Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Síða 23

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Síða 23
Björg Sigurðardóttir á Björgum Fædd 5. seplember 1900. Dáin 8. apríl 1970. Þegar ég sá Björgu á Jökulsá, Björgu í Vík, Bjöi'gu á Björgum í fyrsta skipti stóð hún á tvítugu eða liðlega það. Þetta var á bakka Skjálfandafljöts að austanverðu. Hún var á leið yfir í Kinn. Hún var komin utan af Húsavík gang- andi, komin vestan af Flateyjardal á árabát, þangað á leið yfir í Björg. Það var eins og glaðværð þessar- ar ungu stúlku, lífsorkan og lima- burður segði: „Það er eins og ekkert að ganga þennan spöl. Það er eins og ekk- ert. að skreppa þennan krók yfir Flateyjarsund og Skjálfandaflóa á áraskipi. Það er eins og ekkert að setja saman bú úti á Flateyjardal“. Þetta lá eins og í loftinu við fyrstu sýn. Áður vissi ég, að hún liafði heill að nábúa okkar, Hlöðver á Björg- um og að nú átti að gera út um það, hvort Dalurinn eða Kinnin ættu að njóta þeirra. Já, margur hefur heillazt af því, sem minna er, hugsaði ég og veitti henni ein- hverja leiðsögn yfir Fljótið, bráð- ókunnugrL Einhvern tíma um þetta leyti var það líka, annað tveggja stuttu á undan eða eftir, að Illöðver átti leið um Sílalækjartún að nætur- fyrir skildi. Lokið er erfiðu stríði, sem staðið hefur á þriðja ár. Hann barðist hetjulega en hlaut að tapa. Konu hans, börnum og ættingj- um, sem studdu hann drengilega í erfiðri baráttu, votta ég innilega samúð. Þeirra missir er mikill. En langt út fyrir raðir ættingja og venzlafólks er hans saknað af þeim, sem af honum höfðu ein- hver kynni, og það er huggun harmi gegn að minningin lifir um mætan dreng. Þórður Kárason. lagi í júní eða júlí. Þegar Sílalækj- armenn risu úr rekkjum gaf þeim á að líta. Knár maður hlaut að hafa gengið um garð. Aflrauna- steinninn, sem kallaður var Sílalækjarsteinn, var kominn upp á axlarháan vegg. Hann hafði verið tekinn um nótt- ina og hlaut sá, er það gerði, að hafa fært hann upp á bringu. Það var ekki á færi nema sterkustu manna. Hlöðve* hlaut að hafa verið þar að verki. Engum öðrum var til að dreifa. Þessi steinn gæti verið jafnfrægur og Kvíahellan á Húsafelli og steinarn ir í Dritvík: Fullsterkur, Hálfsterk ur og Amlóði. Nú er þessi. steinn geymdur í tengslum við byggða- safnið á Grenjaðarstað. Það hlýtur að hafa verið létt yfir Hlöðver á Björgum þessa nótt. Svo fréttist það einn daginn, að hann væri fluttur norður á Dal. Þetta var vorið 1922. Dalurinn hafði sigrað Kinnina isjörg og Hlöðver voru farin að búa í Vík, sem var eignarjörð Bjargar. Sumarið leið og næsti vetur. Annað sumar kom og haust. Þá var sú fregn borin inn í baðstofu á mínum bæ eitt kvöldið í hríðar veðri, að bóndinn í Vík, Hlöðver nábúi minn frá Björgum, hefði drukknað í lendingu við Víkur- höfða. Þetta var eins og reiðarslag. Síðan hefur mér stundum fundizt að þá hafi orðið héraðsbrestur í Flateyjardalshreppi. Það skarð var komið í kappalið byggðarlagsins, er aldrei fylltist síðan. Seinust allra held ég að þau Björg og Hlöðver hefðu yfirgefið staðinn meðan bæði stóðu á fótum, hún með hugarbirtuna, hann með herðastyrkinn og jafnaðargeðið. Hvað brast þar? spurði Ólafur konungur Tryggvason í Svoldar- orrustu, þegar bogi Einars þamb- arskelfis var skotinn sundur í höndum hans. Noregur úr höndum þér, konung ur, svaraði Einar. Hann stendur undir svarinu og líka þvi, sem hann bætir við, er hann hefur dreg ið sjálfan konungsbogann fyrir vald; Of veikur, of veikur, alvalds- bogi. Fáum árum eftir slysið við Vik- urhöfða fór Vík í eyði og hinar jarðirnar fimm hver af annarri næstu árin. Jörð Gunnars á Brett- ingsstöðum varð „seinasti bærinn í dalnum". Þar var viðnámið mest. En aleinn bær í byggðarlagi fær hvergi varizt til lengdar, allra sízt þegar svo stendur á, að vega- lengd til næsta bæjar á landi er sex tíma lestagangur. Þar er við það ofurefli að etja, að enginn fær rönd við reist fremur en Einar Þambarskelfir og Þorkell nefja, sem stukku seinastir allra manna fyrir borð af Orminum langa. Eyjan kom á eftir tveim áratug- um seinna eða svo. Byggðarlag, ÍSLENÐINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.