Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 13
FORELDRAMINNING: Guðrún Lúðvíksdóttir og Jóhann Magnússon Móðri mín Guðríður Lúðvíks- dóttir, sem lézt 30. 5. síðastliðið ór á sjúkrahúsi Vestmannaeyja, fædd ist 2.6. 1893 að Gvendarnesi við Fáskrúðsfjörð, dóttir hjónanna, HaUdóru Baldvinsdóttur og Lúð- víks Guðmundssonar tréskurðar- manns, Einarssonar útvegshónda og hafnsögumanns, sem fyrstur byggði Hafnarnes við Fáskrúðs- fjörð. Hún var kona smávaxin, snör í snúningum, glaðvær, en til- finninganæm. Hamhleypa var hún til allra verka, þrátt fyrir fíngerð- an likamsvöxt, hannyrðakona frá- bær og lagin við hvers konar saumaskap. Trúin var snar þáttur í lífi hennar, einnig hlýtt viðmót og gestrisni. Hún var frekar veit- andi, en þyggjandi. Sem dæmi um trúmennsku hennar, vil ég segja ofurlitla sögu: Þegar hún á fermingaraldri, gekk til spurninga til sr. Gutt- orms Vigfússonar í Stöð í Stöðv- arfirði, sem hún síðar varð vinnu- hjú hjá, fann hún giftingahring og kom honum til skila. Að laun- um hlaut hún tíu krónur og lét gera sér fyrir hrjóstnælu forkunn arfagra, sem nú er í minni varð- veizlu. Margar fleiri sögur gæti ég sagt um dyggð hennar, en þessi er táknræn fyrir þá kynslóð, sem nú er að kveðja. Minnisstætt er mér kapp hennar og dugnaður við hey- skapinn, hve stór föng hún sax- aði og vóg í heystæðin. Þá voru engar sláttuvélar, ekki einu slnni draumur um rakstrarvél, hvað þá hægt væri að sópa heilu flekkjun- um saman. Orfið og hrífan voru eina vopnið gegn ótryggri veðr- áttu. Oft var heyjað í mýrlendi, og smeykur er ég um að kynslóðinni f dag hrysl hugur við slíkri vos- húð. Aldrei heyrði ég hana kvai'ta, né á henni sæust þreytumerki. Ef- ast ég þó ekki um að oft hefur þreyta þjáð taugar hennar. Einn draum átti hún, sem aldrei varð að veruleika — draum sem marg- ar húsmæður af hennar kynslóð áttu. Hann var að fá vatn í hús- ið sitt. Að sá draumur rættist ekki, get ég að nokkru leyti skrifað á minn reikning, og get ég seint kvittað fyrir hann. Faðir minn Jóhann Magnússon, sem einnig lézt á sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 20. 12., sonur Bjargar Guðmundsdóttur í Hanfarnesi 24. 12. 1890, og Magnúsar Andrías- sonar frá Trankingsvog I Færeyj- um. Voru foreldrar rnínir því syst- kinabörn. Faðir minn var hávaxinn, heinn í haki og herðabreiður. Hann var vel eygur, dökkur nokkuð á hör- und, en sviphreinn. Hann var söng vinn, glaðvær og hrókur alls fagn- aðar. í brjósti hans sló samt hirmi lostið hjarta, þótt aldrei hæri hann sorg sína á torg. Berklaveikin eða tæringin, eins og þessi bölvaldur var þá nefndur hafði orðið þung- höggur systkinahópi hans. Af átta lifðu hana af þrjú, að honum með töldum, Höskuldur, sem veiktist og ber ekki barr sitt enn, Elísabet sem nú er látin. Hún var gefin Sig urði Oddssyni og bjuggu þau að Hvammi við Fáskrúðsfjörð við mi'kinn mjmdarskap. Elísabet var myndarkona, og minnist ég ætíð skyrslns hennar, þá er ég kom að Hvammi barn. Raunasaga þeirra systkina verð- ur ekki rakln hér, enda þeim, sem til þekkja, kunn. Fordómar þeir sem henni fylgdu og voru ekki eins dæmi þar, næstum því grimmd ardeg útskúfun úr mannlegu sam- félagi, er sem betur fer úr sög- unni. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.