Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Page 6

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Page 6
AXEL GUÐMUNDSSON Ég finn hvöt hjá mér að skrifa örfá þakklætis- og viðurkenning- arorð um vin minn Axel Guð- mundsson, þegar hann svo snögg- lega hafir verið burt kallaður frá þessari jarðnesku vegferð. Þegar ég kom á Skattstofu. Reykjavíkur árið 1948, gerði ég að gamni mínu vísur um suma þá sem þar unnu, eftir því sem þeir komu mér fyrir sjónir við fyrstu kynni. Um Axel datt mér þessi lýsing í hug: Mér Axel finnst af innsta grunni sprottið: Óljós kynning aðalsmanns. Á ættstofn minnir höfðingjans. Eftir því sem kynning varð nán- ari mat óg mikils gáfur hans og góðvilja, honum hafði verið falið aði þar bæði vel og lengi. Lét hún sig sjaldan vanta á fundi félagsins. Stuttu eftir að kvenfélagið Sigur- von í Staðarsveit var stofnað, gekk hún í það og var hún í því unz hún fluttist úr sveitinni. Leysti hún af hendi góð störf fyrir félag- ið, sem nú er orðið 42ja ára gam- alt og hefur látið margt gott af sér leiða. Hún hafði söngrödd góða og var um langt skeið ein af með- limum kirkjukórs Staðarsóknar, sem enn lifir góðu lífi. Eftir að systkini Elínar yoru far in úr foreldrahúsum og höfðu stofnað sín eigin heimili, var hún ætíð hjá foreldrum sínum og á ýmsan hátt stoð og stytta heimilis ins unz hún giftist 1928 og hjá henni dvaldist móðir hennar öll elliárin, en hún lézt háöldruð. Elín var dugleg til allra starfa, enda karlmanns ígildi að burðum og þreki. Hún var handlagin og ÍAgvirk og myndarkona í sjón og i það starf, sem honum var einkar ljúft, en það var að létta að nokkru reynd. Hana þekkti óg allt frá barnæsku og var ætíð góður kunn ingsskapur milli heimila okkar. Við vorum saman einn vetur í barnaskóla, en skólatíminn var þó aðeins 8 vikur. Ennfremur vorum við lengi félagssystkini í U.M.F. Staðarsveitar. Eftir að ég kynntist Skarphéðni, manni hennar, urðum við skjótt góðir vinir, sem haldizt hefur æ síðan. Honum, börnum hans og öðrum vandamönnum votta ég mína innilegustu samúð í tilefni af fráfalli hennar. Æskuvinir mínir, leikbræður og systur eru nú sem óðast að tína tölunni. og horfnir yfir móðuna miklu. Er ég nú einn orðinn eftir, þeirra, sem heima eiga í sveitinni. Ein af þeim æskuvinum var Elín frá Syðri-Tumgu. Guð blessi minnimgu hennar. Bragi Jónsson frá Hoftúnum. gjaldabyrði af þeim, sem verst voru settir í samfélaginu og minnst gjaldþol höfðu. Enginn ef- aðist um, að þar var réttur mað- ur á réttum stað og margur mun hafa farið glaðari af hans fundi þegar út var gengið en inn kom* ið. Einhverju sinni er við Axel ræddumst við, sagðist hann mundi skrifa um mig minningargrein þeg ar ég væri allur. Þá fannst okkur líklegt vegna mikils aldursmunar, að ég myndi hverfa fyrr af sjónar- sviðinu en hann. En hér sannaðist, sem oft áður, að „enginn veit hver annan grefur“. Ekki dettur mér í hug að lýsa hér fjölbreyttum hæfileilkum eða lífsferli þessa göfuga og góða manns. Það gjöra margir aðrir. Það, sem ekki hvað sízt dró hugi okkar Axels saman, var að við höfðum- gaman af skáldskap, enda var Axel eins og mörgum er kunn ugt, prýðilega hagorður og skáld* mæltur. Ég hafði oft ánægju af að hlusta þegar hann þuldi mér Ijóð sín, hann var öruggur og áheyri- legur í allri frásögn, víðlesinn og fróður. Fyrir allmörgum árum sendi ég Axel eftirfarandi ljóðlínur á jóla- korti: Gefi þér frelsarinn gleöileg jól, geðið þitt uppljómi fegursta sól. Bjart verði ætíð um bústaöinn þinn, biður þess aldraður starfsbróðirinn. Þetta verða og síðustu kveðju- orð til hans frá mér nú, þar sem sál hans dvelur í hulins heimi. Vertu sæll vinur. Hafðu þökk fyrir samfylgdina og kynninguna. Árni E. Blandon. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.