Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Qupperneq 5
ELÍN SLGURÐÁRDÓTTIR
fyrrum húsfrú í Syðri-Tungu í Staðarsveit
Hinn 23. júlí s.l. var gerð frá
Neskirkju í Reykjavik útför frú
Elínar Sigurðardóttur Hagamel 28,
fyrrum húsfreyju í Syðri-Tungu í
Staðarsveit, en hún lézt 15. s.m.
eftir stranga legu. Með henni var
til moldar borin myndar- og merk-
iskona, sem mér er bæði ljúft og
skylt að minnast með nokkrum
orðum.
Elín fæddist í Syðri-Tungu 10.
september 1901 og var því tæplega
sjötug er hún lézt. Foreldrar voru
þau Ingibjörg Jónsdóttir og Sigurð
ur Þorleifsson búandi hjón þar, en
þar bjuggu þau allan sion búskap.
Systkini Elínar voru þrjú sem upp
liði. Og nú, undanfarna áratugi
hefir verið þar tvíbýli, Jónas og
Björgvin búið þar og komið upp
stórum hópi mannvænlegra barna.
Vissulega er sorg aldraðra for-
eldra, um efnilegan son, þung og
sár, en vér megum einnig finna
til með jörðinni, sem enn geymir
flest sporin hans, en veit ekki enn
að þau verða ekki fleiri.
Þessi dagur, 17. apríl, særði oss
öll djúpu sári. Þá voru ekki liðin
tíu ár síðan hér varð sjóslys, er
kostaði 7 mannslíf. Þetta slys ýfir
þannig upp harma auk þess, sem
það vekur nýja. En sá, er harm-
ana skóp gefur einnig huggun. í
öruggu trausti á hann, er öllu
stjórnar, erum vér hér og förum
héðan, vitandi það, að voldug hönd
almáttugs Guðs, mun um ókomna
tíma vernda oss og styðja, og gefa
oss þrek að standast þrautir. Þess
vegna eigum vér ekki að sakast
um, þótt oss séu gefnar þrautir,
svo að vér getum sýnt þrekið. Um
það biðjum vér Guð nú á þessari
stundu, sem og allar stundir lífs
vors. í Jesú nafni.
Skarpliéðinn Pétursson.
komust: Elínborg, Jón og Guðrun,
sem öll giftust og áttu börn. Eru
systurnar báðar á lífi, háaldraðar,
en Jón látinn fyrir nokkrum árum.
Elín var yngst af systkinum sínum,
sem öll voru mesta myndar- og
dugnaðarfólk og vel látin af öll-
um. Fóstursystir Elínar var systur
dóttir hennar Rannveig Vormsdótt
ir, ættuð í föðurætt úr Austur-
Húnavatnssýslu og er hún enn á
lífi, búsett í Hafnarfirði.
Foreldrar Elínar voru alltaf
fremur fátæk, en þó vel bjargálna
og í Syðri-Tungu átti hún heima
meiri hluta ævi sinnar. Sá staður
var henni því jafnan kær. Sigurð-
ur, faðir Elínar, var mesti dugnað
ar- og sómamaður og því vel lát-
inn af nágrönnum sínum og sveit-
ungum. Hann vann' oft utan heim-
ilis síns og var sérstaklega góður
heimilisfaðir. Er mér það í minni,
hvað hann var víða fenginn til að
rista heytorf, sem er vont verk og
erfitt. Af honum lærði ég það
verk, svo ég varð sæmilega góður
torfristumaður. Nú er sem betur
fer hætt að rista heytorf, en hey-
in geymd í hlöðum að mestu. Einn
ig reri hann á yngri árum sínum
nokkrar vetrarvertíðir „undir
jökli“ og þótti þar sem annars
staðar góður liðsmaður. Frá Fúlu-
vík reri hann einnig meðan róðrar
voru þaðan stundaðir. Ræðari var
hann ágætur og fiskinn vel. Þóttu
þeir sjómenn góðum kostum bún-
ir, sem það höfðu til að bera.
Minnist ég hans ætíð með hlýhug
og þakklæti, því af honum lærði
ég ýmislegt, sem ég vissi ekki áð-
ur. Ingibjörg, lcona hans, var líka
dugnaðarkona og vann hún oft á
vorin við dúnhreinsun, en við það
starf var hún bæði rösk og vel-
virk.
Eins og fyrr segir ólst Elín heit-
in upp í Syðri-Tungu og var þar
að mestu þar til hún giftist eftir-
lifandi manni sínum árið 1928,
Skarphéðni Þórarinssyni frá Laxa
hóli í Breiðuvíkurhreppi, góðum
dreng og snyrtimenni. Búskap
byrjuðu þau á Búðum og voru þar
í eitt ár. Þá fluttust þau að Arnar-
tungu, sem nú er fyrir löngu kom-
in í eyði, og bjuggu þar í tvö eða
þrjú ár. Eftir lát Sigurðar, föður
Elínar fluttist þau að Svðri-
Tungu og bjuggu þar eftir það til
1957 að þau hættu búskap og flutt
ust til Reykjavíkur. í Syðri-Tungu
búnaðist þeim vel og voru jafnan
samhent við búskapinn, enda
hjónaband þeirra hið farsælasta.
Börn þeirra eru fjögur: Birkir,
Jenný, B.iörg og Rakel, sem öll eru
gift og eiga börn og hin gjörvuleg-
ustu.
Skarphéðinn, maður Elínar,
hafði um alllangt skeið á hendi
ýms opinber störf fyrir sveit sína.
Var t. d. hreppsnefndaroddvti i
12 ár, formaður sóknarnefndar o.
fl. Leysti hann þau af hendi með
ágætum, sem önnur störf sín og
var því vinsæll. Eigi skorti Elínu
heldur vinsældir og var jafnan
gott að koma að Syðri-Tungu,
Mátti segja með sanni, að þau
voru samvalin heiðurshjón.
Elín gekk á unglingsárum sín-
um í U.M.F. Staðarsveitar og starí
ÍSLENDINGAÞÆTTIR