Morgunblaðið - 09.07.2004, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 09.07.2004, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 39 ÍSLAND endaði í 11. sæti í opnum flokki á Evrópumótinu í brids eftir góðan endasprett en íslenska liðið fékk m.a. 73 stig af 75 mögulegum í þremur síðustu umferðunun. Þetta er vel viðunandi árangur þótt auðvit- að hefði verið skemmtilegra ef liðið hefði verið með í baráttunni um efstu sætin. Ítalir unnu mótið sjötta árið í röð, sem er met. Yfirburðir ítalska liðsins voru í raun ótrúlegir og það hafði nánast tryggt sér sigurinn þótt þriðjungur væri eftir af mótinu. Ásamt Ítölum og Svíum áunnu Pól- verjar, Rússar og Englendingar sér þátttökurétt á næsta heimsmeistara- móti, sem fer fram í Portúgal haustið 2005. Ítölsku Evrópumeistararnir heita Lorenzo Lauria, Alfredo Versace, Norberto Bocchi, Giorgio Duboin, Fantoni Fulvio og Claudio Nunes. Þetta var sjötti Evrópumeistaratitill Laurias og hefur aðeins Georgio Belladonna unnið mótið oftar eða 10 sinnum. Bocchi og Duboin hafa unn- ið mótið fimm sinnum í röð en þetta var fyrsti EM-sigur Nunes og Fulv- ios. Þeir eru hins vegar heimsmeist- arar í tvímenningi. Þegar mótið var reiknað út sem Butler-tvímenningur voru þeir Bocchi og Duboin í efsta sæti, Nunes og Fulvio í 2. sæti og Versace og Lauria í 4. sæti af rúmlega 100 pör- um. Þeir Jón Baldursson og Þorlák- ur Jónsson voru í 12. sæti, Matthías Þorvaldsson og Magnús Magnússon voru í 28. sæti en Bjarni Einarsson og Þröstur Ingimarsson náðu sér ekki á strik í mótinu og enduðu í 95. sæti. Það er augljóst, þegar fylgst er með Ítölunum spila, að þar eru á ferð vel þjálfaðir spilarar, fullir sjálfs- trausts og einnig treysta þeir hver öðrum fullkomlega. Spilamat þeirra nýtur sín sérstaklega vel í sagnbar- áttu og vörn og allt virðist áreynslu- laust. Ágætis dæmi er þetta spil úr leik Ítala og Tyrkja, sem Ítalir unnu 25:5. Austur gefur, NS á hættu Norður ♠109543 ♥Á ♦K4 ♣ÁG1098 Vestur Austur ♠ÁG ♠K6 ♥42 ♥DG10853 ♦Á1087653 ♦G9 ♣76 ♣D32 Suður ♠D872 ♥K976 ♦D2 ♣K54 Við bæði borð spilaði suður 4 spaða eftir að austur hafði opnað á 2 hjörtum. Við annað borðið stakk tyrkneski spilarinn í vestur inn 3 tíglum en spilaði síðan út hjarta. Versace, sem var sagnhafi, tók slag- inn í borði með ás og spilaði spaða á áttuna. Vestur drap með gosa og tók nú tígulás og spilaði meiri tígli en Versace átti slaginn í borði og spilaði meiri spaða. Þegar trompið lá 2-2 var aðeins eftir að finna laufadrottn- inguna. Vestur spilaði sig út á hjarta og Versace tók með kóng og tromp- aði hjarta. Hann taldi nú líklegt að austur ætti skiptinguna 2-6-2-3 og lagði því af stað með laufagosann úr borði og hleypti honum. 10 slagir og 620 til Ítalíu. Við hitt borðið sátu þeir Fulvio og Nunes AV. Fantoni í vestur sagði aldrei frá tíglinum sínum og því er ekki víst að tyrkneski sagnhafinn hefði dregið sömu ályktanir og Vers- ace. En á það reyndi aldrei. Fantoni spilaði út tígulás og meiri tígli. Sagnhafi drap í borði og spilaði spaða á áttuna og gosann og þá spil- aði Fantoni einfaldlega þriðja tíglin- um; sá af trompslagnum að Nunes í austur ætti væntanlega spaðakóng- inn. Og Nunes trompaði með kóng, eins og um var beðið og spaðaásinn var fjórði slagur varnarinnar. 100 til Ítalíu og 12 stig. Tíu fyrstu slagirnir í vörn Það sáust ýmsar skrautlegar tölur á mótinu og m.a. var sett nýtt met á Evrópumótum þegar spilarar fóru tvívegis 3.400 niður. Í annað skiptið gátu Svíar skrifað þessa tölu í sinn dálk þegar andstæðingar þeirra lentu í misskilningi í sögnum og end- uðu í 6 hjörtum redobluðum og trompliturinn var fjórir hundar á móti eyðu. Íslendingar fengu einnig háa tölu í þessu spili í leiknum við Finna: Vestur gefur, NS á hættu: Norður ♠2 ♥32 ♦ÁK7 ♣KD87643 Vestur Austur ♠ÁDG87 ♠10954 ♥K54 ♥ÁD1097 ♦843 ♦G82 ♣52 ♣4 Suður ♠K83 ♥G86 ♦D1065 ♣ÁG10 Við annað borðið fengu þeir Þröst- ur Ingimarsson og Bjarni Einarsson góða tölu í NS þegar þeir sögðu og unnu 5 lauf; vörnin reyndi að taka tvo spaðaslagi og þá var hægt að henda hjarta í norðri niður í fjórða tígulinn. Við hitt borðið sátu þeir Jón Bald- ursson og Þorlákur Jónsson AV og Osmo Kiema og Jouni Juuri-Oja NS: Vestur Norður Austur Suður Þorlákur Kiema Jón Juuri-Oja 1 spaði 2 lauf 2 grönd 3 grönd pass pass 4 hjörtu pass 4 spaðar 4 grönd dobl// 2 grönd Jóns sýndu 4-litarstuðn- ing við spaðann og voru áskorun í geim. Jón vildi síðan ekki láta and- stæðingana spila 3 grönd, enda hætta á að þau ynnust. Hann sagði því frá hjartalitnum á leiðinni í 4 spaða og gat þá doblað 4 grönd með góðri samvisku; það er raunar ótrú- legt að Kiema skuli segja 4 grönd og síðan sitja í þeim dobluðum eftir þessar sagnir. Þorlákur spilaði að sjálfsögðu út hjarta og vörnin tók fyrstu 10 slagina á hálitina, 2.000 til Íslands og 21 stig. Ótrúlegir yfirburð- ur Ítala á EM í brids BRIDS EM í Malmö EVRÓPUMÓTIÐ í brids Guðm. Sv. Hermannsson ÞEIR Michael Adams (2.731) og Rustam Kasimdzhanov (2.652) tefla nú um heimsmeistaratitil FIDE í skák í Líbýu. Fyrstu skákinni af sex lauk með jafntefli, en Adams, sterk- asti skákmaður Breta, var með hvítt. Hann er 32 ára en andstæðingur hans, sem varla telst til þekktustu skákmanna heims, er 24 ára Úsbeki. Kasimdzhanov hefur staðið sig vel í keppninni til þessa og hefur sigrað þá Vassily Ivanchuk (2.716), Alexander Grischuk (2.719) og Veselin Topalov (2.737). Eftir þá frammistöðu er varla hægt að halda því fram að Michael Adams eigi sigurinn vísan í þessu ein- vígi, en hann sigraði Teimour Radj- abov (2.670) í undanúrslitum. Margir höfðu vonast til að sjá Topalov í úrslitunum, enda hafði hann teflt manna skemmtilegast fram að undanúrslitunum. Þar varð hann þó að láta í minni pokann fyrir Kas- imdzhanov. Eftirfarandi skák tefldi Topalov í fjórðungsúrslitum. Hvítt: Kharlov Svart: Topalov Biskupsleikur 1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 c6 4. Rf3 Be7 5. 0–0 d6 6. a4 0–0 7. He1 Rbd7 8. Rc3 Rc5 9. d4 exd4 10. Rxd4 a5 Nýr leikur. Þekkt er 10. – He8 11. Bf4 Bf8 12. e5 dxe5 13. Hxe5 Bg4 14. f3 Bh5 15. Hxe8 Rxe8 16. a5 Bg6 17. Be3 Rc7 18. De2 a6 19. Df2 De7 20. Rce2 He8 21. Bd2 R5e6 22. Rxe6 Rxe6 23. c3 Dc5 24. Dxc5 Bxc5+ 25. Kf1 Hd8, og svartur stendur betur (Heinemann-Enders, þýsku „Búnd- eslígunni“1999). 11. Bf4 Rg4 12. Be2 Rf6 13. Bf3 He8 14. Dd2 g6 15. h3 – Hvítur bíður átekta, en eftir 15. e5 dxe5 16. Bxe5 Rg4 17. Bf4 Bd7 18. h3 Rf6 19. Had1 Db6 20. Bg5 Be6 21. b3 hefði hann átt þægilegra tafl. 15. ... Rfd7 16. Had1 Bf8 17. g4!? Db6 18. Bg2 Re5 Peðið á b2 er baneitrað: 18. ... Dxb2?? 19. Hb1 Da3 20. Ha1 Db4 21. Heb1 og svartur verður að fórna manni á e4 til að halda taflinu áfram. 19. b3 Db4 20. Rde2 f6 21. Be3 h5 Topalov hefur miklar fórnir í huga, annars hefði hann leikið 21. ... Rf7. 22. f4 – Stöðumynd 1 22. ... Rxg4!? 23. hxg4 Bxg4 24. Dc1 f5 25. Hd4 Db6 26. Dd2 Dc7 27. Bf2 He6 28. Hc4 Hae8 29. Rd4 – Stöðumynd 2 29. ... Hxe4! Svartur bauð upp í dans og nú á hann ekki um annað að velja en að stíga dansinn af miklum móð. 30. Rxe4 Rxe4 31. Bxe4 fxe4 32. Hc3 – Eftir 32. Rxc6!? bxc6 33. Hcxe4 Hxe4 34. Hxe4 Kf7 35. c4 Bf5 36. He2 á hvítur unnið tafl, sem ef til vill er einfaldara að tefla en framhaldið í skákinni. 32. ... d5 33. Hg3 Bd6 34. Be3 Dd7 35. c3 – Hann virðist mega taka peðið á a5, en hann vill ekki eyða tíma í það og eiga yfir höfði sér, að svartur leiki c5 og d4. Einnig virðist 35. Dxa5 g5 geta orðið hvíti hættulegt, en það dugar varla: 36. Dd2 Hf8 37. Hf1 gxf4 38. Bxf4 Df7 39. Re2 Kh7 40. Hxg4 hxg4 41. Hf2 o.s.frv. 35. ... Hf8 36. Hf1 b6 37. Hf2 c5 38. Rb5 Bb8 39. Hfg2 g5 40. Hf2 – Ekki gengur 40. fxg5? Bxg3 41. Hxg3 h4 42. Hg2 Bf3 43. Hf2 Dh3 44. Dxd5+ Hf7 45. Dd8+ Kg7 og svartur vinnur. 40. ... Kg7 41. Dc1 – Þegar hér var komið skákinni átti hvítur hrók yfir og betri tíma, en hann fer á taugum í framhaldinu. Í þessari stöðu hefur verið mælt með 41. Hgg2!? sem besta leiknum, en ekki er auðvelt að sýna fram á, hvernig hvítur á að notfæra sér liðsmuninn, t.d. 41. ... Kg6 42. Ra3 (42. fxg5 Bf3 43. Ra3 Bxg2 44. Hxf3 Bf3! virðist a.m.k. jafnt fyrir svart) 42. ... Hf5 43. Rc2 Dd6 44. fxg5 Bf3 45. De1 og líklega er staðan nokkuð jöfn. 41. ... Kg6 42. Df1 Hf5 43. Hgg2 Df7 44. fxg5 Bf3! 45. Hh2 Bxh2+ 46. Hxh2 – Stöðumynd 3 46. ... Hf4!! Svartur fórnar skiptamun til við- bótar, en það er líka eina leiðin til að halda taflinu gangandi. 47. Bxf4 Dxf4 48. Hg2? – Hvítur getur þvingað fram jafntefli með 48. Dh3 Bg4 (48. ... Dxg5+ 49. Kf2 Dd2+ 50. Kg3 Dg5+ 51. Kf2 Dd2+, jafntefli) 49. Df1 o.s.frv. 48. ... h4! 49. De1 – Eða 49. Hb2 Dxg5+ 50. Hg2 Bxg2 51. Dxg2 h3! 52. Dxg5+ Kxg5 53. Kh2 Kg4 (53. ... e3 54. Ra3 e2 55. Rc2 Kg4 og svörtu peðin verða hvíti óviðráð- anleg. 49. ... e3! 50. Hh2 Dxg5+ 51. Kf1 h3 Stöðumynd 4 52. Db1+ – Hvítur er varnarlaus, þótt hann eigi heilan hrók yfir! T.d. 52. Rd6 (52. Hxh3?? Dg2+ mát) 52. – Kf6 53. Rc8 Be4 54. He2 Dg4 55. Rxb6 Df3+ 56. Hf2 Dxf2+ 57. Dxf2+ exf2 58. Kxf2 h2 59. b4 h1D o.s.frv. 52. ... Be4 53. Db2 – Eða 53. Dd1 Df4+ 54. Ke1 (54. Kg1 Dg3+ 55. Kf1 Bg2+) 54. – Dg3+ 55. Ke2 (55. Kf1 Bg2+) 55. – Bf3+ og svartur vinnur auðveldlega. 53. – Bd3+ og hvítur gafst upp. Staða hans er rjúkandi rústir, eftir 54. De2 (54. He2 Dg2+ 55. Ke1 Dg1+ mát) 54. – Df4+ 55. Ke1 Bxe2 56. Hxe2 h2 o.s.frv. Hvað getur maður sagt um slíka taflmennsku í útsláttarkeppni um heimsmeistaratitil? Merkilegast er, að Topalov dugði jafntefli til að kom- ast áfram í keppninni! Óvænt hjá skákforritunum Þann 4.–12. júlí stendur yfir heims- meistaramót skákforrita og fer mótið fram í Ísrael. Þremur umferðum af ellefu er lokið. Junior er í efsta sæti með 2½ vinning, en fimm forrit deila öðru sætinu með 2 vinninga: Shredd- er, Crafty, Diep, Falcon og Jonny. Fritz verður hins vegar að gera sér næstneðsta sætið að góðu og hefur einungis náð einum vinningi. Það er athyglisvert, að íslenski fán- inn blaktir við hún fyrir utan bygg- inguna þar sem skákmótið fer fram þótt ekkert skákforritanna tengist Ís- landi. Ástæðan er sú, að samhliða heimsmeistaramótinu fer fram Ól- ympíumót tölva og fjórða alþjóðlega ráðstefnan um tölvur og leiki. Þar kemur Íslendingur við sögu, bæði á Ólympíumótinu og ráðstefnunni, en það er doktor Yngvi Björnsson, dós- ent við Háskólann í Reykjavík. Hann er einn fróðasti Íslendingurinn á þessu sviði, hefur lengi tengst tölvu- skák og er góðkunningi höfunda margra þekktustu skákforritanna sem keppa á heimsmeistaramótinu. HM í skák: Adams og Kas- imdzhanov tefla til úrslita SKÁK Trípólí, Líbýa HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Í SKÁK 18. júní–13. júlí 2004 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Stöðumynd 1 Stöðumynd 4Stöðumynd 3 Stöðumynd 2 dadi@vks.is Stíflulosun og röramyndun Ásgeirs sf. Skolphreinsun Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. s. 892 7260 og 567 0530, f. 587 6030 FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.