Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Side 21

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Side 21
Garðar Guðmundsson frá Þverdal í Aðalvík Fæddur 13. ágúst 1917. Dáinn 28. júlí 1971. Löngu fydr aldur fram er æsku vinur minn, Garðar Guðmundsson frá Þverdal'fallinn frá, en hann lézt að morgni 28. júlí s.l. eftir langvinn og þungbær veikindi, á 54. aldursári. Garðar Guðmundsson fæddist að Görðum í Aðalvík 13. ágúst 1917, annar i röðinni af fimm systkinum. Foreldrar hans voru þau Jónína Sveinsdóttir frá Fjalli í Víðimýrar sókn, Skagafirði, og Guðmundur Snorri Finnbogason frá Sæbóli í Aðalvík. Þegar Garðar var. á þriðja aldursári, fluttust foreldrar hans frá Görðum yfir í ÞverdaL Á fjölmennu myndarheimili í liún fjölmörg utan að. Mikla ánægju hafði hún og af söng og tónlist, lók enda fyrir dansi á harm oníku, þegar hún var ung. En segja má að „nikkan" væri þá eina hljóðfærið sem almenningur átti nokkra völ á að kynnast og handleika. Annarri konu kynntist ég einnig á Kambi, sem varð mér minnisstæð — Sigþrúði, systur Sesselju. Hafði hún dvalizt á henn ar heimili frá fyrstu tíð og reynzt Sesselju ómetanleg stoð og styrk- ur frá upphafi. Nú var hún. farin að heilsu vegna langvarandi liða- gigtar. Sigþrúður var greind kona og einhver sú hógværasta og ljúf- asta kona í allri umgengni, sem ég hefi fyrir hitt. Já, dvölin mín á Kambi fyrsta kennsluveturinn minn varð mér hugstæð lengi — og er enn. Minn ir helzt á fallegan sólskinsblett á grárri heiði, Sem betur fer urðu fleiri en ég aðnjótandi sólskinsins og hlýjumiar hennar Sesselju. Ótal in eru þau börn og þeir ungling- ar, sem hjá henni voru í sumar- dvöl — og eignuðust, þar sem hún var, ómetanl-egt skjól og at- hvarf. Og gamalrnennin voru ekki færri en sex, sem borin voru út af hennar heimili til hínzta hvílu- staðar og fengu með því sína heít ustu ósk uppfyllta — að fá að deyja hjá henni Sesselju sinni. Slík kona á óefað mörgum vinum að mæta, á „hinni ströndinni“, þegar hún stígur þar á land. Árið 1946 hættu þau Jón og Sesselja. búskap á Kambi og fluttu til Reykjavíkur. Var Jón þá farinn að heilsu og andaðist árið eftir — 1947. Bjó Sesselja þá fyrst um ára bil með sonum sínum en síðustu 14 árin, sem hún lifði, var hún hjá dóttur sinni, frú Elínu — ekkju Karls Magnússonar læknis, sem annaðist hana af frábærri al- úð og umhyggjusemi. Sem fyrr er getið varð þeim hjónum, Sesselju og Jóni — tíu þarna auðið. Af þeim dó eitt í æsku — Guðmundur, 9 ára — 5. barn í röðinni. Hin eru öll é lífi ásarnt fósturdóttur og heita — tal- in í réttri aldursröð: Elín Gróa, Stefán, Guðbjörg Sig- þrúður, Ólafur, Sigmundur Kristj án Hans, Magnús, Guðmundur og Bjarni, og fósturdóttirin Lilja Hansdóttir. ÖIl hafa þes-si börn þeirra kom- izt ágætavel til manns. Skipa nú margvíslegar ábyrgðarstöður og njóta vinsælda og trausts, svo sem foreldrar þeirra forðum. Sýnist þar hvorugt hafa brugðizt, ætterni né uppelcli. Nú, þegar Sesselja kveður, skil- ur hún ’eftir hér á jarðlífssviðinu — auk sinna eigin barna — 22 barnabörn og 14 barnabarnabörn — og gnægð af móðurlegri ble-ss- un handa þeim öllum. 21. júlí 1971 Ingibjörg Þorgeirsdóttir frá Höllustöðum. Þverdal ólst Garðar upp allt til fullorðinsára, en heimili þeirra Jónínu og Guðmundar Snorra skar sig úr með myndarskap, bæði ut anhúss og innan, og þar voru meiri umsvif í búskaparháttum, en títt var í minni sveit. Guðmundur Snorri var mikilsvirtur jarðrækt armaður, bætti jörð sína og byggði á henni stórt og vandað íhúðarhús sem stendur enn og ber vitni stór hug húsbændanna í Þverdal. Með skírustu og kærustu bernskuminningum mínum er, þegar ég fékk að fara með föður mínum í heimsókn yfir í Þverdal og til „frænku á Bolinu“, en svo kallaði faðir minn jafnan Guðnýju Sveinsdóttur systur Jónínu hús freyju í Þverdal, en Guðný var tengd okkur með því, að maður hennar Magnús Dósoþeusson var náfrændi okkar, en glöggt fann ég, hvað faðir minn mat þær syst ur öðrum framar í Víkinni, enda stafaði frá þeirn hressilegum menn ÍSLENDINGAÞÆTTIR 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.