Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 25
ina í Húnavatnssýslu, þegar liann
var að vaxa upp, að gamla fólkið
hefði verið unglingum eins og lif
andi fræðibók. Það var þeirra
kennarar. Nú er öld önnur. Um
loftslagið og lifnaðarhættina í Flat
ey sagði Sigurveig á Bjargi eftir
50 ára dvöl þar, útflutt þangað
innan úr mannfleiri dölum, að í
Eynni hefði hún fundið heilsuna
og hamingjuna. Hún var þar Ijós-
móðir og viðlaga-læknir með dá-
lítið apótek í skáp, ómissandi kona
byggðarlaginu. Þegar til sögunnar
er litið sést að oft hafa sannazt
orð Darraðarljóða:
Þeir munu lýðir
löndum ráða
er útskaga
áður of byggðu.
Nú eru þessir uppeldisstaðir
orðnir að ólöndum í augum ökk
ar og dæmast úr leik, í bili, að
minnsta kositi. En gæti ekki skeð
að þar biðu varasjóðir eða jafnvel
bjargráðasjóðir í einhverri niynd,
þegar stundir líða? Hver veit nema
hólminn okkar eigi eftir að
stækka aftur?
Vík á Flateyjardal var stór
Dauðavorið, þegar bóndinri þar,
Iijálmur Finnbogason, bjargaði
mörgu vergangsfólki frá hungur-
dauða „af miklu veglyndi“. Nausta
vík líka sama vor, þegar bóndinn
þar tók heilan hóp af dauðvona
fólki á bæ sinn hélt lífi í öll-
um, eftir því sem sögur herma.
Auk þess fór sjófangið frá honum
um Kinn og næstu dali til bjarg-
ar í hungursneyðinni. Hann hét
Vigfús. Mörg, mörg dæmi önnur
mætti tilfæra um gildi þessa i
byggðarlaga meðan þau hétu ( ;
voru.
Ég hitti Björgu seinast á síðasta
hausti nýkomna norðan af Dal.
Hún var þar að heilsa upp á og
kveðja smalastígana sína, sem
horfnir eru í lyng, engjagöturnar,
sem nú fela sig í grasi, og bæj
ina, sem horfnir eru ofan í jörð-
ina. Bróðir hennar, Grímur, held
ur við húsi sínu á Jökulsá og
frændur öðru á Brettingsstöðum.
Þarna dvelur þetta fólk oft á sumr
um. Þetta vár hennar afmælisför
til draumalandsins. Þarna hitti
hún frændur og/forna sveitunga
með ófúnar rætur til Dalsins eins
og hennar. Hún var hamingjusöm
yfir að hafa notið áhrifavalds gam
alþekktra slóða. Brosleit heilsaði
hún gesti sínum á hlaði úti eins
og ævinlega. Ofhraði æviáranna
var ekki enn farinn að heimta
verulega skatta. Enn hélt hún sinni
reisn, sem minnti á 30—40 ára at-
burði. Til dæmis: Hún var að slá
gulstör með grindarljá suður við
Karlsá á sjálfan réttardaginn
í krapahríðarveðri, skáraði stórum
og sópaði störinni saman í múga.
Hún kastaði aðeins mæðinni og
gerði gaman að ágirnd sinni til
stráanna, sem voru að leggjast und
ir snjó og verða engum að gagni,
nema þetta tækifæri væri notað.
Það var eins og sólbráð fylgdi orð
unum. Öðru sinni hitti ég hana í
útmánaðastórbríð út við læk að
vatnsburði í bæinn, í fjósið, í fjár
húsin. Bóndinn lá í rúminu og
gat sig varla hrært, og engan ann
an að senda í húsinu. Hún hálf
hló framan í kófið og hélt að nú
væri hún tæplega nógú nettleg og
umvafin yndisþokkanum. Hríðin
og allt andstreymi hopaði fyrir
svona skemmtilegri skapgerð og
atorku.
Þetta var náttúrlega á undan
sláttuvéltækninni og leiðslu ofan
úr fjalli, spor, sem fljúga fyrir
milli þess, sem var og orðið er.
Já. Það vottaði fyrir að aðeins
þyrfti að taka meira á en forð-
um daga við lækinn. Það gægðist
fram í sambandi við eitthvað og
eitthvað annað, eins og óvart, að
bezt væri hverjum að fara áður
en f ann yrði öðrum til byrði.
Ö rum til byrði?
Ný kynslóð var að vísu tekin
við að náttúrlegum lögum. En
Björg hélt reisn sinni. Enn átti
hún miklu hlutverki að gegna á
heimili sínu. Enn færði hún hluti
til góðs vegar. Enn vildi tengda
dóttirin, elzta, helzt hafa hana sem
næsta sér. Samvinna þeirra var
elskuleg eins og samvinna á að
vera.
Ekki er það geðfeld tilhugsun,
þeim sem verið hafa samferðar-
mönnum ómissandi, að verða þeim
allt í einu til byrði. Björg þurfti
aldrei að bíta í það beiska bris.
Hún stóð á eigin fótum meðan
stætt var. Nær vordögum lagðist
hún undir hníf á sjúkrahúsi Akur
eyrar, að áeggjan barna sinna. Ná
lega jafnsnemma var Sigurbjörn
fluttur til Húsavíkur á sjúkrahús.
Lengi hafði hún hjálpað honutn
veikum. Nú orkaði hún ekki meira.
Sá kapituli í sögu hennar er vissu-
lega umtalsverður, þó honum
verði að sleppa.
Björg andaðist snögglega á Skír
dag. Uppskurður var vonlítill fyr
ir fram séð og árangur enginn
þegar til kom. Hún hélt huga og
gamansemi til hinztu stundar og
varð að ósk sinni: engum til byrði.
Börn Bjargar og Sigurbjörns sex
að tölu hafa öll eitthvað gott frá
henni fengið. Þau eru: Grímur og
Sigurður, heima á Björgum, Guð-
rún, Ásgerður og Jón búa á Akur
eyri, Lovísa er húsfreyja á Stein
kirkju í Fnjóskadal.
Hlöðvers er áður getið. Hann er
bóndi á Björgum, kvæntur Ástu
Pétursdóttur frá Gautlöndum.
Bjartmar Guðmundsson.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
25