Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 45
MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 45 Þrestir í Wales KARLAKÓRINN Þrestir tekur í dag og á morgun þátt í einu af kunnari kóramótum heims í Llangollen í Wales á Bretlandi, Mótið hefur verið haldið þar árlega síðan 1945. Llangollen er gamall bær og er sagt að Arthúr konungur og ridd- arar hringborðsins hafi búið þar. Í ár er áætlað að um 120 þúsund manns verði í bænum vegna móts- ins sem rómað er fyrir mikla fjöl- breytni og góða skipulagningu. Íbúar bæjarins eru um 3 þúsund, eða einn innfæddur á hverja 40 gesti en keppendur eru á þriðja þúsund. Þrestir taka þátt í tveimur atrið- um keppninnar. Í dag tekur kórinn þátt í keppni þjóðlagakóra og á laugardag tekur svo kórinn þátt í keppni karlakóra, og er svo meðal þátttakenda í tónleikum í kvöld, sem þó er ekki keppni. Ef vel gengur gæti Karlakórinn Þrestir komist í Heimskórakeppn- ina á laugardagskvöldið en þangað komast sigurvegarar úr keppnum blandaðra kóra, svonefndra „barbershop“-kóra, karlakóra og kammerkóra. Sjónvarpað um allt Bretland Sú keppni er hluti af tónleikum á laugardagskvöldið sem sjón- varpað er um Bretland. Lögin sem Þrestir syngja í keppni þjóðlagakóra eru Sigl- ingavísur eftir Jón Leifs við þjóð- vísur Einars Benediktssonar og Ár vas alda, íslenskt þjóðlag úr Völu- spá. Karlakórinn syngur Bon jour, mon coeur, lag eftir Orlando di Lasso, Sefur sól hjá ægi, lag eftir Sigfús Einarsson við texta Sig- urðar Sigurðarsonar og Brimlend- ingu, lag Áskels Jónssonar við texta Davíðs Stefánssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.