Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Síða 18
MINNING
Sesselja Stefánsdóttir
FRÁ KAMBI
Fædd 22. júní 1881.
Dáin 12. júlí 1971.
Meðal hinna þýðingarmestu at-
riða í lífsferð okkar allra er sú
samfylgd, sem við óhjákvæmilega
höfum, um lengri eða skemmri
tíma. Þessi samfylgd er, að sjálf-
sögðu, margháttuð og mismunandi
að gildi, eftir manngerðum, og
einnig er undir ýmsu lcomið, hvern
ig við kunnum að meta hana. Skiln-
ingurinn á gildi samfylgdarinnar,
er oft svo takmarkaður, kannske
einkum framan af ævi. En ef til
vill er margt ljósara þegar leiðir
skilja, við vegamót. — Nú eru ein
vegamótin að baki, háöldruð, merk
kona hefur kvatt samferðafólkið
og gengið inn á hærri lífsbraut. —
Þar sem ég naut samfylgdar henn
ar um alllangt skeið, einkum á
bernsku- og æskuárum, er mér
ljúft og jafnframt skylt, að minn-
ast hennar með nokkrum orðum.
Sesselja fæddist að Berufirði í
Reykhólasveit. Foreldrar hennar
voru hjónin Stefán Jónsson og
Guðrún Andrésdóttir, bæði vel
metin í sínu héraði. — Um það
kvæntur Snjólaugu Benediktsdótt-
ui frá Hjarðarbóli.
Hálfdán, kvæntur Bergljótu
Benediktsdóttur, búa á Hjarðar-
bóli.
Árdís, gift Gunnari Kristjáns-
syni. Þau eru búsett í Hafnarfirði.
Þorgrímur iðnaðarmaður í Húsa
vík, kvæntur færeyzkri konu, Em-
hildi Ólsen.
Svanlaug, gift Hermanni Ragn-
nrssyni í Húsavík.
Eins og sagt var áður, var Hraun
kotsheimilið jafnan mannmargt og
ríóð föstum fótum. Slík sveita-
heimili hafa um aldir verið örugg
undirstaða í samfélagi okkar ís-
lendinga.
Bjartmar Guðmundsson.
bil er Sesselja fór að stíga fyrstu
sporin var hún tekin í fóstur að
Bæ í Króksfirði. Þar ólst hún svo
upp hjá Iæknishjónunum Ólafi Sig
valdasyni og Elísabetu Jónsdóttur,
en heimili þeirra var, að sögn
kunnugra, sannkallað fyrirmyndar
heimili. Þar var jafnan mannmargt
'og mikil umsvif, en allur heimilis-
bragur mótaðist af virðuleika og
mannkostum húsbændanna. Og
þarna var líka heimkynni glað-
værðar og hóflegs gleðskapar, þeg
ar henta þótti, en ljótt orðbragð
og illt umtal leiðst ekki. StÖrfin
á þessu heimili voru fjölbreyttári
en almennt gerðist og í tómstund-
um var mikið lesið, því að læknis-
hjónin áttu allmikið og gott bóka-
safn.
Tvítug að aldri giftist Sesselja
Jóni Hjaltalín Brandssyni og hófu
þau fyrst búskap að Berufirði, en
fáum árum síðar fluttu þau að
Kambi, í sömu sveit, og þar bjuggu
þau síðan um fjörtíu ára skeið. Á
þeirri jörð unnu þau mikið og gott
ævistarf, lengst af við þröngan
efnahag og ærna lífsbaráttu. En
Jón var afburða dugnaðarmaður,
hann stóð jafnan í meiri og minni
framkvæmdum, ýmist jarðabótum
eða húsabyggingum, sem báru því
vitni að maðurinn var þjóðhagur,
hvar sem hann lagði huga og hönd
að verki. Til að standa undir fram
kvæmdunum var oftast talsverður
bústofn, enda fóðuröflun oft all-
mikil utan ábýlisjarðarinnar. Sam-
fara þessum umsvifum og oftast
mannmörgu heimili, þurfti að sjálf
sögðu að mörgu að hyggja, utan
bæjar seni innan. En hjónin voru
stjórnsöm og samhent og höfðu
jafnan góða reglu á öllum hlutum,
þannig að snyrtimennskan vakti at
hygli jafnt inni sem úti. Og heim-
ilishald var með svo miklum mynd
arbrag, sem efni framast leyfðu,
og gestrisni mikil. Mátti þar eins
og í svo mörgu öðru, finna þess
merki, að húsmóðirin hafði alizt
upp með sönnum höfðingjum.
Þau Jón og Sesselja eignuðust
tíu börn, af þeim dó einn dreng-
ur, Guðmundur, á bemskuskeiði,
hin komust öll til góðs þroska og
tókst með dugnaði að afla sér tals
verðrar menntunar og verða nýtir
borgarar. Nöfn þeirra eru:
Elín Gróa, Stefán, Guðbjörg Sig
þrúður, Ólafur, Sigmundur, Kristj
án Hans, Magnús, Bjarni og Guð-
mundur. Einnig ólu þau upp Lilju
Guðrúnu Hánnesdóttur.
í upphafi þéssara minningar-
orða minntist ég á samfylgd og vík
nú að henni aftur, því að í viss-
um skilningi átti ég samleið með
Sesselju á Kambi um allmörg ár,
er ég var að alast upp í Hólum,
sem er næsti bær við Kamb. Þar
sem systkini mín voru öll mun
eldri en ég, leitaði ég mjög eftir
leifefélöigum meðal nágranna og þá
oftast að Kambi. Frá þeim dögum
á ég, að sjálfsögðu, margar góðar
endurminningar, ekki sízt frá leikj
um og berjaferðum okkar Sig-
mundar jafnaldra míns og yngri
bræðra hans. En yfir svífur minn-
ingin um móður þeirra, sem jafn-
an kom fram við mig eins og hún
væri líkf Jáóðir mín. Á heimili
hennar var jafnan got| að koma,
þar voru Igóðar veitingár, þar var
líf og fjör, söngur og hljómlist,
gleði og gaman. Samanborðið við
mitt hlutskipti heima fyrir, fannst
mér glæsibragur á öllu á Kambi,
og var því stundum þaulssetnari
þar en hóflegt var. En þegár börn
in frá Kambi komu í heimsókn að
Hólum höfðu þau aldrei lengri við
dvöl en leyit hafði verið. Ber það
vott um þá festu, sem ríkjandi var
í uppeldi þeirra, fyrir samverk-
andi áhrif foreldranna. En í því
sambandi hvarflar þó hugurinn,
öðru fremur, til þeirra uppeldis-
áhrifa, er í æsku mótuðu lífsvið-
horf Sesselju. Hún minntist fóstur
18
ÍSLENDINGAÞÆTTIR