Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 17
þekikti ég bónda, sem sagt var um, að risi úr rekkju og gengi til húsa um miðjar nætur, eða hvenær sem var á nótt eða degi, ef eitthvað var þar að, þá stundina. Ef ær var að hengja á sauðburði, lamb und- anvillt eða komst ekki á spena, eða ær leggðist afvelta, þá brást ekki, að bóndi var kom- inn í húsið til aðstoðar. Hann fékk einhvers konar aðvörun. Var það sagnarandi? Var það draummaður eða draumadís. Ég spurði hann einu sinni um þetta. „Ég finn það einhvern veginn á mér“, sagði hann bara. Ég spurði Björn líka einhvern tíma um það, hvernig á því stæði, að hann kæmist betur hjá vanhöldum en ég og flestir aðrir. Hann gaf lítið út á það en neitaði þó ekki, að hann nyti stund um eins konar aðvörunar. Fullyrði ég því ekkert um það. Úti við tókst honum líka furðu lánlega, að forða fénaði sínum frá slysum. Samt munaði þar einu sinni mjóu. Um hávetur fóru nær 20 ær, sem hann átti ofan um ís í svo- nefndri Seltjörn suður með hraun um. Þar kom hann að þeim eins og hann væri kallaður á staðinn, sem er langt frá bæ. Ærnar voru í einni kös í tjörninni allar á sundi í miðri tjörn og veikar skar ir allt um kring. Þá voru snör handtök hjá bónda, þar sem hann stóð í mittisdjúpu vatninu og kast aði ánum upp úr krapinu hverri af annarri á svo skömmum tíma, að allar lcomust þær heim á eigin fótum til húsa sinna. Þetta var var hreystiraun mikil. Hin síðustu ár hefur túnkalið farið illa með nýræktina á Hraun- koti, svo töðufall hefur orðið helm ingi minna í liálfan áratug en vera ætti miðað við eðlilega sprettu. Þessu hafa Hraunkotsbændur mætt með þeim hætti, að fara á engjar, sem áður var búið að yfir- gefa að mestu. í öðru lagi hafa þeir sótt heyskap á leigutún úti í Húsavík og hér og þar annars stað ar. Uppgjafarhugur fyrirfannst ekki á þeim bæ, þótt kalt blési frá 1965—1970, eða öllu heldur þó flest ár síðan 1961. Ef ráðdeildarbændur byggju á öllum jörðum á borð við Björn Ár mannsson og Kristínu Kjartans- dóttur, sykkju færri í skuldasúp- ur eða flosnuðu upp. Ármann og Hálfdánía áttu áfram heimili á Hraunkoti eftir að þau hættu að búa sjálf. Þangað kom líka móðir húsfreyju Þórey frá Daðastöðum. Þetta var eins og sjálfsagt. Júliana dvaldist þar líka og dvelur enn hjá bróðursyni sín- um og konu hans, blind í 20 ^ða 30 ár, vinnandi þó svo vel, að undrun okkar vekur, sem augu hafa. Það þótti öllum líka eins og sjálfsagt úr því hún kaus það sjálf. í kringum Hálfdáníu var ævin- lega bjart og hlýtt í gömlu bað- stofunni á Hraunkoti, sem var tveggja faðma löng. Og fjörefni voru í hverri hennar hreyfingu fram á efsta dag. Og Ármann sá alltaf björtu hliðarnar á tilverunni þegar um þrengdist. í kringum þau myndaðist aldrei neitt tóma- rúm. Börnin á Hraunkoti ólust upp með afa og ömmu. Elliheimili eru sjálfsagt ágæt handa þeim, sem eldast og barna- skólarnir ennþá betri fyrir bernsk una og æskuna. Samt held ég, að afinn og amman annars vegar og barnið hins vegar missi meira en margran grunar, þegar ungdómur inn hættir að koma að knjám elztu kynslóðarinnar með gleði sína og sorgir í heilræðaleit og til náms í móðurmálinu. Börn Kristínar og Björns eru: Þórey, gift Guðlaugi Eiríkssyni, búsett í Kópavogi. Kjartan, bóndi á Hraunkoti, ÍSLENDINGAÞÆTTIR 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.