Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 31 ✝ Lárus BlöndalGuðmundsson fæddist á Eyrar- bakka 11. mars 1914. Hann andaðist 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Lárus- dóttir Blöndal, f. í Innri-Fagradal 19. desember 1876, d. 1957, og Guðmundur Guðmundsson kaup- félagsstjóri á Eyrar- bakka, f. þar 6. jan- úar 1876, d. 1967. Systkini Lárusar eru: Ástríður, f. 1901, d. 1982, Kristín, f. 1904, d. 1992, Björn, f. 1906, d. 1938, Kristjana, f. 1910, d. 2000, Sigríður, f. 1911, d. 1911, Steinn, f. 1912, d. 1935, Kristján, f. 1917, d. 1998, og Guðmundur, f. 1920. Hinn 14. maí 1942 giftist Lárus Þórunni Kjartansdóttur húsmóð- ur, f. 21. nóvember 1921. Foreldr- ar hennar voru Áslaug Fjóla Sig- urðardóttir, f. 1901, d. 1979, og Kjartan Konráðsson símamaður, f. 1887, d. 1953. Börn Lárusar og Þórunnar eru: 1) Steinn, f. 23. september 1942, kvæntur Hrafn- hildi Sigurbergsdóttur, f. 27. maí 1942. Börn þeirra eru: a) Kjartan, kvæntur Magndísi Maríu Sigurð- göngu fór hann eins og önnur börn þess tíma að vinna í heimahögun- um. Lárus flutti til Reykjavíkur um tvítugt og hóf störf við Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar árið 1936 og varð síðar verslunar- stjóri við opnun Bókaverslunar Ísafoldar í Austurstræti árið 1939. Árið 1943 stofnaði hann Bókabúð Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg í Reykjavík og rak hana ásamt útibúi til ársins 1991. Lárus sat í stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í nokkur ár og í stjórn Félags íslenskra bókaversl- ana frá upphafi ásamt því að vera formaður þess frá 1961–78. Hann var í stjórn Innkaupasambands bóksala frá stofnun og formaður frá árinu 1960–1980. Lárus átti sæti í stjórn Kaupmannasamtaka Íslands, hann var í stjórn Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur frá 1958 sem og í stjórn Eyrbekkinga- félagsins í Reykjavík frá stofnun þess. Þau hjónin, Lárus og Þórunn, hófu búskap á Vífilsgötu, en fluttu í eigið húsnæði í Barmahlíð 30 árið 1945 og bjuggu þar til ársins 1989 er þau fluttu á Aflagranda 40. Lárus og Þórunn reistu sér sum- arhúsið Grund í Mosfellssveit árið 1949 og dvöldu þar síðan öll sumur og ræktuðu jörðina í frístundum sínum. Lárus varð bráðkvaddur í sínum uppáhaldsreit í sumarbú- staðnum að kveldi föstudagsins 25. júní sl. Útför Lárusar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ardóttur og eiga þau tvö börn. b) Sigur- bergur, kvæntur Hönnu Maríu Jóns- dóttur og eiga þau tvær dætur. c) Hrönn Sigríður, gift Jóni Vil- berg Magnússyni og eiga þau tvö börn. 2) Guðmundur, f. 20. júní 1945, kvæntur Birnu Smith, f. 5. júní 1949. Börn þeirra eru: a) Þórunn Birna. b) Guð- mundur Tjörvi, hann á einn son. c) Guð- björg Hlín. 3) Kjartan, f. 20. júní 1945, kvæntur Rut Önnu Karlsdóttur, f. 30. desember 1950. Börn þeirra eru: a) Þór. b) Ragn- heiður Sylvía. 4) Ragnheiður, f. 4.apríl 1949, gift Sigurði Hannesi Dagssyni, f. 27. september 1944. Synir þeirra eru: a) Lárus, kvænt- ur Hebu Brandsdóttur og eiga þau þrjú börn. b) Dagur, kvæntur Ingi- björgu Pálmadóttur og eiga þau þrjú börn. c) Bjarki. 5) Kristín, f. 15. apríl 1958, gift Guðjóni Borg- ari Hilmarssyni, f. 8. nóvember 1956. Börn þeirra eru: a) Hilmar. b) Lárus. c) Þórunn. Lárus var alinn upp í foreldra- húsum á Eyrarbakka og var hann í sveit mörg sumur á Stóra-Hofi á Rangárvöllum. Eftir barnaskóla- Ég vil í nokkrum orðum minnast afa míns Lárusar Blöndal. Á þess- ari stundu er mér efst í huga þakklæti til hans fyrir þá um- hyggju og þær fjölmörgu ánægju- stundir sem hann hefur veitt mér og mínum í gegnum tíðina. Það hafa vissulega verið forrétt- indi að eiga þennan einstaka mann sem afa, bæði verandi fyrsta barnabarnið og eins að eiga hann að sem langafa barnanna minna. Þær eru margar minningarnar sem koma fram í hugann; fjöl- skylduboðin úr Barmahlíðinni, has- arinn fyrir jólin í bókabúðinni og fjölmargar unaðsstundir úr sælu- reit afa og ömmu í Mosfellssveit svo fátt eitt sé nefnt. Það hefur einnig verið ánægju- legt í seinni tíð að njóta samveru- stunda með afa og ömmu og end- urupplifa eigin æsku í gegnum börnin sín. Þar sem smáfólkið var annars vegar var afi í essinu sínu og börnin vita fátt skemmtilegra en að fara í heimsókn til afa og ömmu. Það hefur verið sérstakt að sjá og upplifa hversu vel hefur farið á með afa og syni mínum Steini Arnari langafa strák. Ekki má á milli sjá hvor er 9 eða 90 ára og ég held að hvergi komi betur fram en í samskiptum þeirra sú „geníska“ stríðni sem sá yngri hefur fengið í arf frá þeim eldri í beinan karl- legg. Mikill er missir ömmu minnar við fráfall afa, svo náin og sam- heldin sem þau hafa verið í yfir 60 ár. Ég bið góðan guð um að gæta hennar og styrkja hana í sorginni. Blessuð sé minning afa Lárusar. Kjartan Steinsson. Ákveðni, dugnaður, heiðarleiki og vandvirkni eru miklir mann- kostir. Það er erfitt að kenna slíka kosti, því helst lærast þeir af þeim sem að ala upp og eru fyrirmyndir. Mannkostir nýtast einnig misjafn- lega. Hægt er að vera búinn mann- kostum, en geta ekki miðlað til þeirra sem yngri eru. Einnig er ekki sjálfgefið að hlýja, umhyggja og léttleiki séu einnig meðfylgj- andi þeim mönnum sem bera slíka kosti. En þessir eiginleikar, og fleiri til, voru allir hjá afa. Hann hafði einstakt lag á að vera til fyr- irmyndar í öllu. Ávallt reiðubúinn að hjálpa, ávallt reiðubúinn að gefa, ávallt til taks. Það var ekki svo sjaldan sem við bræðurnir komum til ömmu og afa í Barma- hlíð um vetur, á leið af æfingu að þar var skotið að manni aurum, kakóbolla eða okkur jafnvel skutl- að heim. Hvað þá uppí sumó þar sem við fengum að hlaupa um víð- an völl, alla daga sumarsins, án at- hugasemda. Þá fengum við að að- stoða við hitt og þetta eða búa til virki eða vera bara í fótbolta á túninu. Þá tók afi mig í læri í bókabúðinni þegar ég var aðeins 11 eða 12 ára. Þar vann ég flest sumur og jól í tíu ár. Hann kenndi mér að bera virðingu fyrir um- hverfi, fuglalífi og trjárækt og kom mér í sumarvinnu í Skógræktinni í Fossvogi, sem í dag er mér ómet- anlegur skóli. Hann tók líka góðar ákvarðanir í lífinu, ákvarðanir sem margir óttast að taka, ákvarðanir sem við öll getum lært af. Einnig hafði afi minn ríka réttlætiskennd. Hann hafði ákveðnar skoðanir á málum, og oftar en ekki voru það mál sem voru mikil réttlætismál að hans mati. En umfram allt var hann góður maður. Hann var góð- ur afi, afi eins og ég vil verða. Í miðjunni er síðan amma mín. Sterkasta kona í heimi. Kletturinn hans afa. Hún amma er einstök kona og án hennar hefði hann ekki verið sami maðurinn. Amma og afi voru fyrirmyndar hjón. Fyrir- myndir eins og þær gerast bestar og þau töfruðu það besta úr hvort öðru þannig að úr varð fullkomin blanda. Og þau töfruðu alla í kringum sig með. Líf mitt er á ákveðnum tíma- mótum þar sem ég kveð afa minn. Ég sakna þess að geta ekki glatt hann með heimsóknum mínum og barna minna. Ég sakna þess að fá ekki uppástungu um bók sem ég á að taka með mér. Ég sakna þess að sjá hann ekki gantast. Sakna þess að geta ekki spjallað við hann um gamla tíma, pólitík og „bus- iness“. Ég sakna gleðinnar í kring- um hann. Ég sakna afa. Elsku afi, meða þessum fáu orð- um vil ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, allt sem þú kenndi mér og um fram allt, fyrir þá fyr- irmynd sem þú varst mér og fjöl- skyldu minni. Ég mun ávallt sakna þín. Þinn nafni. Lárus Sigurðsson. Elsku afi. Nú ertu farinn til fjar- lægra heima og finn ég til mikils saknaðar. Ég mun reyna að vera dugleg að halda í minningu þína og kenna börnum mínum allt sem þú kenndir mér. Það má nefna „Svarta Pétur“ sem við spiluðum mikið uppi í sumó, sveitinni ykkar ömmu í Mosó. Ég man þegar þið amma komuð að heimsækja mig á Laugarvatn og við spiluðum og hlógum mikið saman, sérstaklega því að við amma þurftum að hafa okkur allar við því þú áttir það til að vera ansi stríðinn og svindlaðir gjarnan þegar við vorum að spila. Þú varst mikill dýravinur og hugs- aðir um að fuglarnir fengju sitt þó sérstaklega endurnar uppi í sumó. Svo má ekki gleyma gróðurhúsinu, enginn gestur mátti fara úr sveit- inni án þess að velja sér blóm í gróðurhúsinu ykkar ömmu. Yndislegt var að sjá hversu vænt ykkur ömmu þótti hvort um annað, alveg til fyrirmyndar, alltaf jafn ung og ástfangin. Takk fyrir allt, þú munt lifa áfram í hjarta mér, elsku afi. Hrönn S. Steinsdóttir. Þegar ég sest niður til að skrifa minningargrein um afa á ég erfitt með að finna hugsunum mínum orð, því það er svo margt sem mig langar að segja um hann. Hann átti svo stóran hlut af hjarta mínu og á enn. Ég hef alltaf verið mikil afa- stelpa og sótti mikið í að vera hjá honum og ömmu og alltaf hefur mér liðið vel hjá þeim. Hvort sem það var í Barmahlíðinni, uppi í sumarbústað, niðri í bókabúð eða á Aflagranda þá var afi alltaf tilbú- inn að leika eða finna eitthvað að gera fyrir mig og stjanaði við mig eins og að ég væri „prinsessan á bauninni“. Stundum þegar ég kom niður í bókabúð langaði mig að fá nýja bók og afi sagði að ef ég gæti lesið hana fyrir hann mætti ég eiga hana. Það leið ekki á löngu þar til ég var fluglæs og fékk eins mikið af bókum og ég vildi. Ég varð algjör bókaormur og var því miður mín þegar afi sagði mér að hann ætlaði að hætta með bókabúðina. En ég held að honum hafi þótt vænt um hversu dugleg ég var að lesa og það er allt honum að þakka. Afi var alltaf að leggja kapal og vorum við frændsystkinin að reyna að læra þá list hjá honum. Kapall- inn hans virtist af einhverjum ástæðum alltaf ganga upp, en hjá okkur gekk á ýmsu, en hann hefur væntanlega tekið þessa leyniform- úlu með sér. Í sumarbústaðnum leið honum og ömmu alltaf vel og var hann að dytta að hinu og þessu, gefa önd- unum á ánni og þar hafði hann líka nægan tíma fyrir okkur frænd- systkinin. Í einni af mörgum rann- sóknarferðum okkar vinanna í brekkunni við sumarbústaðinn kom ég auga á dáinn fugl og sýndi afa en hann vildi að við jörðuðum hann. Ég hljóp því til ömmu sem lét mig fá skókassa og síðan fór at- höfnin fram og við sungum einn sálm. Mér fannst þetta mjög hátíð- legt og tók hlutverk mitt mjög al- varlega þar sem ég átti að halda á skókassanum. En nú er hans eigin útför að fara fram og ég hef ekk- ert hlutverk og er auk þess bundin við nám langt í burtu, full sakn- aðar. Ég vona hins vegar að þessi fá- tæklegu minningarorð sýni fram á hversu sérstakur hann var. Endalaust margar minningar koma nú upp í hugann þegar ég þarf að takast á við þá staðreynd að geta ekki lengur skapað með honum nýjar. En ég geymi þær allar í hjarta mínu og ekkert getur því breytt að í mínum huga var hann besti afi í heimi. Elsku amma mín, hugur minn er hjá þér þessa stundina og hlakka ég til að koma til þín í haust. Ragnheiður Sylvía Kjart- ansdóttir, Valencia, Spáni. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér náı́að spilla. (P. Jónsson.) Minning þín er ljós í lífi okkar. Barnabörnin. Hjartkær móðurbróðir minn, Lárus Blöndal er látinn. Fréttin kom óvænt og snerti djúpt, því Lárus var enginn venjulegur mað- ur. Góðverkin hans verða ekki skráð á spjöld sögunnar en þau geymast og gleymast ei. Lárus hafði alltaf mjög gott og náið samband við foreldra mína, Kristínu og Sigurð Óla Ólafsson. Mikil var tilhlökkun lítillar frænku á Selfossi þegar von var á Lalla frænda. Hann kom alltaf með fal- lega gjöf sem enn eru geymdar sem dýrgripir. En mest var eft- irvæntingin þegar Lárus birtist með væntanlegt konuefni sitt, Þór- unni Kjartansdóttur, sem vann hug og hjarta allra í fjölskyldunni. Þau voru bæði yfir sig ástfangin og duldist engum að þarna var par sem skapað var fyrir hvort annað. Alltaf var hátíð í bæ þegar Tóta og Lalli komu í heimsókn. Þau voru gefin saman í hjóna- band í Eyrarbakkakirkju 14. maí 1942, en Lárus hafði sterkar taugar til Eyrarbakka þar sem hann var fæddur og átti heima fyrstu æviár sín. Þórunn og Lárus eignuðust fimm mannvænleg börn, sem bera foreldrum sínum vitni um gott uppeldi í hvívetna. Lárus var mikill fjölskyldufaðir og var hann stoltur af sinni stóru fjöl- skyldu sem hann bar mikla um- hyggju fyrir. Lárus var mikil athafna- og elju- maður. Hann var árrisull og reglu- maður alla tíð. Þegar umsvifin voru hvað mest rak hann tvær bókaverslanir, Bókabúð Lárusar Blöndal við Skólavörðustíg og í Vesturveri. Þetta voru vinsælar bókabúðir. Starfsfólkið var sérlega aðlaðandi og kunni sitt fag og sýndi viðskiptavininum lipurð og kurteisi eins og eigandinn sýndi sjálfur með góðu fordæmi. Heimili Lárusar og Þórunnar er fallegt og listrænt enda bæði fag- urkerar. Frændrækni og gestrisni þeirra var við brugðið og nutum við fjölskyldan góðs af heimboðum þeirra og trygglyndi. Sumarbú- staðurinn í Mosfellssveitinni var þeirra unaðsreitur, þar dvöldu þau öll sumur og tóku fagnandi á móti öllum sem litu inn. Niðjamót innan stórfjölskyldunnar eru haldin ým- ist í Mosfellssveitinni eða á Sel- fossi og var Lárus einn aðalfrum- kvöðullinn að þessum samkomum. Eitt slíkt ættarmót stóð fyrir dyr- um þegar kallið kom svo snöggt og veit ég að allir ættingjarnir munu minnast Lárusar með mikilli virð- ingu og þakklæti fyrir hans stóra skerf í þágu okkar allra. Þórunn og Lárus hafa verið sér- staklega samhent hjón og hefur engum dulist að Þórunn hefur hjúkrað manni sínum síðustu árin af mikilli alúð og fórnfýsi og virti hann hana og elskaði fyrir allt sem hún gerði fyrir hann. Að lokum kveðjum við Kolbeinn og fjölskylda okkar öðlinginn Lár- us Blöndal, sem var einstakur í okkar garð. Guð blessi minningu hans. Elsku Þórunn og fjölskylda, Guð styrki ykkur öll um ókomin ár. Þorbjörg. Nú í sumar eru rétt rúm fjörutíu ár síðan ég trítlaði í fyrsta sinn niður hitaveitustokkinn að heiman frá Eik niður í sumarbústað til Stínu en þangað fluttu Lárus og Þórunn með fjölskylduna á sumr- in. Ófá urðu sporin niður stokkinn eftir það og alltaf tóku þau Lárus og Þórunn mér jafnvel, sama hvað við Stína brölluðum. En ég var svo heppin að eldri systkinin fjögur voru flogin úr hreiðrinu svo alltaf var pláss fyrir mig, hvort heldur að nóttu eða degi í sumarbústaðn- um eða í Barmahlíðinni. Einhvern veginn nefnir maður þau hjón allt- af saman því þau hafa alltaf verið þannig í mínum huga og því skrítið að sú eining sé rofin. Oftar en ekki var ég send heim með rós eða dalíu úr gróðurhúsinu. En það eru þó ekki rósir og dalíur sem eftir standa í minningunni heldur góðar minningar um sam- held hjón sem tóku manni frá upp- hafi opnum örmum. Það er því erf- itt að hugsa sér Þórunni án Lárusar og missirinn vafalaust sár. Ég á ótal góðar minningar sem ég geymi í huga mínum um Lárus Blöndal. Elsku Lárus, takk fyrir allt. Guð veri með ykkur, elsku Þór- unn, Stína, systkini og fjölskyldur. Ykkar Katrín í Eik. Fimmtudaginn 24. júní sl. átti ég leið til Reykjavíkur. Kom við á Reykjalundi og frétti þar að Lárus og Þórunn væru í sumarbústað sínum í Mosfellssveit. Leit við hjá þeim, stoppaði stutt og á kveðju- stund var ákveðið að koma fljótt aftur og stoppa betur. En að kveldi næsta dag breytt- ist allt. Lárus sofnaði svefninum langa, í stólnum sínum. Hans verð- ur sárt saknað, en þetta eru enda- lok sem öllum eru búin. Fyrir rúmum 46 árum eða 1. apríl 1958 átti undirrituð því láni að fagna að fá vinnu í Bókabúð Lárusar Blöndal. Var það mín mesta gæfa og betri vinnuveitanda gat enginn fengið. Þarna var vinnustaður minn næstu 16 árin eða þar til ég flutti úr Reykjavík. Úr vinnunni er margs að minn- ast. Ógleymanlegir eru morgun- kaffifundirnir í svo nefndu „skuggaráðuneyti“, en þar hittust, auk Lárusar, heiðursmennirnir Magnús í Phaff, Albert Guðmunds- son, Lúðvík Jósepsson, Pétur Snæland, Halldór Pétursson o.fl. Í minningunni standa upp úr vinnutarnir í jólamánuðinum, ásamt undirbúningi og vinnu við hinn árlega Bókamarkað sem þeir félagar Lárus og Jónas Eggerts- son komu á fót. En í Lárusi eignaðist ég ekki einungis frábæran vinnuveitanda, heldur var hann einnig hinn besti lærifaðir öllum sem hjá honum unnu. Að leiðarlokum þakka ég honum fyrir öll árin sem við unnu saman og tæplega hálfrar aldar vináttu, sem aldrei féll skuggi á. Þórunni og allri fjölskyldunni sendi ég, og fjölskylda mín, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Lárusar Blöndal. Jóhanna Guðjónsdóttir. LÁRUS BLÖNDAL GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.