Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 17
Helga S. Björnsdóttir frá Grafarholti Til viðbótar þvi, sem Einar Birnir skrifaði i siðasta blað tslendingaþátta um Helgu S. Björnsdóttur frá Grafar- holti — eins og hún var löngum nefnd fram eftir árum, — skal hér nokkru við bætt. Er það i litlu til fyllri frásagnar, en aðallega til áréttingar þvi, sem þar var réttilega sagt. Foreldrar Helgu voru þau þekktu Grafarholtshjón Kristrún Eyjólfsdótt- ir frá Stuðlum við Reyðarfjörð og Björn Bjarnarson hreppstjóri, alkunn- ur maður á sinni tið, einkum fyrir þátttöku sina i ýmsum opinberum málum og þá hlutdeild, sem hann átti að mörgum hagsmunamálum bænda, á breiðum grunni. Kristrún, móðir Helgu, var ein sú gagnmerkasta kona, sem ég hefi kynnzt, en hlédræg og hafði sig litt i frammi um öll afskipti utan heimilis sins. En þvi er hér sérstaklega að Kristrúnu vikið, að ég tel það mjög miður farið, að hennar skuli aldrei hafa verið minnzt á opinberum vett- vangi, en hér eftir verður varla úr þvi bætt. Var þar þó mikill og góður efni- viður, sem verðskuldað hefði góða meðhöndlun ivandaðri frásögn. Krist- rún lézt 1935. Helga Sigurdis var þvi góðra ætta, og ég hygg að ekki muni ofmælt þótt fullyrt sé, að hún hafi hlotið að erfðum öll beztu eigindi beggja sinna ætt- stuðla. Uppeldisáhrifin voru um flest til fyrirmyndar og sá andi hvildi þar yfir vötnunum, sem ekki var annars staðar. Uppeldisáhrifin, ásamt með- fæddum eðliskostum, urðu henni þvi gott veganesti á óruddri lifsbraut, — eins og raun gaf vitni. Hún var viðlesin, gjörhugul og raun- sæ, og dómhæfni hennar mátti jafnan treysta. Til hennar var alltaf gott að leita til upprifjunar á löngu liðnum at- burðum, og þó helzt varðandi ýms at- vik úr héraðssögu byggðarlagsins eða persónusögu fjölmargra samtiðar manna hennar. Og þess má þvi m.a. sakna, að ekki skuli lengur hægl að leita til hennar um ýmsa vitneskju, sem nokkurs hefði verið umvert að blaðfest hefði verið, meðan timi var til. Þegar litið er yfir liðinn lifsferil Helgu S. Björnsdóttur verður manni hugstæðast það jafnaðargeð, léttleiki og þokki, sem jafnan var henni sam- fara. Og þótt árin liðu, sáust þess litt merki i allri framkomu hennar og and- legu jafnvægi. bó mun hún lengi hafa vitað að hverju dró, og hún tók þeirri vitneskju með sömu ró og jafnaðar- geði og hverju öðru, sem ekki varð umflúið Helga er horfin sjónum okkar. Þar fór góð kona, skemmtileg og hugþekk öllum, sem af henni höfðu umtalsverð ky-ni. — En minningin lifir. Guðm. Þorláksson íslendingaþættir 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.