Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 17
og linnulausa baráttu að forða búi sínu frá áföllum og skakkaföllum, sem ekki voru ótíð á þeim árum, og höfuð orsök efnalegs ófarnaðar hjá mörgum. Börnuim sínum vildu þau veita sem bezt og hollast upp- eldi og standa að sínum hluta, að þörfum og skyldum síns byggðnr- lags. í þessu andrúmslofti ólst Kristján upp og mótaði það hann, að verulegu leyti, þegar á unga aldri, eins og raunar systkinin öll. En þau eru: Björn, bóndi í St. Sandfelli, (félagsaðili við Kristján), Haraldur, bóndi á Eyjólfsst., Bene- dikt, bóndi Ásgarði kvæntur Þur- íði Guðmundsdóttur, Þorgrímsson- ar, bónda í Tunguhaga, og Sigrún, húsfreyja í Arnkelsgerði á Völlum gift Nikulási, hreppstjóra, Guð’ mundssyni. Allt er þetta mesta dugnaðar- og sæmdarfólk. Vorið 1922 lauk Kristján ágætu prófi frá Alþýðuskólanum á Eið- um, eftir tveggja vetra nám. Var Björn bróðir hans þar einnig sam- tímis, þó að hann væri nokkrum árum eldri. Þar var þá skólastjóri séra Ásmundur Guðmundsson, síð- ar biskup. Voru þeir bræður í miklu afhaldi hjá skólastjórahjón- unum, fyrir ástundun og dugnað í námi og ekki síður, að ég hygg, fyrir hina traustu manngerð, er þeir báru með sér, og heiibrigðan metnað, sem fram kom í fari þeirra. Skapaðist á milli þessa fólks einlæg vinátta, sem hefur verið æ síðan og orðið þeim bræðr um til hvatningar og óblandinnar ánægju á lífsleiðinni. Um þetta leyti er bílaöldin fyrir alvöru að hef.jast hér á Austur- landi, þó að vegir væru i fyilsta máta ófullkomnir og flestar ár óbrúaðar. Verður varla með orðum lýst, þeim mikla mun, sem er á því að vera vörubílstjóri nú, eða á þeim árum. Kaupfélag Héraðsbúa hafði á þessu tímabili mikla bílaútgerð, til flutninga á þungavörum bænda við þessar slæmu aðstæður. Til greina kom því ekki í þetta starf, annað en úrvalsmenn að dugnaði og lagvirkni. Bílaviðgerðir, og allt þar að lútandi, voru þá einnig að mestu leyti á þeirra vegum. Krist- ján gerðist bílstjóri hjá Kaupfélagi Héraðstoúa upp undir áratug, eða þar til búskapur í Sandfelli tók krafta hans alla. Kristján var mik- ill smiður, þó ekki væri hann lærður í þeirri grein. Einn af þess- um sjálfmenntuðu hagleiksmönn- um, sem lagði gjörva hönd á hvað eina sem fyrir hendi lá. Það vakti atihygli á sínum tíma, viðhorf Kristjáns og systkina hans, til eignarjarðarinnar og foiældra þeirra. Öll vildu þau veg þeirra sem mestan og beztan á efn ár unum og öll vildu þau hefja ætt- arbýlið úr rýrum hlut í tölu góð býla. Fram eftir æskuárunum unnu þau öll að þessum hugðar efnum sínum í félagi, og með sam- stilltum kröftum. Það eru því í raun og veru engar skarpar marka línur um byrjun félagsbúskapar þeirra Björns og Kristjáns, í St. Sandfelli, né framkvæmdir þeirra þar, en samstarfið hefur aldrei rofnað og alla tíð verið hið bezta. Hin systkinin leystu hins vegar fé- lagsböndin, er þau stofnuðu sín eigin heimili. Síðasta stóra félags- átakið var íbúðarhúsið, fullgert 1930. Þá voru komin stór slétt tún, gripahús og heygeymslur. Kristján var aðalmaður við alla smíði, jafnt íbúðarhúss sem úti- húsa. Hann smíðaði einnig vönd- uð húsgögn á hefilbekk sínum heirna í Sandfelli, sem þóttu setja þægilegan og stílihreinan svip á þessa nýju íbúð. Kristján kvæntist árið 1950 Sig- urborgu Guðnadóttur, kaupm. frá Eskifirð. Sigurborg er hin bezta húsmóðir. Hlý í viðmóti og æðru- laus, þótt eitthvað á móti blési og manni sínum samhent um gest- risni og myndarskap í öllu heim- áilishaldi. Má með sanni segja að hún hafi verið hinn góði andi þessa heimilis frá því fyrst hún kom í St. Sandfell. Börn þeirra Kristjáns og Sigur- borgar eru eftir aldursröð: Alda Vilborg f. 1951, María Fanney f. 1953, Sigrún Birna f. 1954, Guðni f. 1957 og Jóhanna f. 1960. Eins og sjá má af þessari upp- talningu eru systkinin öll á æsku- skeiði og í skólanámi. Elzta syst- irin, Alda Vilborg (er varð 19 ára jarðarfaradag pabba síns) við nám og störf í Svíþjóð. María Fanney og Sigrún Birna á Alþýðuskólan- um á Eiðum. Guðni og Jóhanna i barnaskólanum á Hallormsstað. Þegar Sigurborg kom í Sandfell átti hún ungan son Bjarna Hagen, sem þar hefur alizt upp. Hann er nú lærður vélvirki og var að mestu farinn að heiman. Kristján var ekki mikið rlöinn við opintoer mál, hafði þó góða hæfileika þar til, því að hann var bæði athug- ull og gjörhugull. Björn bróð- ir hans hefur aftur á móti verið framámaður í flestum félagsmál- um sveitarinnar um áratugi, svo áhrifa Kristjáns hefur óbeint gætt þar líka. Kristján var vel máli farinn og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hugsaði sig um og setti svo mál sitt fram með skýrum og föstum rökum. Þó var hann aldrei einstrengingslegur í málflutningi, né skilningsvana á andstæðar skoðanir. Hann var sýslunefndar- maður sveitarinnar s.l. 20 ár. Ann- ar af +veim virðingarmönnum Brunabótafélags fslands og ýmis- legt fleira. Bræðrabúið í St. Sandfelli hef- ur iengst af verið með beztu og traustustu gjaldstofnum sveitar- innar. Góður áfallalaus búskapur og stöðugar ræktunarframkvæmd- ir hefur einkennt það. öðru frem- ur. Kristján átti ekki margar hvíld- arstundir um ævina. Margbreýtileg störf í æsku á fátæku bændabúi og síðar við þrotlausar fram- kvæmdir og uppb'"™1"-'” síns eigin heimilis, þó St. Sand- fell II sé falleg jörð. á hún þó mannshöndinni bað að þakka, að hún er nú í tölu stórbýla. Kristján var nær aldrei iðjulaus, einn af bpi"-1 sem alltaf sá næg verk- efni, utan húss og innan og ósérhlífni hans. skyldu- rækni og kappgirni. jaðraði sjálf- sa.gt oft við ofurkapp. Fyrir allmörgum árum tók heilsa Kristjáns að bila. Mjaðma- kölkun þjáði hann stórlega og fór svo að hann lá mikið úr vetri á sjúkratoúsi í Reykjavík. Fékk þar nokkurn bata, en þoldi illa að ganga að hinum lýjandi bústörf- um á stóru heimili með þeim átouga og skapgerð er honum var svo eiginleg. Ekki dró þó þessi sjúkleiki Kristjáns til dauða, heldur kom annað til, en vissulega var hann búinn að lama heilsu hans og við- námsþrótt. Er á þetta minnzt til að sýna, að hann gekk ekki heill til leiks síðari árin. En hann var geiglaust karlmenni, sem gaf sig ekki fyrr en allt um þraut. „Fyrr en nokkurn varir er ævi mannsins öll“. Kristján Guðnason er sigldur yfir landamæri lífs og dauða. Sveit ÍSLENDiNGAÞÆTTIR 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.