Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 9
MINNING GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR FRÁ HRÚTSSTÖÐUM Fædd 13. júlf 1876. ,Dáin 23. apríl 1970. Skin og skúrir skiptust á á ævi Guðbjargar Jónsdóttur. Líf fá- tækra alþýðukvenna á síðustu ára- tugum aldarinnar, sem leið, og fyrra helmingi þessarar aldar var sjaldan neinn dans á rósum. Ár- ferði var oft hart til lands og sjáv- ar, og framfara og taekni nútim- ans var lítt eða ekki farið að gæta 1 sveitum landsins til að létta kjör almennings. Lífsbaráttan var hörð, og þeir, sem heltust úr lestinni, áttu sér fárra kosta völ. Hjá því varð þess vegna ekki komizt að berjast upp á líf og dauða við oft á tíðum harla erfið lífskjör. Ouðbjörg var ekki gömul þeg- ar hún og hennar fólk sættu harð- ræðum lífsins. Systkinin voru tólf, aðeins helmingur þeirra komst á legg, hin dóu öll í bernsku. Hún Var um fermingaraldur, þegar hún missti föður sinn með hryggi- legum hætti: hann varð úti í kaup- staðarferð. Guðbjörg Jónsdóttir fæddist I brándarkoti í Laxárdal. Dalasýslu, 13. júli 1876. Foreldrar hennar voru: Jón bóndi Jónsson. Árnason ®r, frá Glerárskógum, og kona hans Solveig Jónsdóttir Vigfússon ®r frá Dröngum á Skógarströnd. Börn þeirra urðu 12 eins og áður sagði. Guðbjörg ólst upp í fæðingar- sveit sinni. Um skólagöngu og ttienntun var, að sjálfsögðu, ekki ®ð ræða, þótt nægar hefði hún 'gáfur og vilja til slíks. Bæði var Það, að fjárhagur le.yfði ekki slíkt, og auk þess var það sízt í tizku ^ þeim tímum, að stúlkur hlytu ^lsögn að neinu tagi umfram hið ðaglega amstur og búskaparstúss. Mun Guðbiörg frænka mín þó hafa þráð það alla ævi að njóta fræðslu og lestrar, og til þess var hún sérstaklega vel hæf sókum gáfnafars og allrar andlegrar gerð ÍSLENDINGAÞÆTTIR ar. Hún varð snemma gervileg stúlka og frið sýnum. Hún giftist 26. júni 1907, Böðv-. ari Marteinssyni Magnússonar frá Hamraendum í Stafholtstung- um, en móðir Böðvars var Hall- fríður Þórðardóttir, Steinþórsson- ar frá Innra-Hólmi á Akranesi. — Böðvar var merkilegur maður fyr- ir ýmissa hluta sakir,- mikill og stórhuga f;jörmaður. Sá maður var, að eðlisfari, tæplega vel lagaður til þess að berjast við fátækt og kröpp kjör. Honum hefði hentað betur að hafa mikil umsvif og hafa stórframkvæmdir með hönd- um. Slikur var stórhugur hans alla tíð. þótt ævikiörin leyfðu hon- um aldrei að njóta þeirra hæfi- Ieika. Börn þeirra Guðbjargar og Böðvars voru: Árni, mikill efnis- maður, sem lézt af slysförum, kornungur, Solveig, ekkja Stefáns Hjartarsonar frá Hjarðarholti, og Hallfríður, gift Svavari Jóhannes- syni. Þær systurnar eru báðar bú- settar í Kópavogi. Guðbjörg og Böðvar settust að í Búöírrdai og bjuggu þar um nokkurra ára skeið. Á þeim árum fékkst Böðvar allmikið við smíðar, en hann var járnsmiður góður, og mun hafa haft allmikla stoð af þeirrí iðn. En árið 1920 bregða þau á það ráð að hefja búskap á Hrútsstöð- um, sem þá voru í eyði, og varð Böðvar því að byggja upp öll hú° bæði íbúðarhús og peningshus. Jörðin var lítil, og búið því aldrei stórt, en eins og áður er sagt, hafði Böðvar jafnan nokkra stoð af smíðum. Þau fluttust í Kópa- vog 1954 og þar lézt Böðvar tveim- ur árum síðar. Fyrir allmörgum árum varð Guðbjörg fyrir-því slysi að bein- brotna illa, og mátti heita farlama manneskja upp frá því. En þetta nýja böl sitt bar hún með því æðruleysi og rósemd, sem virtist bæði meðfædd og tamin. Síðustu árin dvaldist hún á heimili Hall- fríðar dóttur sinnar ög manns hennar, umvafin umhuggju og ást ríki dætra sinna, tengdasonar og barnabarna. Ævikvöld hennar var friðsælt og 'kyrrlátt eftir langt og að mörgu léyti mótdrægt líf, sem átti sér auðvitað líka sínar björtu hliðar. Þegar ég nú hugleiði minningu Guðbjargar föðursystur minnar, virðist mér að það, sem einkenndi hana einkum, hafi verið rótgróin og eðlislæg prúðmennska, grund- Völluð á djúpri trúartilfinningu og virðingu fyrir lífi og tilfinningum samferðamannann'a. Hún var göf- ug kona af traustum stofni og sjálf traustur stofn í hrjóstrugum jarðvegi og þröngum kjörum. Hún var hlédræg og allra manna yfir- lætislausust. Samt verður minning hennar ætíð skýr og yfirbragðs- mikil í hugum þeirra, sem þekktu hana bezt. Ragnar Jóliannesson. Kveðja frá barnabarni. Er sumardagurinn fyrsti rann tpp bjartur og fagur, og sólin 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.