Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 44
MENNING 44 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ og spurði mig síðan upp úr þurru hvort ég hefði áhuga. Ég hugsaði bara með mér: „Hvers vegna ekki?“ og sló svo til.“ Þar sem hlutverk Huds er greinilega skrifað fyrir svartan leikara liggur beint við að spyrja Hilmi hvort hann verði farð- aður svörtu meiki frá toppi til táar líkt og Ingvar Sigurðsson var á sín- um tíma. „Nei, við ákváðum að fara aðra leið,“ segir Hilmir leynd- ardómsfullt og meira næst ekki upp úr honum. Svo mikil gleði tengd þessu verki Nú þekkist þið Rúnar Freyr vel, hafið til að mynda leikið mikið sam- an. Hvernig er að vinna undir hans leikstjórn? „Það er alveg frábært, enda er hann mjög góður og svona ekta leikaraleikstjóri, en það er oft gaman að fá leikara í leikstjórn- arstólinn því þeir leikstýra á svolít- ið annan hátt. Ég get ekki sagt annað en að ég sé afar ánægður með hann og stoltur af honum, enda er þetta fyrsta leikstjórn- arverkefni hans.“ En finnst Hilmi verkið tala jafn- sterkt til áhorfenda í dag og þegar það var frumsýnt fyrir rúmum þremur áratugum? „Ég held að svona verk, sem fjallar um ást og kærleika, ógnir stríðsins og and- stöðu fólks gegn styrjöldum, hljóti alltaf að tala til okkar og eiga er- indi. En þó í verkinu megi finna ádeilu á stríð þá er þetta fyrst og fremst skemmtilegur rokksöng- leikur þar sem finna má hvert stórnúmerið á fætur öðru, þannig að það getur ekki annað en verið gaman. Svo er líka eitthvað alveg sérstakt við Hárið, það er alltaf svo mikil gleði tengd þessu verki þann- ig að andrúmsloftið í kringum upp- færslu á því einkennist hreinlega af meiri ást og vináttu.“ Aldrei nægilega deilt á stríð Með hlutverk Dionne fer Unnur Ösp Stefánsdóttir, en hún er jafn- framt einn framleiðenda sýning- arinnar. Spurð hvers vegna Hárið hafi orðið fyrir valinu segir Unnur margar ástæður liggja þar að baki. „Maður er auðvitað alltaf að reyna að vera hugsjónamanneskja og ég sé sterka samsömun milli ádeil- unnar í verkinu og þess hvernig ástandið er í heiminum í dag. Sem leikara gefur það manni alltaf miklu meira að hafa eitthvað að segja og setja upp verk sem skila einhverju til fólks. Ég held að það verði aldrei nægilega deilt á stríð og að gera það í formi söngleiks, með leik, söng, dans og gleðina að vopni, er frábær leið. Þess utan er þetta náttúrlega algjört „sjóv“ og góð afþreying.“ Nú virðist ávallt myndast afar góður andi hjá leikhópum sem setja upp Hárið. Hvernig heldur þú að útskýra megi það, er þetta bara eitthvað sem fylgir verkinu? „Ég held að það sé alveg nauð- synlegt að ná fram þessum góða og kærleiksríka anda verksins í leik- hópnum sjálfum til að geta miðlað honum til áhorfenda. Því verkið fjallar náttúrlega númer eitt, tvö og þrjú um ákveðinn tíðaranda og þessi tíðarandi er eitthvað sem við ungu krakkarnir í sýningunni náð- um ekki einu sinni í skottið á, bara foreldrar okkar. Við höfum því ver- ið afar dugleg að hrista hópinn saman og skapa hið gagnkvæma traust sem ríkja þarf milli allra. Fyrir mér gengur Hárið fyrst og fremst út á hópandann og við höf- um því lagt mikla áherslu á að það er ekkert sem heitir aðal eða auka, það verða allir að skila sínu 100% og búa yfir ótakmarkaðri gleði yfir því sem þau eru að gera, hvort sem er að leika, dansa eða syngja. Með þessu móti tekst að skila þessum anda sem einkenndi hippa- tímabilið.“ Töff hugmynd Helgi Rafn Ingvarsson, sem flestir ættu að muna eftir úr Idol- stjörnuleitinni, syngur í kórnum og fer með hlutverk Krissa. Athygli hefur vakið að honum var falið að syngja lagið um Frank Mills, sem oftast nær, ef ekki nær eingöngu, hefur verið flutt af söngkonum í gegnum tíðina. Aðspurður segir Helgi það leggjast mjög vel í sig að syngja þetta ástsæla lag. „Fyrst þegar ég var beðinn um að syngja það fannst mér það reyndar svolítið skrýtið, en lét auðvitað tilleiðast og þetta kom það vel út að ákveðið var að halda þessu, enda töff hugmynd að fara svona nýja leið með lagið.“ Spurður um æfingatímabilið seg- ir Helgi það hafa verið afar skemmtilegt, en líka mjög krefj- andi. „Þetta er búið að vera ótrú- lega gaman en líka nokkuð erfitt, með því á ég við að þetta hefur ver- ið skemmtilega krefjandi. Þetta hefur í rauninni verið algjör draumavinna þar sem maður vakn- ar á morgnana og hlakkar til að fara að æfa og á kvöldin þegar maður er að fara að sofa eftir lang- an dag þá hlakkar maður til að vakna næsta morgun og mæta á æfingu,“ segir Helgi að lokum. Hippastemningin ræðursvo sannarlega ríkjum íAusturbæ þessa dag-ana, en í kvöld verður söngleikurinn Hárið í leikstjórn Rúnars Freys Gíslasonar frum- sýndur þar. Meðal leikenda í sýn- ingunni er Hilmir Snær Guðnason sem sló svo eftirminnilega í gegn í hlutverki Bergers í uppfærslu Balt- asars Kormáks fyrir tíu árum, en í sýningunni nú fer Hilmir með hlut- verk Huds og Björn Thors hlutverk Bergers. Þar sem leikurum gefst sjaldan kostur á að taka þátt í fleiri en einni uppsetningu á sama verk- inu leikur blaðamanni forvitni á að vita hvernig Hilmir upplifir upp- setninguna nú. „Þegar við byrj- uðum að æfa var þetta svolítið nostalgískt og ég fékk ákveðið „flassbakk“ aftur í tímann fyrst þegar ég fór að heyra lögin á æf- ingum. En svo vandist þetta mjög hratt, enda um allt aðra uppsetn- ingu að ræða.“ En hvað varð til þess að Hilmir ákvað að taka þátt í Hárinu öðru sinni? „Þetta gerðist nú eiginlega bara í einhverju bríaríi. Við Rúnar vorum oft að ræða saman um upp- setninguna fyrr í vetur og hann að segja mér frá sínum pælingum í tengslum við verkið. Dag einn var hann síðan að velta fyrir sér hvern hann ætti að láta leika svertingjann Leikhús | Rokksöngleikurinn Hárið frumsýndur í Austurbæ Ástin og vináttan ráða ríkjum silja@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Guðjón Davíð Karlsson í hlutverkum sínum. Hluti gengisins. Jeanie (Ilmur Kristjánsdóttir), Hud (Hilmir Snær Guðna- son), Dionne (Unnur Ösp Stefánsdóttir) og Voffi (Guðjón Davíð Karlsson). Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. 10. júlí kl. 12.00: Christian Schmitt orgel 11. júlí kl. 20.00: Þýski orgelsnillingurinn Christian Schmitt leikur verk m.a. eftir Bach, Jón Ásgeirsson og Lizst. Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ Staðartónskáld: John Tavener Kl. 14:00 Erindi í Skálholtsskóla: Dr. Pétur Pétursson prófessor fjallar um verk Johns Taveners. Kl. 15:00 Hymni Schuons (frum- flutningur) o.fl. verk eftir John Tavener. Flytjendur: Kammerkór Suðurlands og Steingrímur Þórhallsson orgel. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Kl. 17:00 Barokktónlist eftir H.I.F. von Biber, A. Vivaldi o.fl. Flytjendur: Ann Wallström barokkfiðla og Mayumi Kamata semball. SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ KL. 15:00 Endurflutt dagskrá frá laugardegi kl. 17:00. Kl. 17:00 Messa: Kammerkór Suðurlands flytur tónlist eftir John Tavener í messunni. AÐGANGUR ÓKEYPIS SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTSSKIRKJU 26. júní - 2. ágúst 2004 ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008. lau. 10. júlí kl. 16.30 upps. fim. 15. júlí kl. 19.30 fim. 22. júlí kl. 19.30 Yfir 8000 miðar seldir lau. 10. júlí kl. 19.30 upps. fös. 16. júlí kl. 19.30 Fös 09.07 20 :00 UPPSELT Lau 10 .07 20 :00 UPPSELT F im . 15 .07 20 :00 ÖRFÁ SÆTI Fös . 16 .07 20 :00 LAUS SÆTI Lau . 17 .07 20 :00 ATHUGIÐ ! SÝNINGIN ER EKKI V IÐ HÆFI BARNA á Kringlukránni í kvöld Rokksveit Rúnars Júlíussonar Sumardansleikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.