Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÉR VERÐUR fram haldið um- fjöllun um hættur í umferðinni, og heimildir eru hinar sömu og í fyrri grein minni um þetta efni. Bílbelti Það er algeng orsök banaslysa, að menn aka án bílbelta. Rannsóknir hafa þó sýnt, að þau hafa bjargað mörgum. – Fyrir tæpum 20 ár- um var ekki skylt að nota bílbelti, en þau voru þó í nýlegum bíl- um. Er ég ók af stað einn morguninn, var því líkast, að hvíslað væri að mér: „Notaðu beltið,“ og ég fór að þeirri ábendingu. Nokkru síðar lenti ég í árekstri, reyndar ekki mjög hörðum. En bíll- inn minn „flaug“ þó langar leiðir, en lenti svo á hjól- unum. Allt gerðist mjög snöggt. Því var líkast sem beltið reyrðist fast að líkamanum, glerbrotum rigndi yfir mann, ryk þyrlaðist upp og gler- augun þeyttust af höfðinu. Maður var hálfringlaður um stund, en ómeiddur. Læknir sagði við mig eft- ir skoðun: „Þú ert heppinn að sleppa svona vel, og það getur þú þakkað bílbeltinu.“ – Síðan hef ég alltaf notað bílbelti og beðið farþega mína um að gera það einnig. Það er ekki mikil fyrirhöfn að spenna á sig bílbelti, og það er und- arlegt að gera það ekki. Í nýlegum bílum eru „líknarbelgir“, sem fyllast snögglega af lofti við árekstur, og þeir eiga þannig að verja ökumann og farþega. Þeir eru hannaðir með það í huga, að menn séu spenntir í beltum. Sé svo ekki, koma þeir að takmörkuðu gagni, og þeir geta ver- ið hættulegir. Ölvunarakstur Ekki þarf að hafa um ölvunarakstur mörg orð. Flestum mun ljóst, að viðurlög við honum eru mjög ströng. Tryggingafélög eiga endur- kröfurétt á þá sem valda tjóni í ölv- unarakstri, og þau nýta sér þann rétt. Hér er oft um háar fjárhæðir að ræða, sem menn eru ekki borg- unarmenn fyrir. Þungbærast er þó líklega það að hafa á samviskunni, að þessi háttsemi hafi valdið öðrum mönnum örkumlum eða jafnvel dauða. Þannig getur skemmtun og gleði á skammri stund umhverfst í sorgir og raunir það sem eftir er ævinnar. Svefn og þreyta Algengt er, að syfja og þreyta sé or- sök alvarlegra umferð- arslysa. Menn hrein- lega sofna undir stýri, eða þá að athyglin sljóvgast mjög, svo að þeir verða ófærir um að aka. Góðkunnur frétta- maður vék að þessu efni fyrir nokkru í Sjónvarpinu. Hann benti á þá lausn, að menn legðu bíl sínum á öruggum stað og fengju sér blund og ækju svo aftur, þegar þeir væru orðnir hress- ari. – Þetta er góð ábending, og í flestum bílum er unnt að leggja aft- ur bakið í framsætunum. Kannski væri skynsamlegt að hafa með sér í ferðum hlýja úlpu eða svefnpoka, sem hægt væri að nota. Úrbætur Ef við ökumenn tækjum þá heilla- drjúgu ákvörðun að aka 1) ekki of hratt, 2) með beltin jafnan spennt, 3) ekki undir áhrifum og 4) ekki syfjaðir og þreyttir, – myndum við í verki stuðla að úrbótum á þessu sviði. Þetta getum við sjálf gert, konur og karlar, ungir og gamlir, og aukið þannig öryggi okkar og ann- arra. Við þurfum að hafa í huga, að vegakerfi okkar er um margt heldur frumstætt. Mistök geta því reynst ökumanni afar dýrkeypt. Þeir, sem rannsakað hafa banaslys á síðari ár- um, hafa séð þess „alltof mörg dæmi að mistök ökumanns hafa leitt til dauða eða alvarlegra meiðsla vegna þess að vegi eða umhverfi hans var ábótavant“. – Skurðir, stórir stein- ar, gjótur, ljósastaurar, ræsi við hlið vegar og skortur á vegriðum hafa m.a. verið orsök þess, að illa fór. Rögnvaldur Jónsson verkfræðingur, formaður RNU, hefur bent á, að það ætti að vera forgangsverkefni að bæta núverandi vegakerfi (Morg- unblaðið 17. febr. 2003, 14. bls.). – Undir þetta skal tekið. Umhverfi vega er víða óviðunandi, ef eitthvað ber út af. Einnig er brýnt að skilja að umferð í gagnstæðar áttir á fjöl- förnum vegum. Því miður virðist ekki nægur skilningur á þessum þáttum í samfélaginu og meiri áhugi á því að leggja nýja rándýra vegi með því að bora í gegnum fjöll. Við höfum ekki ótakmarkað fé til ráðastöfunar í þessum málum, en við ættum að nýta það sem best til þess að efla umferðarmenningu á Íslandi. Það gerum við með því að bæta vegina og draga úr umferð- arhraða. – Þar sem flest alvarleg slys verða um hásumar á vegum, þar sem hámarkshraði er 90 km/ klst., hlýtur að koma til álita að lækka hámarkshraðann. Bent hefur verið á, að vegna vikmarka og skekkjumarka sé ökumaður ekki kærður fyrir akstur þar, nema ekið sé nokkru hraðar (sama heimild). Standi vilji til þess í raun að fækka alvarlegum slysum, þyrfti e.t.v. að lækka hámarkshraðann á vegum, þar sem umferð í gagnstæðar áttir er ekki aðskilin og umhverfi þeirra er mjög ábótavant. Sýnir ekki bitur reynsla, að ákvörðunin um há- markshraðann byggist á ofmati á – ófullkomnum vegum? Lokaorð Í Morgunblaðinu í dag, 4. júlí, segir frá því, að lögreglan í Hafnarfirði hafi kært 268 ökumenn fyrir hrað- akstur í síðasta mánuði. Og lög- reglan bendir réttilega á, að menn verði hér að taka sig verulega á, þar sem öllum sé ljóst, „að hraðakstur er helsta orsök alvarlegra umferð- arslysa.“ – En er okkur þetta ljóst? Eru viðurlög hér í samræmi við eðli brotsins, viljum við, almenningur og yfirvöld, breyta þessu? Viljum við stöðva hildarleikinn á vegum úti? Hildarleikur – á vegum úti Ólafur Oddsson skrifar um umferð og öryggi ’Það er ekki mikil fyr-irhöfn að spenna á sig bílbelti.‘ Ólafur Oddsson Höfundur er kennari. RÍKISSTJÓRNIN hefur rétt fram sáttahönd í fjölmiðlamálinu með því að leggja fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að fella úr gildi fjölmiðlalögin svoköll- uðu sem voru sam- þykkt í vor og leggja um leið fram frum- varp sem felur í sér veigamiklar breyt- ingar frá núgildandi lögum. Með nýju frumvarpi er lagt til að markaðsráðandi fyrirtækjum verði heimilt að eiga allt að 10% hlutdeild í fjöl- miðlafyrirtækjum í stað 5% og að lögin taki gildi 1. september 2007 í stað ári fyrr. Þetta er gert í því skyni að skapa sátt um þá leið sem valin er og koma til móts við sjónarmið sem stjórnarandstaðan hélt fram á vorþingi. Jafnframt hef- ur stjórnarandstöðunni verið boðið að taka þátt í fjölmiðlanefndinni til að vinna að undirbúningi að setn- ingu nánari reglna um starfsemi fjölmiðla. Steingrímur J. vildi miða við 10% og fresta gildistöku Við 1. umræðu fjölmiðlafrumvarps- ins svokallaða 3. maí sl. lagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, til að miðað yrði við að hámarki 10% eign- arhlut markaðsráðandi fyrirtækis í fjölmiðla- fyrirtækjum, en í máli hans kom fram að hann vildi setja þak á slíka eignaraðild „sem mið- aðist við tiltölulega lága prósentu“. Hér þótti þingmanninum eðlilegt að miða við að hámarki 10% eign- arhlut og hafa þar til hliðsjónar skilgrein- ingu ákvæða laga um fjárlagastofnanir um virkan eignarhlut, sem feli í sér að viðkomandi aðilar hafi ekki mögu- leika á miklum áhrifum á stjórnun fyrirtækis. Jafnframt gerði þing- maðurinn athugasemdir við gild- istökuákvæði frumvarpsins og lagði til að lögin tækju ekki gildi fyrr en eftir ágúst 2007 þegar útvarpsleyfi Stöðvar 2 rynni út. Hann taldi sann- girnisástæður mæla með því að fresta gildistöku laganna um eitt ár. Guðjón A. tók í sama streng Í sama streng tók Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins, en við sömu umræðu gagnrýndi hann að skv. frumvarp- inu hefðu fyrirtæki einungis 2 ár til að laga sig að nýjum lögum og vildi hann lengja tímann. Jafnframt lagði hann til að hámarkseignaraðild fyr- irtækis yrði 10–15%. Ekki efnislegur ágreiningur Frumvarpið sem nú er fjallað um á sumarþingi er því klæðskerasniðið að hugmyndum sem þessir tveir formenn stjórnarandstöðuflokkanna mæltu fyrir á vorþingi, en um þessi atriði var einna mestur ágreiningur. Þeir eru því efnislega sammála stjórnarmeirihlutanum um þessar breytingar og mótmæltu þeir því ekki þegar þeir voru inntir eftir því við fyrstu umræðu málsins miðviku- daginn 7. júlí sl. Óskiljanleg viðbrögð Það hefði því verið rökrétt viðbrögð stjórnarandstöðunnar að fagna breyttri stefnu ríkisstjórnarinnar. Þess í stað fer hún hamförum sem aldrei fyrr. Viðbrögð stjórnarand- stöðunnar, að slá á sáttahönd sem að henni hefur verið rétt, eru því óskiljanleg, nema ef vera skyldi að efnisatriði fjölmiðlafrumvarpsins hafi alla tíð verið aukaatriði og til- gangurinn með gauragangnum að koma höggi á ríkisstjórnina og sér- staklega Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. Það hefur henni að vissu leyti tekist með góðri hjálp fjöl- miðla, sem hagsmuna hafa að gæta í málinu. Það er alla vega ljóst að þróun þessa máls á næstu dögum verður í það minnsta ekki skrifuð á efnislegan ágreining milli stjórnar og stjórnarandstöðu um efni frum- varpsins. Slegið á sáttahönd Ásta Möller skrifar um sátta- hönd ríkisstjórnarinnar Ásta Möller ’Þróun þessa máls ánæstu dögum verður í það minnsta ekki skrif- uð á efnislegan ágrein- ing milli stjórnar og stjórnarandstöðu um efni frumvarpsins.‘ Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is TIL AÐ sigrast á gróðurhúsaáhrif- um þarf að örva lífræna ræktun á landi jarðarinnar. Þá er átt við að gróður jarðar er að skorpna upp vegna gróðurhúsaáhrifa sem kemur til af mengun í andrúmsloftinu sem lýsir sér í því að allt virðist skorpna upp. Það eru þurrkar um víða ver- öld. Þegar ég tala um lífrænt ræktað á ég við að dýraúrgangur, sem hef- ur verið dreift á tún hingað til, skyldi grafinn niður í jarðveginn í smágryfjur þar sem hann gengur í samband við jarðveginn. Þarna á ég við dýrasaur og -hland. Þetta er mjög lífræn orka og gufar ekki upp í andrúmsloftið og veldur meiri mengun, heldur gengur í samband við jörðina. Þetta verkar þannig að gróður á svæðinu fær lífræna orku úr jarð- veginum og örvast þá þeir eig- inleikar gróðursins að draga að sér súrefni úr loftinu en gróðurinn hef- ur þá eiginleika að lifa á menguðu súrefni, orku sem verður til þess að gróður jarðar sigrast á gróð- urhúsamenguninni. Örfoka land er það vegna þess að lífræna orkan er gufuð upp úr því og rok feykir jarðveginum út í buskann. Við slíkar aðstæður ætti að grafa gryfjur og fylla þær af saur og moka yfir, það mætti mæla radíusinn á því hvað gróðurinn tæki við sér á því svæði. Í stuttu máli vill Orkuflokkurinn að örfoka land sé ræktað upp með því að grafa holur og fylla þær af lífrænum úrgangi sem bindur og vökvar jarðveginn. Mun þetta hafa græðandi áhrif til margra ára. Það að dreifa heyrúllum yfir jarðveginn til að binda örfoka land og örva gróður er dæmt til að mis- takast því sólin hitar þetta upp og þetta fýkur með næsta roki. Það ætti að grafa rúllurnar í heilu lagi og moka yfir, það myndi hafa gríð- arleg áhrif á stórt svæði því þetta er lífræn orka. Svo er bara að koma að ári og sá í þetta með grasfræi. Með þessu vill Orkuflokkurinn meina að komist verði fyrir land- eyðingu og unnið á gróðurhúsa- áhrifum. Þegar Orkuflokkurinn talar um Orkubandalag þjóðana er það með- al annars í þeim tilgangi að öll lönd vinni að því að vinna gegn gróður- húsaáhrifum með slíku uppgræðslu- starfi. BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON, Hraunbæ 182, 110 Reykjavík. Gróðurhúsaáhrif Frá Bjarna Þór Þorvaldssyni: ÞÁ ER nú enn einn leikþáttur hafinn við Austurvöll og lýðræðis- elskandi leikendur í öllum hlut- verkum. Allir eru þeir studdir af sérfróðum lögspekingum sem telja sig vita hvað lýðræði er og vitna allir í sömu plöggin. Sumir segja að smölun á kosningastað sé raun- verulegt lýðræði og annan mæli- kvarða þurfi ekki. Aðrir segja að meirihluti atkvæðisbærra manna sé þjóðréttarlegur og þann meiri- hluta þurfi til að lýðræði sé óvé- fengjanlegt. Maður hefur það á tilfinning- unni að allir telja áróður, jafnvel gráan, eðlilegan hluta af lýðræði. Einhver áróðurs hreyfing lætur á sér bera og kennir sig við eins konar Þjóðarátak. Ég tilheyri ekki þessum hópi og svo er um marga aðra. Er þá álitið að við séum ekki hluti af þessari þjóð? Hvernig væri að menn hættu að munn- höggvast og létu sérfræðingana lönd og leið en sneru sér að því að leita álits þjóðarinnar á því hvað hún telur lýðræði t.d. almennt lýð- ræði og þjóðréttarlegt lýðræði er snertir þingræðismál og sjáfstæð- ismál. STEINAR STEINSSON, Holtagerði 80, 200 Kópavogi. Enn þið landsfeður Frá Steinari Steinssyni: RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.