Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Blaðsíða 28
SIGRIÐUR
ANDRÉSDÓTTIR
SIGURÐUR KRISTJÁNSSON
LEIRHÖFN
24. des 1889 — 13. nóv- 1966.
Þótt árin líði lækoast sorgin eigi, ,
sem laust vor brjóst við fráfall þessa manns.
Og nú er þröngt og villugjarnt á vegi,
oss vantar aðstoð, ráð og leiðsögn hans.
Hví sættust eigi hjörtu harmi þrungin
við hógvært ákall dauðans þetta sinn?
Og brjóst vor enn af sárum söknuð stungin.
Hví sefar tíminn eigi missirinn?
Oss hreif hans fas, en gaum vér gáfum eigi
gullinu, sem í þessum manni bjó.
Þó var svo ætíð eins og birti af degi,
ef hann á steininn sínum sprota sló.
Ef lítilmagnl var i vanda staddur,
þá varð IWnn fyrstur til að leysa þanh.
Áður en fundur yrði saman kvaddur,
óvæntan bar að garði hjálparmann.
Hann sýndi afköst öðrum stærri og meiri
anda og handar, hvert sem starfið var,
og eftirlét þau fullkomnari og fleiri
við ferðalok, svo mjög af öðrum bar.
Einfari var hann öðrum þræði löngum.
Áhugamálin saga og framtíð lands.
Víðsýni og dómgreind voru í stakki öngvum.
Vökumanns - hugsýn prýddi merki hans.
llm óraleiðir inn í framtíð þjóðar
oss ókleift var að f.vlgja, nema í draum.
Vér nánmm ei þá orku andans glóðar,
sem ofurmennis hugsjón gcfur straum.
Vér skiljum nú, hvað vorum trega veldur.
Það varð oss Ijóst, er Sigurð frá oss bar.
Hann snart oss seint, sá bjarti, innri eldur,
sem orku, þrá og hugsjón lífið var.
Og því fór svo, að öll hans ævin merka
7,»rð eigi nýtt til forsjár vorum lýð
Vér áttum spámann. — Aðstöðuna sterka —
Þó er vort fley á reki um höfin víð.
Vér syrgjum eigi ho.efins vinar vegna,
því vel tnun statt um sálarskipið hans-
Vort ólán var, að el vér skyldum megna
að auðgast meir af gnægðum þessa manns.
Björn Haraldsson.
Framhald af bls. 15.
sem kynti ofninn- hans Davíðs
Stefánssonar. Máski hefur hún
líka skrifað i öskuna öll sín beztu
Ijóð.
Heimili sínu og börnum helgaði
hún alla starfskrafta sína, og gat
á efri árum sínum horft um öxl
og litið yfir mikið og gott ævistarf.
Ég kveð svo þessa látnu merkis-
konu með þakklæti, í nokkrum
stuðluðum orðúm. sem mér finn-
ast eiga vel við hana og lýsa hennl
rétt. en þau orð eru þannig:
Framliðna kona, fjölda
kosta búin,
frá oss nú svifin yfir
dauðans höf.
.1 auðlegð þín bezt var ást og
von og trúin
örlæti og drengskap fékkstu
í vöggugiöf
Tryggð því úr þáttum
traustum reyndist snúin.
Vegmóðum oft þú veittir
góðan beia,
var ei þín nnind til slíkra
starfa treg,
fjölmargir fengu þína rausn
að reyna,
rómuðu hana fleiri en
aðeins ég.
Virðingu hlaustu bæði
svanna og sveina.
Mér er því ljúft að minnast
þín í óði,
margfaldar þakkir tungu
minni af,
fátækleg orð úr sálar
minnar sjóði
sendi ég þér yfir dauðans
víða haf.
Kynning við þig var hverjum
manni gróði.
Sof þú í friði, undir ’ága leiði
löngum er þreyttum hinzti
blundur vær.
sælt er að líta að loknu
æviskeiðí,
lífs yfir störfin þörf og
hugum kær.
Gröf þína signir sóliu björt
í helði.
Bragi Jónsson
frá Hoftúnum.
?8
fSLENDINGAÞÆTTIR