Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 29

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 29
SEXTUGUR: JÓHANNES STEFÁNSSON BÓNDI Á KLEIFUM í tilefni þess að hann Jöhannes á Kleifum varð sextugur þ. 10 þ.m. sendi ég frá mér nokkrar hugdett Ur um þann mæta mann og frænda minn. Jóhannes mun vera með kunn- airi bændum. Þó ekki fyrir það, að hann hafi setið á fundum eða þing Um, né verið í stjórnum stofnana eða félgassamtaka bænda eða ann- arra stétta. En þau störf eru að skoðun fjöldans, vegurinn til fram ans og inn í svifljós, samtíðarinn- ar. En það sem hefir kynnt Jóhann- es, er rækt hans og mat á við- haldi á sauðfjárstofni Kleifafésins. Það mun hafa verið Eggert Jóns- son móðurfaðir hans og fjármaður hans Guðmundur Ólafsson, er rsektuðu sérstakt afbrigði sauð- íjár með þá eiginleika, er bezt hentuðu staðháttum og afurðum til holda og ullar. Kleifafé hefur hlotið álit af t'jár fræðingum og verð eftirsótt af bændum, er horfðu fram til af- urðameiri sauðfjárstofns. En með fjárskiptunum, var engu fé þyrmt, ekki Kleifafé heldur. Þá var það Jóhannes á Kleifum, er uáði sér í lömb, vestan mæðiveik- isgirðingar, er voru af stofni Kleifafjárins og með því haldið við því er fyrrnefndir Kleifar- uienn byrjuðu á með góðum árangri. Og enn sjást einkenni þessa fjárstofns og glögg merki innan þess hólfs. Þá hefir Jóhannes kynnt sig, sem þjálfara hunda, til smala- niennsku, sauðfjárgeymslu og fieiri starfa. Skal því notað tæki- fserið o-g vakin athygli sauðfjár- bsenda á því, að kynna sér aðferð Jóhannesar við þetta nauðsynja- stanf. Jóhannes hefir átt mar-gt góðra hesta og tamið þá til þess starfs gangs er þeim var hentastur. bó hæfileika, hefir hann hlotið að ®rfðum frá föður-feðrum sínum, ÍSLENDINGAÞÆTTIR sem voru í ættir fram rómaóir tamninigamenn. Jóhannes hóf búskap árið 1936 er Stefán faðir hans hætti þar, eftir 40 ára búskap. Stefán var snyrtimenni í sjón og raun, bú hans, sem einkum var sauðfé, var velfóðrað og afurðamikið og eftir- sótt af framsýnum bændum lil kynbóta. Kona Stefáns, Anna Eggertsdótt ir bónda á Kleifum var greind og mikilhæf kona. Þau eignuðust 8 börn er komust til fullorðins ára. Oft varð hún að dvelja á sjúkra- húsi eða fjær heimili sínu vegna ■vanheilsu. Mun það meðal annars hafa ver ið orsök þess, að Stefán bóndi fylgdist ei með sa-mtíð sinni í ný- sköpun — jarðrækt, húsaby-gg- ingum og öðrum framkvæmdum á sviði búskapar. Er Jóhannes teku-r við jörð og einihverjum hluta bús, sem hvort- tveggja var kostum búið, voru ærin verkefni fyrir, hinn unga bónda til úrlausnar. Á hans árum byggði hann öll hús, skepnuhús og fóðurgeymslu úr steinsteypu. Stórt og myndarlegt íbúðarhús úr holsteinum, öll er byggingin smekkleg og þægileg við störf. Eftir tilkomu hinna nýju jarð- yrkjuvéla, var túnið stækkað, en það er græ-tt upp á melhjalla, skammt frá fjallinu og standa hús in á brún hans. Kleifaengjar, sem myndaðar eru af framburði ánna og viðnámi sjávarins, eru flatlendar og blaut- ar. Fitjarnar niður við sjóinn og flæddi yfir þær, með árvissri góðri sprettu. En við börðin voru blautar lendur. Nú hafa þær ver- ið grafnar og þurkaðar. Nú er svo komið að allur heyskapur er af ræktuðu landi og flæðiengi. Fyri-r nokkrum árum lét Jóbann es virkja ána er fellur niður með túninu og fékk þar með liós, hita og orku í hús og hýbýli. Foreldrar Jóhannesar voru hjón in Stefán Eyjólfsson Bjarnarsonar bónda í Múla í Gilsfirði og konu hans Jóhönnu Halldórsdó-ttur prests Tröllatungu. Eru þar ættir kunnar af fjölþættum hæfileikum. Anna var dóttir hjónanna Ing- veldar Sigurðardóttur presis Gisla sonar á Stað í Steingrímsfirði og konu hans Hildar Guðmundsdótt- ur, var hún síðari kona Eggerts, er var sonur Jóns Ormssonar bónda Sigurðssonar í Langey, og síðari kona hans Þuríðar. Kona hans var Kristín Eggerts- dótti-r bónda í Hergilsey Ólafsson- ar og þriðju konu hans Guðrúnar Jónsdóttur frá Gröf í Þorskafirði. Voru ættir þessar f jölmennar. Jóhannes kvæntist Unni Guð- jónsdóttur bónda á Kýrunnarstöð- um í Hvammssveit og konu hans Sigríðar Jónsdóttur frá Hrónýjap- stöðum. Gjörfuleg í sjón og raun. Hún hefir reynzt verki sínu vax- in, sem eiginkona, móðir og hús- móðir. Hefir og numið þau störf í foreldrafaðmi, er til nota hefir 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.