Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 10
Sigmunclur Eyjólfsson frá Húsatóftum Fæddur 13.9 1923. Dáinn 23.4 1970. Bljúg í lund, á lífs míns stóru stund, stend ég nú og finn mitt vegið pund. í anda flýg ég vinur, þýtt til þín, þetta er hinzta kveðju- stundin mín. Við lifðum vinur saman seytján ár, saman felldum gleði- og hryggðartár. Þú varst sannur, bæði í sorg og raun, samúð veittir. — Blessun hlauzt í laun. Hlýr og glaður. Trúr í verki varst, vissulega raunir ýmsra barst. Mildin hlýja batt um sviða-sár, .saknaðar, hjá þeim, er feildu tár. Sambúðina ávallt þakka þér, það sem varst — og ert — og verður mér. Minninganna lifa Ijósafjöld, lýsir, — skín í gegn um rökkurtjöld. Efnis-hjúpur, lagður lágt, í mold, hjá ljúfri fóstru vorri, — ísafold. Sóli-n hafin upp á æðri svið, í unað, frið og glaða sólskinið. Bíð og vona. Hugsa til þín heim, horfi bljúg í stjörnu- bláan geim. Merki þlnu skal ég halda hátt, hugga þjáða, lifa glöð og sátt. Vertu sæll. Ég kveð með þýðri þökk, þakkir flytur sálin, mild og klökk. Vertu sæll, ég fel þig hendi hans, heilag-leikans, milda frelsarans. Ort í orðastað eiginkonu. Þ.J. t Lúðurhljómur. — Kallið komið er, kveðju vora sál og hugur ber. Þökkum allt, sem varstu vinur, oss, — vináttunnar þinnar milda hnoss. Minninganna leiftur, — Ljósafjöld. — lýsa skær, í gegn um rökkurtjöld. Aldrei gleymist mætUst minning þín, minning fögur eins og Ijósið skín. Ávallt hinna smáu, vinur varst, vináttunnar hreinu dyggðir barst. Áttir trúverðugan, skyggðan skjöld, skai nú óma þökk vor, þúsundföld. Til þín sendum öll af kærleik kiökk, kveðju vora ljúft, með ástarþökk. Þökkum vinur ljós, sem liðið er, Ijósið barstu skært, í hjarta þér. Verlu sæll. — Þig verndi góður guð, göfug minning þín, er margblessuð. Vertu sæll. — Þú ert oss farinn írá, friður Drottins æ þér dvelji hjá. Fjölskyldan í Skálatanga, Innri-Akraneshreppi. Þ.J. hellti gullnum geislum sínum yfir snæviþakin fjöll Dalabyggðar, var eitt barna hennar að ljúka göngu sinni á lífsins vegi, amma mín, Guðbjörg Jónsdóttir frá Hrútsstöð um. Örðugur var síðasti áfanginn. En nú hefur hrörlegur likami hennar fengið hvilu í Hjarðarholti heima á æskuslóðum, þar sem hún sem barn lék handan við ána. Þótt amma ætti margar ham- ingjustundir á hinum björtu víð- áttum lífsins, var hún oft vegfar- andi í myrkviðum þess. Hún ólst upp við hin erfiðu iífskjör fyrri aidar. Tólf ára gömul missti hún föður sinn, og það varð hlutskipti hennar að fara til vandalausra. Hún mátti seinna sjá af ungum syni í blóma lifsins, og lífsþráður eiginmanns hennar var til enda spunninn 14 árum fyrr en henn- ar eigin. En þeirra sólskinsstunda, er hún átti með eiginmanni, börn- um og barnabörnum, naut hún í gleði og þökk. Það að vera bundin rúrninu og stólnum í áratugi þurrkaði ekki lífslind hennv Þrá bennar til að lifa var ætíð jafn sterk. Veröld hennar var ekki aðeins herbergið og það, sem gerðist fyrir utan gluggann hennar. Hún las um dagsins viðburði og fylgdist með umbrotum hinnar nýju aldar. Amma eignaðist marga vini, ekki sízt meðal barna, sem sóttu hana heim, því að hún var ávallt reiðubúin að heilsa þeim létt í skapi. Iljá henni var svo auðvelt að gleyma ys og þys dagsins. Ég mun ávallt minnast lærdómsríkra frásagna hennar úr lífi hennar sjálfrar frá árum, er lágu langt að baki. Það var svo auðvelt að skyggn- ast inn í leyndardóma liðinna tima gegnum frásagnir hennar. Allir hlutir fengu sína tilteknu mynd, sem stóðu mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Amma var sterktrúuð kona. Trú in var vegur hennar og leiðarljós. Þótt hún fengi ekki að lifa þetta sumar með okkur, er það von mín, að hennar bíði sælla sumar, og að hún fái að líta víðlend veldi vona og drauma. Með þessum fáu kveðjuorðum úr fjarlægð vil ég þakka henni allt E.S. 10 fSLENDINGAÞÆTriR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.