Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 35 ✝ Bergþóra Guð-jónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 21. apríl 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson járnsmíðameistari, f. 29. mars 1871, d. 18. apríl 1926, og Hall- dóra Hildibrands- dóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1881, d. 9. nóvember 1933. Bergþóra var næst- yngst systkina sinna. Eftirlifandi er Regína, f. 7. júlí 1914. Látin eru Sigríður Ásthildur, Clara Jóna, Móeiður Margrét, Heiðveig, Guðleif, María Andrea, Selma, Ragnheiður, Guðmundur, Bryn- hildur Dóra, Birgir og hálfsyst- irin Hrefna. Hinn 17. október 1953 giftist Bergþóra Jóni Eiríkssyni, lög- fræðingi og skattstjóra í Vest- mannaeyjum, síðar skattstjóra í Vesturlandsumdæmi. Fyrri kona Jóns var Anna Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1909, d. 11. janúar 1952, og áttu þau eina dóttur, Þorbjörgu, hjúkrunar- fræðing og kennara, f. 22. júní 1942. Seinni eiginmaður Þor- bjargar er Símon Ólason lögfræð- ingur, f. 1951. Börn Þorbjargar af fyrra hjónabandi eru Anna Guðrún, Ragnar og Kristinn Nikulás Edvardsbörn. Börn þeirra Bergþóru og Jóns eru: 1) Sigríður, viðskiptafræð- ingur, f. 5. febrúar 1954. Eigin- maður hennar er Björn Lárusson, fv. kaupmaður, f. 1945, og eiga þau tvær dætur, Júlíönu og Ragn- heiði. Fyrir átti Sigríður Berg- þóru Sigurðardótt- ur, BA í sálfræði, f. 22. mars 1973, og ólst hún upp fyrstu árin heima hjá ömmu sinni og afa. Hennar maður er Róbert Reynisson framkvæmdastjóri og þeirra dætur eru Sigríður Birna og Halldóra. 2) Hall- dóra bókasafnsfræð- ingur, f. 27. október 1955. Eiginmaður hennar er Valent- ínus Ólason, hafnar- vörður, f. 1954, og eiga þau þrjú börn, Jón, Gíslínu Ernu og Stef- án. Gíslína Erna hjúkrunarfræð- ingur er í sambúð með Hallgrími Guðmundssyni. Þeirra dætur eru Bergþóra Hrönn og Gyða Kol- brún. 3) Guðjón, verkfræðingur, f. 7. september 1957. Eiginkona hans er Sigurlaug Vilhelmsdóttir, f. 1960, og eiga þau fjóra syni, Vilhelm, Kristján, Þór og Jón Friðrik. 4) Eiríkur, viðskipta- fræðingur, f. 27. maí 1959. Eig- inkona hans er Sigrún Ragna Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur og endurskoðandi, f. 1963, og eiga þau tvo syni, Kristján Óla og Árna Birgi. Bergþóra lærði teikningu hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera. Síðar sótti hún námskeið í fata- saumi og starfaði og veitti for- stöðu í þeirri iðn í nokkur ár. Eft- ir það var hún húsmóðir, fyrst í Vestmannaeyjum og síðar á Akranesi. Bergþóra starfaði í Oddfellow-reglunni á Akranesi í mörg ár. Útför Bergþóru verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Góð kona, móðir mín, er látin. Undanfarin ár voru henni erfið og hún hafði lengi þráð að fá hvíldina. Því vil ég trúa því að hún hafi ver- ið henni kærkomin. En nú þegar löngu sjúkdóms- stríði er lokið streyma að minn- ingabrot um þá konu sem hún var. Ég minnist iðjusamrar konu sem sjaldan féll verk úr hendi. Móðir mín létt í spori á fleygiferð upp og niður tröppurnar á Vesturgötunni, alltaf nóg að gera. Hún var með afbrigðum verklagin, saumaði lengi allt til heimilisins hvort sem það voru ballkjólar á okkur syst- urnar, náttföt á ungviðið eða rúm- föt úr heilu ströngunum. Öll henn- ar verk voru vel unnin og aldrei staðið upp frá hálfkláruðu verki. Móðir mín var hrifnæm kona sem hreifst af fegurð í öllum sín- um myndum. Oft gleymdi hún sér yfir fallegu sólarlagi, útsýninu út á sjóinn eða stjörnubjörtum himni. Þessum hlutum gaf hún ætíð sinn tíma þó annir væru miklar. Þá skipaði tónlistin líka stóran sess í lífi hennar, bæði hafði hún yndi af að hlýða á klassíska tónlist og sjálf hafði hún afar fallega söngrödd. Enda ómaði oft heimilið af söng hennar. Einnig rifjast upp glaðar stundir þegar systur hennar komu upp á Akranes í heimsókn. Þá fylltist húsið af háværu skvaldri og oft var lagið tekið. Þetta voru hátíð- isdagar, en móðir mín var sú eina af þessum stóra systkinahóp, sem átti heima utan höfuðborgarsvæð- isins. Man ég hvað okkur systk- inunum þótti gaman að þessum heimsóknum enda þær systur kát- ar og lífsglaðar og höfðu ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Að lokum vil ég minnast hins ástkæra sambands sem hún og faðir minn áttu, þessi sérstaki samhljómur sem ætíð ríkti á milli þeirra og aldrei bar skugga á. Allar þessar minningar eru kær- ar og þær muna halda áfram að auðga líf mitt og gefa því merk- ingu. Blessuð sé minning góðrar konu. Sigríður Jónsdóttir. Bergþóra, stjúpmóðir mín og vinkona, er látin eftir langvinn veikindi. Hún kom inn í líf mitt þegar hún giftist föður mínum, sem þá var ekkill og með mig hálf- stálpaðan stelpukrakka á framfæri sínu. Ekki var ég ýkja hrifin af þessum ráðahag í fyrstu og vænt- anlega fann stjúpmóðir mín það. Þetta var erfið staða fyrir unga konu og oft varð mér hugsað til þessara fyrstu kynna okkar og dáðist að hvernig hún tók á mál- unum og yfirvann mótþróa minn á sinn einlæga hátt. Margs er að minnast frá þessum árum okkar í Vestmannaeyjum. Finnst mér þegar ég lít til baka að það hafi verið mikið sólskin í lífi okkar allra. Heimilisbragurinn á Heimagötu breyttist eftir komu Bergþóru. Heimilisstörf voru ekki sterkasta hlið okkar feðginanna. Hún tók á málum af festu og bjó okkur ynd- islegt heimili og sýndi mér fram á hversu ánægjulegt er að taka þátt í að móta umhverfi sitt og er ég henni ævinlega þakklát fyrir. Útlit heimilisins tók ekki bara stakka- skiptum og má með sanni segja að með glaðværð sinni hafi hún komið með sólskinið inn á litla heimilið okkar. Bergþóra var yngst í stórum systkinahópi. Mér eru minnisstæð- ar heimsóknir systranna og barna þeirra á heimilið. Þá var mikið skrafað og hlegið, því óhætt er að segja að hópurinn var afar glað- vær og skemmtilegur. Bergþóru var margt til lista lagt og hefði hún sjálfsagt getað náð langt á listabrautinni, en hún kaus að tileinka heimilinu krafta sína framar öðru. Mér er minnisstætt þegar ég heyrði hana syngja með sinni háu sópranrödd við píanó- undirleik pabba. Ég taldi fullvíst að hún væri óperusöngkona, en þegar ég spurði, hló hún og sagð- ist bara syngja að gamni sínu. Hún var einnig frábær teiknari og undi ég löngum við að skoða myndirnar hennar. Sköpunargáfa Bergþóru fékk útrás við að skapa heimilinu fallegt yfirbragð m.a. var hún listasaumakona. Í Eyjum stækkaði fjölskyldan, en Bergþóra og faðir minn eignuðust fjögur mannvæn- leg börn. Hún bar hag barna sinna mjög fyrir brjósti og var ég þar engin undantekning, hún hvatti okkur til náms og studdi okkur í hvívetna. Mér hefur orðið tíðrætt um árin okkar í Eyjum enda minn- ingarnar flestar þaðan. Þegar við fluttum úr Eyjum sitt til hvors staðar minnkaði samgangurinn en alltaf var jafngott að heimsækja þau, heimilisbragurinn sá sami og var. Það var alltaf eins og að koma heim. Við fráfall Bergþóru er mér efst í huga þakklæti til góðrar mann- eskju. Blessuð sé minning hennar. Þorbjörg Jónsdóttir. Í dag kveðjum við tengdarmóð- ur mína sem nú hefur fengið hvíld- ina. Þegar ég ung að árum kem inn í fjölskylduna á Vesturgötu 165 þá fann ég strax að tengda- móðir mín bar sterkar taugar til Reykjavíkur enda fædd þar og uppalin. Hún missir foreldra sína ung að árum og er alin upp af systrum sínum í Hildibrandshúsi í Garðastræti 13. Þaðan á hún góðar æskuminningar enda ófáar sög- urnar sem hún sagði frá æskuár- um sínum. Þessar sögur eru í mín- um huga mikill fjársjóður og höfum við, ég og Guðjón maðurinn minn, reynt að varðveita þær og sagt sonum okkar þessar sögur af ömmu þeirra. Í hvert sinn sem við göngum niður Fischersund þá minnast þeir ömmu sinnar og sjá hana fyrir sér rennandi á sleða niður brekkuna og segja með stolti. „Hér hefur amma leikið sér þegar hún var ung.“ Í samvistum við þau hjón ber hæst laxveiðiferðirnar sem farnar voru á hverju sumri. Og þessari hefð höfum við börn, tengdabörn og barnabörn viðhaldið. Minningin um þau hjón í þessum veiðiferðum er ljúf. Jón við árbakkann miðl- andi af reynslu sinni til yngri veiðimanna. Bergþóru með hafra- kexið og kringlurnar gómsætu. Og þegar setið var við árbakkann þá fann maður hversu næmt auga hún hafði fyrir fegurð náttúrunnar og blómanna enda var Bergþóra afar listræn og teiknaði mikið af mynd- um á sínum yngri árum. Hún kunni svo vel að njóta líðandi stundar og naut þess að vera úti í nátturunni með fjölskyldu sinni. Ég minnist Bergþóru sem glað- værrar og hláturmildrar konu sem fyrst og fremst helgaði líf sitt eig- inmanni og börnum og í uppeldi barna sinna lagði hún ríka áherslu á menntun, dugnað og heiðarleika. Það var Bergþóru afar þung- bært að missa ástvin sinn og besta vin því saman höfðu þau átt ham- ingjuríkt líf, og alla tíð mjög ást- fangin hvort af öðru og samband þeirra fallegt og innilegt. Síðustu æviár sín hefur Berg- þóra dvalið á Sjúkrahúsi Akraness. Þar hefur hún notið einstakrar umönnunar starfsfólks E-deildar sem með alúð og virðingu hefur annast hana og það ber að þakka innilega. Blessuð sé minning henn- ar. Sigurlaug Vilhelmsdóttir. Í dag kveð ég kæra tengdamóð- ur mína, Bergþóru Guðjónsdóttur, sem látin er á 86. aldursári. Ég minnist Bergþóru sem skemmti- legrar konu sem hafði ákveðnar skoðanir sem hún lá ekki á. Hún var heimskona, hafði gaman af því að ferðast og unni tónlist. Hún var mjög smekkleg og umhugað að vera vel til fara og fengum við óspart að njóta hróssins frá henni þegar henni fannst okkur hinum hafa tekist vel til í þessum efnum. Hún var mikil húsmóðir eins og heimili hennar og Jóns bar vitni. Hún hélt vel utan um og studdi fjölskyldu sína á meðan hún hafði heilsu til, en síðastliðin sjö ár átti hún við erfið veikindi að stríða. Henni var mjög umhugað um að börnin gengu menntaveginn sem þau og gerðu öll. Það var ávallt gott að heim- sækja Bergþóru og Jón tengda- föður minn og vel tekið á móti okkur. Þær eru minnisstæðar stundirnar sem stórfjölskyldan átti saman og þá ekki síst veiðiferð- irnar sem voru fastur þáttur í til- veru okkar á hverju sumri. Það er leitt að yngsta kynslóðin í fjöl- skyldunni og þar með taldir synir okkar Eiríks, áttu ekki kost á að kynnast ömmu sinni og njóta sam- vista við hana þegar hún hafði fulla heilsu en sumum hlutum fáum við ekki ráðið í þessu jarð- ríki. Við sem nú tilheyrum elstu kynslóð í fjölskyldunni verðum að reyna að miðla til þeirra sem yngri eru af því sem við lærðum af þeim sem farnir eru. Bergþóra átti síðustu árin heim- ili á Sjúkrahúsi Akraness þar sem hún naut góðrar umönnunar og hlýju. Þangað var gott að heim- sækja hana og ávallt vel tekið á móti okkur. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og bið henni og okkur öll- um blessunar Guðs. Sigrún Ragna Ólafsdóttir. Nú hefur elskuleg amma mín kvatt þetta líf. Síðustu árin hafði heilsu hennar hrakað ár frá ári en minningin um ömmu Bergþóru, eins og hún var, lifir. Amma Berg- þóra hafði skemmtilegan persónu- leika og ótal minningar koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Amma Bergþóra var alltaf vel til höfð og fylgdist vel með tískunni og þegar við barnabörnin mættum í nýjum fötum þá spurði hún gjarnan hvort þetta væri „móðins“ og ef ömmu líkaði ekki klæðnaður- inn þá lét hún það í ljós á sinn hátt. Amma Bergþóra átti það til að hugsa upphátt og úr því spruttu mörg spaugileg augnablik. Amma var mikil hannyrðakona, saumaði af stakri snilld og einnig var hún fær teiknari en þeirri list sinnti hún lítið hin síðari ár. Alltaf var gott að koma á Vest- urgötuna til ömmu og afa, ósjaldan voru þar á boðstólum nýbakaðar kringlur að hætti ömmu. Einnig koma upp í hugann jólaboðin og fjölskylduveiðitúrarnir í Flekku, en þá trítlaði amma um í gulum stígvélum og undi sér vel í faðmi fjölskyldunnar. Í raun má segja að hluti af ömmu hafi horfið þegar afi dó, en upp frá því hrakaði heilsu hennar og hafði hún síðustu árin notið ein- stakrar umönnunar á E-deild Sjúkrahúss Akraness. Með þessum orðum kveð ég ömmu Bergþóru og veit að nú líður henni vel. Minn- ingin um hana mun lifa í huga mér um ókomna tíð. Erna. Skrýtið þetta líf, fullkomið kraftaverk í upphafi, meginstefið fléttað bæði gleði og sorg, sigrum og ósigrum og svo er bókinni lokað án þess að maður viti hvernig hún raunverulega endar. Það er erfitt að sleppa hendinni af manneskju sem átti í mér hvert bein og bar hag minn og velferð fyrir brjósti í hvívetna. En þannig var sambandi okkar ömmu háttað, við tengdumst þessum böndum sem svo erfitt er að lýsa. „Ég á þig, mundu það,“ sagði hún einhverju sinni skömmu eftir að afi dó. Og þannig var það, hún átti mig á svo ótalmarga vegu. Það eru forréttindi að hafa feng- ið að búa með móður minni á heimili ömmu og afa á Vesturgöt- unni fyrstu ár ævi minnar og fá síðar að eyða hjá þeim ótal helg- um, ferðast með þeim á sumrin og fara í lax með allri stórfjölskyld- unni. Minningarnar eru óteljandi, hlýjar og mjúkar eins og amma, fjársjóður sem ég geymi. Ósjálfrátt koma ótal myndir og orð upp í hugann þegar horft er til baka og það er kannski undarlegt að sumt sér maður í skýrara ljósi nú en áður. Hún var svo ótrúlega lífsglöð, hafði þetta gleðiblik í brúnu augunum sínum, einhvern neista sem ómögulegt er að skil- greina, en gefur okkur hinum svo mikið. Hún var einlæg og hrein- skiptin og metnaðargjörn fyrir okkar hönd. Metnaðargjörn fyrir hönd móður minnar sem hún hvatti til náms, metnaðargjörn fyr- ir hönd okkar allra sem að lífi hennar komu og svo stolt af öllum okkar sigrum, stórum sem smáum. Ég átta mig einnig á því eftir á hversu sérstakt samband hennar og afa í raun var. Traust og ástríki í hverju augnatilliti þeirra á milli og virðing í öllum þeirra samskipt- um, það var einhvern veginn aldrei hægt að hugsa sér annað þeirra án hins. Ég treysti á að nú hafi þau hist aftur hinumegin. Góður guð varðveiti ömmu mína og blessi minningu hennar. Ég vona að hún hafi vitað hvað ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að. Bergþóra. Bergþóra Guðjónsdóttir eða Moggó, eins við höfum þekkt hana alla tíð, var ein af stórum systk- inahópi úr Garðastræti 13. Eftir er aðeins ein af þrettán börnum Hall- dóru Hildibrandsdóttur og Guð- jóns Jónssonar járnsmiðs, Regína móðir mín. Vafalaust hefur oft ver- ið hart í búi í Hildibrandshúsi og allir farið til vinnu sem vettlingi gátu valdið en líf og fjör hefur örugglega verið hjá fjölskyldunni á þeim bæ. Eins og við þekktum á árum áður þá var Moggó, með Jóni Eiríkssyni manni sínum, móð- irin með alla krakkana. Við sem vorum fá í heimili fannst gaman að koma í heimsókn þar sem margir voru að leik og starfi. Í huganum koma minningar um heimsókn til Vestmannaeyja á Heimagötuna, leikina á Melunum, fermingar á Akranesi ásamt veiðiferðum í Dal- ina. Myndin sýnir konu sem bar umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og sterka ábyrgðarkennd. Hún var stolt af sínum börnum og vel- gengni þeirra. Moggó var glað- lynd, stutt var í hláturinn hjá henni og hlýja sem mætti manni þegar hún var nálæg. Það var ánægjulegt að hafa náð að kveðja hana fyrir nokkrum vikum með systur hennar og Gretu mágkonu. Þar var enn stutt í hláturinn og hún mundi eftir systur sinni. Moggó hefur fengið hvíld eftir góða og farsæla ævi. Blessuð sé minning hennar. Andrés Magnússon. BERGÞÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR Von sú og vissa ég veit hún lifir, þér í brjóst blási blíðum friði. Sætt er að sofna sjúkur, þjáður vakna alheill við englasöng. (Hannes S. Blöndal.) Guð geymi þig, elsku amma. Vilhelm, Kristján, Þór og Jón Friðrik Guðjónssynir. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins: mbl.is (smellt á reit- inn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.