Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 22
KRISTINN P. BRIEM FYRRUM KAUPMAÐUR Hinn 18. dag júnímánaðar s.l. lézt á Landspítalanum, Kristinn P. Briem fyrrum kaupmaður á Sauð- árkróki, á 83ja aldursári. Kristinn var svo gagnmerkur mannkostamaður, að ég má ekki án þess vera að senda honum nokk ur kveðjuorð yfir landamærin. Hann fæddist í Reykjavík 8. október 1887, sonur páls Briems síðar amtmanns og fyrri konu hans Kristínar, dóttur Guðmund- ar óðalsbónda og útgerðarmanns á Auðnum á Vatnsleysuströnd. Ekki rek ég hér ættir þeirra hjóna. Páll Briem var þjóðkunnur mað- ur, sonur Eggerts Briems, hins vinsæla sýslumanns Skagfirðinga, en Kristin kona Páls vár að miklu leyti komin af gildum bændum og útgerðarmönnum á Vatnsleysu- strönd. Kristín dó 24. október 1887. Var Kristinn skírður við kistu hennar og látinn heita eftir henni. Var hann síðan tekinn i fóstur af móð- urforeldrum sinum á Auðnum. Ólst hann þar upp til sex ára ald- urs. Siðan var hann ýmist með föður sínum eða á Auðnum. Sagð- ist hann hafa mjög sótzt eftir að vera á Auðnum, þar sem hann naut sérstakrar hlýiu og góð- vildar. Hann rakti æskuminninear sínar frá Vatnslevsuströnd i frá- sögn, er birtist á pr»nti fyrir skömmu fW«imdragi 1967). Árið 1895 fluttist Kristinn með föður sínum og seinni konu hans, Álfheiði Briem, til Akureyrar, en þar tók Páil Briem við amtmanns- embætti. Var i ráði, að Kristinn gengi i Lsmða skóiann. Er það auð sætt af þvf, að faðir hans bvriaði að kenna bonum latínu. áður en drengurinn var fermdur Tók hann að bví búnú inntökuoróf í Lærða skóiann. en vesna van- heilsu bano vnr hnrfið frá bvf námi. ílnmir Srum gekk Kríst inn f Gavnfr-miaoofróla Akurevrar 1902. Lauk hann baðan prófi á til- settum tima vorið 1904 og reynd- ist hann í fremstu röð námsmanna, jafnvígur á allar námsgreinar. Þetta sumar fluttist Kristinn með föður sínum til Reykjavíkur, því að þá varð Páll Briem banka- stjóri fslandsbanka. Naut haas skemur við en skyldi, því að hann lézt 17. desember 1904. Enn hélt Kristinn áfram námi i Reykiavík (aðallega í ensku og dönsku). Hafði hann þá ákveðið i samráði við föður sinn að snúa sér að verzlunarstörfum. Vann hann við verzlunina Edinborg í Revkiavík þrjú ár, að síðustu á skrifstofu. Árið 1908 fór hann til Edinborgar í Skotlandi og var bar briú ár á skrifstofu hiá eigendum Edinborearverzlana á fslandi. firm ans Conlanfi & Berrie Vann hann har rrmst að bvi að bvða á ensku folori7k bréf. sem komu frá verzl- unum firmans á íslandi Einnig vann hann hiá gialdt-eranum við ro'kninea Þegar á rn'lli var frá skvldustörfum, stundaði hann tungumálanám. Að þessum tlma liðnum kom Kristinn heim til íslands. Árið 1911 kvæntist hann Kristínu, dótt- ur Björns óðalsbónda Péturssonar á Hofstöðum í Skagafirði. Var hún gagnmerk sæmdarkona, fríð sýn- um og skörungur í gerð. Má full- yrða, að þau góðu hjón voru hvort öðru samboðin. Er hún látin fyrir nokkrum árum. Börn þeirra hjóna, talin eftir ald ursröð voru: PáU Jakob Briern, deildarstjóri í Búnaðarbankanum, kvæntur Jónínu Jóhannsdóttur. Björn Guðmundur Briem, ókvænt ur, stuudar fjölritun. Una Kristín Briem, lézt á barnsaldri. Gunn- laugur Eggert Briem, sakadómari, kvæntur Hjördísi Ágústsdóttur Kvaran. Elín 'Rannveig Briem, gift Sigurði Sveinssyni, lögfræðingi. Öll eru þau systkinin vel mennt og mannvænleg. ,Auk eigin barna ólu þau hjón upp þrjú fósturbörn: Sverri Briem trésmið, sonarson sinn, Ásthildi Sigurrós Ólafsdóttur, bankaritara, og dóttur hennar Kristinu Mar- grétu Inehcombe, sem búsett er erlendis. Vorið 1912 fluttust þau Briems- hjón til Sauðárskróks, þar sem hann stofnaði verzlun, sem hann rak tæp fimmtíu ár. Á Sauðárkróki naut Kristinn P. Briem virðingar og vinsældar. Þótt hann vildi jafnan komast hjá opinberum störfum, þá tókst hon- um það ekki. Hann naut almenns trausts vegna góðra gáfná og gjör- hygli, hollvilja og framsýni. Hann átti sæti í hreppsnefnd Sauðárkróks um nokkurra ára skeið og naut bar mikils álits. Þó neitaði hann að taka bar við end- urkiöri, þótt eftir væri leitað. Hann var f yfirkjörstjórn Skaga- fiarðarsýslukiördípmis um skeiíi og síðar kosinn af alþingi f vfirkiör- stiórn Norðurlandskiördæmis vestra. Einnig var hann kosinn af sýslunefnd í stjórn Sparisjóðs 22 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.