Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Qupperneq 26

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Qupperneq 26
GRÍMUR JÓNSSON útgeröarmaður frá Súðavík Fæddur 5. apríl 1885. Dáinn 12. apríl 1971. Erfiðasti liarðindakafli 19. aldar mun hafa verið áratugurinn 1880 —1890, sem olli því, að fjöldi ís- lendinga flýði ættjörð sína og flutti vestur um haf, til Bandaríkja Norður-Ameríku og Kanada. Með- al þeirra, sem þá hugðu til slíkr- ar ferðar vorið 1888, voru mið- aldra hjón úr Strandasýslu, Jón V. Hermannsson og Guðrún Jó- hannesdóttir kona hans. Eitt barna þeirra, Grímur, síðar kaupmaður og útgerðarmaður í Súðavík, var þá aðeins þriggja ára að aldri og Þorsteinn bróðir hans enn yngri, enda mun það ekki hafa verið einsdæmi, að fólk tæki sig upp til Ameríkuferðar með börn sín í blá bernsku. En vegna glettni örlaganna fór fjölskylda þessi aldrei til hins fyr- irhugaða lands, heldur settist að í ísafjarðarkaupstað um sinn. Nokkru síðar keyptu foreldrar Gríms hluta úr jörðinni Súðavík í Álftafirði, og fluttust þangað bú- ferlum. Þá var árabátaútgerð mik- il í Álftafirði, eins og annars stað- ar í Út-Djúpinu. Gjöful fiskimið voru þá nærtækari en nú er, og sumar hvert fylltu síldargöngur firði Djúpsins, einkum Skötufjörð. Þótt tún væru þá yfirleitt lítil og lítt ræktuð, stunduðu bændur samhliða sjósókninni landbúskap- inn af kappi, en hann byggðist að verulegu leyti á heyöflun upp um heiðar og hálsa. Við þessa búskap- arhætti til sjós og lands ólst Grím- ur upp á heimili foreldra sinna, unz hann hélt að heiman til náms ungur að aldri, eftir því, sem þá var títt. Þegar Grímur var um það bil finnntán ára gerðist hann háseti hjá Guðmundi Hialtasyni, er þá var formaður og nótabassi á síldar útvegi, sem Skúli alþm. Thorodd- sen átti. Varpa, tóg, bátar og ann- að, sem útvegi þessum tilheyrði var nýlegt og talið mjög fullkom- ið, og þá fyrir skömmu keypt af Norðmanni einum, sem dvalizt hafði vestra um skeið. Um páskaleytið, þ.e. í byrjun vorvertíðar, var búizt til ferðar inn í Skötufjarðarbotn, þar sem talin var vís veiði í vetrarstaðinni síld. Þá vildi svo til, að veðrið gekk upp í norðangarð, svo að eigi varð komizt á sjó í hart nær hálfan mánuð. Allan þann tíma héldu Álftfirðingarnir til á bæn- um Borg í Skötufirði. Var þá þröngt setinn bekkurinn, þótt húsakynni væru bæði góð og rúm- mikil. Þegar lygndi eftir garðinn var strax hafizt handa við síldveið ina, og fengust tvö hundruð tunn- ur í fyrsta kasti. Þá er vel veidd- ist voru aðalerfiðleikarnir oft eft- ir, en það var að koma síldinni í verð. Kaupendur voru nær ein* göngu sjómenn hringinn i kring- um Djúpið, þar eð hér var um beitusíld að ræða. Þá voru hvorki vélbátar né sírni í landinu, og því vandkvæði á að koma frá sér afla- fréttum í flýti. Ekki var heldur um íshúsin að ræða, því að þau voru þá engin til vestra, nema hvað Thorsteinsen bakari á ísafirði mun þá fyrir Skömmu hafa reist eitt slíkt til beitugeymslu í mjög smá- um stíl. Það gekk þó allsæmilega, að þessu sinni, að koma aflanum í peninga, meðal annars á þann hátt, að róa hlöðnum síldarbát út til Bolungarvíkur, en þar var stærsti markaðurinn. Hlutur Gríms úr þessum veiðum varð tvö hundruð krónur, sem þótti tölu- vert há upphæð þá, þótt svo sé ekki nú. Htfernig Grímur varði þessum tekjum, lýsir hinum unga manni betur en margt annað. Hann bjó sig þegar um haustið norður á Möðruvelli og settist þar á skóla- bekk í Gagnfræðaskólanum, sem Jón A. Hjaltalín þá stýrði. Ég hygg, að á þeim tímum hafi fáir fimmtán ára gamlir unglingar haft þann kjark og þá menntunarþrá til að bera, að þeir drifu sig að heiman og verðu sínum fyrsta afla hlut til skólagöngu. Enda kom það á daginn, að skólabræður Gríms voru allir, sem einn, fullorðnir menn, á milli tvítugs og þrítugs. Þegar skóla lauk um vorið og Grímur hugði til heimferðar, sýn- ir ferðasaga hans glöggt hvernig samgöngum var þá háttað hér á landi. Sáineinaða gufuskipafélagið danska annaðist strandferðir um- hverfis landið með tveimur, frek- ar litlum skipum, Skálholti og Hól um. En ferðir þeirra voru strjálar, og hefði Grímur þurft að bíða all- lengi á Akureyri, ef hann skyldi hlíta þeim farkosti. Þá var enn starfandi á Langeyri í Álftafirði norsk hvalveiðistöð, sem hafði 26 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.