Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 30

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 30
ÁTTR/EÐUR: MAGNÚS SUMARLIÐS MAGNÚSSON FYRRUM BÓNDI í HRAUNHOLTUM í HNAPPADAL Lífsbaráttusögur íslenzkra ein- yrkjabænda í harðbýlum sveitum hafa löngum verið hver annarri lík ar í höfuðdráttum, en um þá stétt manna má þó segja hið sama og sagt hefur verið um íslenzku bæ- ina, að þar á hver og einn sína sög með óteljandi atvikum og tilbrigð- um, og ein þeirra er sú, sem hér verður sögð. Magnús Sumarliði fæddist 1 maí 1890 að Hallkelsstaðahlíð í Hnappa dal og voru foreldrar hans búandi hjón þar, Magnús Magnússon og Sigríður Herdís Hallsdóttir. Magn- ús var sonur Magnúsar bónda í Mýr dal í Kolbeinsstaðahreppi, Guð- brandssonar á Þórólfsstöðum í Dalasýslu, Andréssonar, en kona Magnúsar Guðbrandssonar og móð ir Magnúsar í Hallkelsstaðahlíð var Jófríður Guðmundsdóttir, Hákon- arsonar, bróðurdóttir Hákonar skálds í Brokey á Breiðafirði. Sig- ríður Herdís var dóttir hjónanna Halls Björnssonar frá Torfustöð- urn og Guðrúnar Gunnlaugsdóttur frá Óspaksstöðum. Þau bjuggu á ÓsDaksstaðaseli og þar var Sigríð- ur Herdis fædd. Magnús Sumarliði ólst upp hjá komið í starfi hennar. Hún hefir verið heilladísin á manndómsárum Jóhannesa'r. Þau eignuðust þrjá syni: Guðjón læknir dvelur nú er- lendis. Stefán bóndi á Kleifum. Hermann bóndi á Kleifum og kennari á Laugum í Hvammssveit. Er þau hjónin á Kleifum, líta yfir farinn veg er margs að minn- ast, og vel mega þau, við una,- Uppbygging erfðaóðalsins, hefir verið gjörð, sem sjón ber vitni. Og enn er ekki dagur að kveldi, svo enn má vænta afi hugur manns og gróður iarðar eigi eftir að starfa saman, að meiri afrekum. Megi svo verða. Með ósk um friðsælt og fagurt ævikvöld. öuðbr. Benediktsson. foreldrum sínum og var hjá þeim fram yfir tvítugsaldur, að öðru leyti en því, að hann var tíma og tíma annars staðar, bæði í sveit og við sjó, eftir að hann hafði úttekið þroska sinn. Ekki var um skó’a- göngu að ræða fyrir Magnús og það lá í hlutarins eðli, að hann varð að taka sinn þátt í öllum heimilisstörfum á hverjum tíma. Það hentaði ekki að sitja auðum höndum, þvi heimilishaldið þurfti mikils með. Systkinin á bænum voru 9 að tölu og var Magnús Sumarliði þeiri*a næst elztur, þar að auki voru þrjú eða fleiri fósturbörn á heimilinu í lengri eða skemmri tíma. Vorið 1912 hóf Magnús Sumar- liði búskap á Hafursstöðum í Hnappadal og með honum tvö af systkinum hans. Höfðu þau þá með dugnaði og reglusemi aflað sór nokkurra efna í búpeningi. Sá bú- skapur þeirra stóð í tvö ár. Vorið 1914 urðu þau, eins og margir aðr- ir, fyrir miklum skaða á sauðfén- aði. Lítil og illa verkuð hey eftir mikið votviðrasumar 1913 olli van- fóðrun og sjúkdómum i búpeningi veturinn eftir. Þar á ofan komu vorharðindi 1914, er leiddi til fell- is á fullorðnu fé, og unglömb dóu unnvörpum. Magnús segir, að þá um veturinn og vorið hafi þau systkinin á Hafursstöðum misst 90 kindur yngri og eldri. Vorið 1914 fékk Magnús til ábúð ar hluta í Bíldhóli á Skógarströnd og fluttist þangað. Var hann þá heitbundinn og kvæntist sama ár, Borghildi dóttur hjóna á Bílduhóii Jónasar Guðmundssonar og Önnu Jónsdóttur. Búskapur þeirra ungu hjónanna á Bíldubóli var skemmri en búizt var við, eða aðeins eitt ár. Og vorið 1915 keyptu þau Hraun- holt í Hnappadal og fluttust þangað sama ár. Þar bjó Magnús síðan ó- slitið til 1965, eða i rétt 50 ár. Hafði hann þá verið ekkjumaður í 37 ár, börn hans öll farin að eiga með sig sjálf og farin að heiman fyrir löngu, nema ein dóttir, er lengst af hafði verið í föðurhúsum, ógift, en átti tvö börn, er fengu uppeldi í Hraunholtum hjá móður sinni og afa. Magnús var nú orðinn hálfátt- ræður að aldri og tekinn að kenna aldurdóms vinnulúa og gigtvoiki eftir mikið ævistarf, svo að hann treysti sér ekki lengur til búsýslu. Leigðu hann þá jörð sína, 'keypti sér íbúð í Reykjavik og settist þar að ásamt dóttur sinni. Börn Magnúsar og Borghildar eru þessi: Sigríður, dó 14 ára göm- ul. Sigríður húsfreyja Jóhanns Ein arssonar bónda' í Efra-Langholti í Hrunamannahreppi. Jónína hús- freyja Árna Vilbergs bifreiðastjóra Rauðalæk 32, Reykjavík. Jónas húsasmíðameistari sama staðar, kvæntur Sigríði Þorkelsdóttur. Anna, ógift. Býr með föður sín- um, Jósúa bifvélavirkjameistari, Reykjavík, kvæntur Erlu Gunnars- dóttur, Guðlaug húsmóðir i Reykja vík. Eftir að Magnús varð ekkjumað- ur gerðist bústýra hjá honum svst- ir hans, Guðrún að náfni, og hélzt svo unz dætur hans höfðu öðlazt nægilegan þroska til þess að gegna því hlutverki. Hraunholt er ekki mikil jörð að landrými en taldist notaleg til 30 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.