Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Síða 14
MINNING
Sigríður Jóhannsdóttir
frá Flatey á Breiðafirði
Fædd 12. júní 1900.
Dáin 11. ágúst 1971.
Hinzta kveðja.
Sú stund skal hljóð, þá ævi
manns er öll,
en ylfrjó minning gista næma
sál.
•— Ég mann þitt bros og
grómlaust gamanmál,
góðleik þíns hjarta; ey og sæ og
fjöll.
væru lesnar upp í skólanum, enda
hlaut hann sérstaka viðurkenningu
fyriir.
Það var því að vonum, að nem-
endur litu upp til Þórólfs vegna
! hinna margvíslegu hæfileika hans.
Og með þeim mátti vænta þess, að
Þórólfur stæði á margan hátt vel
að vígi að þreyta lífsins tafl, þó
að hæfileikarnir einir séu aldrei
trygging fyrir slíku. Því að það
er með lífstaflið svipað og tóm-
stundataflið, að það býður upp á
marga leiki, suma óvænta, sem við
sjáum ekki alltaf fyrir en breyta
taflstöðunni í einni andrá svo að
leikslok verða stundum vonum
fyrr.
Við trúum því samt, að aftur
verði raðað upp, að nýtt tafl hefj-
ist þar sem áfram verði haldið og
allt hið góða svo og hæfileikar
ýmsir sem vonir voru við tengd-
ar, njóti sín á nýjum starfsvett-
vangi.
Kennarar kveðja minnisstæðan
nemanda, bekkjarsystkin vinsæl-
an bekkjarbróður, með söknuði.
En sárastur harmur er kveðinn að
foreldru'm, systkinum, afa og
ömmu svo og öðrum skyldmenn-
um. Öllum þeim sendum við af al-
hug okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Sigurjón Jóhannesson.
Og enn ég man þitt heima, hlýtt
ogbjart.
Hreinleik þíns sefa. Orð þitt
mjúkt sem hart.
Látlausa einurð. Aldrei myrkt
þitt mál.
— Þér mundi ég glaður bergja
djúpa skál.
Skál þess sem var — Þú skilur
hljóð og glögg:
Skál þína fyllta himinvígðri
dögg.
Hlæi þér morgunn hreinn í blæ
ogyi,
hugrakka sál — ef annað líf er
til.
Jón Jóhannesson.
t
„Mínir vinir fara fjöld“, sagði
skáldið. Þau orð get ég tekið mér
í munn, þegar mínir gömlu og
kæru vinir frá Flatey á Breiða-
firði eru að kveðja hver af öðrum
á stuttum tíma. Alltaf fækkar
þeim, er muna Flatey á blóma-
skeiði, þegar fólk bjó í hverju húsi
og allt iðaði af lífi, bátarnir komu
og fóru, og alls staðar var eitthvað
að gerast. Og fegurð eyjanna
gæddi lífið unaði og tign.
í dag fer fram útför frú Sigríð-
ar Jóhannsdóttur, Barmahlíð 55,
konu, er tengd var eyjunum traust
um böndum og bar svipmót þeirra
í sál og sinni.
Hún fæddist í Flatey á Breiða-
firði 12. júní 1900. Foreldrar henn
ar voru Jóhann Arason, skipstjóri
í Flatey og kona hans Valborg
Jónsdóttir.
Sigríður ólst upp í Flatey ásamt
tveim bræðrum sínum, Jóni Jó-
hannssyni, síðast verzlunarmanni á
Stokkseyri, dáinn 1932, og Sigur-
jóni Jóhannssyni, vélstjóra í
Reykjavík. Sigríður stundaði nám
í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Hún giftist 8. desember 1923 Guð-
mundi Jóhannessyni, loftskeyta-
stöðvarstjóra og oddvita í Flatey
og síðar yfirgjaldkera innheimtu-
deildar Landssímans og fluttust
þau til Reykjavíkur 1931.
Börn þeirra eru 3, Jóhann, sem
tók við starfi föður síns við Lands-
símann, kvæntur Rebekku Kristj-
ánsdóttur, Kristín, gift Rafni Júlí-
ussyni, póstmálafulltrúa í Reykja-
vík og María Valborg, gift Viðari
Guðjónssyni, verzlunarmanni í
Reykjavík.
Sigríður andaðist 11. ágúst s.l.
eftir langa sjúkdómslegu.
Sigríður Jóhannsdóttir var ein
af þeim konum, er vissulega settu
svip sinn á lífið í Flatey, meðan
Flatey var og hét. Hún var minnis
stæð kona, sem eftir var tekið.
Það var reisn og þokki yfir henni
og hún átti það látleysi og alúð,
sem prýðir hvern mann og stækk-
ar hann. Hún var skapföst og
trygg. Bjó yfir staðfestu og öryggi,
sem óg veit að byggðist á einlægri
guðstrú hennar, þó að hún bæri
hana ekki alltaf á vör. Það var
ekki hennar eðli að sýnast, heldur
vera. Þetta var kjölfesta í lífi henn
ar, gæddi hana hlýju og samúð.
Sigríður var hressandi glöð jafn
an blessunarlega laus við yfirdreps
skap, hógvær í háttum, skilnings-
rík og mild gagnvart þeim, er bágt
áttu. Mér fannst hún vera alltaj
minnug þess, að „aðgát skal höfð
í nærveru sálar“. Því var gott að
koma til hennar og vera með
henni, enda átti hún létt með að
14
ÍSLENDINGAÞÆTTIR