kvöldið og heyrði í útvarpinu lagið Ave María, þá grunaði mig að ég sæi þig ekki aftur á lífi. Allt er tilviljun- um háð. Mamma og pabbi voru ný- komin að utan þegar þér fór að hraka og mamma varla komin inn til þín þegar kallið kom. Þú stóðst þig eins og sönn hetja í veikindum þínum. Þú varst ekki fyrr kominn úr aðgerð í janúar, þegar allt fór að snúast um kennsluna, fá sóma- samlegt internet og minniskubbana á spítalann til að sinna vinnunni. Laugardaginn áður en þú kvaddir lékstu á als oddi. Þú varst með fót- boltann í sjónvarpinu, símann á borð- inu og fullt af kennsluefni sem eftir var að lesa. Ég kom með rósir og af- sakaði að það væri kannski ekki það sem karlmenn óskuðu sér. Þú sagðir að það væri nú í lagi þar sem þú vær- ir á kvenhormónum. Þú vildir athuga hvort ég hefði frekar átt að læra hjúkrun en hagfræði. Ég átti að trekkja upp fótinn eins og þú kallaðir það. Við Kittý vorum ekki bjartsýnar um að það bæri árangur, en eftir að hafa lyft honum nokkrum sinnum gastu hreyft hann sjálfur. Þú sagðir stoltur að nauðsynlegt væri að hreyfa sig þótt rúmfastur væri. Ég benti þér í gríni á einn vöðva sem rýrnaði ekki, upphandleggsvöðvann, sem nýttist til að fá sér að reykja. Þú hafðir húmor fyrir hlutunum, því þú varst ekki sonur hans afa Bjarna fyr- ir ekki neitt. Með árunum líktist þú honum sífellt meira og þegar þú kvaddir sá ég afa fyrir mér. Skólinn átti hug þinn allan. Þú fórst til Danmerkur á námskeið þrátt fyrir að þú værir orðinn mjög veikur. Þér fannst mamma og Kittý ráðskast með þig þegar þær báðu þig um að sleppa ferðinni. Þrátt fyrir að þér fyndist mamma tuða í þér, skein í gegn hvað þér þótti afskaplega vænt um hana. Enda sagðir þú hana vera bestu systur þína, en bættir því síðan við að hún væri líka sú eina. Þessi væntumþykja var gagnkvæm. Í veik- indum þínum lagði mamma sig fram við að keyra þig um allt, enda varstu sennilega sá eini í heiminum sem fannst mamma góður bílstjóri. Gudda skrudda mun ávallt vera þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Guðrún Yrsa Richter. Elskulegur móðurbróðir minn, í dag kveðjum við þig í hinsta sinn með sorg og söknuð í hjarta. Baráttunni er lokið. Baráttunni við illvígan og miskunnarlausan sjúkdóm, sem þú barðist svo hetjulega við en varðst á endanum að lúta í lægra haldi fyrir. Þú vildir ekki viðurkenna fyrir okkur hinum hversu lasinn þú varst orðinn en því var ekki að leyna. Ég er þakklát fyrir að þú gast komið í skírnina hans Þráins Leós, sonar míns 17. júní síðastliðinn, þar sem öll fjölskyldan var saman komin og þú og amma Margrét sátuð í „há- sætunum“ ykkar, hlið við hlið í stof- unni heima hjá mömmu og pabba í Hæðarbyggðinni. Mig langar í dag til að tileinka mér saklaus og barnsleg viðbrögð Yrsu Rósar, tæplega fjögurra ára gamall- ar dóttur minnar, er ég sagði henni frá því að þú værir dáinn. Nú værir þú ekki lengur lasinn heldur farinn til Guðs þar sem þú myndir hitta lang- afa Bjarna að nýju og gladdist hún yfir þessum fréttum. Mig langar til að hugsa mér og gleðjast yfir því að þú sért laus við meinið þar sem þú ert núna og hafir öðlast starfsorkuna að nýju sem þú þráðir svo heitt. Mig langar til að hugsa mér og gleðjast yfir því að þér hafi verið ætluð önnur störf á betri stað og að allt hafi sinn tilgang. Mig langar til að gleðjast yfir því að þú þurfir ekki lengur að dvelj- ast á sjúkrahúsum, því þau þoldir þú ekki. Mig langar til að ímynda mér ykkur afa Bjarna saman þarna uppi, þar sem húmorinn ræður ríkjum, því hann höfðuð þið báðir alveg fram á síðustu stundu. Elskulegur frændi, takk fyrir sam- fylgdina í þessu lífi. Elsku Kittý, Gunni og Birna Krist- ín, missir ykkar er mestur og óska ég að æðri máttur vaki yfir ykkur og styrki. Elsku mamma, megir þú fá styrk til að kveðja bróður þinn sem beið eftir „uppáhalds“ og einu systur sinni. Ég votta einnig Óla, Eysteini, Söru og öðrum ættingum og vinum mína dýpstu samúð. Þín frænka Margrét Yrsa Richter. Kæri Jón, ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur. Ég vil helst ekki trúa því. En samt sem áður veit ég að þér líður vel núna. Ég veit að þér verður tekið opnum örmum hvert sem ferð þinni er heitið núna. Þú ert elskaður af okkur hér sem eftir erum og ég veit að þú verður elskaður af þeim sem taka á móti þér. Jón, þú hefur verið mér sem pabbi númer tvö, þú varst einn af þessum í lífi mínu sem ég hélt að yrðu hér að eilífu. Þegar þú varðst fyrst veikur var ég alveg viss um að þetta væri ekkert mál. Ég einhvern veginn lok- aði á möguleikann að þú gætir dáið. Þú hefur alltaf verið svo harður í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Ég held ég hafi bara aldrei munað eftir þér veikum en ætli þér hafi ekki verið ætlað annað hlutverk að lokum. Ég man alltaf eftir því þegar þú fórst með mig og Birnu út að borða á Sprengisand þegar við vorum litlar og okkur fannst við svo merkilegar meðan við borðuðum steikurnar okk- ar. Alltaf þegar ég heyri í Kim Lar- sen mun ég hugsa um þig, því allir sem þekkja þig vita hversu mikill aðdáandi hans þú ert. Ég man tímana sem þú reyndir að sannfæra okkur Birnu að hann væri víst töff. Ég mun aldrei gleyma stoltinu í augunum þín- um þegar Birnu gekk vel í skólanum eða þegar strákarnir kölluðu þig afa í fyrsta skipti. Ég mun aldrei gleyma bröndurunum þínum, þeir voru ekki allir fyndnir að mínu mati en þú hlóst alltaf að þeim. Jón, þú hefur alltaf verið til staðar þegar eitthvað bjátaði á, eða þegar ég þurfti einhvers konar aðstoð. Þú varst og verður alltaf pabbi númer tvö í mínu hjarta. Þú verður alltaf með mér, sama hvar ég verð og hvað ég tek mér fyrir hendur. Ég veit að þú munt fylgjast með okkur á hverjum degi og fussa yfir okkur þegar þér finnst við vera að gera eitthvað rangt og brosa þeg- ar þú ert ánægður með okkur. Jón, þótt þú sért farinn frá okkur líkam- lega munt þú alltaf vera hjá okkur í anda. Minningarnar sem við eigum halda þér á lífi að eilífu. Ég elska þig. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Elsku Birna, Kittý, Sara, Gunni og fjölskylda. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég elska ykkur af öllu mínu hjarta. Mun- ið að Jón er ekki farinn frá okkur, við bara sjáum við hann ekki. Þóra. Ég vil í örfáum orðum minnast frænda míns Jóns Þórs sem nú hefur kvatt okkur. Ég hef undanfarna daga rifjað upp allar þær minningar sem ég á af þessum stórskemmtilega frænda mínum. Jón Þór var með eindæmum skemmtilegur karakter, fyndinn og alveg afskaplega stríðinn. Segja margir í minni fjölskyldu að ég hafi stríðnina frá honum og af því get ég verið stoltur. Hann hafði líka góða kímnigáfu. Hinn 17. júní síðastliðinn, þegar hann var orðinn nokkuð þrekaður af sjúk- dómnum sem síðan felldi hann, hitt- umst við í fjölskylduveislu. Var ég sjálfur að standa upp úr flensu og var eitthvað að kvarta yfir slappleika. Varð honum þá að orði að hann sjálf- ur reyndi að forðast veikindi eins og heitan eldinn. Oft hef ég hugsað til þess að smit- andi áhugi hans á tölvum og stærð- fræði hafi að einhverju leyti haft áhrif á námsval mitt. Þær voru ófáar stundirnar sem hann eyddi með mér fyrir framan tölvuna í gamla daga þegar ég var að stíga mín fyrstu skref á gömlu Apple II tölvunni. Meðan flestir vissu varla hvað tölva væri virtist það liggja vel fyrir honum að nýta sér þessa tækni. Frá Jóni Þóri fékk ég ekki bara áhuga á tölvum og stærðfræði. Sem dæmi um einskæra snilld hans, sann- færði hann mig um að kaffi smakk- aðist auðvitað betur úr glösum en bollum. Í þann sið held ég enn þann dag í dag. Með Jóni Þóri er fallinn góður maður, stórskemmtilegur og síðast en ekki síst, að öðrum ólöstuðum, uppáhaldsfrændi minn. Ég mun alla tíð búa að því að hafa átt hann sem frænda. Pétur Richter. Bernskuvinur minn og skólabróð- ir, Jón Þór Bjarnason, var á margan hátt ríkjandi í vinahópnum í Klepps- holtinu sem hjólaði um hverfið, hékk í dyrunum hjá einhverjum af krökkun- um, sat í tröppum og ræddi saman um ólíklegustu efni, og safnaðist glaðvær saman í boltaleikjum í Efsta- sundinu á sumarkvöldum. Flestir voru jafngamlir okkur en nokkrir tveimur árum eldri, sem var talsvert aldursbil þegar maður var ellefu og tólf ára. Jón Þór var bráðger og var bæði stærri og sterkari tólf ára gam- all en fjórtán ára vinir okkar og þar sem hann var þess utan sjálfsörugg- ur, glaðsinna og hugmyndaríkur, báru þeir miklu meiri virðingu fyrir honum en jafnöldrum sínum. Í skól- anum var líka auðfundið dálæti kenn- arans okkar á Jóni Þór þó að því færi fjarri að það kæmi á nokkurn hátt fram sem mismunun. Hann sat á fremsta borði, spurði óvenjulegra spurninga og var augljóslega nem- andi sem kennarar töldu í efnilegri kantinum. Þegar að því kom að finna sér lífs- starf valdi Jón Þór Sjómannaskólann og ég tel víst að það hafi verið ávinn- ingur fyrir þá menntastofnun. Fundum fækkaði þegar við vorum komin undir tvítugt og hópurinn úr Kleppsholtinu tvístraðist. En fyrir nokkrum árum ákvað ég að kalla JÓN ÞÓR BJARNASON Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langmamma, BORGHILDUR SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR, Hjallalundi 3a, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 7. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Örn Steinarsson, María Þórólfsdóttir, Ólafur Steinarsson, Elísabet Randversdóttir, Hilmar Steinarsson, Anna Sigríður Gísladóttir, Marinó Steinarsson, Alma Axfjörð, Steinar Steinarsson, Inga Dís Guðjónsdóttir, Emma Hulda Steinarsdóttir, Þorgeir Baldursson, Smári Steinarsson, Anna Finnbogadóttir, Aðalbjörg Steinarsdóttir, Kristján Edelsten, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR PÉTURSDÓTTIR, Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 1. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey sam- kvæmt hennar ósk. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Lárus Einarsson, Hrafnhildur Waage, Pétur Einarsson, Elsa Hákonardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Faðir okkar, GUÐNI GUÐMUNDSSON fyrrv. rektor Menntaskólans í Reykjavík, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.