Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 37 saman bekkjarfélagana úr Lang- holtsskólanum og kennarana okkar, eftir að hafa hitt bekkjarsystur mína frá þessum árum á förnum vegi. Þetta var hin skemmtilegasta sam- verustund, en þegar Jón Þór var að kveðja, sagðist hann hafa verið áhugalítill og hikandi við að koma til samfundar við fólk sem hann hefði ekki séð áratugi. Konan hefði hvatt hann og drifið hann af stað en þegar hann hefði staðið við útidyrnar hjá mér og verið í þann mund að hringja dyrabjöllunni, hefði þyrmt yfir hann og hann hugsað með sér að hann ætti ekkert erindi þarna inn, hann þekkti þetta fólk ekki nokkurn skapaðan hlut. Hann ákvað að snúa frá, en hætti við, knúði dyra og gekk inn í hópinn. „Og þá gerðist það undarlega,“ sagði hann. „Þegar ég var búinn að vera hér í hálftíma, rann það upp fyr- ir mér, að ekki aðeins þekkti ég alla sem hér eru, heldur hef ég aldrei á ævinni þekkt neitt fólk eins vel og þennan hóp sem ég var með í skóla frá níu til tólf ára aldurs.“ Núna þegar Jón Þór er allur, finn ég að það er dálítið til í þessu. Þó að fundum okkar hafi varla borið saman síðan og ég ekki haft af honum miklar spurnir finnst mér ég þekkja hann jafn vel og þegar við vorum krakkar í Kleppsholtinu. Myndir frá samveru- stundum bernskuvinanna þar streyma fram og upp í hugann kemur haustkvöld þegar ég stend á tröpp- unum á Langholtsvegi 44 og krakk- arnir úr Efstasundi og Jón Þór úr Skipasundi koma hjólandi upp brekkuna í rökkrinu, strákarnir gefa í og syngja nýjasta ameríska smell- inn og allir koma inn á grasflötina við húsið heima. Einhver brýnir Jóa, glaðsinna og söngvinn vin okkar, sem síðar lést í blóma lífsins, til að syngja. Hann lætur ekki ganga á eftir sér, stillir sér upp á miðju túninu og syng- ur öll erindin í Söng villiandarinnar með sinni björtu rödd svo innilega en tilgerðarlaust að enginn sem stendur þarna í kvöldkyrrðinni gleymir því. Sameiginlegar minningar af þessu tagi spinna ósýnilegan þráð milli vina og kunningja ekki síður en persónu- leg samskipti. Við Jón Þór ræddum saman í síma fyrir nokkrum mánuð- um. Ég hringdi til hans þegar mér barst til eyrna að hann væri dauð- vona en hann gerði ekki mikið úr því þótt hann gengist við óþægilegum takmörkunum vegna heilsu sinnar. Við töluðum um börn okkar og barnabörn og lífið fyrr og nú og hann var alveg sami strákurinn og hringdi til manns í tólf ára bekk til að ræða málin. Á kveðjustund færi ég eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum einlægar samúðarkveðjur, þakka liðnar stundir og bið Jóni Þór Bjarna- syni Guðs blessunar. Jónína Michaelsdóttir. Ég átti síðustu ár því láni að fagna að fá að kynnast Jóni Þór svolítið þar sem við áttum samstarf varðandi samvinnu og sameiginlegt skipulag og kennslu í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og Vélskóla Íslands, sem báðir eru í Sjómannaskólanum. Okk- ur gekk alla tíð vel að vinna saman og hefði ég ekki getað hugsað mér ágæt- ari mann til þessara verka en Jón Þór. Jón var ósérhlífinn til allra verka og ótrúlega atorkusamur. Ég átti oft bágt með að skilja hvernig hann komst yfir allt sem hann gerði. Á daginn var hann í meira en fullu starfi sem kennari og áfangastjóri við Stýrimannaskólann og á kvöldin og um helgar kenndi hann á námskeið- um eða sinnti vöktum og úttektum fyrir Eimskipafélag Íslands. Fyrir honum var vinnan, sérstaklega þó kennslan, allt. Þegar hann, í ágúst á síðasta ári, tók við sem sviðstjóri skipstjórnarsviðs við Menntafélagið, sem nú rekur skólana í Sjómanna- skólanum, þá hafði hann meiri áhuga á því að vera við kennslu en að sinna stjórnunarstörfum, sem hann þó gerði alla tíð með miklum ágætum. Nemendur voru hans vinir og fé- lagar og hann vildi ekki fyrir nokk- urn mun minnka þau tengsl, þegar hann tók við nýju starfi. Enda voru þeir hjá honum mörgum stundum ut- an hefðbundins kennslutíma, hvort sem heldur var í skólanum eða heima í Æsufelli. Fyrrverandi nemendur Jóns sýndu líka að þeir mátu hann mikils sem vin og kennara og komu oft í heimsókn til hans færandi hendi eða til að fá nýjustu upplýsingar um skipstjórnarfræðin. Jón Þór var mjög áhugasamur um að kynna sér vel nýjungar úr fræð- unum, breytingar á alþjóða reglum og -kröfum. Hann fór oft á námskeið þar að lútandi á sinn eigin kostnað ef ekki voru til peningar hjá skólanum í það og það skiptið. Það er lýsandi fyr- ir hann að nú í júní fór hann fársjúk- ur, bundinn við hjólastól, með fyrr- verandi nemanda sem hjálparmann, til Danmerkur á viku námskeið um nýjustu reglur um meðferð á hættu- legum efnum í skipaflutningum. Í Stýrimannaskólanum er nú skarð fyrir skildi; skarð sem seint verður fyllt. Jón Þór var hafsjór af fróðleik um fræðin og allt sem sneri að skipu- lagi kennslu á skipstjórnarsviði. Af- leiðing af fróðleik, dugnaði og atorku- semi Jóns var sú að hann sá um þetta allt saman, þannig vildi hann hafa það. Vonast ég til þess að við getum öll, núverandi og fyrrverandi sam- starfsfólk Jóns ásamt fyrrum nem- endum, snúið bökum saman til þess að viðhalda gæðum menntunar skip- stjórnarmanna, sem Jóni Þór voru svo hugleikin. Um leið og góður vinur er kvaddur er þökk efst í huga. Þökk fyrir að hafa átt þess kost að kynnast svo mætum manni og eldhuga sem Jóni Þór. Afskaplega gefandi samvera og samvinna er þökkuð með söknuð í hjarta. Við Hildur vottum Kittý, konu Jóns, börnum hans og öllum aðstand- endum dýpstu samúð. Sigurður R. Guðjónsson. Jón Þór Bjarnason er farinn í sína síðustu siglingu, yfir móðuna miklu, en í þeirri ferð sem öðrum þá hefur hann tekið stefnuna og lagt út sigl- ingaleiðina af öryggi og kunnáttu, þó sjálfsagt hafi siglingatæknin verið fá- brotnari en oft áður. Ég kynntist Jóni Þór fyrst árið 1983 þegar ég hóf störf hjá Eimskip sem starfsmannastjóri, og höfum við vitað af hvor öðrum ævinlega síðan þó leiðir okkar færu ekki saman aftur fyrr en á síðast liðnu ári. Ég man eftir Jóni Þór sem athygl- isverðum manni, og þá sérstaklega af því að hann var á undan sinni samtíð og var að fást við hluti sem aðrir voru ekki að spá í. Við hittumst aftur að vori 2003 þegar ég hafði tekið að mér skólastjórnun í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og Vélskóla Íslands og fengið það verkefni að sameina rekst- ur þessara skóla undir merkjum Menntafélagsins ehf. Jón Þór var lykilmaður í Stýri- mannaskólanum, sá sem mest vissi, mest kenndi og bar mestan hag nem- enda sinna fyrir brjósti. Það kom strax fram að við Jón Þór ættum eftir að ná saman, við rifjuðum upp okkar fyrstu kynni og fann ég á viðmóti Jóns Þórs að þráðurinn hafði aldrei slitnað. Menntafélagið ehf. tók við rekstri Stýri- og vélskólans 1. ágúst 2003 og var Jón Þór þá í stöðu sviðsstjóra skipstjórnarsviðs og bar ábyrgð á faglegum (akademískum) rekstri stýrimannaskólans. Hann gekk í þau verk eins og önnur, af atorku og framsýni og alltaf tilbúinn að rök- ræða breytingar og oftast þannig að niðurstaðan var betri eftir rökræð- urnar en fyrir. Jón Þór fór að kenna þess sjúk- dóms sem endanlega hafði yfirhönd- ina, á seinnihluta síðasta árs og var síðan eftir síðustu áramót bundinn við hjólastól og var reglulega á sjúkrahúsi. Þessir þættir trufluðu störf hans ekki og vann hann þau áfram eins og ekkert hafði í skorist, með tölvum og -tengingum á sjúkra- húsinu, í hjólastólnum, í skólanum þar sem nemendur báru hann á milli hæða og að heiman, þar sem nem- endur komu gjarnan til hans. Jón Þór var mér mikilsverður hlekkur inn í skólann og án hans hefði afkoman verið þyngri. Stjórn- endur skólans halda vikulega fundi þar sem farið er yfir helstu mál, og gerði hann sér þá far um að mæta þrátt fyrir veikindin og voru þær stundir með honum og hópnum ávallt ánægjulegar, enda átti hann veru- legan þátt í þeirri umræðu sem fram fór og lagði mikið til málanna. Þessir fundir verða öðruvísi að hausti. Jón Þór tók verkefni sín af áhuga, og vil ég sérstaklega minnast á gæðaverk- efnið þar sem hann, að öðrum ólöst- uðum, lagði fram mikla vinnu þrátt fyrir veikindi sín og mun gæðastarf framtíðarinnar bera handbragð hans. Jón bar hag nemenda sinna vissulega fyrir brjósti og á þessum tíma kom glögglega í ljós að vinnan var honum ekki bara vinna heldur áhugamál sem var framar öllu öðru. Ég ræddi við Jón Þór á þessum tíma hvort hann vildi ekki sinna stjórnunarþætti starfsins á komandi vetri en hans viðbrögð voru ávallt að hann vildi frekar kenna og vera með nemendum sínum. Á þessu ári hefur hann sinnt starfi sínu langt umfram það sem flestir aðrir hefðu gert og trúi ég því að það hafi hjálpað honum og létt undir í veikindum sínum allt þar til það síðasta. Skarð Jón Þórs í stýrimannaskól- anum verður erfitt að fylla, en ég trúi því að hann muni áfram vaka yfir skólanum frá þeim stað sem hann hefur nú fundið frið og ró. Hans verður sárt saknað af sam- starfsmönnum og nemendum í báð- um skólunum. Við sendum fjölskyldu Jóns Þórs okkar innilegustu samúðarkveðju á þessari erfiðu stund og mun minning hans ávallt fylgja skólanum. Jón B. Stefánsson, skólastjóri Sjómannaskólans og framkvstj. Menntafélagsins ehf. Fyrir fimmtán árum réðist ég ís- lenskukennari að Stýrimannaskólan- um. Eitt þeirra nýju andlita, sem mættu mér á kennarastofunni, átti Jón Þór Bjarnason. Ég má segja að við höfum þá strax náð býsna vel saman. Hann tók mér vel og varð mér, landkrabbanum, góður stuðningur í að ná áttum í því sjómannasamfélagi sem þarna var. Hann var að vísu dálítið ör í lund og ég kannski stífur, og því skal síst neitað að það kom fyrir að það hvein í á milli okkar. En allt slíkt var í góðu. Ég kynntist því fljótt að Jón Þór var velviljaður og hjálplegur að öllu eðl- isfari og þá hlið sýndi hann mér. Ég minnist þess til dæmis þegar ég spurði hvort maðksjórinn í Eiríks sögu rauða gæti verið þanghafið út af Ameríku. Það kom í ljós að hann hafði siglt þar í gegn, og hann lagði sig fram við að lýsa aðstæðum þar fyrir mér og gera allt hvað hann gat til að finna svör. Og oftar var gott að eiga hann að, þegar upp komu snerti- fletir milli íslenskunnar og siglinga- fræðinnar. Þessir eiginleikar komu vel fram í kennslu hans. Hann var reyndur skipstjórnarmaður og kunni vel öll sín fræði. En mestu máli skipti þó hlýhugur hans til nemenda og um- hyggja hans fyrir þroska þeirra og framförum. Þreytu eða leiðindi vegna kennslu eða nemenda fann ég aldrei hjá honum. Þvert á móti var hann eldhugi í kennslu sinni og fram- farir nemenda voru sem hagsmunir hans. Mér datt oftar en einu sinni í hug hetjuhugsjón fornsagnanna þegar ég fylgdist með baráttu Jóns Þórs við sjúkdóm sinn í vetur leið. Þótt hann væri helsjúkur lét hann sér ekki til hugar koma að slá af. Í hjólastól mætti hann í skólann og kenndi líkt og ekkert bjátaði á. Það var verðmæt lífsreynsla fyrir okkur hin að fylgjast með honum. Þetta var hetjuskapur í fornum íslenskum stíl. Okkur Jóni Þór var Brennu-Njálssaga báðum kær og ræddum við hana oft. Segir ekki þar um Gunnar á Hlíðarenda að hann brygði sér hvorki við sár né við bana? Má ég kannski, að breyttu breytanda, heimfæra þetta upp á vinnufélaga minn og vin, Jón Þór Bjarnason? Eysteinn Sigurðsson.  Fleiri minningargreinar um Jón Þór Bjarnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar þeirra eru: Birgir Gunn- arsson, Einar Örn Einarsson, Ey- steinn Sigurðsson, Guðni Sigur- mundsson, Harald S. Holsvik, Ingvar og Christa, Kjartan Örn Kjartansson. Þökkum samúð og hlýjar kveðjur við fráfall ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR JÓHANNSDÓTTUR, Reykhóli, Skeiðum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilsugæsl- unnar Laugarási og Sjúkrahúss Suðurlands. Þórður Þorsteinsson, Málfríður Steinunn Sigurðardóttir, Bergljót Þorsteinsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Bríet Þorsteinsdóttir, Þórir Bergsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Eyvindur Þórarinsson, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Kristmundsson, Óskar Þorsteinsson, Steingerður Katla Harðardóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Pálmi Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar og systur, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR PÁLSDÓTTUR, Svínafelli, Öræfum. Þökkum sérstaklega ómetanlega umönnun á Skjólgarði og hjúkrunarheimilinu á Höfn. Guðjón Þorsteinsson, Jóhann Þorsteinsson, Hafdís S. Roysdóttir, Pálína Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Halldór Þorsteinsson, Jón Páll Pálsson og barnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, OLGA ÁSBERGSDÓTTIR, Súgandafirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 7. júlí. Jóhann Bjarnason, Kristín Björk Jóhannsdóttir, Ivon Stefán Cilia, Bjarni Jóhannsson, Bryndís Birgisdóttir, Örvar Ásberg Jóhannsson, Helena Sigurjónsdóttir og barnabörn. Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir, amma og systir, STEINUNN GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Seljavegi 8, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 10. júlí kl. 11.00. Guðmundur Ívar Ívarsson, Bjarni Ólafsson, Guðný I. Rúnarsdóttir, Björn Ingi Sveinsson, Sigurbergur Sveinsson, Guðmundur Geir Sveinsson, Þorgerður Björnsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir minn, sonur, unnusti og bróðir, SIGURÐUR ÞÓR SVEINSSON, sem varð bráðkvaddur 4.júlí, verður jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 13. júlí. Silja Dögg Sigurðardóttir, Unnur Ólafsdóttir, Elva Dís Adolfsdóttir, Vígl. Rúnar Jónsson, Rannveig Christensen, Kristján M. Jónsson, Ásta Baldursdóttir, Gunnar Ó. Jónsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Kristvin J. Sveinsson, Alma Capul Avila, Jón T. Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.