Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 23
MINNING Minningarorð um hjónin MARGRÉTIJÓH. GÍSLADÓTTIR Og GUÐJÓN M. ÓLAFSSON frá Þórustöðum í Bitru Sauðárkróks. Átti hann þar sæti 25 ár. Hann var lengi í Rotary- félagi Sauðárkróks. Þar heyrði ég hann eitt sinn á kvöldfundi flytja gagnmerka ræðu um lilutverk Rot aryfélagsskapar. Vakti sú ræða at- hygli. Kusu þeir samstarfsmenn háns í Rotaryklúbb Sauðárkróks hann heiðursfélaga sinn nokkru áð ur en hann fluttist frá Sauðár- króki. Þess má ekki láta ógetið um Kristinn P. Briem, að hann var einn þeirra brautryðjenda er fyrst ir byrjuðu á notkun útlends áburð ar í Skagafirði. Keypti hann nokkra sekki af kalksaltpétri beint frá Noregi og bar síðan áburðinn á afrækt tún uppi á Nöfum, sem engin hafði nokkra trú á að mætti koma í góða rækt. Bar sú tilraun ágætan árangur. Mun þetta hafa verið, ef ég man rétt, um miðjan annan tug aldarinnar. Þess má einnig geta, þótt í fáum orðum vc-rði, að hann var sá fyrsti, er setti á stofn rafveitu til almenn- ingsnota á Sauðárkróki, sem raf- lýsti allan kaupstaðinn. Hann stofn aði einnig og starfrækti fyrstur manna á Sauðárkróki kvikmynda- hús. En kvikmyndasýningar þóttu mikil nýbreytni á þeim tímum. Ekki ætla ég hér með þessum fáu línum að telja allt það, er Kristinn P. Briem vann utan starfs sviðs sins í féiögum og nefndum. Heldur nefni þetta sem dæmi um, hve víðtæk áhugamál hann átti. Bar þar hæst atvinnumál ýmisskon ar og félagsskap, er vakinn var í því skyni að efla almenna heill og menntun. Fyrstur mann vakti hann at- hygli opinberra aðila á, að jarð- hiti væri í Áshildarholtsvatni (ör- stutt frá Sauðárkróki) og líkur til að kleift yrði að koma þar upp hitaveitu handa Sauðárkróki. Ár- angur af þeirri glöggskyggni hans var hitaveita Sauðárkróks, sem komst í framkvæmd árið 1953. Krlstinn P. Briem missti konu sína 8. dag aprílmánaðar 1961. Kaus hann þá að hætta störfum á Sauðárkróki og hverfa burt'u það- an. Seint á árinu 1961 fluttist hann til Reykjavíkur og keypti íbúð að Meðalholti 5 og settist þar að. Bauð hann þá fósturdætrum sín- um, Ásthildi og Kristínu dóttur bennar, að koma til sin í íbúðina og búa þar hjá sér. Tóku þær þvi boði með þökkum. Eru þær mæðg ur sérstaklega þakklátar fósturföð ÍSLENDINGAÞÆTTIR Þessara ágætu hjóna langar mig að minnast með örfáum orðurn, svo rnynd þeirra rnegi geymast í Íslendingaþáttum Tínvans, eins og svo margra mætra manna og kvenna. Sambýli við þau hjón og börn . þeirra um langt árabil, hefði eitt út af fyrir sig verið nægilegt til- efni fyrir mig að minnast þessara látnu h.ióna, en auk þess vorurn ur sínum, sem þær segja aö hafi reynrt þeim sem bezti faðir. Kristinn P. Briem var me'ðal- maður vexti, dökkhærður sem frændur hans margir, brúneygður og fríður sýnum. Hreyfingar hans voru léttar og kvikar fram til efstu ára. Undraðist ég jafnan, er við hittumst hin síðustu ár, hve vel hann hélt hlut sínum fyrir kerl- ingu „EHi“, sem setur þó merki sitt á flesta þá, sem háum aldri ná. Mér er hann í ljósu minni sem hæglátur og hreinskilinn alvöru- maður, er aldrei mælti óhugsað orð. Þó gat brugðið fyrir góðlát- legri kímni, sem fór honurn vel. Hann var ágætur heimilisfaðir. Hófsemi og prúðmennska ein- kenndi jafnan framkomu hans. Þótt segja megi, að hann væri ekki allra vinur, þá var hann trölltrygg ur þeim, sem hann batt vináttu við. Má segja svo um marga frænd ur hans í Briems-ætt, að trygg- lyndi sé þeim geðgróinn eiginleiki og vöggugjöf. Segja mátti um hann, að betri væru „heitin hans en handsöl annarra manna“. Og einmitt eru það traustustu mann- kostamennirnir sem flestum verða hugþekkastir og hugstæðastir í minningunni. Að lokum þakka ég hinum látna sæmdarmanni góð og gömul k.ynni og sendi jafnframt börnum hans og fósturbörnum hugheilar samúð arkveðjur. Kolbehm Kristinsson. við tengd nánum skyldleikabönd- um, þar sem Margrét var móður- systir mín og Guðjón föðurbróð- ir. - Margrét Jóhanna fæddist 7. okt. 1879 að Bakka i Geiradal í Barða- strandasýslu, en ólst _að mestu upp í Mýrartungu í Reykhólasveit hjá Páli föður Gests skálds og Ing- unni síðari konu Páls. Margrét var dóttir Gísla Gunn- laugssonar Guðbrandssonar frá Valshamri, Hjálmarssonar prests í Tröllatungu, en móðir hennar var Kristjana Jónsdóttir, en um ætt hennar er mér ekki að fullu kunnugt. Að liðnum æskudögum í Mýrar- tungu réðst Margrét vinnukona að Gautsdal í Geiradal til Ingibjarg- ar og Jóns er þar b.juggu. Minnt- ist hún þeirra hjóna og dætra þeirra alltaf með hlýleik og virð- ingu. Einnig var hún vinnukona i Ólafsdal hjá Guðlaugu og Torfa skólastjóra. en þau gerðu þann stað frægan eins og kunnugt er. Vorið 1909 réðst Marvrét til for eldra minna, Ingunnar systur sinnar og manns hennar, Einars Ólafssonar. Segja má að með því væru framtíðarörlög hennar ráð- in, og. lífsstarf hafið fyrir alvöru, því á næsta ári giftist hún Guð- jóni Ólafssyni, sem þá var ungur maður á heimili foreldra sinna á Þórustöðum, en þau voru ólafur Magnússon og Elísabet Einarsdótt ir. Margrét var fingerð, lagleg kona, snyrtileg og hjartahlý — og alltaf jafn elskuleg í viðmóti við alla. Hún var sérstakega þrifin, og gerði heimili sitt hlýlegt og aðlaðandi. Var þó stundum af litlu að taka, því efnin voru mjög af skornum skammti, eins og hjá svo mörgum á fyrsta þriðjungi aldar- innar. Snemma á búskaparárum þeirra Margrétar og Guðjóns varð hún 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.